Dagskrá - 21.01.1897, Blaðsíða 6
Á hinn bóginn er oss ómögulegt að gjöra grein fyrir
hvernig því er varið, að likami, sem hreifist, skuli ekki sem
optast hafa f för með sier fjórða rúmstigið.
Allar líkur, og hugsunarrjettar afleiðíngar orsaka mæla
með því, og þó að tilraunir þær, sem vjer gjörðum með punkt,
línu, flöt og líkama eigi leiddu til neins árangurs, er öllu ekki
þar með lokið. — Því er sem sje þannig varið, að ef vjer
hreifum línu beint áfram eptir þeirri stefnu, sem hún áður
hafði, en ekki til hliðar út frá hinni upphafiegu stefnu, þá er
og verður hún aldrei annað en áframhaldandi strylc; og för-
um vjer að sínu leyti eirjs að, hvað tíötinn snertir, ef vjer
hreifum hann eins og hann liggur, án þess að reisa hann á
rönd, þá má einu gilda hvaða breytingu vjer beitum, hann er
og verður allt af sami flöturinn, að eins lengd og brcidd. -
Einmitt á penna hátt fer oss meðlíkamann; vjer hvorki hrcif-
um, njtrgetum hreift hann öðruvísi en innan þeirra takmarka,
sem lengd, breidd og hæð setur.
Þetta verður oss enn þá auðsærra, ef vjer hugsum oss
»arkarbúa« gjöra líka tilraun. — Þeim yrði ekki vandræði úr
að gjöra punktinn að línu, og línuna að flcti, en svo væri
ltka þar með búið. Flöturinn yrði allt af, hvernig sem þcir
hreifðu hann fram og ajrtur, sami flöturinn, af því þcir gcta
ekki hugsað sjer hann hreifanlegan öðruvísi en hann liggur,
án þess að reisa hami upp á rönd.
Þá stöndum vjer mun betur að vígi. — Vjer viturn, sam-
kvæmt kenningum stærðfræðinnar, að citt rúmstig býður odru
heim. Þar eð vjer enn fremur, þrátt fyrir vora andlegu skamm-
sýni, sjáum, hvernig hugsunarþráðurinn dettur sundur í hönd-
um vorum, þá eru einmitt fengnar sterkar líkur fyrir, að ept-
ir þriðja rúmstigið komi hið fjórða, þó vjer ekki getum sýnt
það eða sannað. Stærðfr'æðingarnir fara þeim nrun lengra,
að þeir láta ekki staðar numið við fjórða rúmstigið. í’eir láta
sjer um munn fara, að rúmstigin sjeu ef til vill ótcljandi.
Ef sú kenning reyndist rjett, mundi hún skipa stjömum
himinsins á hinn óæðri bekk meðal smámuna, sem ekki væru
berandi saman við alheiminn, með öllum rúmstigum hans.
(Meira).
Farmaðurinn.
______ i
(Framh.).
Þannig leið kvöldið allt og fram á nótt. Við vissum ekki
lengur af því því að tungurnar eru scttar saman af orðum og
setningum, en við töluðu saman viðstöðulaust á máli Adams
og Evu í Paradís.
Svo kom sá.tími að jeg þurfti að fara um borð. — Við
kvöddumst ekki. Jeg vissi að hún mundi hitta mig daginn
eptir; hún þekkti skipsnafnið og jeg taldi á fingrum hcntiar
á hverri klukkustund vinnu okkar um borð væri lokið. — Þá
var jeg frjáls og gat fylgt henni upp í bæinn. — Hún leit enn fast
á mig með sægrænu augunum að skilnaðt, en hún þurfti jtess
ekki. Það var ekki hætt við því að jcg mundi gleyma þeim.
Næsta .kvöld sá jeg hana á tilteknum tíma ganga fram
og aptur á steinstjettinni fyrir ofan bryggjuvegginn, og jeg
hafði hraðar hendur að búa mig af stað, á leið til glcðinnar
og ástmeyjar minnar.
I þetta sinn för jeg einn frá borði og lofaði fjelögum
mínum að fara hverja leið sem þcim þóknaðist.
»Darja!«
Hún nefndi nafnið mitt aptur og jeg tók eptir þvi að hún
sagði það alveg eins og í gær, en hún gat ekki borið það
rjett fram.
Hún smeygöij hendinni undir handlegginn á mjer og jeg
fann að hún hefði getað leitt mig með sjer hvert sem var, ef
hún hefði ekki viljað láta mig leiða sig.
Hún lagði sig upp að mjer og jeg gagntókst af þessúm
heita ástaryl, sem brennir mánn svo sárt í fyrsta sinn. — Jeg
er nú snauður og gamall útlendingur í mínu eigin landi, en
jeg vildi þó ekki skipta á endurminningunni um þessi kvöld i
hinum grikkneska aldingarði, og auðlegð þeirra sem aldrei
hafa lifað.
Við vorum saman hvert kvöld til enda svo lengi sem
skipið stóð við í eyjunni. — Og við hugsuðum víst hvorugt
um það að samvistum okkar væri lokið þá og þegar. — Svo
Ijet jeg hana skilja eitt kvöld, að við ættum að vera seglbúnir
um hádegi daginn eptir.
Hún varð fölari og augnaráðið sterkara, en annars sá jeg
henni ekki bregða mikið. — Jeg drakk fast þetta kvöld, því
jeg var hryggur og hugsjúkur út af framtíð okkar. -
Jeg benti á okkur bæði og upp í landið, en hún hristi
höfuðið. Svo nefndi jeg skipið, höfnina sem jeg var ráðinn
til og nafnið á eynni hennar, um leið og jeg dró stryk á bekk-
inn sem við sátum í, til þess að gefa henni i skyn að jeg
ætlaði að korna aptur. Hún hristi enn höfuðið og jeg vissi
engin ráð, en drakk bara fastar og fastar þangað til jeg hætti
að hugsa um að við áttum að skilja næsta dag.
Það einasta sem jeg hafði fyrirhyggju til að taka fram
þegar við kvöddumst síðasta kvöldið okkar í eynni, var það
að hún yrdi að hitta mig á tilteknum stað nálægt skipalegunni
tvcim stundum fyrir hádegi. Hún hneigði höfuðið til sam-
þykkis og svo skildum við með löngum faðmlögum og kossum
eins og vant var.
Daginn eptir var jeg snemma á ferli. Það var víma i
mjer enn eptir vínið og mjer sýndist sú leið sem fyrir mjer
lá vera tómleg og gleðisnauð. Jeg var að brjóta heilann um
hvad jeg ætti að taka til bragðs og mjer fannst ljón vera á
hverjum vegi. Fjelagar mínir yrtu á mig, en jeg svaraði þeim
naumast. — Svo heyrði jeg einn þeirra segja;
»Þarna kemur nýi hásetinn ( staðinn fyrir Korsíkumanninn
sem strauk í gær.«
Jeg lcit upp og sá þann sem talaði síðast benda upp á
landbrúna. — Þar kom maður mikill vcxti og raumslegur, er
dró á eptir sjer stóra skipskistu.
Jeg þekkti hann strax og varð lítt glaður við. — Það var
Þjóðverjinn, sáer jeg lagði klofbragðið á við Islandsstrendur.
(Meira).
Nýir menn.
Við göngutn tveir saman snemma dags yfir götur bæjar-
ins, svo langt sein þær ná, upp í átt til sveitanna.
Morguninn er á lopti. — I útnorðri eru breiðir flókar af
silfurgráum vetrarskýjum að dragast upp í miðjar hlíðar og
hafbakkinn lyptir sjer hægt og hægt á móti hinni miklu ljós-
| stjörnu í austri.
Landið liggur drifhvítt fyrir frarnan okkur. — Frá fjalli til
fjöru dúða byggðirnar sig morgunsvæfar og kyrvilegar ttndir
snjófeldinum, en flæðarborðið hringar sig dökkt af sæbörðu
grjóti og þarabyngjum, eins og örmjór mittislindi milli láðs og