Dagskrá - 06.03.1897, Page 2
242
sveitaþarfa? Einhver hjelt um daginn í einfeldni, eða
líklega fremur i spaugi, að »Vesta« kæmi með peninga,
en svo kom einhvtr með þá upplýsingu, að það mundi
kannske fremur verða ástæða til að leggja á okkur krón-
unni meira vegna frrða hennar, og var þá fokið í það
skjól. En hvaðan tökum vjer þá peninga til svo margra
þarfa? Það er spurmng sem alþýðumenn setja fram um
þessar mundir og eig.i bágt með að svara. Sumir halda
að þing og stjórn finni sjálfsagt ástæðu til að hugleiða
þetta og benda á einhver ráð til að bæta úr peninga-
eklunni, og sýnist, sem er, að lítil meining sje í að
heimta það sem ekki er til; aðrir tala um að borga
opinber gjöld með gjaldgengum landaurum eptir verð-
lagsskrárverði, og sýnist það liggja næst og vel mega
vera, — en vera mi að einhverjir sjái líka fleiri ráð,
og væri fróðlegt að fá að heyra þau.
III.
Jeg er einn af þeim lukkulegu, sem með hverri
póstferð fæ heimsókn af alls konar blöðum, tímaritum,
bæklingum og ritum, sem vjer Islendingar erum orðnir
svo auðugir af, Þó það sje æði útdragssamt að hýsa allt
þetta fólk, þá kemur þó svolítið nýtt lopt með þeim á
bæinn. Reyndar þykir okkur nóg um þegar sá síðasti
fer að þylja sömu frjettirnar sem hinir eru búnir að
segja frá, en það skiptir þá svo svalandi um þegar til
landsmála kernur, því þar eru sjaldnast 2 á sama máli,
svo tilbreytingin verður þó svolítil þegar öllu er á botn-
inn hvolfc. En sleppum nú þessu. Margir furða sig á
því, eins og dagblöðin eru nú orðin mörg hjá okkur,
hve lítið þingmenn nota þau. Blöðin sýnast þó einmitt
kjörin til að vera hljóðberar okkar pólitisku fuiltrúa til
ej’rna þjóðarinnar, en þau virðast nærri því fremur vera
tappi eða rennilok, er stöðvi alla strauma þaðan. Okkur
íinnst, einfeldningunum, að það ætti að geta haft tölu-
verða þýðingu, jafnvel tíma- og peningasparnað í för
með sjer, ef þingmenn á undan þingum vildu vekja máls
á og ræða rneð þjóðinni mál þau, er þeir ætluðu að
bera upp, eða væntanlega kæmu fram á næsta þingi,
og veturinn næsti á undan þingi er einkar hentugur til
þess að slíkar umræður fari fram, qg það þá einmitt í
blöðunum.
Þingtíminn hjá okkur er stuttur; málin eru mörg
og meðferðin verður opt í flaustri. Annatíminn er utn
það leyti mestur hjá þjóðinni, og þótt einhver sem fjarri
býr þingstaðnum vildi leggja orð í belg, þá er kannske
allt um götur gjört er tillögur hans komast í blöðin.
Reykjavíkurbúar því nær einir eru vel settir til að hafa
áhrif — og því þá ekki að nota sjer það?
Jeg hef einhverntíma heyrt einlivern liggja stjórninni
á hálsi fyrir það hve seint hún birti sín frumvörp; verði
hún ekki skylduð til að leggja þau fram fyrri, þá verð-
ur auðvitað við það að vera, en ekki ættu þingmenn í
þessu efni að þurfa að laga sig eptir stjórninni; þeir
ættu að geta komið með sín frumvörp í tíma, svo að
þjóðin gæti kynnt sjer þau og rætt þau. Það er undra
verður frumvarpagrúi, sem kemur fram á hverju þingi;
vafalaust semja þingmenn fleiri eða færri af þeim heima
á undan þingi; þessi frumvörp ættu þeir að leggja fram,
því það er sjálfsagt ekki neitt í þeim sem þjóðin má ekki
sjá.
Þingmenn þykjast nú kannske þvo hendur sínar í
þessum efnum með þingmálafundahöldum undir þing,
en þeir sem verið hafa á slíkum fundum vita líka
hve mikils virði, eða hitt heldur, eru umræður sem þar
fara fram málum til skýringar eða atkvæðagreiðslu.
Að endingu er vonandi að þingmenn taki það ekki
illa upp þótt kjósendur fari fram á að þeir láti eitthvað
til sín heyra í blöðunum milli þinga; þessi löngun er
sprottin af dálitlum politiskum áhuga sem þingmenn ættu
heldur að glæða.
O. Olafsson.
Stærð Reykjavíkur.
Þegar maður kemur til Reykjavíkur utan af sjó og
lítur yfir bæinn, sýnist hinn íslenski höfuðstaður fullt
svo mikill ummáls eins og margir aðrir bæir er byggðir
eru af 30—40,000 manns.
Innlendir menn veita þessu ekki mikla eptirtekt, en
útlendir ferðamenn, er vita hve fámennur bærinn er,
furða sig einatt á þessu og tala um það, er þeir sjá
Reykjavík í fyrsta sinn af innsiglingu.
Hin óreglulega víðáttubygging Reykjavíkur hefur
afarmikla þýðingu fyrir framtíð bæjarins og velmegun.
Allur sá tími og erfiði, er eyðist til ónýtis á rið yfir,
vegna þess hve langt er milli húsanna, og vegna þess
hve smá þau eru, má vel skoðast sem nokkurs kyns
skattur eða álaga, sem heimskuleg byggingarlöggjöf
hefur lagt á bæinn, og sem hann verður að bera um
langan aldur.
Kostnaður við strætalagning, rennur, gangstíg.i o. s.
frv. er af þessari orsök svo afarmikill að tiltölu við efni
bæjarmanna, að það er í rauninni ekki annað en draumur
að hugsa sjer, að þessi bær.geti nokkurntíma fullnægt
þeim kröfum er menn gætu gert til helsta bæjar lands-
ins. Til þess þurfa þessir strjálbyggðu smákofar að
hverfa og annar nýr ba:r að byggjast.
Reykjavík hefur verið byggð af fátæku fólki, og
reglurnar fyrir skipulegri húsabyggingu komu ekki til
greina þegar hin elstu hús bæjarins voru reist. En þó
má segja, að hin núverandi byggingarlöggjöf og fram-
kvæmdir á henni eigi mestan og bestan þátt í hinni
afkáralegu bygging bæjarins.
Það er sýnilegt í einu orði að segja, að hjer er