Dagskrá - 06.03.1897, Qupperneq 4
544
son hefur nýlega halclið um þilskipaútveg íslend-
inga.
Það má telja efalaust að næsta alþing hljóti að
veita fje til þess að rýmka starfsvið sjómannaskólans
að miklurn mun, ert avöxturinn af því kemur þó ekki
fyr en eptir nokkurn tíma. Þörfin lætur þar á mpti
ekki bíða eptir sjer, og það er því rjett að Hta einnig
á aðra vegi sem kynnu að vera færir nú þegar til þessa
að fá kost á skipstjórum á íslensk fiskiskip.
Eitt af því sem mætti sýnast mega gjöra í þessa
átt er að veita færeyskum gkipstjórum jafnrjetti með
þeim er útskrifuðust af stýrimannaskólanum í Reykja-
vík til þess að að ver.i fyrir íslenskum skipum á innan-
landssiglingum.
Samkvæmt lögiun um atvinnu við sighngar 26. okt.
1893, 2. og 7. gr. er rjetturinn til þessa (að því er snertir
12—100 smál. skip) bundinn því skilyrði meðal ann-
ars að hlutaðeigandi hafi staðist hið minna stýrimanna-
próf við stýrimannaskólann í Reykjavík og miðar þessi
regla til þess að hlynna að innlendum skipsforingjaefn-
um og um leið að stýrimannaskólanum.
Þau takmörk er þannig eru sett samkeppni útlend-
inga við innlenda menti í atvinnu við skipstjórn á inn-
anlandssiglingum, eru mjög eðlileg, og felst í þeim þýð-
ingarnrikil viðurkenning a sjerstöðu Islendinga gagnvart
samþegnunum. — En þegar á allt er litið virðist full-
kominn ástæða til þess að rýnika þetta ákvæði að því
er snertir færeyska skipstjóra.
Fyrst og fremst er brýn nauðsýn á því, eins og
áður er sagt, að þilskipastóll Islendinga aukist, að stór-
um mun, vú þegar á nœsiu ánnu, og valda þvt' ýmsir
viðburðir svo sem botnvörpuveiðar Englendinga o. fl. En
eins og einnnig hefur verið tekið fram er vöntun skip-
stjóra hin eina verulega hindrun fyrir því að þilskipa-
stóllinn geti aukist nógu hratt, eptir þörfum landsmanna.
Nú er því ennfremur svo varið að Færeyingar eru
reyndir að því að vera ágætir sjómenn, og eru álitnir
ganga næst Islendingum til fiskiveiða hjer við land. —
En á hinn bóginn eru þeir svo fámennir að atvinnu
innlendra manna hjcr væri enginn hætta búin þó þeim yrði
veitt jafnrietti við Islendinga. Loks hafa þeir þann mik-
ilvæga kost frant yfir aðra útlendinga að þeir geta tal-
að mál vort án langrar æfingar eða undirbúnings, og að
þeir eru margir vel kunnugir við Island.
Þegar nú þess er gætt að fyrir hvern einn skip-
stjóra sem fær atvinnu við siglingar á íslensku skipi, fá
tugir innlendra sjómanna einnig atvinnu, sýnist ekki rjett
að horfa um of á sjerrjettindi þeirra er prófaðir eru á
stýrimannaskólanum í Reykjavík, því síður sem engin
líkindi eru til að sá skóli geti fullnægt þörfinni á skip-
stjóraefnunum, fyrst um sinn.
I Færeyjum er hin lærða- sjómennska komin lengra
tiltölulega heldur en hjer og mundi opt vera kostur á
því fyrir íslenska útgerðarmenn að fá færeyska skipstjóra
á fiskiskútur sínar ef lögin heimiluðu það. - Það gæti
verið nokkurt álitamál hvort rjett væri að heimta að
Færeyingarnir gerðust búsettir menn hjerá landi til þess
að þeir fengju þessi rjettindi, en líklega væri þó hyggi-
legast að gjöra ekki kröfu til þess, svo að öllum hlut-
aðeigendum yrði gjört sem hægast fyrir. Að öðru leyti
væri nóg að binda skipstjórnarrjettinn því skilyrði að
Færeyingurinn hefði skýrteini fyrir því að hann gæti
verið fyrir jafnstórurn skipum eptir þeim lögum er gilda
hja Dönum og Færeyingum, og væru hin önnur skil-
yrði íslensku laganna latin halda sjer. — Hvað þjóð-
ernið snertir virðist nóg að heimta áð hlutaðeigandi hefði
verið búsettur í Færeyjum, eða verið fyrir færeyskum
skipum um tiltekinn árafjölda.
Hjer að framan hefur einungis verið bent á at-
vinnu við skipstjórn á siglingum innanlands, er Færey-
ingar og Islendingar gætu haft sameiginfegan hagnað
af að sameinast um. — En ýmislegt fleira rnætti telja,
er miðað gæti að því að tengja nánara samband milli
þessara tveggja fámcnnu fólksflokka, og skal þó ekki
farið lengra út í það hjer. —-
En yfirleitt munu nú flestir góðir Islendingar sjá
að eitthvað verður að gjöra til þess að færa út kvíarn-
ar í framleiðslu landsins, og þá fyrst og fremst í sjáfar-
útveginum, sem er fljótsóttari og liggur opnari fyrir
heldur en landbúnaðurinn. — Og eitt af því sem mætti
gjöra í þessa átt, með von um skjótan og góðan árang-
ur er það sem vjer hötum bent a hjer að traman.
Annars er óskandi og vonandi að sá tími sje ekki
fjarlægur að meira fari að bera á Islandi og Islending-
um í augum þeirra, sem næstir búa, og er þá ekki ó-
líklegt að viðskipti Færeyinga og landsmanna hjer auk-
ist, bæði í þessari og öðrutn greinum. — Það sem menn
hafa haft af þeim að segja hjer, hin síðustu ár, er nóg
til þess að sýna að báðir geta haft mikinn hagnað af
því að vinna saman og það virðist ekki ofmikið sagt,
að þjóðerni Færeyinga eigi sjer ekki annan vænlegri veg til
þess að eflast og aukast heldur en að snúa sjer að
þeim auðsuppsprettum, sem liggja hjer enn ónotaðar,
en auðvitað yrði það þá að gjörast á þann hátt að Is-
lendingar sæju sjer jafnframt fært eigin hagsmuna vegna
að veita þeim jafnrjett við landsmenn, með lögum og
með borgaraleguni viðskiptum.
Kafíi úr brjefi úr Þingeyjarsýslu.
»Hjer nyrðra gjörist fátt markvert á þess-
um tímum. Bændur hakla að vísu fundi með sjer og
ræða áhugamál sín, er mest lúta að verslunarmálefnum,
enda eru þau, og hafa að undanförnu vefið ofarlega á
dagskrá sýslubúa. Mun »Dagskrá« þykja taka einarð-