Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.03.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 20.03.1897, Blaðsíða 1
Yrerð árg. miinnst T04 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok ; e lendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsógn skrifleg bundin \ ið 1. jiíli komi til útgefanda fy októberlok. I, 65. Reykjavik, laugardaginn 20. mars. 1897. Enn um þiiskip. Eptir M. F. Bjarnason. Útaf samtali þeirra, herra ritstjóra ísafoldar og kaupm. H. Helgasonar um innlendar þilskipasmíðar og þilskipaútgerð vora, er birtist í 14. tölubl, Isafoldar þ. á., og sem mjer virðist að ýmsu leyti villandi, og ekki rjett eptir sannfæring minni og þeirri litlu reynslu er jeg hef um þilskip, vil jeg leyfa mjer að biðja yður, herra ritstjóri, að ljá eptirfarandi athugasemdum rúm í yðar heiðraða blaði. Jeg tók rækilega fram í fyrirlestrum mínum í vetur hvað oss skorti til að geta haldið úti þilskipum, svo að notum kæmi, og hefur Dagskrá flutt þetta ágrip. En þrátt fyrir það þótt jeg hafi áður látið álit mitt í ljósi um þetta mal, mun jeg halda því sama fratn, þegar tnjer virðist þörf á, og ekki láta það falla niður fyr en útsjeð er um undirtektir alþingis í því. Jeg er alveg samdóma hinum ötula og fjölhæfa kaupmanni H. Helgasyni í því að æskilegt væri að vjer gætum smíðað þilskipin hjer hjá _oss, til að veita smið- um í landinu atvinnu við það, en jeg hygg að menn, sem lítil peningaráð hafa, fat'i ekki að byggja skip hjer, úr norskri furu, eptir því sem hún reynist á stundum, fyrir um 250 kr. pr. smálest á meðan hægt er að fá stór og góð eikarskip á Englandi fyrir 70—100 kr. pr. smálest og þess utan hafa mönnum nú boðist vönduð og smekkleg eikarskip í Dantnörku ný fyrir 230 kr. hver smálest, það er með öðrum orðum, að 30 smálesta skip úr tómri eik, vönduð í alla staði, kosta kring um 7000 kr., sem furuskip af söntu stærð mundu kosta um 7500 kr. ef þau væru srníðuð hjer. Það er a!lt atinað úvað hver kann að geta komið upp fyrir sjálfan sig, en jeg ímynda mjer að hver sem það gerir muni þurfa á öliu sínu að halda til að geta fengið eins góð og vel gerð skip, hjer á landi smíðuð, eins og fa ma crlendis En jafnvel þótt oss tækist það, að byggja sj.tlfir eins góð, vönduð og ódýr skip, þá koma þau samt ekki að fullum notum nema vjer höfum fullnægjandi stjórn á þeint eins og hinum. 0 Mjer virðist því að aðalskilyrðið fyrir framförum á þilskipaútvegi sje ekki að byggja sjer skip, heldur hitt, að geta hagnýtt oss þau skip scm vjer getum aflað oss, og haldið þeim vel við, bæði livað aðgerðir og annað áhrærir, og eru það þá forsprakkarnir, sem þarf fyrst að búa til. — I einum kafla hins umgetna samtals stendur meðal annars, að viðkont tn af skipstjóraefnum af stýrimanna skólanum sje nú orðin nóg til þess, að 10 skip gætu bættst við áári, en þetta hlýtur að vera talað í ógáti, því það er mjög langt frá því, að slíkt eigi sjer stað. Skól- inn hefur, eins og kunnugt er, hingað til útskrifað að- eins 6—8 foringjacfni á ári, síðan hann hóf starfa sinn. Eins og nú stendur gæti því ekki verið að tala uni mciri skipafjölgun. á ari eti kringum 6 —8 skip, þó nieð þ\ i eina móti, að öll þessi foringjaefni sjeu hæfir yfir- me m, en því fer ! jarri að svo sje. Sumir af lærisvein- um skólans eru óþroskaðir unglingar, um og fyrir innan 20 ár, sem litla eða alveg ónóga • þekkingu hafa á verklegri sjómennsku, svo það væri máske 3—4 af þessum foringjaefnum, á ári, sem trúandi væri fyrir að stjórna skipi og mönnum, eða svo hefur það reynst hingað til. Það liggur næst að foringjaefni þau sem útskrifast árlega, yrðu fyrst í stað stýrimenn með áreið- anlegum skipstjórum, sem gætu kennt þeim hin verk- legu sjómannsstörf, þá taka 10 skip upp 20 yfirmenn, cn svo mörg foringjaefni þyrfti stýrimannaskólinn að útskrifa a ari. Það er ekki að furða þótt þingið sje hægt á að veita fje til að korna stýrimannaskólanum í viðunanlcgt horf, þegar því er sagt af málsmetandi mönnum, að skólinn útskrifi nógu marga á ári, eins og hann nú er, en jeg hef með línum þessum viljað reyna að koma í veg fyrir það, að þingið geti haft orðið »nóg« sje til afsökunar. Að koma foringjaefnum fyrir á mastralausu skipi, eins og t. d. »Hcimdal«, til að læra verklega sjo- mennsku, er fásinna; þar geta foringjaefni vor ekkert lært nema aga, — sem náttúrlega er mikilsvert —, en par verða aldrei viðhafðar verklegar siglingaræfingar. Mjtr er kunnugt um, að þess var farið á leit við hermálaráðið í Danmörku fyrir nokkrum árum, að her- skip það, sem þá var haft hjer við land — seglbúið skip — tæki nokkur foringjaefni á ári, meðan það dveldi hjcr við land, ti) að kenna þeim hina verklegu stjórn og aga a þilskipum en það hafði engan árangur, og jafnvel þótt það nú kynni að fást, þa er ekkert unn- ið við það, þar scm ofannefnt skip er óhæft til þess. Tillaga mín um þetta efni hefur komið skýrt fram í hinuiu ofannefnda útdrætti úr fyrirl. mínum íDagskrá, og ætla jeg því ekki að fara fleiri orðum um það í þetta sinn.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.