Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 27.03.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 27.03.1897, Blaðsíða 4
264 Þau drógust upp og þjettust saman Svo valt fram hljóð af veðragjósti, Sem væri’ að springa æðar tindsins Við sogin þung frá þröngu brjósti Að þeyta lúður norðanvindsins; Og ofan hlíðar hríðin byltist Og hól og dali faldi sjónum; En dalurinn breiði barmafylltist Af bylsins krapti, myrkri’ og snjónum. Þá rjetti karl úr hoknum herðum, Og hóar svo að undir tekur Uns sauðahóp hann sjer á ferðum, Er síðan heim að kofa rekur. - Þá gemsa skorti ekki eldi Því enginn leit jafn feita’ og stóra - Að stöfum hússins hurð hann felldi Og hýsti alla — tuttugu’ og fjóra, Hann snjó að gisnum gættum klemmdi Og greip svo stöng og eikarskíðin; Til heiðar frarn með fjalli stefndi, - En frostið óx og dimmdi hríðin - Hann miðaði stormastrenginn þverann. »Jeg stóla ei«, sagði hann »á að kyrri. En oftar jólasól ei sjer hann Ef Svartidalur verður fyrri«. Um náttmál fennt var frarn at gafli, Og flettur skarans þekjum riðu, Og mænir reis úr miðjum skafli Sem mórauð vök í hríðariðu. Þá lagði maður bagga’ af baki Á bæjarkamp í snjóinn niður, Og stökk svo frarn af freðnu þaki Og fannir braut upp dyrnar viður Og lyfti hurð og bar inn byrði L bólið auða, verkahraður. - Sern lík þar hvíldi’ inn limastirði, Inn lúni, kaldi ferðamaður. Því hríðin undir helför bjó hann, Hann hafði villst á leið og áttum, Er Sigurður Trölli djarfur dróg hann Úr dauðans greip — og náði háttum. (Meira). T v ö b i n d i af fyrsta flokki alþýðubókasafnsins eru komin út: »Þyrn- ar« eptir Þorstein Erlingsson, og þrjár »sögur frá Sibiriu« eptir Korolenko. Allur ytri frágangur á bindum þessum er ágætur, enda mun útg. Oddur Björnsson, ekki spara neitt til þess að safn þetta verði bókmenntum vorum til prýði og vandað eptir föngum. Takist útg. að halda þessu áfram samkvæmt því er hann hefur auglýst, hlýtur alþýðusafnið að hafa mikla þýðing og mundi mega kallast mynda nýtt tímabil í ný-íslenskum bókmenntum. — Annað eins fyrirtæki og þetta, hlýtur að byggjast á þeirri grundvallarsKoðun útg., að lesendur á Islandi [ sjeu færir um að meta betri rit heldur en þau sem út- gáfumenn hafa helst haft á boðstólum til þessa. Safn- ið hlýtur að verða afarkostnaðarsamt, en er þó sett til- tölulega mjög ódýrt, og verður því að gjöra ráð fyrir mikilli útbreiðslu; en það h<-fur verið stöðugt viðkvæði þeirra flestra, et kostað hafa bækur til útgáfu á íslandi, nú í seinni tíð, að fólkið kynni ekki að meta það sem gott er, og girnist heldur að kaupa allskonar úrhrak, svo sem illa ritaðar reifarasögur og aðra alvörulausa ' lesning, sneydda allri list og smekkvísi. það er nú auðvitað komið undir almenningi hjer á landi hvort útg. alþýðusafnsins á að reynast hafa gjört rangan reikning eða rjettan í þessu efni, en grunur vor er sá, að þess verði ekki langt að bíða, að kostnaðar- menn bóka og annara rita á Islandi, muni sjá þann kost hyggilegri, að vanda þann varning betur er þeir bjóða landsmönnum, en gjört hefur verið hingað til. — Skólar vorir innanlands, aukin viðskipti við út- | lönd, og nýtt líf er færst hefur í þjóðina á síðustu ára- tugum, virðist hljóta að hafa lypt þorra íslenskra les- enda á of hátt stig til þess, að þeir geti unað við meg- inið af því sem borið er á borð fyrir þá nú — og væri vel ef menn sýndu að svo sje, með því að kjósa al- þýðusafn hr. Odds Björnssonar, fram yfir einhverja leir- burðarskrudduna, er þeim kynni að bjóðast samhliða. Efni þessara tveggja binda sem út eru komin af safninu, má vel heita samboðið fyrirætlunum útgefanda. Um »Þyrna« hefur þegar verið ritað áður opinberlega, og mun verða talað frekar um þá hjer í »íslenskum skáld- um«. Af sögunum frá Sibiriu er sú fyrsta »Ur dagbók Síbiríuíara« langbest þýdd (eptir Björti Bjarnason, frá j Viðfirði). — Málið á þeirri þýðing er víðást hvar öllu j betra en menn eiga að venjast, og orðtæki vel valin óg hnittin. Sá sem þá sógu hefur þýtt, virðist munu verða vel ritfær maður, og er óskandi að hann þýddi fleira í safninu. Sögurnar eru sjálfar rammrússneskar og ritaðar mjög í þeim sarna anda er menn kannast vel við af ýmsu öðru er birtst hefur í ritum hins nýjasta realistaskóla. Formála fyrir þessu bindi hefur Sigfús Blöndal rit- að, og virðist hann ekki hafa skilið Korolenko allskost- ar vel. Hann endar formálann þannig: »Allir þeir sem unna sönnum skáldskap, sem lýsir náttúrunni og lífinu eins og það er, en ekki fer út i hárómantiskar lýsingar á fjóluhvömmum og fossahjali, þeir ntunu verða hrifnir af sögum þessum og fegurð þeirri og sannleiksást, sem í þeim býr«. - Náttúrulýsingar Korolenkos eru víða mjög »róman- tiskar«, enda er nú nokkuð síðan að þetta orð hafði illa merking meðal góðra lesara. — ITöf. þessa formála gleymir því og að lýsingar á »fjóluhvömmum« og »fossa- hjali» geta verið fullt eins sannar eins og t. a. m. lýs-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.