Dagskrá - 27.03.1897, Blaðsíða 7
267
að rita málið eptir framburðinum — tho fyrir thog o. s. frv.;
en höfundurinn álítur að þetta væri heldur hrottaleg meðferð
á málinu, þar sem hver stafur hefur sögulega þýðingu, jat'n-
vel þó hann heyrist ekki á framburðinum.
Þar á móti vill hann stinga upp á öðru ráði, og hefur
hann skrifað grein þessa til að fá því framgengt. Það er ekki
nýtt. Grikkir fundu það upp undir sömu kringumstæðum.
Þegar þeir á sinum tíma, höfðu náð undir sig ve'rsluninný
og hið fagra mál þeirra tók að breiðast út, kom það í ljós
að þjóðirnar komust ekki upp á að Jeggja rjetta áherslu á
orðin. Þetta sýndist því vera fullkomin hindrun þess að
grískan yrði heimsmál.
Ef menn lesa eptirfylgjandi íslenska setningu fljótt eptir
áherslu merkjunum. þá geta þeir sjcð hve mikla þýðingu þetta
hefur og hve illt er að skilja málið ef áherslan er lögð i ranga
samstöfu: Stormurínn hafðí veríð Jangvinnúr; hánn halðí
einníg verið voðalegrí en gamlír ménn mundú áðúr eptír.
Það mun ekki verða mjög líkt íslensku, jafnvel þó livert ein-
stakt hljóð sje rjett. Það er einmitt þessi ranga áhersla, sem
er aðalorsökin til þess, hve illt er að skilja útlendinga, og hve
mál þeirra hljómar undarlega jafnvel þó vjer finnum enga
sjerstaka stórvillu í framburðinum.
Grikkir fundu mjög einfalt ráð við þessu. Þeir settu mcrki
yfir orðiti par, sem áherslan átti ad vera. LTtlendingargátu svo
farið eptir þessu. Sjálfir þurftu þeir þeirra ekki, og notuðu
þau ekki heldur.
Höfundurinn álitur að Englendingar ættu að gjöra hið
sama, af sömu ástæðu — setja merki fyrir áhersluna.
Enska er einnig betur farin en franska, af því að í henni
hafa áhersJumerki ekki verið notuð áður.
í frönsku hafa þessi merki verið notuð til að tákna sjer-
stök hljóð. Þau verða því ekki notuð nema það valdi mis-
skilningi. En i ensku mætti nota þau einungis til hægðar-
auka fyrir útlendinga. Höfundurinn álítur að, það þyrfti ekki
að nota þau innan lands heldur skyldi nota þau á skipulegan
og hyggilegan hátt, í bókum og skjölum, sem utlendingum
væru ætluð.
Með þessum endurbótum og hjálp stjórnvitringanna álítur
hann að vjer munum að stuttum tíma liðnum fá ensku, scm
nýtt hcimsmál.
Bókmenntum einstakra þjóða verður þá snúið á þctta mál.
Ef menn þá læra ensltu jafnframt móðurmáli sínu, þá komast
þeir í samband við allan heihrinn og bókmenntir allra þjóða.
Þetta verður einnig hið fyrsta reglulega heimsmál. Gríska
og'latína voru að eins talaðar kring um Miðjarðarhafið, franska
einungis 1 Evrópu. Enska er þegar töluð um allan heim,
Japansmenn og Kínverjar læra hana engu síður en Norðmenn
og Brasilíumenn. Þegar vjer svo aptur höfum heimsmál, get-
um yjer reynt hvort vjer, t þetta sinn, byggjum ckki Babel-
turn vorn hátt til skýja.
»ÁsgeÍr« kom hingað 20. þ. m.
»Thyra« kom hingað 24. þ. m. frá útlöndum og
með henni allmargir farþegar.
»Vesta« kom hingað 26. þ. m. norðan um land.
Hefur henni gengið ferðin mjög vel og voru á henni
margir farþegar, þar á meðal sýslumennirnir: Benidikt
Sveinsson, Hannes Hafstein og Lárus Bjarnason.
Skip fórst 20. þ. m. a Stokkseyri, með 9 mönn-
um og varð engum bjargað. Þenna sama dag
höfðu einnig ónnur skip róið úr sömu verstöð og kom-
ust öli vél og klaklaust heim, en þetta eina skip sem
fórst hafði róið í gegn um svokallað Músarsund, sem
varla er farið nema í ládauðum sjó. Formaðurinn hjet
Torfi Nikulásson frá Söndum; djarfur og duglegur sjó-
maður.
Með »Thyra< var flutt út hingað lík Qla heitins
Finsens póstmeistara. Jarðarförin fór fram þ. 26. og
fylgdi mikill fjöldi fólks hinum valinkunna og vinsæla
pgstmeistara til grafar.
Látinn er Arni jónsson læknir á Vopnafirði.
Hann dó í svefni.
Danir eru að ræða um að leggja 5oþús. kr.
meira en áður, til varnarskips hjer við land, og
getur það þá verið hjer framundir veturnætur. — En
ekki munu Islendingar hafa mikið gagn af því þó »Heim-
dal« væri lengur hjer, en í fyrra, ef hann hlutast ekki
meira til um aðfarir enskra fiskiskipa en hann gerði þá.
A. DAHL & C°
Þrándheimi. Noregi.
Vefnaðarvörur í stórkaupum.
Kápur og yfirhafnatau x/i oglh ull, svart og
mislitt.
Klæðnaðarefni úrull og bómull, svart og
mislitt. Klæði úr ull, að hálfu úr u 11 og úr
bómulþsvart og mislitt.
Mislit skyrtutau úr ull og bómull.
Mikiar byrgðir af rnislitum bómullarvefnaði.
Sirts, domestic og mislitt twill.
Ljerept og bomesi, bleikt og óbleikt.
Stout, shirting og fóðurtau.
Þurkur, sjöl úr silki, ull og bómull.
Treflar, ullarvesti og vetlingar.
Hattar, húfur, skófatnaður og olíuföt.
Ábreiður úr ull og bómull.
Flosvefnaður og segldúkur
og margt fleira,
bæði unnið í Noregi og annarsstaðar. Menn geta
ferigið útlendar vörur í stórkaupunr gegn um verslun
mína. Sýnishorn af vörunum er sent ef um er beðið.
A. DAHL & C°
JÞrándheimi.