Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.05.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 12.05.1897, Blaðsíða 3
_______________________________________________________ komlega ioo pt. af ís. Isinn þiðnar hvað lítið sem hit- inn eykst yfir 0°. Minnkar þá fyrirferð hans um leið og hann verður að vatni. Þessi útþensla vatnsins við kuldann hefur mikil áhrif á frjósemi jarðvegsins og myndun hans. Vatnið kemst inn í steina og kletta um smáar rifur og smugur, sem varla eru sjáanlegar með berum augum. Við frostið þenst það út og sprengir frá sjer stærri eða minni stykki. Þannig hefur vatnið öldum saman, (á mörg hundruð þúsund ára tímabili) myndað að mestu leyti jarðveginn úr klettunum eða fjöllunum. — »Dropinn holar steininn«. Það er líka útþenslukrapti vatnsins að þakka, að jörðin, við það að liggja opin veturinn yfir, eink- um í plægingum, smækkar og uppleysist betur en ella. Jörðin, sem er vot og frýs ýmist eða þiðnar, þenst út eða dregst saman á víxl, en við það fjarlægjast moldar- agnirnar hver aðra, og verður jörðin lausari, opnari og tekur því betur áhrifum loptsins. Einkum er þetta gagn- legt fyrir leirjörð. Vatnið uppleysir líka mjög vel ýms efni, og hefur það mikil áhrif á jurtagróðann og ýmsan iðnað. Efnin, sem jurtirnar nærast af úr jarðveginum, verða að upp. leysast í vatni í jarðveginum -—jarðrakanum— og síðan flyst það sökum hárpípuaflsins og vökvasamsóknarinnar upp eptir rót, stöngli og út í blöð og blóm jurtanna, um hin ósjáanlegu, ótalmörgu hólf, sem þær eru mynd- aðar af, og skilur vatnið eptir þau efni, sem hinir ýmsu partar jurtanna eru myndaður af. Vatnið gufar burtu um hin svokölluðu andhol á yfirborði jurtanna. Eptir því sem heitara er, eptir því gufar vatnið örara upp af jurtinni, og því meira dregur hún til sín frá jörðinni og um leið því meiri næringarefni. Þegar þurkar ganga lengi, brennur opt grasið, sem kallað er. Það er af» því að útgufunin frá jurtunum er meiri en svarar til þess vatns, sem þær fá úr jarðveginum; enda er hann þá opt- ast mjög þur. Þannig er líf jurtanna að miklu leyti bundið við vatnsmegnið í jörðinni. En því má ekki gleyma, að eins og of iítið vatn er jurtunum skaðlegt, eins er það, sje vatnið of mikið í jarðveginum, því þá er bæði jörðin köld, svo engar gagnlegar efnaskiptingar geta farið fram, og loptið umhverfis jurtina kalt, því sá litli hiti, sem þar er, gengur mestur til þess að þurka jörð- ina, breyta vatninu í gufu. Er því áríðandi að jörðin sje hæfilega þur. Sú jörð, sem er ræst, verður sjaldan of þur, þótt miklir þurkar gangi. En sú jörð, sem af náttúrunni er þur, þornar fremur um of. Uppleysingin er innifalin í því að föst efni verða rennandi. Saltmoli sem látinn er í vatn, leysist fljótt upp og sameinast svo vatninu, að ekki er hægt að sjá þess merki að hann hafi verið látinn í vatnið. Aptur á móti láti maður moldarköggul íþað, þá hrærist hann eða blandast saman við það og gruggar það, og setjast flestar agnirnar á botninn, í því íláti, sem vatnið er í. Efnin leysast mjög misjafnt upp í vatni, og eru þau kölluð eptir því torleyst eða auðleyst Auðleyst eru t. a. m. matarsalt og sódi, sem leysist upp í köldu vatni. Hin torleystari efni, svo sem »gibs« o.fl. leysast ekki upp nema í heitu vatni, ogþví betur sem vatnið er heitara. Vatnið hefur þá eiginlegleika, að það getur dregið til sín ýmsar lopttegundir og hreinsar þannig opt loptið frá óhollum efnum sem eru í því. En það fer mest eptir hitastigi vatnsins hve mikið það dregur í sig af lopt- tegundum. Við O0 dregur það mest og því minna sem það erheitara; sömuleiðis eptir loptþrýstingunni. Þannig getur I pottur af vatni með vanalegum loptþunga dregið í sig I pott af kolsýru. En þegar loptþunginn á vatninu er io sinnum meiri þá io potta af kolsýru. I t. a. m. sóda- vatnsflöskurnar er kolsýran rekin með afarmikilli lopt- þrýstingu, en þegar tappinn er tekinn úr þeim, fer kol- sýran burt, því lengur getur sódavatnið ekki haldið henni; en hún er það, sem gefur sódavatninu og öðrum »gos- drykkjum« hið þægilega og svalandi bragð. Salmíaksspíritus er ammoniaksvatn, I pt. af am- moniaki (sem er daunill lopttegund) í iooo pt. vatns. Fiskarnir, sem eru í sjó og vötnum, gætu ekki lifað, ef vatnið hefði ekki þessa eiginlegleika, að geta dregið til sín loptefni, því fiskarnir, eins og landdýrin, þarfnast lífsloptsins, því geta ekki fiskar lifað í loptlausu vatni, soðnu vatni t. a. m. Kolsýran, sem jarðrakinn dregur til sín, hjálpar til þess að leysa upp ýms efni í jarðveginum, sem kolsýrulaust vatn getur ekki leyst upp, t. a. m. kalk. Sem að framan er sagt, er vatnið aldrei hreint, eins og það kemur fyrir í náttúrunni. Snjóvatn er hreinast af öllu vatni, og þar næst rigningarvatn; það er einungis í því lítið eitt af loptefnum. En það vatn, sem hefur runnið lengri eða skemmri leið um jarðveginn, hefur dregið í sig ýms efni, sem bæði eru í því leyst og ó- leyst. Stundum er vatnið beinlínis gruggugt, Jafnvel hið tærasta vatn getur haft í sjer mikið af margs konar uppleystum steinaefnum. Uppsprettu- og brunnvatn hefur opt í sjer mikið af kolsúru kalki, og er það kallað hart vatn af því að sápa freiðir ekki í því og baunir soðna illa í því.* Sjávarvatnið er vanalega óhreinast, því árnar og lækirnir, sem dag eptir dag, ár eptir ár, og öld eptir öld, fossa niður fjöllin og renna eptir dölunum til sjávar, flytja með sjer ógrynni öll af alls konar efnum, sem verða eptir í sjónum, þó vatnið, eða sem svarar því af sjó, gufi upp og berist í loptinu og falli niður sem snjór, regn eða •) Það leikur orð á því, að í sumum husum í Rvík soðni ver sömu baunategundirnar en í öðrum, en orsökin mun vera sú, að vatnið er tekið úr þeim brunnum hjá þeim, sem baunir soðna illa, sem vatnið er hart í.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.