Dagskrá

Issue

Dagskrá - 05.06.1897, Page 2

Dagskrá - 05.06.1897, Page 2
Lýður og list. (Eptir A. Chiapelli). (Framh.) Skáldið og skálddómarinn ameríski Walt Whitman segir svo í stuttri ritgerð um hina alþýðlegu list, að gullaldarskólinn fyrri og hugsjónastefnan gamla hafi að vísu átt rót sína að rekja til ólíks uppruna, en hafi bæði verið jafn höfðing-sinnuð. — Hvorug fullnægði hinum nýja tíma og þeim mikla fyrirburði vors eigin tímabils í veraldarsögunni: framsókn lýðsins. Sú stefna sem hefur rutt brautina nú fyrir hinni al- mannlegu list framtíðarinnar, er stefna hlutheimsmanna, sjerstaklega fyrir þá sök, að skáld þess skóla hafa eflt andlegan fjelagsskap meðal manna, með því að leita að yrkisefnum í lifi allskonar stjetta. Þess þarf ekki að geta, að skólinn leiddi sína eigin stefnu út í öfgar með því að sækjast allt um of eptir því að lýsa löstum og glæpum en sleppa hinum ljósari hliðum lifsins, sem einn- ig eru til. — En þrátt fyrir þetta, er það þó hlutheims- kenningin sem hefur valdið þeirri bylting í skoðun vorri á allri list, að nú er ekki ein rödd til í heiminum, ekki eitt bros eða andvarp mannlegrar veru, sem vjer álítum ekki þess vert, að það sje endurvakið með list. Og þessi áhrif lýðhollra hugmynda, finnast ekki síður í myndasmíðinni en í bókmenntunum. En hvergi verðum vjer þó varir við að hugsjónalíf »fjórðu stjett- arinnar« hafi fest dýpri rætur heldur en í skaldmennt- um Engla og Vesturheimsmanna. Listdómarinn Ruskin, heimspekingarnir Carlyle, Em- erson, Stuart Mill og Darwin, og allir áhangendur fram- sóknarkenningar þeirrar, er hann er helstur höfundur að, hafa allir lagst á eitt að vekja tilfinningar fyrir fjelags- legri sameining, og fyrir því að undirbúa betri lífskjör komandi kynslóða. Og skáldmenntin fylgdi þeirn sama vegi er hugsar- ar og vísindamenn höfðu bent mönnum á. — Ekki þarf annað en minna menn á hið frægasta nafn meðal enskra skáldsagnahöfunda: George Eliot. Og sá skóli er menn hafa kennt við fyrirrennara Rafaels, gjörði ekki einasta að endurnýja skáldlist og myndasmíð, heldur einnig að grundvalla nýjar kenningar um fjelagsskipun og siðalög. Það er athugavert, að margir hinirhelstu jafnaðarmenn meðal Breta, voru fyrstu stofnendur eða áhangendur hlutheimsskólans. Af enskum listamönnum, samtíma, má nefna Walter Crane, sem jafnan gjörir eina teikn- ing á ári hverju fyrir minningardag erfiðisins hjá Bretum (i. maí) og fram yfir alla aðra William Morris sem var meistari í skrautlist og einn hinn ötulasti postuli nýrra fjelagsskipunarhugmynda. Með framför og efling hinnar almannlegu stefnu, verður efni það sem listamaðurinn vinnur að, auðugra og fjölöreytilegra, því það mannlíf sem hann lýsir og vill vekja tilfinning manna fyrir, er að finna í hinum ýmislegustu stjettum og stöðum fjelagsins. Hin elsta skáldmennt var hetjukveðskapurinn. Þar var lýst viðburðunum í lífi guða og konunga — og þann veg fer í rauninni allur gullaldaskólinn. — Síðar víkkar listin sjóndeildarhring sinn, og smátt og smátt tekur hún að viðurkenna tilveru allrar náttúru og mann- lífs í ríki sínu, og listamaðurinn játar nú að efni í listaverk finnast alstaðar, þar sem eitthvað er einhvers vert, hvar sem er. Þessi setning: »hvar sem er« — er einkunn- arorð hinnar »breiðu« lýðhollu listar. Því jafnframt hef- ur hetjubragurinn í lífinu sjálfu lagt frá sjer sögu- ljóðagerfið og hátíðasvip hugsjónaskólans, en aptur á móti breitt sig út yfir fjöldann og náð sjer niðri á föstu skipulagi. Hetjuandinn er ekki lengur með sama sniði og hann var hjá hálfguðum gullaldanna, svo sem Leonid- asi, Regulus og Cato, en hann finnst nú jafnríkur og jafngöfugur hjá mörgum óbrotnum sjómanni eða hjúkr- unarkonum á sjúkrahúsum. (Framh). Gryfjan. Eptir E. Poe. [Framh.]. Tilfinnmgarnar höfðu algjörlega vald yfir mjer, því jeg gat ekkert hugsað. Þetta varaði lengi. Skyndilega tóku hugsanirnar aptur að gjöra vart við sig, og mig fór að langa til að komast úr þessu ástandi. Litlu síðar mundi jeg glöggt eptir yfirheyrsl- unni, dómaranum, dómsorðunum, hræðslu minni og yfir höfuð öllu sem þá fór fram. Allt til þessa hafði jeg ekki opnað augun aptur. Jeg fann að jeg var laus við hlekkina og lá á bakinu. Þegar jeg rjetti frá mjer höndina hittijeg fyrir mjer eitthvað hart og rakt. Jeg hugsaði lengi ekkert um hvað þetta væri eða hvað um mig mundi verða. Jeg hefði feginn viljað dæma um þetta með mínum eigin augum, en þorði ekki að opna þau, því jeg var hræddur við að lita á það sem var í kring um mig. Jeg var ekki hræddur um að jeg mundi sjá neitt hræðilegt, heldur hjelt jeg, að jeg mundi ekkert sjá. Loksins gat jeg ekki lengur haldið mjer í skefjum og opnaði augun. Grunur minn var rjettur. Jeg var í svartasta náttmyrkri. Loptið var ákaflega þungt og kæfandi. Jeg lá hreyfingarlaus og reyndi að hugsa. Jeg leiddi fram í huga mjer yfir- heyrsluna og reyndi af henni að gjöra mjer skiljanlegt ástand mitt.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.