Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 05.06.1897, Qupperneq 3

Dagskrá - 05.06.1897, Qupperneq 3
347 Mjer fannst vera langt síðan dómurinn var felldur. En þó hafði mjer aldrei fundist að jeg í raun og veru væri dauður. En hvar og í hvaða ástandi var jeg þáf Jeg vissi að jeg mundi verða brenndur lifandi eins og vant var að gjöra við dauðadæmda menn. Jeg vissi ennfremur að slík mannabrenna átti að fara fram nótt- ina eptir rjettarhaldið. Hafði jeg þá aptur verið fluttur í fangaklefa minn og átti að geyma mig til næstu aftöku, sem ekki átti að fara fram fyr eu eptir nokkra mánuði? Þetta fannst mjer ekki geta átt sjer stað, því sem stóð voru fáir dauðadæmdir. Auk þess var í klefa mínum, eins og í öðrum fangaklefum í Toledo, steingólf og ofur- litil ljósskíma. Skyndilega rann mjer í hug voðaleg hugsun. Blóðið streymdi til hjartans svo jeg varð aptur meðvitundarlaus nokkra stund. Þegar jeg raknaði aptur við stökk jeg strax á fætur og fann eins og krampadrætti í öllum vöðvum. Jeg fálmaði allt í kring um mig með hönd- unum eins og jeg væri óður, en fann ekkert. Samt þorði jeg ekki að ganga eitt fet fram af hræðslu við það að hitta fyrir mjer grafarveggi. Svitinn bogaði niður af mjer og stórir dropar hjengu á enni mjer. Að endingu varð óvissan mjer óþolandi. Jeg gekk gætilega áfram og hafði höndur fyrir mjer. Jeg reyndi alstaðar að sjá einhverja ljósskírnu og augun ætluðu út úr tóptunum. Jeg gekk nokkur skref áfram, en alstaðar var hið sama myrkur og sama auðn. Jeg dróg andann Ijettara, því nú voru þó að minnsta kosti horfur á því að jeg ætti ekki að líða hinn versta dauða sem þá tíðk- aðist. Þegar jeg var nú að þreifa fyrir mjer, runnu í huga mjer ótal ógnir er sagan segir frá. Það voru sagðar margar sögur um fangelsin, sem jeg reyndar ætíð hafði haldið að væru ósannar, en sem samt voru svo hræði- legar að menn ekki þorðu að tala hátt um þær. Var það úrskurðað, til að þyrma mjer, að jeg ætti að deyja úr hungri í þessari neðanjarðar myrkraholu? Eða hvaða dauði gat beðið mín? Ef til vill enn hræðilegri. Jeg þekkti dómarann of vel til að efast um að jeg hefði verið dæmdur til dauða — ef til vill fáheyrðs kvala- dauða. Jeg hugsaði ekki um annað en það, hvenær vg hvernig jeg ætti að deyja. Loks varð eitthvað fast fyrir höndum mínum. Það var veggur, eptir því sem mjer virtist úr grjóti, hroll- kaldur og rakur átöku. Jeg var orðinð hræddur og tor- trygginn af hinum mörgu sögum, er jeg hafði heyrt, en rjeðst þó í að þreifa mig áfram með veggnuum. Samt sem áður gat jeg eigi á þann hátt fundið hve stór klef- inn var, því jeg vissi eigi hvenær jeg var búinn að fara hringinn í kring, svo sljettir voru veggirnir. Jeg leitaði því að hníf, sem jeg hafði haft í vasanum, þegar jeg var færður í rannsóknarherbergið. Hann var þar eigi því jeg haíði verið látinn skipta á fötum mínum og grófum vaðmálsfötum. Jeg hafði hugsað mjer að skera skoru í múrinn með hnífsblaðinu og finna þannig stað- inn aptur, er jeg gengi fram hjá. Þetta virtist mjer fyrst í stað eigi svo erfitt, þó hnífinn vantaði. Jeg reif ræmu úr buxum mínum og lagði hana við vegginn og hugðist mundi þekkja mig við hana, er jeg hefði farið hringinn í kring í klefanum. I þessari ráðagjörð minni hafði jeg hugsað mjer klefann minni en hann var eða öllu heldur að jeg væri hraustari en jeg var. Gólfið var rakt og hráslegt. Þegar jeg hafði gengið litla stund, hrasaði jeg og datt. Jeg var yfirkominn af þreytu, svo jeg varð að liggja kyr og þannig sofnaði jeg brátt. (Meira). Með »Thyra« kom 3. þ. m. fjöldi farþega. Þar á meðal Skúli Thoroddsen frá ísafirði. Það slys vildi til nýskeð í Helgafellssveit við Breiða- fjörð, að merkisbóndinn Sigurður Gíslason að Staðar- felli drukknaði í vatnsfalli þar skammt frá. Slys þetta hafði viljað þannig til, að hesturinn, sem hann reið yfir vatnsfallið, datt dauður niður undir honum f vatninu. „Reykjavíkin“ strandaði í gærmorgunvið Engey í blæjalogni og ofurlítilli þoku. Skipið komst aptur út óskemmt að kalla. Þær jurtir, sem vaxa í dimmu, þar sem dags- ljósið kemst lítið að, verða veikbyggðari en sömu jurta- tegundir, sem þróast undir berum himni; þær hafa einn- ig annan lit, (gulhvítan) er jurtir vanalega hafá. — Það er vöntunin á ljósi, sem orsakar þetta. Jurtirnar þrífast ekki án sólarljóssins, enda þykir það fullsannað að sólarljósið hafi mikil áhrif á ýms efna- skipti jurtanna, þar á meðal að kolaefnið frá eldinum í kolsýrunni, sem jurtirnar anda að sjer á daginn að- skiljist fyrir áhrif sólarljóssins. Sömuleiðis að hinn ýmsi litur jurta og blóma, stafi frá áhrifum sólarljóssins á jurtalífið. Það er einnig víst að hinir löngu dagar og björtu næt- ur í hinum norðlægari löndum t. .a m. íslandi og í Noregi, stuðla mjög að jurtavextinum yfir höfuð. Því spretta jurtirnar fljótar framan af sumrinu, þeg- ar lengstir eru dagar, en þegar hallar sumri. En þetta kemur ekki svo mjög af hinu, sem menn áður hjeldu, að hiti er þá vanalega meiri.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.