Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 11.06.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 11.06.1897, Blaðsíða 3
lokræsum látið hana þorna og breytast I ár; síðan tekið hana til ræktunar og íengið ágæta töðu af henni sam- sumars, sem jeg taldi lítinn ávinning að rannsaka efna- fræðislega, frekara en húsdýrin rannsökuðu hana, eða með öðrum orðum, jeg tel það hafa mesta þýðingu í praxís að láta skepnurnar, segja til með afurðunum, hverjar fóðurtegundir eru bestar. Væri jörðin ræktuð með gras-fræsáðningu væri nokkuð öðru máli að gegna. Þá þyrfti jarðyrkumaður- inn að þekkja hverja þá grastegund nákvæmlega sem hann ætlaði sjer að sá og efnasamsetningu þeirra, og haga undirbúningi jarðvegsins eptir því. Að vísu er hægt að rækta jörð með sáðgresi án þessa, ef maður man svona hjer um bil hvaða jarðveg og áburð þessi eður hin jurt þarf. En til þess að ekki sje eytt neinu jurtafæðuefni að óþörfu er sjálfsagt að allt sje í þessu tillit eptir »kúnstarinnar reglum«. Þannig verður þá að telja jarðræktarfræðina og áburðarfræðina sem þýðingar meiri námsgreinir í búfræði vorri en fóðurjurtafræðina. Enda er jarðræktar- og áburðarfræðin hvor fyrir sig umfangsmeiri fræðigrein en fóðurjurtafræðin, þrátt fyr- ir það þótt höf. ætlist til þess að hún kenni um jarð- veg og áburð o. s. frv. Eigi þessi íslenska fóðurjurta- fræði að vera jafnt fóðurjurta- jarðvegs- og áburðar- træði, eptir því, sem þörf er á þá verð jeg að álíta að slík fræðigrein, hafi engan rjett til að kallast fóðurjurta- træði heldur jarðvegsfræði, ef fræðigreinin á að teljast aðalundirstaða undir íslenska búfræði, sem höf. segir: því eins og jeg hef þegar tekið fram, eru jarðvegsfræðin og áburðarfræðin, þegar til alls kemur, þýðingarmeiri vísindagreinir en fóðurjurtafræðin, í búnaði vor íslend- inga. Jarðvegsfræði og áburðarfræði þurfa engu síður að taka þeim breytingum að þær megi teljast íslensk- ar. Fóðurjurtafræðin, sem kennd er í skólunum er ekki fremur óíslensk, en þær námsgreinar sem nefndar hafa verið. Okkur vantar íslenska jarðvegs- og áburðarfræði, miklu fremur en fóðurjurtafræði. Fóðurjurtafræðin kem- ur rjett svo að segja af sjálfu sjer á eptir þegar hinar 2 eru orðnar sjálfstæðar íslenskar vísindagreinar það er að segja sú fóðurjurtafræði sem hæfir okkar ís- lenska búskap, sem á við hjá oss. J. J. (Framh.). ,,Laura“ kom í morgun með nokkra farþega frá útlöndum þar á meðal: Doktorana Þorvald Thórodd- sen, Valtý Guðmundsson og Jón Stefánsson, ekkjufrú Jónassen, frú G. Hjaltalín, kaupmennina Björn Sigurðs- son, I. W. Riis, Hjálmar Jónsson; stúdentana Jón Sveinbjörnsson, Kristján Sigurðsson og Bjarna Hjalte- sted o. fl. Nýjustu útlend blöð er borist hafa eru frá 4. þ. m. Er þar svo sagt að stjórnin í Miklagarði hafi stöðugan herbúnað, til þess að vera búin í hvatvetna ef ekki verði af friðarsamningnum, og fræða tyrknesk blöð lesendur sína á því að Grikkir hafi mikinn fyrirbúnað í Lamia og haldi áfram að flytja alls konar hernaðartæki og vistir þangað. Dagblað eitt í Miklagarði »Molumat«, hefur nýlega flutt heilan bálk af ritgerðum »um verndara heimsfriðarins, Abdul Hamid hinn mikla og rjettindi hans«. A Krít er svo sagt, að taflið snúist nú fremur á móti Tyrkjum, og eru herdeildir stórveldanna þar að æfa sig á því að taka á móti þeim rjettrúuðu, ef þeir kynnu að vekja ófrið á eynni. Uppreistarmenn í Akrotiri hafa sent brjef hinum ev- ropisku flotaforingjum þess efnis að þeir taki alls ekki þátt í neinum samningum um friðun og lögskipan á málefnum eyjarskeggja fyr en Tyrkjalið verði á brott úr eynni. Trawl. Skotar hafa nú bannað botnvörpuveiðar á Morayfirði við Skotland. Sá fjörður er breiðari en til er tekið í fyrri merkjalögum botnverpinga. Þetta bann kvað einnig eiga að gilda um útlend- inga þar við land, og gæti reglan því haft mikla þýð- ing, ef hún verður framkvæmd í reyndinni af Skotum. Enskur málari á íslandi. Með »Laura« kom hingað hinn enski málari W.:G. Callingwood, samvinnu- maður hins fræga listadómara Ruskins. Málari þessi ætlar að ferðast um Island í sumar, norðan- og vestan- vert og gjöra uppkast til málverka af ýmsum helstu sögustöðum er nefndir eru í Eyrbyggju, Laxdælu, Eglu, Njálu, Kórmakssögu, Vatnsdælu og Grettlu. Málverk þessi eiga síðar að verða tekin upp í bók um sögu íslands, er málarinn ætlar sjálfur að gefa út. I fylgd með málara þessum er dr. Jón Stefánsson frá Lúndúnum. Dr. Jón kvað eiga að rita skýringar eptir sögunum um myndirnar í bók þessari. Stjórnarsvarið. Stjórnin hefur ekki sent stjórn- arskrárfrnmvarp til alþingis upp á áskorun tillögumanna. Hinum trúu og hollu leiglum sent langt og »motiv- erað« afsvar um stjórnarbót. Holdsveikisspítala-frumvarp frá stjórninni kom með ,,Lauru“. Gjört þar ráð fyrir að stofnunin verði gefin en landssjóður kosti spítalagögn ýms etc. Stam. Jeg hef fengið loftil þess einn góðan dag að hlýða og horfa á það hvernig forstöðumaður barnaskólans í Reylcjavík fer að æfa tungu og málfæri stamaranna, er nú hafa leitað til lians úr ýmsum sveitum landsins.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.