Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 11.06.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 11.06.1897, Blaðsíða 4
356 Mjer er vísað upp í einn af efstu bekkjum skólans. — Þar bíður kennarinn með fjóra nemendur, fyrir fram- an stóra. svarta töflu, sem ýms kynleg orð og teikn eru rituð á. Jeg les ama, ma, ma . . . o. s. frv.| og löng, bogin stryk milli samstafanna. Nemendurnir sitja saman á fremsta bekk og lesa á blöð, útskrifuð með samkyns teiknum. Kennarinn fær mjer eitt eintak af hinum sömu blöðum og svo byrjar kennslan. Hann iætur nemendurna byrja á fyrstu æfingunni og síðan taka kafla og kafla úr hverri æfing af annari til þeirrar síðustu. •— Samstöfurnar á töflunni eru úr síðustu æfingunni, en þær eru allar nær 30. Nemendur þessir hafa nú notið kennslunnar um 3 vikur og eru orðnir vel að sjer í æfingunum. Fyrsta æfingin er sú að bera hljóðstafina fram með rjettri vara- setning. A, i, í, o, ó, u, syngja þeir, eða rjettara sagt tóna, með háum og löngum nótum. Kennarinn stýrir tóninu með litlum taktstaf, og nem- endurnir fylgja honum nákvæmlega. I fyrstu æfingunum eru engar þagnir. — Hljóðstaf- irnir eru tónaðir hver eptir annan, ekki eins og tvíhljóð- ar, heldur hver fyrir sig. — Hljóðin eru öll skýrt að- greind og allt miðar sýnilega að því að venja nemend- urna á að segja rjett það sem sagt er, hve langan tíma sem það tekur. Kennsluaðferð þessi er nýfundin af lækni einum frakk- neskum, Berquand, og hefur gefist ágætlega. Húnergrund- völluð á því að stamið sje vani, og er ólík eldri að- ferðum er lengi hafa verið notaðar. Andardrátturinn er eitt af því sem þarf að æfa. Ymsar af æfingunum miða sjerstaklega að því að gjöra hann reglulegan og þolinn. Svo þurfa máltækin að verða liðug og æfð í því að mynda samsett stafahljóð. Það eru vara- og kokhljóðin, sem eru erfiðust, einkum þegar þau koma saman. Sumar samhljóðaæfingarnar eru og svo settar saman, að jafnvel þeir sem óhaltir eru á máli mundu verða að æfa sig áður en þeir gætu tónað þær heyrilega. Svo eru nemendur einnig æfðir á að gjöra hljóð- breytingar um leið og þeir bera stafina fram. Fyrst stígur tónið jafnt nótu af nótu uns stamararnir eru komnir að miðstafnum í æfingunni, og svo feilur lagið dýpra og dýpra þangað til það endar á löngum og einkennilegum seim. Einnig er lögð áhersla á það að æfa málfærin í jiýti og skýrleik á erfiðum samstöfum, og eru til þess gjörðar sjerstakar samsetningar, sem eru margendurteknar í hrífu, svo lengi sem nemendur geta haldið lotunni. Sla, slö, sli, sva, sba, spa, spa, spa — — — Nemendur snúa sjer stundum að kennaranum og spyrja hann um eitthvað eða segja honum frá einhverju. Þá tala þeir mjög langdregið og með skýrum atkvæða- skilum. Stafirnir eru allir bornir vel fram og vantar elckert nema að þeir tali hratt, þá mundu þeir tala vel. Hjer er óvenjulegt að heyra menn leggja stund á að bera skýrt og skilmerkilega fram hvert stafhljóð er þeir tala, en í útlöndum er optast hægt að heyra strax á málfærinu hvort maður er menntaður eða ekki. Stam- ararnir eru látnir læra að tala, og þeir munu ef til vill verða orðfærari og hafa hreinni og skýrari framburð þegar þeir hafa fullokið náminu, heldur en margir þeir, sem aldrei hafa stamað og aldrei hafa lært aðgreining stafhljóða og skilmorkilegan framburð. Þessir nemendur eiga að útskrifast eptir nokkra daga, svo verður að halda æfingunum áfram eptir að þeir koma heim og — þeir verða að tala hægt þangað til þeir geta talað bœði fljótt og rjett. Kári. Úr brjefi frá Englandi. »— I enska parlamentinu gengur sá kvittur aptar og aptur, að tii sje sá heimulegur samningur milli Dana og Rússa, að Island skuli greitt Rússum í þokkabót fyr- ir það, að þeir hafa skuldbundist að hlutast í að heimta aptur Sljesvík af Þjóðverjum í hinu næsta Evrópustríði er Þjóðverjar lendi í, við hvern sem verður. Rússar hafa verið í heila öld að reyna að fá sjer íslausa höfn norðan á Noregi við Atlandshaf. I síðustu 7 ár hefur þó engin ný atreið í þá átt verið gerð. Nú er það auðvitaður hlutur, að ísland með íslausum höfn- um ár um kring og mörgum þeirra ágætum, liggjandi þverbeint við Englands mikla verslunarvegi til Vestur- heims, væri sá kjörgripur fyrir Rússa sem bágt yrði að meta til peninga sem vert væri nú, þegar svo er kom- ið, að forráð þessa hnattar liggja í þrátefli milli Eng- lands og Rússlands, sem enga endilega úrlausn fær fyrri, en annarhvor veltir um taflinu og vísar til hnefa- rjettarins. En á hinn bóginn er nú Boli, vakandi vel, og vel skynjandi hvaða þýðingu afhending Islands til Rússa hlyti að hafa á ófriðartíð fyrir hafsamgöngur sínar. — Enda varð æði mikil hreifing á þingheimi þegar Gallo- way Weir, þingmaður, gerði fyrirspurnina um það hverju Englandi ætlaði að verjast, ef Island skyldi lenda í hendur óvinveittu stórveldi. Svo mikið er víst, að með- an Englar eiga skip og byssu á floti, leyfa þeir Þó al- drei Islandi að lenda í höndum Rússa. — —« Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.