Dagskrá - 17.06.1897, Page 2
17. Samþykkt að leyfa Strandasýslu og Dalasýslu að
taka hvorri allt að 8000 kr. lán, og Austur-Barð-
astrandarsýslu allt að 4,000 kr. lán til tóvinnu-
vjelastofnunar við Giisfjörð, þannig að tjeð sje
aptur lánað 3-4 efnilegum ungum mönnum, er taki
að sjer framkvæmdina og hafi einhver þeirra lært
notkun vjelanna.
18. Kvennaskólanum í Reykjavík veittar 100 kr. úr
jafnaðarsjóði fyrir yfirstandandi ár.
19. Amtsráðið sá sjer eigi fært að veita Guðjóni bú-
fræðing Guðmundssyni í Strandasýslu styrk þann
er hann hafði sótt um úr jafnaðarsjóði til að kynna
sjer grasrækt í Noregi.
20. Búfræðingur Hólmgeir Jensson hefir dvalið um tíma
í Noregi til að kynna sjer dýralækningar, og hefur
góð meðmæli frá dýralæknum þaðan svo sem
Ivar Nielsen, bráðafárslækni. Sótti Hólmgeir um
styrk til að kaupa «mikroskop» til rannsókna á bólu-
efni gegn bráðapest. Samþykkt að veita 200 kr.
í því skyni og sje verkfærið síðan eign hans; —
mælt með bænar skrá hans til alþingis um styrk
úr iandsjóði til að vera dýralæknir í norðurhluta
Vesturlands. Samkvæmt þón Magnúsar Einarsson-
ar voru honum og veittar 150 kr. til «mikroskop»
kaupa, en ætlast til að Suðuramtið veitti það fje
sem á vantaði.
21. Forseti amtsráðsins og Skúli ritstj. Thoroddsen
kosnir tii að mæta á fundi Búnaðarfjelags Suður-
amtsins 5. júlí n. k. til að ræða umstofnan búnað-
arfjelags fyrir land allt.
22. Samþ. að verja til Ólafsdalsskóla skólaárið 1897/98,
3,500 kr.
23. Samþ. áætlun um tekjur og gjöld jafnaðarsjóðs 1890 :
Tekjur: 3,443 kr. 33 a. Gjöld: 2,443 kr- 33 a-
24. Ályktað að borga 25 kr. í fundarhúsleigu.
íslensk skáld.
Þorsteinn Erlingssou.
Hið nýjasta kvæðasafn er birtst hefur á íslensku er eptir
Þorstein Erlingsson — og mjög pess vert að þess sje minnst
í Dagskrá, sem hefur þegar leyft sjer að segja ýmislegt um
ýmsa skáldhöfunda vora, frá eigin brjósti.
»Þyrnar« eru vafalaust eitt hið jafnbesta kvæðasafn af lýr-
iskum kvæðum er vjer eigum — og má það efalaust að miklu
leyti þakkast því, að safnið er hið yngsta 1 röðinni.
Því öllum listum fer mjög fram á vorum dögum. Sá sem
orkti eins og klaufi fyrir 10—15 árum, með lapþunnar lang-
lokur út af litlu, hversdagslegu efni — getur nú kveðið meist-
aralega með kjarngóðu orðfæri og hnittnum, nýlegum hug-
renningum.
Þorsteinn Erlingsson bar það fljótt með sjer, að hann var
efni í liðugt og rímfimt skáld, þótt mörgum þætti lítið koma
til hins fyrsta kveðskapar er birtist eptir hann. — Þá var nú
mjög uppi á teningnum að dýrka hina rómsterku kórdjákna
»hlutheimskunnar«, er ljetu þá mikið yfir sjer og máttu heíta
skipa öndvegissæti í skáldmennt allri ura Norðurlönd — þá er
höf. »Þymanna« kom fyrst til sögu. Kvæði hans voru ljett og
liðug, samin mjög i stíl eldri skálda, er voru fremur háðir al-
mannlegum tilfinningum, svo sem gleði, sorg, ást, hatri — held-
ur en þessari ástríðu til þess að gagnrýna agnkvikindi og
sóttkveikjur ímannlífinu—sem auðkennir hinn hlutheimskaskóla.
Það þótti því allmagurt er Þorsteinn kvað:
Þú stjarnan mín við skýjaskaut
á skærum himinboga
svo hrein á þinni björtu braut
þú brunar fram með loga, o. s. frv.
Kvæði hans þóttu of tilfinninganæm og ekki nógu saman-
barin, — og þvt tóku fæstir eptir þeim merkjum frumlegrar
skáldgáfu, er fólust 1 hinum látlausu skólaljóðum hans.
En síðan hefur hann hrifið almenna lesendur á Islandi
fljótar og fremur öllum öðrum — og er það því tvennu að
þakka, að hann hefur nokkuð samið sig á á seinni árum að
skáldvísindum hinnar nýrri tísku og á hinn bóginn að tíminn
hefur snúist nokkuð aptur í átt til þess horfs er eldri fyrir-
myndir Þorsteins og annara tilfinningaskálda stefndu.
Flestir þeir sem minnast þessa skálds heyrast fyrst og
fremst víðfrægja hann mjög sem hinn mesta formsnilling, og
er að sönnu mikið rjettlæti í því, en þó er það ekki með öllu
villulaust að teija formsnilli hans efsta á blaði. Til þess er
form hans of tilbreytingarlítið og aðrir hæfileikar hans of yfir-
gnæfandi.
Þeir sem leggja alla aðalrækt sína við sjáifan búning hugs-
ananna, knýjast jafnan, samkvæmt lögmáli allra framfara hins
skapandi mannsanda tii þess að leita að nýrri og nýrri feg-
urðarmynd er þeir geti klætt ljóð sín í. Þessa verðum vjer
t. a. m. greinilega varir hjá hinum mesta formelskara meðal
Norðurlandaskálda, Holgeiri Drachmann, einnig hjá læri-
sveini hans meðal vor, Hannesi Hafstein.
Og hjá slíkum skáldum ber samlíkingin — sem er grund-
völlur alls skáldskapar — jafnaðarlega öll merki þess að höf-
undurinn lætur augun hvila við hið ytra, en horfir ekki svo
mjög inn i kjarna hlutarins. En hvorugt af þessu verður sagt
til einkenningar Þorsteini Erlingssyni.
Það má svo segja, að einn sjerstakur, óbreyttur og ein-
litur blær sje yfir ljóðaformi haris öllu — gegn um allan hinn
síðari og fullkomnari kveðskap, en það er eptirlíking hinnar
fslensku stöku. Þetta eptirlæti hans og fyrirmynd er ekki
tyrfin, stirð hortitta-staka, af því tagi sem .svo mörgum þjóð-
fræðimönnum hefur þótt mikil unun að halda á lopti, — heldur
er það hin sljetta, beinyrta og smellna vísa sem laðar sig að
tungunni eins og óbundið mál, er stuðlast og rímast af hend-
ingu. Og þar við bætist svo allur sá yndisleikur, er gamlar
æskuminningar breiða yfir stökuna, og öll sú fullkomnun í
hreim og máli sem gamalt uppáhaldserindi getur náð hjá
manni, sem hefur sungið það inn í sig frá því hann var ungur
og heyrði það fyrsta sinn.
Þannig bregður stökuforminu sjálfu fyrir hjá honum innan
í þeim kvæðum er hann hefur orkt í öðrum kvæðabragarhátt-
um. Allir finna að einum bragfæti er í rauninni ofaukið í 2.
og 4. línu þessa erindis:
Þú ert hljóður þröstur minn,
þjer eru góðar horfnar bögur.
Fyr jeg óðinn þekkti þinn,
þá voru ijóðin mörg og fögur.
Og líkingarnar hjá þessu skáldi vantar algerlega það mál-
ara- og myndhöggvarasnið sem allir kannast vel við, t. a. m. í
kvæðum Hannesar Hafsteins. Hjá Hannesi faðmast »Vatns-
ins ás og Fjallsins dís«, Snæfellsjökull gnæfir upp úr hafinu
»eins og út úthögginn draumur« o. s. frv. — En hjá Þorsteini er
ást, von og trú »þrílembingar«, og Ellin flytur Grími gamla á
Bessastöðum »elliglöp í fjórtán skjóðum«.
(Frh.).