Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 17.06.1897, Side 4

Dagskrá - 17.06.1897, Side 4
372 fangelsinu og nú var enginn efi á í hverju sú breyting var fólgin. — Jeg hafði aðeins í fyrstunni eins og forð- ast að gjöra mjer það sjálfum fullljóst til hvers var ætlast með henni — en það varaði ekki lengi. — Jeg hafði tvívegis sloppið hjá dauðdaga þeim er mjer var ætlaður sem sje að detta niður í brunninn og drukkna þar og hinu að verða sviðinn í sundur lifandi og smáttog smátt af hinu tunglmyndaða sárbeitta pendúlsverði — og þetta hafði egnt þessar refsinornir í mannslíki, er höfðu varpað mjer saklausum niður í kvalaprísundina til enn meiri heiptar og nú vildu þeir ekki leika sjer lengur að því að treyna í mjer líftóruna, heldur láta mig tafarlaust bíða hryllilegan dauða, Fangelsisklefinn var ferhyrndur með rjettum, jöfnum hornum. En nú sá jeg að tvö af hornunum urðu hvass- ari og hvassari, en hin tvö sljóvguðust aðsama skapi.— Það marraði og gnast lítið eitt í hornunum við þessa breyting — og á einni sviphending var hið ferhyrnda herbergi orðið að aflöngum ferstrendum ranghala en þar með var þó ekki allt búið enn — og jeg hvorki óskaði nje vonaði að þessi umhverfing á prísundinni væri stöðv- uð. Jeg hefði næstum getað faðmað hin glóandi járn- þil að mjer sem frelsun og líkn frá þessum píslum. Dauðinn, sagði jeg við .sjálfan mig, allur annar dauði skyldi vera mjer kær kominn heldur en að lenda niður í hinu hryllilega afgrunni, er gapti við mjer eins og opið port á sjálfu Víti. Enhvílík heimska af mjer — að sjá ekki að það átti einmitt að hrekja mig niður í þetta undirdjúp. Gat mjer dottið í hug að jeg mundi þola hitann — og jafnvel þó jeg hefði þolað hann, mundi jeg þá geta staðið á móti afli járnmúranna? Og nú lagðist dýflissan saman með svo miklum hraða að jeg hafði ekkert ráðrúm til þess að ígrunda forlög mín. Miðhluti klefans, allt það rúm sem eptir varð milli veggj- anna, lenti einmitt beint uppi yfir hinu gínandi brunn- opi — jeg hrökk aptur á bak, en veggirnir sem alltaf færðust nær og nær hver öðrum knúðu mig ómótstæði- lega nær og nær þessari voðagröf. Loksias var ekki nema þumlungsbreidd eptir af gólfi er jeg gæti fótað mig á, milli mín, og grafarbakk- ans og nú gat jeg ekki veitt viðnám lengur — Dauða- angistin smaug í gegnum hverja æð og taug mína og jeg rak upp voðalegt óp hinnar hinstu örvæntingar. Jeg fann hvernig jeg riðaði á afgrunnsbarminum — og jeg snjeri andlitinu frá honum. — Allt í einu heyrðist kliður af mannamáli —• svo hátt hvellt merki, eins og margir herlúðrar væru blásn- ir í einu og loks dynjandi hrun eða gnýr einsogafþús- und þrumum. — Eldveggirnir hrukku aptur í sínar fyrri stellingar. — Utrjett hönd greip í handlegginn á mjer rjett í því jeg ætlaði að fara að steipa mjer í dauðafáti niður í hyldýpið. — Það var Lasalle hershöfðingi. Her Frakka var kominn inn í Toledo og refsidóm- ararnir, hinir miskunarlausu »rannsakarar« voru fallnir í hendur óvina sinna. Nærsveitamenn vilja fá Dagskrá utan pósts eptir 1. júlí verða að vitja hennar sjálfir eða láta vitja hennar í sölubúd konsúls W. G. S. Patersons (hornið á Austurstræti og Pósthússtræti), — Þeir sem ekki vitja blaðsins þangað, fá það sent með póstferðum. Þeir sem viija gjörast áskrifendur að blaðinu frá i. júlí, (sbr. auglýsingar í Dagskrá í gær) panti blaðið á þessum sama stað. Þeir áskrifendur — utan Reykjavíkur — sem vitja blaðs- ins sjálfir eða láta vitja þess jmrfa ekki að borga árs- fjórðunginn fyr en hann er allur kominn út. I Reykjavíkur Apotheki fæst: Kreolin, pundið á 40 aura. Karbólsýra, — - 30 aura. Hjá GUÐJÓNI úrsmið SIGURÐSSYNI fást Vasaúr af öllum sortum, mjög vönduð og vel af- trekkt. Verð 18 til yfir ioo kr. Rjettgeng stofuúr —Regulatorar— sjerlega vönduð og skrautleg, 14 til 60 kr. Mikið úrval af úrfestum úr gulli, gulldouble, silfri, talmi og nikkel. Kapsel og kapselfestar af öllum sortum. Loptþþyngdarmælar, margar sortir, 6 til 15 kr. Hitamælar 50 aur. til 5,50. Sjón- aukar —kíkjar— 5 til 30 kr. Gleraugu af öllum sortum. Stækkunargler. Kompásar. Haf- jafnar. Teikniáhöld o. fl. Einnig saumavjelar úr stáli, hinar bestu sem hægt er að fá, bæði handmaskínur og til að stíga. Hvergi ódýrari. AthS. Vasaúrin fást líka á Eyrarbakka hjá hr. versl- unarmanni Guðjóni Olafssyni og á Stokkseyri hjá hr. kaupmanni Olafi Arnasyni. Ódýrari úr og klukkur en áður er greint eru til, og seljast með fleiri ára ábyrgð. En það borgar sig best að kaupa góða vöru, þó dýrari sje. Því ætti eng- inn að gleyma. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.