Dagskrá

Issue

Dagskrá - 08.07.1897, Page 2

Dagskrá - 08.07.1897, Page 2
2 6 Áf pöllunum, Forlagasmiðurinn. »Allt er troðfullt út á stiga«, segir þinghúsvörður- inn. »Það er verið að tala um stjórnarskrármálið«. Litli klefinn, sem byggingarmeistari alþingishússins hefur holað uppi í eitt hornið í neðrideildarsalnum fyrir þá sem fýsti að sjá og heyra, hvað þar skeður, má ekki fyllri vera, eptir að undirskrifaður er kominn þar inn, en inn komst jeg. Laglegur, miðaldra maður með »Asfalthatt« stendur í þyrpingunni og ræðir við þann næsta — ungan guð- fræðing, sem jeg þekki vel — um stjórnarskrármálið og hvernig fara muni um það. »Jeg er viss um að hann verður með því«, segir sá eldri. »Með hverju?« »Nú, bara með því. — Hann er vanur að gjalda at- kvæði með, en ekki á móti«. »So, — hvað sem það er?« »Já, hvað sem er. Það getur auðvitað komið sjer illa, — en það er þó ,princip‘«. »Ja, ef hann verður með því er allt búið — þá vinnum við«, sagði guðfræðingurinn. »Vinnum hvort sem er, — en við höfum líkareiknað hann okkur vissan fyrirfram. Hann er nokkuð viss, karlinn«. »Hann er gríðarlega fastur fyrir ef hann á annað borð tekur eitthvað í sig. Ekki að tala um að hann breyti sannfæringu sinni«. »Hm! Sannfæringu? Það held jeg nú reyndar ekki, að hann hafi mikinn trafala af henni. Hjerna, þjer að segja, held jeg að hann hafi nú aldrei haft snefil af sann- færingu um nokkurn skapaðan hlut. He! Nei, það sem er undir komið er bara að reikna út, hvoru megin hann verður. •— Það er venjulega vandi, jeg skal játa það, að reikna út hvoru megin þeir muni verða sem enga' sannfæringu hafa, — en um þennan er öðru máli að gegna«. »Þú segir að hann sje allt af með. Hvernig fer þegar báðir flokkar standa jafnt að vígi, — þá verður hann að velja um. Hvernig ferðu þá að reikna hann út ?« »JÚ, sko. í þessu tilfelli sem þú nefndir, er honum sama með hvorum flokknum hann er, því hann ^erður nefnilega með meiri hlutanum hvoru megin sem hann verður. Skilurðu það ekki?« »Jú — he, he. Helvíti er donski góður. Þar nær hann sjer niðri. He, he, he — — »En þegar hann veit að það er eins manns munur á flokkunum áður — þá er eiginlega mest gaman að því að sjá hvað hann er ratvís á leiðina. Vera með. Jú. —- Það er principið, karl minn. — Punktum«. »Nú, en þá ræður hann ekki forlögunum. Hver j rjeði þeim í þetta sinn?« Sá með hattinn hallaði sjer að eyranu á guðspek- | ingnum, og nefndi nafn — svo lágt að jeg vil ekki j segja frá því. Guðspekingurinn teygði sig upp yfir hópinn, og jeg sá að hann renndi auga þangað sem forlagasmiður- inn átti sæti. En hinn, sem var »með«, sat á öðrum stað þungbúinn, í djúpum löggjafalegum hugleiðingum. »Já, að vera með — það er í rauninni það spak- asta sem nokkur dauðlegur maður getur gjört«, heyrði jeg biflíugránann lauma inn í »leðurtrektina« undir hatt- inum. -— »Hann getur ekki verið mjög heimskur, þessi maður«. »Nei, ekki nema rjett í góðu meðallagi. — Það er ekki heimskan, sem ákvarðar stöðu þessa manns í lög- gjafarmálum; það er eiginlega stefnufestan. — Hann er sá stefnufastasti maður, sem við höfum haft. — Hann er okkur viss eins og kompásinn, og enginn vandi að reikna á honum misvísninguna*. Kobbi. Fleyg orð. Eptir að Guðlaugur sýslumaður Guðmundsson hafði játað í þingræðu í gær að orðið »ráðgjafi« í frv. Valtýs þýddi ekki eiginlega sjerstakan ráðgjafa fyrir ísland, stakk hann upp á því að bæta úr þessu með því að hafa orðið »ráðaneyti« í staðinn. —Þá væri allt fengið. Sami þingmaður hefur haft á móti því, að halda áfram endurskoðunarfrv. fyrri þinga vegna þess, að stjórn- in hefði þegar sagt nei við þeim. — I gær bætti hann því við að hann gerði ekki rnikið úr því þótt stjórnin neitaði einu eða öðru — það gæti vel fengist samt —- t. a. m. ný stjórnarbót undir Valtýs-flagginu. Jón Jensson (þm. Reykvíkinga) vildi ómögulega að »frumvarpslciðin« væri farin í stjórnarskrármálinu. Samt áleit hann það mikla »ljettúð« að velja ekki nefnd í frv. Valtýs. Sjera Einar á Kirkjubœ er ákaflega hlynntur end- urskoðun stjórnarskrárinnar; en þegar hann rökstuddi atkvæði sitt með nefnd í Valtýs-frv. í gær, þá gat hann þess að hann vildi ekki hafna frv. gersamlega sökum þess að það færi í »alveg gagnstæða stefnu« við það sem hann hefði áður haldið fram.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.