Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.07.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 13.07.1897, Blaðsíða 2
fyrir norðan fá karlmenn 14—16 kr. og jafnvel 18, og konur hlutfallslega eins (helmingi minnal); fyrir austan fá karlmenn 9—10 'og konur 5—6 o. s. frv. Sumstaðar er vinnutími 11 —12 stundir á dag, en sumstaðar miklu lengri, jafnvel 15—17 st., en kaupið er jafnt. Þetta er nokkurs konar óregla, sem þyrfti að koma í veg fyrir. Að gjalda mönnum jafnt kaup, hvort sem þeir vinna stutt eða lengi, mikið eða lítið, virðist vera ósanngjarnt; það dregur kapp og áhuga úr dugnaðarmanninum, þegar hann sjer að ónytjungurinn ber jafnt út býtum. »Það er ekki til neins fyrir mig að vinna mikið«, hugsar hann, »jeg fæ jafnt kaup fyrir það«. Það eru öll likindi til að þetta hafi ekki verið þannig áður fyr; ma einkum ráða það af ýmsum örnefnum, bæði á túnum og engjum, að menn hafi mælt út bletti, er hafðir hafi verið sem mælikvarði þess hve duglegur sá eða sá væri, enda mun það hafa verið siður til skamms tíma á stöku stað, en hann er óðum að leggjast niður. Vinnutími ætti helst að vera ákveðinn fyrir land allt 10—12 tímar, og væri þá auðvitað borgað aukakaup fyrir það sem unnið væri framyfir. Hvort kaupgjald gæti verið jafnt allstaðar skal jeg ekki um segja, en víst er um það, að ekki þyrfti mnnurinn að vera svo mikill, að sumstaðar sjeu goldnar að eins 9 kr. um vik- una, en sumstaðar 18, jafnduglegum mönnum við sömu vinnu með jafnlöngum vinnutíma. Kaupahjeðinn. D rau m ar. [Eptir amerísku tímariti]. Nokkuð hefur verið gjört að því að rannsaka eðli drauma, en minna að því að færa sjer þá í nyt; er þó ekki óhugsandi að það kynni að mega. Sá sem íhugar draumana hann hlýtur að játa að þeir eru vitnisburður um annan heim, og víst er það að þeir gjöra mikið að því að viðhalda trúarlííi manna. Þeir geta gjört ótal kraptaverk. Þeir geta á svipstundu gjört öreigann mill- jónara, heimskingjann að vitring, sjúklinginn heilan og hraustan. En það sem mest er um vert er þetta: hvernig eiga menn að hagnýta sjer draumana í hinu praktiska lífi? Ef til vill kunna margir að álíta, að slíkt sje óhugs- andi, en sje betur að gætt er þýðing draumanna ekki einungis fyrir hið andlega líf, heldur einnig fyrir það verklega, daglega, alls ekki lítil. Hjá öllum þjóðum um allan heim er draumatrú til, það er að segja sú skoðun, að draumarnir geymi í sjer fyrirboða óorðinna hluta, sjeu þeir rjettilega skildir. Þessi trú er misjafnlega sterk hjá hinum einstöku mönnum, en fáir munu algerlega sneyddir henni — enda má það nú kallast vísindalega sannað að fjölmargir draumar standi í sambandi við það sem er óskeð eða jafnvel beinlínis bendi til þess hvað verða muni. Það er ekki til neins fyrir menn að neita þessu. Menn geta í rauninni ekki sagt: Vjer trúum ekki á neina drauma. Menn geta að eins sagt: Vjer skiljum ekki draumana. En ef vjer nú játum að þetta sje svo, þá er auð- sætt að vert væri að rannsaka eðli og þýðing þeirra vís- indalega eins og annað í náttúrunni og mannlífinu. Menn hafa verið á ýmsum skoðunum um það hvort bæri að Hta á draumana sem sjúklegt ástand manns í svefninum eða heilbrigt — og munu þeir vera fleiri af vísindamönnunum er álíta draumana geta fallið undir eðlilegar, ósjúkar hreifingar í meðvitund mannsins. En það ber öllum saman um — þeim er á annað borð ekki neita draumunum um allt gildi — að hinir sjúklegu draumar geti verið fullt svo þýðingarmiklir sem draumar alheilbrigðra manna. Sje litið á reynslu manna úr draumalífinu, vekur það fyrst athygli manns að draumarnir segja sjaldan beint hvað verða muni, heldur gefa það í skyn á ýmsan, opt mjög kynlegan hátt. Drainmnyndin fyrir hvern við- burð eða óskeðan hlut er optast mjög mismunandi eptir því hvern dreymir, en þessi draummynd er venjulega hin sama hjá sama manninum, þótt i fleiri draumum sje. Til þess að taka eitt alþekkt dæmi dreymir marga þannig t. a. m. hvíta smáfugla á flugi fyrir snjó •—.aðra aptur hvíta ull. -— En þá sem einu sinni hefur dreymt fuglana fyrir þessu, mun flesta jafnan dreyma hið sama síðar fyrir snjónum, en hina jafnan hvítu ullina o. s. frv. Þær athuganir er menn þykjast hafa gjört um þetta hafa leitt til þess að menn hafa samið »draumabækur«, þar sem skýrt er frá nokkrum algengustu draummyndum, er bindast við tiltekna, óorðna hluti. — Höf. þessarar tímaritsgreinar álítur að menn geti »vanið sig á« að vera berdreymnir, og að það muni hægt að rannsaka hinar sálarfræðislegu ástæður til hvers draums og þannig rekja draummyndina til þess er hún ber svip af. Kistan. (Þýtt.). Fyrir nokkrum árum hafði jeg tekið mjer far með skipinu »L'Indépendence« frá Charleston til Nýju-Jórvíkur Við áttum að leggja af stað hinn 15. júní ef veður leyfði, og fór jeg út kveldinu áður til þess að búa um mig o. s. frv. Jeg sá það á farþegjalistanum að marg- ir ætluðu að fara með skipinu þessa terð, einkum kvenn- fólk. Jeg varð himinlifandi af gleði þegar jeg sá að

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.