Dagskrá - 20.07.1897, Blaðsíða 2
o8
sjónum en stundum er það nauðalítið þegar kostnaður-
inn er frádreginn. Mundi það optast borga sig miklu
betur að hafa menn sína heima við jarðyrkju og garð-
rækt. Það er nærri því grátlegt að árlega skulu vera
flutt inn í landið jarðepli svo þúsundum tunna nemur
en geta þó sjálfir ræktað þau eins og vjer þörfnumst
og jafnvel meira. Þeir sem stunda landbúnað ættu helst
að gefa sig við honum eptir mögulegleikum, en tví-
skipta ekki kröptum sínum, nema ef vera skyldi þar
sem hagar svo til, sem kallað er bæði til sjós og sveita. i
En að senda menn, sem aðallega stunda lartdvinnu, suð- ;
ur til sjávar, tíma og tíma ofan úr sveitum þegar nóg
er að gjöra heima, það er ekki hyggilegt. Þeir stunda þá
hvorugt af alhuga og verða því ónýtir við hvorttveggja.
Sjávarmaðurinn ætti að stunda sjóinn sem allra best og
sveitamaðurinn landbúnaðinn; þá yrði hvortveggi at-
vinnuvegurinnn langtum arðmeiri, og svo gætu þeir
verslað með vöru sína á víxl báðum til hagnaðar.
Það er fleira en jarðepli, sem vjer hirðum lítið um.
Hjer eru sumstaðar kol í jörðu, sem enginn gaumur er
gefinn, að minnsta kosti veit jeg af þeim uppi í Borg-
arfirði eg svo getur víðar verið. Þar voru þau tekin um
tíma og þóttu mikið góð. Menn munu segja að það
borgi sig ekki að vinna þau, þau sjeu svo lítil, en jeg
segi, jú; það er hægt að ná þeim á vetrum þegar frost
er og ekkert verður gjört úti, þá liggja karlmenn víða
inni í bæ megin hluta dagsins og væri honum sannar-
lega betur varið í kolatöku. Það er annars merkilegt,
hve gjarnir vjer erum á það að líta smáum augum á
allt innlent og vanrækja það; það er rjett eins og vjer
fyrirlítum allt, sem ættjörðin býður oss og viljum held-
ur kaupa það dýrum dómum annarsstaðar að, stundum
blandað ýmsu miður hollu. Það mundi vera talinn
meira en meðal óartarkrakki, sem tæki brauðbitann er
hún móðir hans rjetti honum, kastað honum framan í
hana og færi svo og keypti langtum verri fæðu af ein-
hverjum öðrum fyrir peninga frá, henni, en engu betur
ferst oss íslendingum við ættjörðina okkar. Þess væri I
óskandi og það er vonandi að vjer förum smám saman
að vakna til meðvitundar um það að þetta er ekki rjett.
Vjer eigum að nota öll þau gæði sem ættjörðin hefur
að geyma, vjer eigum að reyna að komast í gnægta-
búrið hennar, það verður oss affarasælla en að seilast
eptir nauðsynjum vorum annarsstaðar að. Eitt er það
sem rýrir mjög vinnukraptinn í landinu og það er það,
hve margir álíta að menntun og líkamleg vinna geti
ekki og jafnvel eigi ekki að fara saman. Sem betur
fer er tölúverð löngun hjá flestu ungu fólkitilþess að
menntast, en því miður eru fjölmargir svo, er gengið
hafa á einhvern skóla að þeir vilja helst ekki drepa
hendi sinni í kalt vatn. Þetta er voðalegasti misskiln-
ingur; sönn menntun gjörir menn einmitt færari Lil vinnu,
sá sem er vel að sjer hlýtur að vera lægnari til verka
og hafa betur vit á þeim en hinn, sem ekkert veit.
Menntunin er nauðsynleg öllum mönnum, en það er
hættulegt og skaðlegt að misskilja hana þannig að hún
geti ekki samrýmst líkamlegri vinnu. S. f. f.
Samtal.
»Hvernig getur staðið á þvíf« sagði A. einhverju
sinni við B. kunningja sinn, »að hann E. frændi minn getur
sjeð fyrir konu og börnum, en jeg sem er einhleypur
maður hef engan afgangf Hann hefur kostað 3 börn
sín í skóla í 4 ár, lifir eins og fursti og á þó inni hjá
kaupmanninum. Við erum báðir við -sömu verslun;
hann hefur ekki nema 2 dollara í kaup á dag, en jeg
2 dollara og 50 cent. Jeg skil ekkert í því, það hlýt-
ur einhver að hjálpa honum«. B. »Átt þú ekkert innif«
A. »Nei, meira að segja jeg skulda opt við árslok«.
B. »Drekkurðuf«
A. »Ekki tel jeg það. jeg drekk aðeins dálítið af
öli og fæ það þar að auki í stórkaupum, svo það er
langtum ódýrara fyrir það«.
B. »Hversu mikið drekkurðu á dagf«
A. »Tvisvar sinnum þessa flösku; það kostar 25
cent á hana«.
B. »Drekkurðu líka á helgidögumf«
A. »Já, jafnt og á hinum rúmhelgu«.
B. »Jæja, þá skulum við sjá til; 365 margfaldaðir
með 50 cent, það verður 182 dollarar og 50 cent«.
A. reiknar með blýant á borðinu; »já það er alveg
rjett«, segir hann, »það datt mjer aldrei í hug að það
væri svona mikið«.
B. »Neytirðu tóbaksf«
A. »Já, jeg reyki dálítið og tek örlítið upp í mig;
jeg fylli þessar dósir á hverjum morgni, það kostar ekki
nema 5 cent; það getur nú varla minna verið«.
B. »Já, 365 margfaldaðir með 20, verða 73 dollar-
ar«.
A. »Þá kostar tóbakið og ölið til samans 255 doll.
á ári, er það mögulegt? nei það hlýtur að vera mis-
reiknað«. Hann reiknaði upp aptur, það var alveg rjett.
B. »Læturðu nokkuð fleira eptir þjer?«
A. »Ja, hvað kallarðu að láta eptir sjer? jeg vinn
aldrei á laugardögum, jeg held þa helga«.
B. »Hvernig verðu helgidögunumf«
A. »Stundum sit jeg inn á veitingahúsum og rabba
við náungann, stundum spila jeg o. s. frv
B. »Hversu miklu eyðirðu við spil?«
A. »Eins og hálfum dollar á dag«.