Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.07.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 20.07.1897, Blaðsíða 1
Kemur út hvern virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í K.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsíjórð. erkndis 2,50. DAGSKRÁ. Verð .árgangs lyrir eldri kaup endur innanlauds. 4 krónur. II, 17. Reykjavík, þriðjudaginn 20. júií. 1897. Tollar og kynjalyf. Allt af eru menn að hugsa um að afla landssjóði fjár með tollum og er það vel til fallið, ef þeir koma niður á þær vörur, sem vera ætti, en ekki munu allir á það sáttir, hvernig löggjöfum vorum takist það. Margir telja það t. d. óráðlegt og vanhugsað að tolla smjörlíki. Fyrst og fremst eru það einkum fátæklingar, sem þann toll verða að greiða, og í öðru lagi er smjörgjörð hjer á íslandi enn þá á svo lágu stigi, að enginn maður sem hugsar um þrifnað og heilsu getur lagt sjer það til munns, nema af einstöku bæjum. Sá sem einhvern tíma hefur verið í búð, honum hefur gefist kostur á að sjá, hve þrifalegt smjörið er yfir höfuð; vilja því margir heldur borða smjörlíki og telja það miklu heilnæmara, þar sem það á þó að ganga í gegn um heilbrigðisráðið. Þaðsem vjer þurfum íslendingar er að læra smjörgjorð, læra að búa til smjör sem hægt er að borða, en það verður aldrei með því að toila smjörlíkið; það verður að fara að því einhvern veginn öðru vísi, Jeg hef horft á íslenskt kvennfólk búa til smjör og fara að því svo óþrifalega að enginn lifandi maður gæti trúað því, sem ekki hefur sjeð það sjálfur. Það er svo viðbjóðslegt að jeg get ekki fengið mig til að lýsa því. Þriðja ástæðan fyrir því að ekki er heppilegt að tolla smjörlíki er sú, að jafnskjótt sem það yrði gjört mundu erlendir kaupmenn setja hjcr upp smjörgerðarhús og ónýta þar.nig tcllálöguna. Það er annað sem jeg vil láta tolla, það eru kynjalyfin, Brami, Kína o. s. frv. Jeg vil meira að segja tolla þau sem allra hæst. Það eru ekki litlir peningar sem fara út úr landinu árlega fyrir þessa drykki, sem skreyttir eru með ótal keyptum lofklausum, bæði sönnum og ósönnum. Það liggur við að sumir trúi á lyf þessi og treysti þeim miklu bctur en lækni sínum; þeir drekka þau meira að segja í óhófi og spilla óefað heilsu sinni með óstjórn- legu Brama- og Kínasulli, þótt það kunni að vera heil- næmt ef það er viðhaft í hófi. Með því að leggja á það afarháan toll mundi komið í veg fyrir óhóflega nautn þess. Vera má að ýmsir fallist ekki á þessa uppá- stungu, en jeg vil geta þess, að margir hinna betri manna hafa haft orð á því að eitthvað þyrfti að gjöra til þess að takmarka nautn lyfja þessara, og sje jeg ekkert ráð til þess heillavænlegra. Nú er einmitt frumv. til umræðu á þinginu sem fer fram á að koma í veg fyrir skottu- lækningar; segja sumir að þær geti verið skaðlegar og menn versli með meðul rjett eins og aðra vöru til þess að raka saman fje, án þess að þeir hafi nokkra læknis- lega þekkingu. Þetta getur satt verið; mjer dettúr ekki í hug að hafa á móti því, en jeg vil láta kynjalyfin vera með; þau eru sannarlega seid sem önnur vara, einungis til þess að græða fje, og glæpist margur faraðlingur á auglýsingunum fögru og kaupir. sjer Kína eða Brama, leitar sjer því ekki læknis og eyðir þannig stórfje án þess að fá bót á heilsu sinni. Kveldúlfur. Notkun vinnukraptanna Allt til þessa tíma hafa margir landar hafl þá röngu skoðun að fólkið væri of margt á íslandi; nú erú sem betur fer, farin að opnast augu manna fyrir því að það er ekki rjett; nú sjá það flestir að fólkið er einmitt of fátt. En þótt oss vanti vinnukrapt og getum því ekki starfað sem vjer vildum, þá ættum vjer samt ekki áð láta ónotaða þá krapta sem vjer höfum. Eptir því sem maður er fátækari eptir því ríður meira á að fara skyn- samlega og hagsýnlega með efni sín, eptir því má mað- ur ver við því að eyða nokkrum eyri eða eyrisvirði tíl óþarfa. Það er alltaf verið að klífa á því, hve fjelitlir vjer sjeum, hve fáar og litlar sjeu afurðir lands vors og hversu erfitt sje að hagnýta sjer þær. Þetta er satt að nokkru leyti en ekki öllu; hjcr er margt ( skauti nátt- úrunnar sem vjer ýmist gefum lítinn gaum eða alls eng- an. Jeg vil t. d. nefna jarðeplaræktina; hún er á ótrú- lega lágu stígi hjer hjá oss og eru þó víða upp til sveita afarstór svæði, sem eru einkar hentug til jarð- eplaræktunar; það eru víða stóreflis flæmi af moldarmó- um rjett í kringum bæina, sem ekki eru notaðir til neins, en gætu verið margra þúsunda, margra tuga þús- unda virði ef rjettilega væri með farið. Á vorin er það alltítt að sveitabændur senda vinnu- menn sína til sjávar og hafa svo engan vinnukrapt heima; naumast að þeir geti hroðað einhvern veginn af dag- legum störfum, skepnuhirðingu o, s. frv, Auðvitað fá þeir optast eitthvað í aðra hönd eptir vinnumennina frá

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.