Dagskrá

Issue

Dagskrá - 22.07.1897, Page 1

Dagskrá - 22.07.1897, Page 1
Kemur út hvern vírkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. II, 19. Reykjavík, fimmtudaginn 22. júlí. 1897. Skóiarnir. Ekki ber því að neita, að allt af eru menn að feta sig áfram í þá áttina að bæta skólana, bæði hina æðri og lægri. Það er bætt við ýmsum nýjum námsgreinum, aukin áhöld og fullkomnuð og fyrirkomulagi breytt að mörgu leyti til batnaðar; enda er það sjálfsagt og þyrfti að vera í stærra stíl. Eitt er það samt sem stendur skólum fyrir þrifum (á meðal margs annars). Það er það, hve sambandið og samvinnan milli kennara og nemenda er á lágu stigi. Það er allri sannri velferð skólanna til niðurdreps. Skólarnir eiga að vera eins og nokkurs konar heim- ili, þar sem lærisveinarnir eru börnin, en kennararnir foreldrarnir. Þeir eiga ekki einungis að hugsa um að troða í nemendurna einhverju af kennslugreinunum og skipta sjer ekkert um þá að öðru leyti, heldur eiga þeir að hafa sem mest saman við þá að sælda utan kennslu- stunda, komast eptir hvernig hver þeirra er að upplag- inu og beina þeim á rjetta leið, sem eitthvað er athuga- vert við. Jeg hef þekkt kennara, sem hafa þóttst upp úr því vaxnir að hafa nokkuð saman við lærisveinana að sælda, nema að eins að koma einhverju nafni á lög- boðna kennslu, viljað láta virða sig eða öllu heldur hræðast sig, án þess að gjöra sjer mikið far um að verðskulda sanna virðingu. Það er vandi að vera kenn- ari og ekki allir færir um það sem gefa síg við því; það er vandi að vera góður leiðtogi hinna ungu. Til þess að samvinna og samkomulag verði betra milli kenn- ara og nemenda, þarf að vera eitthvert fjelag, sem þeir allir taka þátt í. Það er í flestum skólum að nemendur hafa eitthvert fjelag og halda fundi með sjer á ákveðn- um tíma; en sökum þes að það eru einungis unglingar sem ekki þekkja til neinna fundarhalda, sem fara vel og skipulega, fara þeir opt í molum og bera lítinn árang- ur. Ef kennararnir þar á móti hefðu það fyrir reglu í öllum helstu skólum að halda fundi með lærisvein- um sínum, þá væri líklegt að allt færi betur. Ef menn vildu taka upp þann sið, þá gæti skólalífið kom- ist í betra horf en það er hjer hjá oss. Jeg býst við að menn kunr.i að kalla þetta »humbug«, en þeir um það; jeg hef þá sannfæring senr jeg hef látið í ljósi, og það vita margir að erlendis er víða lögð aðaláherslan á það að nemendur og kennarar sjeu sem samhentástir. Með þessu móti gætu kennararnir bent hinum ungu á ótal margt sem gagnlegt væri og gott; með þvi móti gætu þeir ‘yfir höfuð búið þá langt um betur undir li'fið en mögulegt er í kennslustundunum eins og þeim er til hagað. Þegar menn kotna úr skóla, hvort heldur er gagnfræða- eða latínuskóla, þá eru þeir flestir svo nauða- fáfróðir í öllu sem daglega lífinu viðkemur; það er þó lífið en ekki skóJinn sem menn eiga að læra fyrir, og það ættu þeir eldri að sjá, þótt ungmenni athugi það ekki. Jeg þykist þess fullviss að djúp það sem opt virðist vera á milli kennara pg nemenda, sje vanalega ekki af því, að hinir fyrtöldu vilji láta starf sitt verða að litlum not- um; jeg þykist þess fullviss, að þeir muni flestir vilja leysa það sem best af hendi, en þetta er af gömlum vana og hugsunarleysi, eins og svo ótalmargt atlnað; þeir athuga ekki. hve skaðlegt það er, þcir þekkja ekki annað; þeir hafa sjálfir vanist hinu sama á skólaárum sínum og halda því svo í líku horfi. Það er vaninn, sem mörgum hættir við að fylgja um of, bæði þar og annarsstaðar. Af samvinnuleysinu milli kennara og nem- enda sprettur heigulskapur og ósjálfstæði. Nemendurnir hafa tæpast uppbúrði í sjer til þess að spyrja kennar- ann að ýmsu som þá langar til að vita og þeir þtirfa fræðslu um, þeir hugsa einungis Um að geta sloppið skammlítið við lexíurnar, en ekki að fræðast sem mest og hafa sem best gagn af námstímanum. Fleira er það sern laga þý' fti í skólunum. Tökum til dæmis þegar svo ber undir að kennara Og nemanda ber eitthvað á rriilli; þá ættu þeir báðir að ittteta fyrir öllum kennurunum og segja frá málavöxtum; það er ekki rjett að kennarinn einn geti sagt það sem hann vill, en nemandinn fái hvorki að hlusta á nje bera fram varnir, ef hann hefur þær einhverjar til. Það er ekki allt af víst að nemandinn hafi á röngu að standa, þótt hann sje yngri, því »sjaldan veldur einn þegar tveir deila«, en að annar málsparturinn sje jafnframt dómari og liinn gcti hvorki hlustað á nje varið sig, það er ekki rjett. Að minnsta kosti hlyti allt að verða ljósara annars og síður hætt við óánægju, en einkum er það rjettlæti og sann- girni sem mælir; með því. Sig. Jíd. Jóhannesson.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.