Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 07.08.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 07.08.1897, Blaðsíða 1
Kemur ut hvem virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. Verð árgangs .yrir eldri kaup endur innanlands. 4 krónur. II, 33. Reykjavík, laugardaginn 7. ágúst. 1897. Frá útlöndum. Friðarsamningurinn milli TyrkjaogGrikkjaálítst nú svo gott sem á enda kljáður. Herkostnaðurinn á að verða 4 milljónir pd. (t) Landamærin eiga að ákvarðast á þann hátt sem herforingjanefnd sú er Tyrkjastjórn sett' til þessa hefur stungið upp á. Akveða skal upphæð þá er borga skuli tyrkneskum þegnum er liðið hafa tjón við ófriðinn. Grikkir og Tyrkir skulu án íhlutunar stórveld- anna semja ákvarðanir um rjettarstöðu þegna sinna inn- byrðis. Tyrkir skulu ekki skyldir til að taka setulið sitt úr Þessalíu fyr en herkostnaðurinn er goldinn að fullu. Þýskaland áskilur að fjármál Grikkja skuli fyrst um sinn vera háð eptirliti Evrópu, og er sagt að keisaranum gangi það til að tryggja rjett skuldheimtumanna meðal Þjóð- verja á þennan hátt. — Það hefur og frjettst að Rússa- stjórn sje Þjóðverjum samdóma um að herkostnaðurinn til Tyrkja skuli ekki svipta þýska skuldheimtumenn neinu af því er þeir eiga hjá Grikkjum. í hraðskeyti einu frá Miklagarði 31. f. m. segir svo að þess væri vænst að ráðaneytið tyrkneska mundi taka friðarsamninginn til álita daginn eptir, og rnundi soldán síðan veita Tewfik pasha umboð til þess að undirrita hann. En í öðru skeyti frá Aþenu 1. ágúst segir svo, að Grikkir munu neyðast til að grípa til óyndisúrræða fremur en að þola að skilmálar Þýskalandskeisara verði teknir upp í friðarsamninginn, þar sem þeir líta svo á sem frclsi Grikkja og þjóðarrjetti væri misboðið með því að láta útlendar stjórnir hlutast til um innanríkismál- efni þeirra. Svo er sagt að sendiherrar stórveldanna búist ef til vill við því að Tyrkir muni ætla sjer að senda herlið til Kríteyjar, enn á ný, til þess að bæla. eykjarskeggja ger- samlega undir sig, en stórve'din kváðu hafa komið sjer i saman um að hindra þá ráðstöfun, hvað sem öðru líður. 400 enskar »riffilskyttur« fóru frá Möltu 31.fi m. áleiðis | til Krítar til þess að sameina sig hinu enska herliði er var fyrir við eyna. Frá Serbíu er það að frjetta, að Albaningar hafa j ráðist inn á landamæri ríkisins, hvað eptir annað, í smærri og stærri sveitum, og hefur blað eitt í Lundúnum þóttst j geta gefið þá upplýsing að Soldán mundi heimulega standa í sambandi við Albaniu um árásir þessar. í miðri síðast- liðinni viku skutust fremstu verðir Serva á við Albaninga á sjö stöðum í einu, á endilangri landamæralínunni milli Madliza og Rushka, en mannfall varð þó lítið sem ekk- ert. Halda flestir að stjórnin í Miklagarði niuni vera hjer með í ráðum, í því skyni að neyða Serva til ein- hverra aðgerða. — I Epirus hafa Albaningar einnig framið morð og rán á ýmsum stöðum. Dönsk blöð ræða enn þá mikið um járnbrautar- slysið við Gentofte, hverjum það hafi verið að kenna, og hvernig sjúklingum þeim líði er meiddust við þennan hryggilega atburð. Síðast er frjettist var hinn 36. ný- dáinn á Commune-sjúkrahúsinu. — En hver eigi að bera aðalorsökina fyrir slysið, er ekki full-ljóst enn. Lestar- stjórinn Hansen, sem flestir voru samdóma um að ásaka, virðist eptir því sem fram er komið við yfirheyrslurnar fyrir rjettinum, varla muni verða dómfelldur fyrir neitt vítavert ógát eða forsómun. — Surnir halda nú að merkin á brautarstöðinni hafi ekki verið í lagi, og að af því hafi óhappið að mestu leyti stafað. Frá Svíbjóð frjettist um stórkostleg verkföll mcð- al sjómanna, einkum á eimskipum er eiga heima í Stock- holmi. Sjóliðar í hernum hafa verið sendir út til þess að vinna um borð í eimskipum ýmsra hinna helstu fje- laga til þess að halda uppi áætlunum þeirra og firra menn vandræðum. Menn ætla að Andrée, loptfarinn, ef til vill hafi týnst á leið sinni til norðurpólsins og að hann muni hafa fallið niður í hvíta hafið. Segir skipstjóri einn svo frá að hann hafi sjeð þar eitthvað á floti mjög líkt stóru loptskipi. Aðrir ætla þó að Andrée muni ekki hafa getað verið kominn svo langt þegar skipið fór um, en dr. Nansen og fleiri stungu þó upp á því að gjöra út leitarmenn til hvíta haf.sins í tilefni af þessari fregn. I Austurríki hafa hinir þýskumælandi þegnar tekið sig saman um kröptug mótmæli gegn lagaboði einu er ráðaneytisforsetinn Badeni hefur nýlega gefið ut, og þar sem Þjóðverjum þykir hallað á jafnrjetti tungu sinnar við mál annara þegna í ríkinu. I bænum Eger í Bæheimi hefur herlið og lögregla skorist í leikinn og voru fjölda tnargir teknir fastir og margir særðir af hinum þýska bæjarlýð þá er Þjóðverjar höfðu safnast saman við járnbrautarstöðina og tóku með

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.