Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 07.08.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 07.08.1897, Blaðsíða 3
því mundi kvikna í yfirborði jarðarinnar svo að öll fjöll bráðnuðu, og rinnu út í hafið; átti strauniur þessi að taka með sjer alla syndara, er þá lifðu á jörðinni, og fara með þá í Duzabk; þar áttu bæði þeir og hinir sem fyrir voru, að kveljast einungis 3 daga, og að þeim liðn- um fá inngöngu í sælubústað hinr.a góðu. I lögum Manus, sem er ein af hinum fornu trúarbókum Brama- trúarmanna, eru nefndir 20 kvalastaðir, er þarhegntfyr- ir mismunandi syndir. Samkvæmt Búddatrú var kvala- staðurinn einungis einn en honum var skipt niður í 136 smærri. A dögum gamla testa-menntisins höfðu Gyðingar enga hugmynd um kvalastað eptir dauðann, og finnnst ekkert þess háttar í lögum Mósesar og sama er að segja um spámennina. Orðið »sheol« sem er lagt út helvíti taknar ekkert annað en bústað hinna dauðu, og svarar það þannig til gríska orðsins Hades; sú er einnig mein- ing þess í nýja-testamenntinu og öðrum grfskum ritum. Hegning sú, er Gyðingar hugsuðu sjer að vondir menn yrðu að þola sakir óguðleika síns, var innifalinn í ýms- um plágum, sjúkdómum eigna- og ættingjamissi, ó- friði af hendi nágranna þeirra, dauða og viðbjóði við þeim eptir dauðann o. s. frv. Breyting á þýðing þeirri, er lögð var í orðið she- ol, átti sjer fyrst stað eptir herleiðinguna. Þá fóru menn að hugsa sjer framtíðarbústað hinna dauðu tví- skiptan; voru öðrumegin hinir góðu, og það var kölluð Paradís en hinummeginn illgjörðamenn og var það nefnt Gehenna. Það var ekki fyr en rúmri öld fyrir Krist að sú hugmynd var orðin almenn á meðal Gyðinga. A dögum Krists voru 3 aðalflokkar manna á Gyðingalandi, er höfðu sína skoðun hver. Fyrsti flokkurinn voru Farf- sear, sem voru langflestir; þeir trúðu því að vondir menn yrðu eilíflega að búa í undirheimum; annar flokk- urinn voru Essenar; þeir hugsuðu sjer einnig eilífan kvalastað fyrir hina illu; átti þar að vera myrkur og kuldi, og hinir þriðju voru Sadúsear: þeir trúðu engri tilveru eptir dauðann. Það eru 3 orð í nýja-testamenntinu, sem öll eru lögð út með helvíti; það er Hades er táknar hið sama og áður er sagt, Gehenna, sem einnig er minnst á áð- ur og Tartarus, sem kemur aðeins fyrir einu sinni (II. Post. 3. 4.) og er það hið eiginlega nafn á hegningar- stað þeim, er Grikkir hugsuðu sjer. 1 Goðafræði Grikkja er hegningarstaðurinn kallaður Tartarus. Ilómer og Hesiod lýsa alheiminum sem holum hnctti er skiptist í sundur af jörðinni, en hún er flöt. Efst uppi í efri hlutanum var Olympus, heimkynni guð- anna, en í neðri hlutanum var Hades, bústaður allra dauðra manna, en neðst í honum Tartarus. Svo var langt á milli Olympus og jarðarinnar, að járnsteðji mundi vcra 9 sólarhringa að detta þaðan, og aðra 9 frá jörðinni niður til Tartarus. Tartarus var einkum skoðaður sem hegningarstaður Tit ina, cr gjört höfðu uppreisn á móti guðunum í Olympus, og síðar voru allir stórglæpamenn sendir þangað. Síðar gjörðu menn sjer enn ljósari hug- mynd um allt þetta. Hades var skipt í tvennt; annað var sælustaður, þar var ljós og birta, var það ætlað hinum góðu, en hitt var Tartarus; þar var eilíft myrk- ur og kuldi, og þangað skyldu hinir illu fara. Einstöku flokkur villiþjóða hugsar sjer engan hegningatstáð eptir dauðann, þannig eru t. d. Indíánar í Ámeríku. Sólin. Sólin er 1,283,000 sinnum eins stór og jörðin, og þvermælir hennar er 108V2 sinnum eins langur og þvermælir jarðarinnár, hún vegur 324.000 sinnum eins mikið og jörðin. Ef maður hugsaði sjcr að farið yrði á gufuvagni til sólarinnar, sem færi 60 kilómetra á klukku- stund, þá stæði ferðin yfir í 283 ár. Til þess að gjöra sjer lítið eitt ljósari hugmynd um þessa fjarlægð, skul- um vjer geta þess, að þegar maður rekur hendina í eld og brennir sig, þá líður sá tími frá því að hendin kemur í eldinn, og þangað til maður kippir henni að sjer, sem tilfinningin er að komast til heilans og boð eða skipun að komast aptur frá honum til handarinnar að draga sig til baka. Ef maður hugsaði sjer nú að einhver hefði svo langan handlegg að hann næði til sólarinnar, þá væri tilfinningin fyrir hitanum eða sársaukinn af brunanum svo lengi að komast til heilans að maðurinn væri löngu dauður áður, hversu ungur sem bann hefði verið. Sólin er svo heit að ef hún væri ekki fjær jörð- inni en túnglið, þá mundi hún (jörðin) öll bráðna. í sól- inni eru svo mikil umbrot, að ekki er hægt að gefa neina glögga hugmynd um það. Hinir mestu stormar og fellibyljir, þrumur, eldgos, jarðskjálftar og allt þess háttar, er vjer þekkjum, er sama sem ekki neitt í móts við það. A Þýskalandi eru 32,000 munaðarlausra manna í hjúkrunarhúsum. í Ameríku voru 6,737 rnenn í fangclsi árið 1850 eða 292 af hverri milljón, en 1894 voru þeir 59,258 eða 1,180 af hverri milljón; giæpir fara þar svcna í vöxt. í Norðursíberíu er er jörðin frosin 600 feta djúpt. í heiminum er árlega eytt 3,000,000,000 punda af pappír og er hann búinn til í 4,600 pappírsgjörðar- húsum.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.