Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 07.09.1897, Blaðsíða 5

Dagskrá - 07.09.1897, Blaðsíða 5
225 það kostaði og þakka honum fyrir, áður en hann fór, það var synd af honum að fara svo, að hún fengi ekki tækifæri til þess. Allir störðu á hana, en hún ieit ekki við neinum; það var aðeins reykurinn úr gufuskipinu, sem sást upp yfir húsþökin, er hún veitti eptirtekt og henni sýndist hann fjarlægjast. Þegar þær komu að bryggjunni, var gufubáturinn að fara frá henni. Henni vöknaði um augun, hún tók til fótanna og skundaði niður trjágöngin, móðir hennar fylgdi á eptir og stik- aði stórum. Báturinn var nokkra stund að sr.úa við og áður en liann kæmist langt undan landi, var hún kom- ín niður í fjöru, stökk þar upp á stein og veifaði vasa- | klút. Móðir hennar stóð í trjágöngunum, en fór ekki niður í fjöruna. Petra veifaði klútnum, og teygði sig alltaf hærra og hærra, en enginn veifaði á móti. Loks- ins sneri hún heimleiðis aptur, en fór þar sem fáfarnast krakki. Móðir hennar fylgdi henni á eptir steinþegj- andi. Hún hafði kviðið fyrir að búa í kvistherberginu, er móðir hennar hafði látið smíða handa henni, en nú var hún fegin að fara þangað, því þar var hún ein saman og út af fyrir sig; hún vildi ekki fara niður, því þar var fullt af gestum og sjómönnum. Þegar hún fór í nýju fermingarfötin sín um morguninn, gagntekin af gleði þenna sama morgun, í þessu sama herbergi, þá vildi hún helst að sem flestir væru þar af kunningjum sínum, en nú var þar engin og það vildi hún helst. Hún settist á rúmið sitt og grjet og þannig leið dagur- inn og kveldið fram á nótt. Að vera nú orðin fullorð- in, það fannst henni það versta, er hún gat hugsað sjer; að vera ekki barn lengur! Nokkrum dögum síðar, fór Petra að hitta systur Ödegaards, en hún sá það brátt, að þetta hlaut að hafa verið misskilningur hjá Ödegaard. Faðir hans gekk um gólf og ljet sem hann sæi ekki Petru, og systur haiis voru langtum eldri en hann og þurar og regingslegar. Þær sögðu henni einungis í fám orðum frá bróður sín- um, hvað hún ætti nú að hafast að. Allan fyrri hluta dags átti hún að fást við bústörf á bæ einum fyrir ut- an þorpið, en síðari hlutann -átti hún að vera í sauma- skóla; hún átti að sofa heima og hafa þar kveld- og morg- unmat. Hún gjörði eins og fyrir hana var lagt og felldi sig vel við það í fyrstu, en þegar frá Ieið og einkum þegar sumraði, tók henni að leiðast það, því þá var hún vön að sitja tímum saman út í skógarjaðri og lesa í bókum sínum, er hún saktiaði svo innilega, hún saknaði ekki síst Ödegaards, og hana vantaði einhvern til að tala við, og afieiðingarnar urðu þær, að hún tók þann tali, sem fyrst 'bauðst.. Um það leyti kom ung stúlka í saumaskólann, er hjet Lísa Let, það er að segja í raun og veru hjet hún eiginlega ekki nema Lísa, en í jólafríinu hafði verið mcð henni liðsforingjaefni Lct að nafni; þau höfðu komist í einhvern kunningsskap þegar þau voru að leika sjer á skautum í rökkrinu, og sögðu menn að þau væru trúlofuð, en Lísa vildi ekki heyra það; kvaðst hún geta dáið upp á það, að það væri ósatt, og fór alltaf að gráta, ef Let var nefndur. Þetta varð tilefni til þess, að gárungarnir nefndu hana Lísu Let. Það var annars hálfskrítinn stúlka hún Lísa Let, hún gat grátið með öðru auganu og hlegið með hinu. En hvort sem hún hló eða grjet, hvort sem vel Iá á henni eða illa, þá hugsaði hún aldrei um annað og vildi helst aldrei tala um annað en daður og trúlofanir. Plún kunni ósköpin öll af ástaræfintýrum og biðilsförum og hún sagði þær hvað eptir annað; hún var annars ekkert sjerlega mælsk, en þegar hún talaði um eitthvað þess háttar þá gekk munnurinn á henni eins og óþreyt- andi vjel. Þessar sögur fengu góðan jarðveg á sauma- skólanum, þær ukust þar og margfölduðust. Flestar saumakonurnar höfðu eitthvert leyndarmál, sem þær hvísluðu að þeirri næstu, einungis þeirri næstu, því þær voru allar ákaflega þagmælskar, en sú næsta hvíslaði aptur að þeirri sem henni var næst og svo koll af kolli; það var nokkurs konar hringrás í öllum skólanum ; allt sem ein af saumakonunum frjetti, var huldasta leyndar- mál, því ekki sagði hún það nema einni einustu —- þeirri næstu, en allar vissu það. Einu sinni í rökkrinu stóð Pedra heima hjá sjer; það var svolítill úði. Hún hafði klút bundinn yfir höfuð sjer er huldi allt andlitið nema nefið og augun; sjómaður einn gekk þar skammt frá blístrandi; honum varð litið á Pedru og þóttist sjá að hún deplaði framan í sig augunum; hann var ekki lengi að hugsa sig um, heldur gekk rakleiðis til hennar. »Heyrðu Gunnar«, mælti Pedra, »viltu koma að gangaf* »Já — en það er rigning«. »Uss það er ekkert«, sagði hún og svo lögðu þau af stað. Þau komu brátt að húsi einu og þá mælti Pedra: »Farðu hjerna inn og kauptu kókur handa mjer, með rjómafroðu«. Alltaf ertu jafnsólgin í kökur«, mælti Gunnar. »Mundu eptir að hafa þær með rjómafroðuU sagði hún um leið og hann fór. Að vörmu spori kom hann út aptur tneð kökurn- ar; hún rjetti aðra hendina út undan sjalinu og tók við þeim og át svo á leiðinni. Þegar þau voru kominn út fyrir bæinn, rjettir hún honum nokkrar kökur og segir: »Heyrðu Gunnar! okkur hefur alltaf þótt svo vænt hvoru um annað, mjer hefur ætíð fallið þú betur í geð en allir aðrir piltar; þú trúir því ef til vill ekki, en jeg get fullvissað þig um að það er satt Gunnar; og nú ert þú orðinn undirstýrimaður og getur áður en langt um líður fengið skip til stjórnar — jeg held að þú ættir að fara að trúlofa þig. — Hvað er þetta, borðaðu ekki

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.