Dagskrá - 11.09.1897, Blaðsíða 2
2.34
A þessum þingmálafundi ætti ekkert annad mdl að taka
til meðferðar heldur en stjórnarskrármálið. Fundurinn þarf
að vera eingöngu þess vegna stofnaður. Þjóðin þarf að sýna
að hún hafi meira við það mál, en önnur landsmál, sem nú
eru á dagskrá.
En þegar þingvallafundurinn svo eitt sinn leyfði sjer að
halda þessu sama gamla kappsmáli ísafoldar fram ept-
ir að ísaf. sjálf hafði hringlað frá því í ótíma, þá kveð-
ur blaðið við annan tón.
1895. XXII. 22.
— — Það væri i stuttu máli ekkert óeðlilegt þótt þessir
allsherjar þingmálafundir við Öxaiá legðust niður, og einskis
í misst fyrir það o. s. frv.--
Um þýðingu þingrofsskyldunnar samkvæmt
6i. grein stjskr. skrifar hið sannfæringarpipra málgagn,
1885. XII. 39.
Það eru ekki ómerkileg rjettindi sem stjórnarskrá vor
veitir oss um fram það, sem er hjá bræðrum vorum Dönum,
og þótt víðar sje leitað, að konungur er skyldur að leysa upp
þingið og efna til nýrra kosninga, þegar það samþykkir ein-
hverja stjórnarskrárbreytingu, hvort sem hann er því máli
hlynntur eða eigi.----
Er oss þar með veitt stórmikil heimild um fram það, sem
Danir hata, og umfram það, sem vjer höfðum farið fram á,
meira að segja.-----
En þegar það fjell saman við veðurvita-stefnu ísa-
foldar að halda hinu gagnstæða fram, segir blaðið.
1897. XXIV. 50.
— — Stjórnarbaráttunni á jafnframt að verða lolcið með
breytingunni á 6i. gr. stjórnarskrárinnar. Dýrmætasta þjóð-
rjettinda-gimsteininum í stjórnarskrá vorri á að verða svipt
burt, ef þing verður ekki rofið og aukaþing haldið, hvenær
sem þingið samþykkir breyting á stjórnarskránni, enda þótt
stjórnin sje henni andvíg.----
— — Það er nógu fróðlegt að rifja það upp fyrir sjer,
hvernig vjer fengum þennan gimstein. Það er ekki af því, að
vjer hefðum verið að biðja um hann. Hvorki Jóni Sigurðs-
syni nje öðrum, sem með henni börðust fyrir því að vjer fengj-
um stjórnarskrá, hafði nokkru sinni slíkt til hugar komið.
Vjer fengum hana fyrir ritvillu í stjórnarskrárhandritinu, sem
lagt var fyrir konung til staðfestingar. I því höfðu fallid úr
orðin: „ef stjórnin vill styðja málið", og við það varð að
sitja! — —
----Hvaða gagn höfum vjer svo haft af þessum ritvillu-
gimsteini í stjórnarmálsbaráttu vorri? Vjer höfum fengið tvö
aukaþing. Þokuðu þau stjórnarbót vorri eitt hænufet áfrarn?
Fengu þau eklci sömu svörin eins eg reglulegu þingin ? Það
þarf ekki að svara spurningunni hjer — hvert einasta manns-
barn á landinu getur það. — — (Frh.)
Fínn forseti.
Síra Þórhallur Bjarnarson, sem eins og kunnugt er,
var álitinn svo óheill og óáreiðanlegur í skoðunum sín-
um á þinginu árið 1895, að enginn flokkur gat trúað
honum til neins — jafnvel ekki haft hann á fundum
með sjer sökum ótta fyrir að hann mundi flytja leynd-
armál milli flokkanna, hann sýndi einnig nú hverskonar
maður hann var, með því að rita nafn sitt ótilkvaddur
og óneyddur undir sama hneykslis-ávarpið til íslendinga
sem hinir aðrir Valtýs-sinnar sendu út til þjóðarinnar
rjett eptir þinglokin, þess efnis: að nii skyldn íslending-
ar um fram allt ekki sitja sig úr færi að fleygja
landsrjettindum sínum frá sjer meðan stjórnin byðiþeim
það. Annars gœti verið að stjórnin tœki tilboð sitt
aptur.
Þetta gjörir Þórhallur rjett eptir að flokkurinn ' hef-
ur brotið lög þingsins og rofið neðri deild til þess að
hindra sjálfstjórnarflokkinn á þinginu frá því að halda
uppi rjetti íslendinga gegn Dönum með yfirlýsingum er
fóru í gagnstæða átt við innlimunarbrall Valtýs.
Þetta einkennir Þórhall vel, og sýnir að umsagnir
Dagskrár um undirróður hans í sumar með Valtý eru á
rökum byggðar.
Og svo er framkoma Þórhalls í sameinuðu þingi
þess verð að menn veiti henni eptirtekt.
Þar gerist Þórhallur postuli þeirrar vitleysu að báð-
ar deildir hafi jafnrjetti í fjármálalöggjöfinni.
Svo herfileg fjarstæða hefði átt vel við í munni
einhvers þingfífls, — hefði jafnvel getað verið all-lagleg
rúsína í þingræðu hjá öðrum eins manni eins og Hall-
dóri Daníelssyni, flokksbróður Þórhalls; en að heyra
forseta neðri deildar koma með slíka Bakkabræðrakenn-
ing, mun vera nokkuð einstætt í sinni röð.
Og hvers vegna kom svo Þórhallur með þessa spán-
nýju vitleysu?
Jú, til þess að geta rjettlætt það, að hann fylgdi
leyniflokki Valtýs, (tugabrotinu), gegn um þykkt og
þunnt í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í sameinuðu
þingi^
Oneitanlega fínn forseti sem hefur sig upp úr eins
manns hljóði til þess, að svipta sína eigin deild þeim
forrjetti er hún hefur fram yfir hina, samkvæmt sjálfri
stjórnarskránni og þingsköpunum.
Acetylene-gasið.
Vjer höfum leitað ýtarlegra upplýsinga hjá hr. O.
V. Sigurðsyni, er fyrir fám dögum sýndi bæjarbúum
Acetelyne-gas það er áður hefur verið minnst á.hjer í
blaðinu, og sjerstaklega spurst fyrir um það að hve
miklu leyti þessi Ijóstegund mundi geta orðið notuð af
almenningi hjer í íbúðarhúsum.
Hr. O. S. hefur sjálfur fundið upp vjel, er breytir
efninu Calcium Carbide í gas — og er sú vjel ein af
250 samkyns vjeium er fundnar hafa verið upp, og tai-
in með þeirn bestu eða jafnvel tekin fram yfir allar aðr-