Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 11.09.1897, Blaðsíða 5

Dagskrá - 11.09.1897, Blaðsíða 5
237 er. Kennslan er þar praktiskari, meira fyrir Kfið; sam- vinnan betri og skynsamlegar að farið að mörgu leyti. Sig. Júl. Jóhannesson. Fiskimærin. Eptir Bjbrnstjerne Björnson. (Framh.). Kl. 12 stóð hún í kvistherberginu úti við glugga, með gullfestina í hendi sjer. Haustnóttin, þögul og hljóð, breiddist yfir fjöll og dali, yfir láð og lög; utan af götunni heyrðist hljóm- andi spánverskt lag, því söngflokkurinn fylgdist heim með Ingva Vold. Það, sem sungið var, heyrðist glöggt orð fyrir orð. Það var sungið um fagran blómhring; tveir sungu textann en aðrir blístruðu undir. Vísan hljóðaði þannig: Blómhringinn þiggðu, jeg bjó þjer hann mey, Blómhringinn þiggðu, gleymdu mjer ei. Skoðaðu — tef hjá mjer — skrautblóm, er gef jeg þjer; sjá hjer hið fríðasta blaðskrúð, mín blíðasta; sjást engin hreinni, þau sæma þjer einni, og tra la la, tra la la tra la la, tra la la. Blómhringinn þiggðu, jeg bjó þjer hann mey, blómhringinn þiggðu, gleymdu mjer ei. Þegar hún vaknaði um morguninn, hafði hana ný- lega dreymt, að hún gengi í sólroðnum skógi, þar sem daggardropar glitruðu á laufblöðum eins og gullperlur, og fagrir blómskúfar hjengu svo langt niður, að þeir nálega snertu höfuð hennar. Hún mundi brátt eptir gullfestinni og rjálaði við hana ýmislega; hún lagði hana fyrst á hvítan . líndúk, en því næst á svart klæði, þar þótti henni bera meira á fegurð hennar. Petra sat á rúmi sínu og skoðaði sig öðru hvoru í litlum vasaspegli, — Henni sýndist hún vera svo fögur að hún trúði varla sínum eigin augum; hún stóð upp, lagaði á sjer hárið og leit svo í spegil- inn aptur, en allt í einu minntist hún móður sinnar, hún vissi ekki enn þá, hversvegna hún hafði flýtt sjer svona mikið; hún varð að fara niður til þess að segja móður sinni það. En í því hún ætlaði að leggja fest- ina um hálsinn á sjer og fara niður, fór hún að hugsa um hvað móðir sín mundi segja og livað allir mundu segja, þegar þeir sæju festina og hverju hún ætti að svara, þegar hún væri spurð um þenna dýrgrip. Hún vissi ekki hverju hún ætti að svara, en það hlaut að vera að hún yrði spurð um hann; hún tók því festina af sjer, ljet hana niður í öskjur og stakk þeim í vasa sinn — og það var í fyrsta skiþtið að hún fann til þess á æfi sinni, að hún var fátæk. Hún kom ekki þangaö sem hún var vön, fyrri hluta dags; hún sat fyrir utan garðinn þar sem hún hafði tekið við festinni og hjelt á henni í hendinni; henni fannst rjett eins og hún kefði stolið henni. Um kveidið beið hún enn þá lengur fyrir utan garðinn eptir Ingve Vold en hún hafði beðið kveldið áður eptir Gunnari; hún ætlaði að skila honum aptur festinni. Skip það sem Gunnar ætlaði með, ljetti atker- um daginn áður, fyr en hann hafði búist við, sökum þess að þeir höfðu fengið nægar vörur á næstu höfn og Ingve Vold sem átti skipið, varð einnig að fara í burt í verslunarerindum og hlaut að vera í burtu þrjár vikur. A þessum þrem vikum skipti Petra opt um geymslu- staði gullfestarinnar; fyrst Ijet hún hana í kommóðu- skúffuna, því næst innan í urnslag og umslagið þar, sem hún þóttist viss um að enginn lifandi maður gæti fund- ið það. Sjálf fann hún upp ýmislegt, cr henni aldrei hafði komið til hugar áður; í fyrsta lagi opnuðust augu hennar fyrir því, hversu mikið djúp var staöfest á milli hennar og fínu stúlknanna í þorpinu. Þótt þær hefðu haft festina um hálsinn, þá hefði engum dottið í hug að spyrja hvar eða hvernig þær hefðu fengið hana, en engri þeirra hefði Ingve Vold dirfst. að bjóða festina án þess að bjóða henni hönd sína jafnframt; það var einungis Fiskimærin sem hann gat gjört svo lágt undir höfði. Ef hann vildi gefa henni nokkuð á annað borð, hvers vegna hafði hann það ekki eitthvað, er hún hafði not aff nei, það hlaut að vera af því að hann vildi gjöra gys að henni með því að gefa henni það, sem hún gat ekki notað. Sagan er hann hafði sagt henni um að hann hefði átt að gefa festina „hinni fegurstu" hlaut að vera skáldskapur einn; því hefði hann gefið henni festina af því, þá hefði hann ekki hlaupið svona á brott. Gremja og fyrirlitning höfðu enn meira vald yfir henni sökum þess að hún hafði sjálf vanið sig af því að treysta nokkrum manni. Það var því engin furða þótt hún roðnaði þegar hún sá þann aptur, sem valdur var að allri þessari gremju, þótt hún roðnaði svo að hann hlyti að misskilja hana. Hún sneri nú heimleiðis aptur, tók festina, fór með hana út fyrir þorpið og beið eptir honum: hún varð að skila honum henni aptur og hún þóttist þess fullviss að hann mundi koma aptur; því hann hafði einnig roðnað þcgar hann sá hana og hann hafði verið svo lengi í burtu. Henni fannst sem hann mundi ekki hafa roðn- að ef honum hefði verið sama um hana, og hann hefði að öllum líkindum fundið liana fyr ef hann hefði verið

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.