Dagskrá - 15.09.1897, Blaðsíða 1
Keniur ut hvei'ti virkan dag.
Verð ársfjórðungs (minnst
75 arkir) kr. 1,50. í
R.vík mánaðarl. kr. 0,50.
— Arsíjórð. erlendis 2,50.
II, 62-63.!
Reykjavk, miðvikudaginn
september.
1897.
Stækkun Reykjavíkur.
Öll líkindi eru til þess að fjöldi fólks muni streyma
hingað á næstu árum burt frá sjáfarstöðvunum.
Botnverpingarnireyðileggja bátaútgerðina óhjákvæmi-
lega innan skamms á víðu svæði hjer sunnanlands.
Samningarnir við Englastjórn geta ekki hindrað það
þó þeir kæmust á, og jafnvel þó Bretar gerðu samn-
ingana í því skyni, að þeir mundu verða haldnir—sem
reyndar þarf nokkuð barnslega einfeldni og trúgirni til
að ætla. —
En hver verður svo afleiðingin af þessu fyrir Reykja-
vík?
Vafalaust sú að bærinn stækkar um meginfjöldann
af öllum þeim er leita burt úr verstöðvunum syðra. —
Og þetta getur að sönnu orðið landinu í heild
sinni til góðs. — Þilskipastóllinn hlýtur að geta aukist
að sama skapi, sem fjölgar sjómönnum er ráðnir verða
á skipin — hjer þar sem bankinn er við hendina og
margir velefnaðir kaupmenn og útgerðarmenn eru komn-
ir saman. — Og færi það svo að sjómannalið það, sem
nú lifir af bátafiski hjer við flóann komist á þiljurnar í
staðinn, án þess að mannflutningar yrðu til muna burt
úr landinu eða í önnur byggðarlög þar sem óvænlegt er
um atvinnu, — þá hefði góð breyting orðið á sjáfarút-
veginum.
Þessar 70 þúsundir manna, sem byggja landið gætu
vel búið hjer í Reykjavík allir saman þess vegna að sjór-
inn einn mundi vel duga þeim, þó ekki væri stigið
lengra spor heldur en að eins það að fjölga þilskipum
hæfilega.
Og það gæti orðið miklu betra líf fyrir 70 þús.
manns, heldur en sú æfi sem íslendingar eiga nú hver
í sínu horni dreifðir út um þetta feiknamikla flæmi af
fjarða- og dala byggðum, sem þeir alls ekki geta not-
að nema að eins að nafninu. —
Það er kominn tími til þess að landsmenn —
sjerstaklega þeir sem fjalla um opinber mál — sjái að
hagnaður Reykjavíkur er hagnaður landsins, og að
menn komi sjer saman um að efla og auðga þennan
bæ þar sem það er sameinanlegt með hagsmunum þjóð-
arinnar.
Reykvíkingar verða sjálfir að gjöra sjer ljóst, á
hvern hátt að hægt er að koma nýjum framfarafyrir-
tækjum á, veita mönnum atvinnu á þeim tímum, er sjór
verður ekki sóttur, hvernig á að leiða versiunararðinn
til innlendra kaupmanna hjer o. s. frv.
Hjer er til dæmis ekki ein einasta verksmiðja,
ekki svo mikið scm brennt verði þangið er flækist í
brúkum hjer í flæðarborðinu ár út og ár inn. - Hjcr
sjest ekki svo mikið sem ein kornmylna, engin lifrar-
bræðsluvjel, engin tóvinnusmiðja. Hjer kann cnginn að
súta skinn, niðursoðinn lax eða rjúpu frá Reykjavík
hefur enginn maður heyrt nefnda.
Hjer er drukkið öl og vín útlendra bruggara, og
allir bindindisvinir eru ánægðir bara ef Reykjavík get-
ur ekki grætt á þeirri atvinnu. — Hjer er ekki ein ein-
asta sporbraut til, opinberar byggingar allflestar gömul
gálgahróf sem eru landinu til skammar og skaða, en
hundruð á hundruð ofan ganga atvinnulaus marga mán-
uði af árinu. — Samgöngupostularnir skjóta loku fyrir
það að Reykjavík geti orðið meginstöð innlendrar versl-
unar, — með heimskulegum og hlutdrægum ferðaáætl-
unurn upp á landssjóðsfje o. s. frv.
En eptir því sem bærinn stækkar meir, eptir því
verður þessi Bakkabræðra stjórn hins opinbera á Reykja-
vík meira óþolandi og hneykslanlegri — og fjölgun bæj-
arbúa er vænta má að leiði af eyðilegging bátaútgerð-
ar hjer við Flóann mundi geta orðið til þess að snúið
verði við blaðinu í þessu efni fyr en ella.
Þingmaður sá sem nú er fyrir Reykjavík hefur ver-
ið starblindur fyrir því á hvern hátt l'óggj'ófin gæti
hlynnt að framtíð og velmegun þessa helsta og þýð-
ingarmesta kjördæmis á landinu. Hann hefur ekki
heyrst segja eitt einasta orð í þá átt, ekki svo mikið
sem staðið upp eða setið við atkvæðagreiðslu, með
hagsmunum Reykjavíkur.
Hann hefur auðsjáanlega aldrei haft neinn skapað-
væri að koma slíku til leiðar beinlínis eða óbeinlínis
með lagaboðum, enda mun hann og vera talinn almennt
fremur skammsýnn maður og lítt hæfur til þess að
skipta sjer af almennings málum, hvort heldur á þingi
eða í bæjarstjórn. —•
En hvað sem þingmanni Reykvíkinga líður þá er
það víst að Reykjavík þarf að opna sjer fleiri vegi í