Dagskrá - 15.09.1897, Blaðsíða 3
247
lag vort, höfum vjer fastráðið að reisa skorður gegn
hinni vaxandi víndrykkju sem á sjcr stað meðal lands-
búa, með því á tímabilinu frá I. júní 1864, til sama
tíma 1869, gjörsamlega að hætta allri útsölu áfengra
drykkja, t. a. m., Alcohol, Spiritus víni, Brennivíni,
Aquavit, Mavebitter, Armagnac, Cognac, Wiskhy, Gen-
evre, Rommi, Arrak, Liqveur, Cordial, Extract, Kirse-
bær og aldinabrennivín, eða hverju nafni sem nefndir
eru, óblandaðir og blandaðir, áfengir drykkir, og sem
eru sterkari en 4 stig á Spendrupsmæli, hvar á móti
vjer áskiljum oss frjálsa útsölu á víni, mjöð og öli, að
með töldu Ale og Porter.
Þannig að sjerhver sá, sem breytir gegn þessu, ann-
aðhvort með því að selja, veita eða gefa úr versl-
unarbúð sinni, garði, geymsluhúsi eða skipi, á nefndu
tímabili, ofan talda áfenga drykki, hvort heldur það er
mikið eða lítið, sæti í fyrsta skipti 500 rd. fjárútlátum,
eníannað sinn iooord., og í hvert sinn sem aptur er
brotið tvöfaldast, hverjar bætur sá eignast að helmingi,
sem gjörir brotið uppvíst, enda þótt hann sje sjálfur
kaupandinn, en hinn helmingurinn hverfi til ekkna
og barna þeirra fiskimanna og sjófarenda, er
drukknað hafa í sjó á suðurlandi, eða einhverrar annar-
ar stofnunar, er undirskrifaðir kaupmenn með atkvæða-
fjölda ákveða. Þeir áfengu drykkir sem finnast
hjá hinum seka verða ónýttir.
„Hið ófannefnda þó með því skýlausa skilyrði, að
stjórnin, eptir að hafa öðlast álit alþingis, gjöri í tæka
tíð eptirritaðar ákvarðanir gildandi:
1. Að gufuskipið Arcturus, eður hvert annað skip,
sem kemur í þess stað, sem póstskip, skyldist til
í farmskránni (Cortepartiet) frá 1. okt. 1863 til 1.
júní 1869, ásamt með útgjörðarmanni, skipherra og
stýrimanni, að flytja enga áfenga drykki til hafna
eða verslunarstaða suðurlands, sem varða skal sömu
útlátum og hegningu, ef út af er brugðið, eins og
kaupmenn hafa lagt á sjálfa sig.
2. Að frá 1. jan. 1864 til 1. júni 1869 sje settíhvert
íslenskt leiðarbrjef sú ákvörðun, að enginn á skipi
megi selja eða veita eða í land flytja, eða nokkur
annar í Sunnlendingafjórðungi, neins konar áfenga
drykki, að viðlögðum áðurgreindum sektum.
3. Að ekkert nýtt leyfisbrjef fyrir því að meiga versla
verði útgefið, nema því að eins, að hlutaðeigendur
gangist undir nefnt samkomuiag kaupmanna.
4. Að gestgjöfum og veitingamönnum i Sunrilendinga-
fjórðungi frá 1. júní 1864 til 1. júní 1869 verði
bannað, að selja, gefa eða veita áfenga drykki, að
viðlögðum sömu fjárútlátum sem áður er sagt
5. Að lifsalanum verði bannað, vilji hann ekki ganga í
fjelag þetta, að selja Spiritus vini, Alkohol eða Ma-
vebitter, öðruvísi en í smáskömtum, og eptir læknis-
ráði sem meðal, eða að tilhlutan yfirvalds, til ein-
hverrar sjerlegrar brúkunar í blöndunarfræðislegti-
eða handiðnalegu tilliti, og það því að eins, að það
sje áður gjört ódrekkandi.
6. Að yfirvöldum sje gefið vald til að veita kaup-
mönnum skjóta og örugga aðstoð til framkvæmda
áðurnefndra ákvarðana.
7. Að sumarið 1867 sje kosin nefnd manna af em-
bættismönnum og kaupmönnum, til þess eptir þá
orðinni reynd, að hugleiða hvað gjöra skuli í þessu
efni eptir 1. júní 1869.
8. Að hinar ofan nefndu ákvarðanir einnig nái til
hinna fjórðunga landsins, jafnframt og kaupmenn,
er þar versla, hafa í einu hljóði gengið í þetta
fjelag".
Af þessum línum sjest það glögglega, liversu langt
kaupmenn fyrhafaverið á undan verslurunum nú á dögum.
Auðvitað hafa einstakir kaupmenn ætlað að bindast
samtökum í líka átt, eigi alls fyrir löngu, en þeir voru
einungis í einum kaupstað, á Akranesi. _ Þá vildu allir
Akranesskaupmenn hætta gjörsamlega áfengisverslun
nema eigandi einnar verslunarinnar; það mun hafa ver-
ið Thomsens verslun, hún stóð þá í vegi fyrir því, að
þessi þarflega breyting kæmist á og hún hefur einnig
staðið í vegi fyrir því hjer í Reykjavík.
Þótt þessi breyting kaupmanna 1862, ekki hefði
framgang, fyrir einhverjum einstökum öfugugga, þá lýs-
ir hún samt almennari áhuga á þessu máli meðal kaup-
manna, en nú á sjer stað,
Vjer bindindismennirnir eigum að láta almenning
vita, hvert einasta atvik sem gjört er til þess að hrinda
máli voru áleiðis, en vjer eigum einnig að draga þá
fram á sjónsviðið hlífðarlaust, er vinna að glötun og
apturför þjóðarinnar, hvort sem þeir eru innlendir eða
útlendir, hvort sem þeir eru jafningjar vorir eða herrar,
hvort sem þeir cru vinir vorir og frændur eða oss al-
veg óviðkomandi; vjer eigum alls ekki að hlífast við,
að auglýsa nöfn þeirra, hvort sem þeim líkar betur eða
ver; vjer eigum ekki og megum ekki kaupa oss frið
hjá þeim, með því að þegja, eða mæla þvert á móti
því, sem vjer hugsum, og þeir mega eiga það víst,
þeim er óhætt að trúa því, að vjer hættum ekki fyr,
hvort sem þess verður langt eða skammt að bíða, en
að vínsala verður ekki talinn heiðarleg atvinna; vjer
hættum ekki fyr, en að allir sem að henni vinna verða
taldir meðal allra — allra verstu andstæðinga allra
framfara, allrar mannúðar. Vjer hættum aldrei fyr, en
vínsala og vínveiting verður talin með verstu glæpum;
með öðrum orðum, hún verður talin J að sem hún er,
í raun og sannleika.
Sig. Jíil. Jóhannesson.