Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.09.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 17.09.1897, Blaðsíða 1
Vcrð árganjís yrir cltírí kn< fv- endur innanlands. 4 krónur. Rcmiir ut Kvem vírkan cíag. Vcrð ársf jórðungs ( minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsíjórð. erlendis 2,50. II, 64. Reykjavk, föstuudaginn 1 7. september. 1897. ísafold og stjórnarskrármáiið. (Framh.). Eitt rneðal annars sem ísafold hefur gjört sig kunna að, öll þau mörgu ár sem hún hefur fengist við að út- skýrá þetta mál fyrir landsmönnum og gefa þeim bend- ingar þar að lútandi, er hinn dæmafái skortur blaðsins á pekkingu um þau málsatriði sem rætt hefur verið um. Vjer skulutn taka dæmi af handahófi, þessu til sönnunar, úr hinni löngu stjórnarmálssögu Isafoldar. í hitteð fyrra kom það fyrir, að forseti í neðri deild alþingis tók þátt í umræðum og greiddi atkvæði um stjórnarskrármálið með þeim flokki þessa máls er hjelt fram endurskoðun fyrri þinga, og þaunig á móti því sem ísaf. þóknaðist í þann svipinn að fylgja. — Bæði í umræðum á þinginu og eins í blaða- greinum var sýnt fram á það með óhrekjandi rökum að þingsköp vor veittu hverjum forseta heimild til þess að fara úr sæti sínu og láta varaforseta skipa það á meðan hann tæki þátt í umr. og greiddi atkv. um mál- ið. — En ísaf. tók hjer sem optar þá stefnu að þver- þræta ofan í öll rök fyrir það sem rjett varð að álít- ast, og kunngjörði blaðið þennan misskilning sinn með mjög drjúgu orðalagi og fullyrðingum eins og þess er venja til. Alstaðar hvar sem leitað er um menntaðan heim, mundu menn geta búist við því að »stjórnarblað« hverrar þjóðar sem er, standi að minnstakosti jafnfætis al- mennings þekkingu á því máli cr blaðið vill þýða og skýra fyrir lesendum sínum, sjerstaklega þar sem ræða er um skilning á grundvallarlögum eða þingreglum — en þessu er ekki að heilsa um Isafold. Hún breiðir sig út, dálk á dálk ofan, um lagaþýðmgar og rjettar- spurningar þvert í mótsögn við það sem er augljóslega rjett' og kynokar sjer ekki að flytja mönnum þær endi- leysur og fjarstæður í slíkum málum, sem alstaðar ann- arsstaðar í hverju einasta siðuðu landi mundi álítast vottur um, annaðhvort óleyfilega vanþekkingu eða ó- svífni. — Um atkvæðisrjett aðalforseta eptir þingsköpum íslendinga, fór blaðið meðal annars þeim orðum: 1895. tölubl. 58. - — Að það væri a'"1 þrífa til öyndis úrræða (o: af for- seta) að vilja taka sjer atkvæðisrjett þvert ofan í það, sem dæmi sjeu til hjer og munu vera annarsstaðar o. s. frv. — — Ennfremur segir ísaf. í sama tölubl. þar sem hún er að geta upp á það hvernig stjórnin mundi hafa litið á atkvæðagreiðslu forseta að ----Afleiðingin hefði orðið sú að stjórnin með rjettu hefði dæmt alla meðferð málsins á þingi ómerka fyrir hið ólög- lega atkvæði forseta, ekki úrskurðað þingrof og ekki stefnt til aukaþings m. m. — — Vjer skulum nú út af þessu atriði einu sinni taka eina lokleysublaðsins ísafoldar til rækilegrar meðferð- ar og sýna almenningi hjer á landi fram á það hvernig hið heiðraða málgagn hleypur á sig. Isafold segir að þess »muni ekki vera dæmi annars- staðar að þingforseti greiði atkvæði«. Hvers vegna flytur Isafold lesendum sínum þá fjar- stæðu ? Jú, líklega af því að ritstjórinn hefur ekki vitað það sem ekki væri þó ofverk neins menntaðs manns að vita að það er reglan, um allan heim þar sem stjórnarskip- unarlög hins nýrri tíma (Constitution) gilda, að forset arnir hafi atkvœðisrjett. Hitt er hrein og bein undan- tekning. Sá forseti sem skipar ekki sœti sitt heldur lætur varaforseta gjöra það, hefur því nær alstaðar atkvæðis- rjett, en jafnvel þó hann sitji í forsetasœti hefur hann hinn sama rjett eptir fjölmörgum þingsköpum. Skulum vjer taka til dæmis pingsk'óp Norðmanna § J./, Þar stendur að atkvæði forseta (í forsetastóli) ráði úrslitum, þegar jöfn atkvæði eru, og þingsköp Svía, § 5 1 þar sem beinlínis er tekið fram, að einungis sá forseti er skipar sætið hefur ekki atkvæðisrjett. I Danmörk er hjer að lútandi þingskapa ákvæði algerlega samhljóða reglu íslensku þingskapanna. Danska ákvæðið (þingsköp þjóðþingsins § 5) hljóð- ar svo: »Formanden leder Forhandlingeme i Thinget og sörger for at god Orden vedligeholdes. Han modtager alle Med- delelser til Thinget og forestaar dets Udfærdigelser; ligeledes forestaar han llegnskabsvæsenet. Vil han tage videre Del i Forhandlingerne end den, der hörer til P’ormandens Virksom- hed som saadan, maa han imidlertid overlade Forsædet til en af Viceformændene. Han deltager ikke i nogen Afstem- ning«.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.