Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.09.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 17.09.1897, Blaðsíða 2
*54 íslenzka greinin (þingsköp alþingis § 5) hljóðar svo: »Forseti stjórnar umræðunum í hvorri deildogsjer um að allt fari fram í góðri reglu. Hann tekur við öllum skýrslum til deildarinnar og annast um afgreiðslu þeirra mála cr frá deildinni eiga að fara. Vilji hann taka nokkurn frekari þátt í umræðunum, en fylgir afstöðu hans sem forseta, verður hann á meðan að víkja úr forsetasæti fyrir varaforsetanum. Forseti tekur eigi þátt í neinni atkvæðagreiðslu«. Og hvaðan kom ísafold sú viska, að stjórnin mundi nú álíta það ólöglegt atkvœði sem hafði verið sýnt fram á með óhrekjandi rökum að löglegt var. — „ísaf." hafði jafnt sem öðrum verið sýnt fram á að orðið „forseti" í 5. gr. þsk. merkti þann forseta er skipar sœtið, en af öðrum greinum þingskapanna sjest að aðalforseta er frjálst, nær sem honum sýnist að láta varaforseta ganga- til sætisins. Eins og þegar er sagt, er danska þingskapareglan um forseta-atkvæði algerlega hin sama. Til frekari skýringar skulum vjer hjer vitna í ríkis- þingistíðindin dönsku um atkvæðagreiðslu forseta þar, eptir samhljóða þingskapaákvæði 1894, eða nokkrum mánuðum áður en hið sama kom fyrir á þingi íslend- inga. 14. desember 1894 er frumvarp til laga um breyting á tölu kjördæma, til 2. umræðu í fólksþinginu. Forseti'. (Högsbro). Jeg skal leyfa mjer að skora á vara- forseta, að stjórna þessari umræðu. Eptir nokkrar umræður var gengið til atkvæða um það hvort hætta skyldi að ræða málið á þeim fundi: Þar greiðir Hógsbro forseti atkvœði á móti. — / annað sinn g'reiðir forseti atkvæði um breytingartillögu nokkra er fram var komin við frumvarpið og í þriðja sinn á móti því að málið gangi til þriðju umræðu. — Sþ. að gengi til 3. umr. En áður en ákveðin er dag- skrá næsta fundar gengur Högsbro aptur til forsetasætis og talar á þá leið: »Jeg hef aður lýst því yfir frá forsetastólnum að jeg vildi að vísu ekki nota rjett minn sem forseti til þess að vísa frá frv. þessu, er jeg verð þó að álíta að komi í bága við grund- vallarlögin, en að jeg vildi þar á móti skjóta þessu undir úr- skurð þingsins. Nú hefur úrskurður þessi fallið á þá leið, að skoðanir mínar ríða í bága við skoðanir meiri hluta þingsins um rjettan skilning á framkvæmd á grundvallarlögunum, og skal jeg þvi leyfa mjer að biðja þingið að leysa mig frá þeim starfa er það hefur nú um undanfarin ár sýnt mjer þann heiður og traust að fela mjer«. Engin rödd heyrðist um það að Högsbro gyldi at- kvæði ólöglega, eptir sómu þingsköpum, er ísafold fremst í flokki og digurmæltust allra fullyrðir að væru brotin með forseta-atkvæðinn. Af þessu og því líku tagi eru lagaskýringar Isa- foldar í stjórnarskrármálinu — enda er það heldur cld.i siður þess blaðs að færa rök fyrir einni eða annari ------------------------------------------------- . ----... skoðun sinni í þess konar efnum, heldur fullyrðir hún að eins að það sje svo og svo samkvæmt því sem best þykir henta »eptir atvikum«. (Frh.). Mállýskur. Bæði Islendingar og aðrar þjóðir dást að því hversu j vel þeir hafa varðveitt hina fögru tungu vora, þar sem I allir frændur vorir hafa týnt henni að mestu leyti. Það j er ekki svo margt sem vjer getum hrósað oss af með ! rjettu fram yfir aðrar þjóðir og ætti oss því fremur að j vera annt um það, að ganga ekki andsælis í þá átt, er j málið snertir; en því miður er ekki hægt annað að segja en lítið sje gjört til þess að hreinsa það Og halda því við rjettu. Og þótt ótrúlegt megi virðast þá er ekki hægt annað segja en að lærðu mennirnir stuðli einna mest að því að eyðileggja íslenskuna og blanda hana útlendum orðskrípum. Það er algengt þar sem menntaðir menn heyrast tala saman að þeir rugla saman öllum málum, er þeir kunna eitthvað í. Það er eins og þeim þyki það eitthvað meira í munni að tala sitt orðið á hverri tungu og þó optast ekki rjett. En fyrir utan útlendu sletturnar má einnig geta þess að málið sjálft er að mörgu leyti rangt talað og rangt ritað, eru það einkum ýms smáorð t. d. fornöfn og spurnarorð, sem höfð eru bæði í játandi og neitandi sambandi á víxl eptir því sem verða vill og án tillits til þess, hvort það er rjett eða rangt. Jeg vil leyfa mjer að benda ánokkur dæmi. Fornöfnin neinn og nokkur eru opt notuð alveg jöfnum höndum, án þess að nokkur j greinarmunur sje gjörður á. T. d. er alltftt að segja: ! jeg sje ekki neinn mann í staðinn fyrir nokkurn mann, jeg hef ekki neina peninga, jeg get það ekki með nemu móti og svo frv. Jeg veit ekki betur en að þetta sje aiveg rangt og þó sjest það nálega í hverri einustu grein sem rituð er og heyrist í hverri einustu ræðu sem flutt er; það er orðið svo fast í málinu að menn taka ekkert eptir því, hvort sem þeir segja það sjálfir eða heyra aðra scgja það. Orðið neinn — ne einn == ekki nokkur —- cnginn getur aldrei verið rjett notað í merk- ingunni nokkur. Þegar jeg þvf segi: jeg hef ekki neina peninga, er sama sem jeg segði: jeg hef ekki ekki nokkra peninga = jeg hef nokkra peninga, því að tvær neitanir upphefja hvor aðra. Orðin þó og þótt—þó að eru einnig notuð á víxl, eins og þau þýddu nákvæmlega hið sama og eins því og því að—þvítt, en það er heldur ekki rjett; þó þýðir optast hjer um hil sama sem samt og getur því ekki verið í byrjun sjálfstæðrar setningar; þótt getur þar á móti aldrei staðið annarsstaðar en fremst í setningu og siest það af því, að orðin eru ekki hin sömu, og því

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.