Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 25.09.1897, Qupperneq 2

Dagskrá - 25.09.1897, Qupperneq 2
278 atriði í ríkisráðinu og að hann þannig hefði komið fram sem einn atkvæðagreiðandi ásamt öðrum um það mál sem fyrir lá? Vjer skulum að eins nefna eina rjettarfarslegu af- leiðing af þessu. Það eitt að hann getur verið samsekur öðrum ráðgjöfum er standa undir dönsku ákæruvaldi er nóg til þess að sýna að hann mundi samhliða geta orðið krafinn til reikoingsskapar í sama máli fyrir öðr- um dómstóli (ríkisrjettinum), og hverjum dómnum ætti þá að fullnægja gegn honum, ef annar sýknaði hann, en hinn áfelldi? — Er það þýðingarlaust fyrir rjettar- stöðu hins ákærða að hann hefur tvö varnarþing í sama máli á sama tíma, og stendur fyrir öðru varnarþinginu sem meðákœrður ásamt ráðgjöfum í annari erlendri stjórn? Þetta höfum vjer ekki sett hjer fram af því að gildi »Valtýsábyrgðarinnar« velti á þessu. Hún er ógild þegar af þeirri ástæðu að ómögulegt er að reglum hinna dönsku grundvallarlaga um ákæru- og dómsvald í ráð- gjafaábyrgðarmálum verði breytt með ákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar. En vjer höfum sagt þetta til þess að sýna að hr. »C. J.« einnig hefur rangt að mæla þar sem hann gæti málstaðar síns vegna jafnvel sagt hið rjetta, og bendir það fremur til þess að stað- leysur hans sjeu komnar fram af vanþekking og skiln- ingsleysi heldur en af því að hann vilji ekki segja það besta sem hann veit. Af því sem að framan er sagt sjest það einnig hvort hr. »C. J.« skjátlast ekki í því að álíta það þýðingar- laust fyrir ráðgjafaábyrgð Valtýsfrv. hvort íslensk sjer- mál eru ásamt öðrum málum háð atkvæðagreiðslu alls ráðaneytisins eða ekki. — Væri íslandsráðgjafi einn lát- inn segja fullnaðarálit sitt um þau, yrði hann að vísu samt sem áður kærður af þjóðþinginu fyrir ríkisrjettinum °g gæti þannig (ef menn setja svo að hæstirjettur tæki ábyrgðarmál alþingis gegn honum til meðferðar) orðið tvídæmdur á sama tíma í sama máli, en þá stæði hann einn í málinu fyrir ríkisrjettinum, en ekki meðákœrður með öðrurn ráðgjöfum er kynnu að hafa lagt hið sama til, — en slíkt mundi geta haft afarmikla þýðingu um málsúrslitin fyrir poliiiskum dómstóli. Ennfremur er það þveröfugt við sannleikann sem hr. »C. J.« segir um áhrif meiri hluta atkvæða í ríkis- ráðinu á embœttisst'óðu Islandsráðgjafans. Höf. blandar þar saman tillögu um að synja lögum um staðfesting (rjettarbrot innanríkisráðins, sem »Dskr.« ræddi um í grein þeirri er höf. vitnar til) — og hinu, að ráðstöfun sje gjörð samkvæmt ályktun ríkisráðsins. I þessu síðar- nefnda tilfelli er sú gjörð ráðgjafans er gæti bakað hon- um ábyrgð (framkvæmd ályktunarinnar) unnin utan ríkis- ráðsins og kemur því ekki þvi málí við sem Dagskrár- greinin hljóðaði um. — En það er ein af hinum mörgu kórvillum hr. »C. J.« þar sem hann segir: »láti ráðgjaf- inn undan ríkisráðinu (o: segi ekki af sjer þótt hann lendi í minni hluta) — þá tekur hann þar með að sjer ábyrgðina«. — Til sönnunar því að þessi staðhæfing hr. »C. J.« sje röng, skulum vjer enn vitna í ríkismála- rjett Matzens II., bls. 106: »Ráðgjafarnir hafa rjett til þess að tryggja sjer að það sjá- ist (o: 1 gjörðabók ríkisráðsins) hvað þeir hafa lagt til um mál hvert sem fyrir liggur, til pess að peir geti komist hjá ábyrgð ef málsókn kynni að rísa út af því gegn ráðaneytinu«. A þessu sjest að ráðgjafar halda stöðu sinni og þurfa ekki að sæta ábyrgð þó þeir sjeu í minni hluta í ríkisráðinu, — sem einnig liggur í augum uppi, og hefði verið ástæðulaust að taka fram hefði það ekki verið til þess að sýna fram á að ísafoldarhöfundurinn hefur rangt að mæla einnig í þessu atriði, og höfum vjer þar með sannað að ekki er eitt einasta orð rjett í 'óllmn r'óksemdum hans sem að ofan eru greindar. Áður en farið verður út í væntanlega viðureign hr. »Corporis« við næstu tvær mótbárur gegn Valtýsábyrgð- inni skulum vjer að endingu geta þess að hann hefur í grein sinni 22. sept. einnig misskilið próf. Matzen að því er snertir eðli vpolitisku ráðgjafaábyrgðarinnart-. Það er rjett sem hr. »C.J.« hefur eptir Matzen, að ráð- gjafaábyrgð er tvenns konar: lagaleg og politisk. En sje hin lagalega ábyrgð gegn einhverju ráðaneyti ekki til nema á pappírnum, þá fellur einnig gildi hinnar poli- tisku ábyrgðar. Ráðgjafi sem krafinn er til reikningsskapar á alþingi, af almenningsálitinu, eða af blöðunum, fyrir gjörðir sínar, stendur öðru vísi að vígi ef hann veit að hann getur orðið fyrir málsókn út af frammistöðu sinni heldur en sá, sem veit að hann getur ekki orðið fyrir laga- ábyrgð hvernig sem veltur. Hr. »C. J.« fer því enn einu sinni með rangt mál, þar sem hann lætur í veðri vaka að Valtýs-frv, hafi boðið oss góða og gilda politiska ábyrgð — hvað sem þeirri lagalegu liði. Jafnvel petta einfalda málsatriði hefur ekki getað komist hjá afbökun og misskilningi hr. »Corporis«. Þingsaga. 1. Hvernig er farið með tíma þingsins? Þegar litið er yfir gjörðir alþingis er það hið fyrsta sem mann undrar og vekur gremju manns, hve afarilla erTiirið með hinn dýrmæta örskamma, starfstíma þess. Vjer skulum hjer að eins hafa fyrir oss síðasta al-

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.