Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 25.09.1897, Qupperneq 3

Dagskrá - 25.09.1897, Qupperneq 3
479 þingi og líta á hverjar eru helztu orsakir til bess hve lítið verulegt liggur eptir þingið. Þess skal þá fyrst getið, að menn mega ekki blanda hjer saman við neinum kvörtunum um það hve stuttum tíma þingmenn hafi úr að spila. — Vjer höfum áður einatt sýnt fram á hve skaðlega naumt stjórnin sker þingtímann við neglur sjer. •— En vjer tölum hjer að eins um það hvernig pingmenn nota þann tima scm peir hafa til löggjafarstarfa. Vjer skulum svo Hta á nokkrar helstu ástæðurnar til þess að ekki hafðist svo mikið gagn af þingtímanum í sumar er leið sem hefði mátt verða. Skipting stjórnarfrumvarpanna á milli beggja deild- anna getur haft mikla þýðingu, og mun það vera reglan hjer að láta þau mál er bundin eru við fjárveitingar koma fyrir neðri deild, og yíirleitt hin merkilegri mál. En úr þvf að neðri deild hefur alla aðalmeðferðina á fjárlögunum, sýnist rjettara til tímasparnaðar að láta efrf deild einnig hafa önnur þýðingarmeiri mál til meðferðar strax í byrjun þingsins. I sumar er leið voru jafnmörg stjórnarfrumvörp lögð fyrir báðar deildir, en þau sem komu fyrir efri deild munu yfirleitt hafa verið of lítilvæg að tiltölu við neðri deildar frumvörpin, og mun þetta hafa átt nokkurn þátt í því að efri deild stóð iðjulaus opt og einatt sökum þess að afgreiðsla málanna frá neðri deild gekk mikið tregar heldur en afgreiðslan í þeirri efri. Vjer segjum að skipting stjórnarskrárfrumvarpanna hafi átt nokkurn þátt í þessu. En aðallega mun þó óhætt að fullyrða að örsök þessa verður að reiknast allt of miklum drætti málanna í neðri deild í byrjun alþingis, borið saman við flaustur og ofhleðslu á þingmenn síðari hluta þingtímans. Til dæmis má taka þingdaginn 6. júlí, þegar Val. týs-frv. sæla kom fyrir. — Þá var fundi slitið eptir ör- stuttar umræður um þetta eina mál, án þess að nokkur ástæða virtist til og framhaldi fyrstu umræðu um það frestað, en síðar á þingtímanum satu þingmenn stundum fram á nótt við atkvæðagreiðslur um mikilsvarðandi at- riði í fjárlögunum, sem einnig mörg hver hlutu mjög flausturslega meðferð í deildinni. Onnur helsta orsökin til þess hve mikið af tíma þings- ins fór til ónýtis var hin gengdar/ausa, langdreg?ia mœlgi ýmsra þingmanna, sem lítið eða ekkert virtust geta sagt málunum til skýringar, heldur stóðu þar þvælandi marga klukkutíma fram og aptur án annars sýnilegs til- gangs heldur en þess að heyra sinn eigin málróm hljóma í þingsölunum. I öðrum löndum þar sem svo að segja ótakmark- aður tími er ti! löggjafarstarfa eptir því sem þurfa þyk- ir, er sök sjer þó þingtnenn leiki það sjer til skemmt- unar, að hlusta á sjálfa sig — en hjer þar sem allt liggur í kalda koli, sjór og land ónotað, sveitamál í taumlausu ólagi, menntamálum illa hagað, rjettarfar ó- þolandi í ýmsum greinum, óvissa um gildi íslenskra laga því nær í öllu viðskiptalífi manna o. s. frv. — hjer er það ófyrirgefatilegt, þegar þingmenn standa tímum saman og vefa vítt og breitt margupptuggnar endileysur, ef til vill i allsendis ótnerkilegum málum, og tefja þannig af þinginu þennati litla tíma, sem því er veiftur til þess að kippa öllum vorum mörgu nyt- semdarmálum í viðunanlegra horf. Það er óvinsælt umtalsefni sem vjer förum hjer með, en vjer getum ómögulega látið þess ógetið hver af þing- mönnum skarar fram úr öllum öðrum í þessu efni. Það er biskupiun okkar, herra Hallgrímur. Það mun óhætt að segja að hatin a bróðurpartinn af öllum umræðum efri deildar. Hann stendur stundum upp með þeirri athugasemd „að hann geti verið stutt- orður í þetta sinn, því fremur sem ekkert sje eiginlega að segja um málið", en svo kemur maðurinn kannske með framt að því klukkutíma ræðu, sem enginn lifandi maður nema hann getur polað að hlusta á. Loks skulum vjer telja hina ótilhlýðilegu smásýni er kemur fram í því hvernig þingmenn misbeita frum- kvœðisrjetti sínum með því að flytja allsendis ómerki- leg lagafrumvórp inn á þingið, meðan allt er óútkljáð sem mestu varðar. Hvað er herfilegri vottur um þroskaleysi þings vors heldur en það að menn skuli vera að skeggræða þar dag út og dag inn um auðvirðileg kotakaup, eða lengdar- einingar á álnastikum, meðan t. a. m. landbúnaður og fiskiútvegur hafa ekki hiotið neinar teljandi umbætur af hinu opinbera, og landið þjáist undir bráðskaðlegri óstjórn og ólögum í fátækramálum f Islenskir apakeítir. Þegar Islendingar flytja sig til útlanda, þá þykir þeim mörgum sjálfsagt og óhjákvæmilegt að skipta um nöfn eða laga nöfn sín eptir útlendu máli; þeir hverfa sumir svo algjörlega frá öllu því sem er íslenskt að þeir geta einu sinni ekki verið þekktir fyrir að láta kalla sig því nafni, er þeir hafa verið skírðir heima á íslandi. I fljótu bragði virðist þetta ef til vill vera náttúrlegtog ekkert einkennilegt fyrir Islendinga, en cf vel er at- hugað þá munu menn kornast að þeirri niðurstöðu að það er nokkurskonar veiki sem aðeins þjáir Islendinga og þekkist hvergi um víða veröld nema þar sem þeir eru. Jeg man aldrei eptir því að útlendingar sem hingað ferðast eða hingað flytja hafi lagt niður nöfn sín og

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.