Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 25.09.1897, Qupperneq 6

Dagskrá - 25.09.1897, Qupperneq 6
2§2 Eptir því sem fröken Margitta segir, er mest menntalöng- tinin og framsóknarandinn með fram Arat í fylkinu Elisabet- ohpol. Þar lýsir hún ótrúlega miklum framförum i bókmennta- legu og vísindalegu tilliti og þar ríkir svo mikill jöfnuður á milli karla og kvenna að slíkt þekkist ekki í Evrópu. Marg- itta hefur rannsakað orðtæki og málshætti, og segir að þar finnist ekki eitt einasta, er beri vitni um fyrirlitning fyrir kvennfólkinu, heldur þvert á móti. Hún segir að armen- iskar konur sjeu afar starfsamar og afkastamiklar og þar að auki leysi þær verk sín af liendi með mestu nákvæmni og fegurðartilfinningu. Dúkar sem þær vinna eru gjörðir af hinni mestu list og litum hagað svo vel og fagurlega að undrun sætir Litina búa þær til sjálfar úr blómum og jurtum er þær safna saman og þær ráða alveg lögun og högun á öllum dúkum og klæðum hverju nafni sem nefnast, karlmenn koma þar ekki nærri. Allt erfiði vinna karlmenn þar á móti; hið erfið- asta sem konur gera er brauðagjörð og þó er þeim hlíft við henni- (Þær eru ekki látnar bera kolapoka á bakinu dag eft- ir dag hverju sem viðrar eins og í Reykjavík, eða með öðr- um orðum þær eru ekki hafðar þar fyrir áburðardýr, eins og hjerna). Þar hafa konur rjett til þess að versla og verja eig- um sínum á hvern þann hátt, er þeim hentast þykir. Synirn- ir fara þar mest að ráðum mæðra sinna, enda eru armenísk- ar konur hyggnar og ráðhollar. Einkum innræta þær son- sonum sínum löngun til þess að semja sátt og frið. Fröken Margitta hafði einnig kynnst konum 1 ríki Tyrkja, kveður hún þær vera gáfaðar og móttækilegar fyrir menntun ekki síður en hinar og þó er ekkert gjört til þess að rjúfa það myrkur fá- fræði og vanþekkingar sem þær hafa lifað í um langan aldur. Það fullyrðir fröken Margitta að konur sjeu miklu skyldu- ræknari í Armeníu en í Evrópu, telur hún það munu stafa af því að jafnrjetti sje þar meira; þrældómur og undirokun dreg- ur allan kjark og áhuga úr þeim, sem við það á að búa. Þar leggja konur jafnt til openberra mála sem karlmenn og það hefur engum dottið í hug að segja „hingað og ekki lengra" eins og sagt er 1 Evrópu ef kvennfólkið vill eitthvað láta til sín taka; nei þær hafa frjálsræði til þess að framkvæma allt sem þær eru færar til, þær eru ekki neyddar til þess að grafa pund sitt í jörðu. „Þvi mentaðra sem kvennfólkið er“, sagja Armeningar, „því betra". Kvennfrelsismálið og einkum kvennmenntamálið hefur lengi verið á dagskrá hjá Armeningum en ekki eins og hjá Evrópumönnum; það hefur ekki verið þannig að menn hafi setið árum saman að þrætast á um það hvort að rjett væri að konan hefði nolckur afskipti af openberum málum eða hvort þörf væri að mennta hanajafntog karlmenn; nei það hefur enginn maður fundist svo heimskur eða rang- sýnn í Armeníu að honum hafi dottið í hug að bera fram slíkar spurningar, þeir hafa allir verið á það sáttir að jafnrjetti í því hvorutveggju væri alveg sjálfsagt en þeir hafa setið á rök- stólum í sameiningu við kvennfólkið til þess að finna ráð er heppelegust væru máli þessu til heiila og það mega Rússar eiga að þeir eiga mikinn þátt í að mennta kvennfólkið og mahna það. Nú er meira að segja svo langt komið að armeniskar námsmeyjar sækja háskóla á Rússlandi. Ein armenisk kona las t. d. nýlega læknisfræði 1 Pjetursborg og er nú læknir í Tiflis. Nú lesa 8 konur frá Armeníu í Genua. í frelssibar- áttu Armeninga hafa konur átt afarmikinn þátt. Frökin Beg- laríon talaði síðast um ofsóknir Tyrkja gegn kristnum mönnum í Armeníu og kvaðst bera þá öruggu von til trúarbræðra þeirra í Evrópu að þeir ekki gætu lengi horft á slíkt aðgjörðalausir. Fyrirlesturinn var bæði langur og fróðlegur og þar að auki vel fluttur. í Algier er blek i á einni í staðinn fyrir vatn. Þar eru tvær ár sem renna saman; í annari er mikið af járni en i hinni gallic acit, þegar það blandast saman verður úr því ágætt blek. Verkojansk sem er í norðurhluta Siberíu er talið kald- asta land í heimi. Það er á milli 70—65 gráðu norðurbreidd- ar. Þar er stundum 80 stiga frost og meðalkuldi í janúar er nálægt 45 stigum. Þar búa þó 10,500 manns, sem lifa af kvik- fjárrækt og dýraveiðum. í bænum Gefle fjekk tíundi hver maður fátækrastyrk veturinn 1895. í Lundúnaborg tíóu 72 menn úr hungri sama vetur og hafði enginn þeirra leitað fátækrahjálpar. Ódýrustu meðul sem til eru, er sólskin og heitt vatn. Sá sem notar hreint vatn bæði til drykkjar og þvotta og hag- ar svo til hjá sjer að sólin geti sem optast skinið inn þar sem hann býr, hann hefur örugga vörn á móti vesöld og veikind- um. Tveir menn komu eitt sinn inn til gimsteinasala; hann sýndi þeim ótal gimsteina, er þeir dáðust að fyrir fegurðar- sakir. Loksins kom annar þeirra auga á stein, er honum þótti ekkert til koma, „Hvers vegna hafið þjer þennan Ijóta stein innan um alla þessa fögru gimsteina?" spurði hann. Gimsteinasalinn tók steininn, hjelt honum stundarkorn á milli handa sjer og sýndi þeim hann því næst. Urðu þeir þá öldung- is forviða, því nú bar hann af öllum hinum gimsteinunum að og skrauti. „Hvernig stendur á þessu?“ spurði annar maður- urinn. „Þetta er opall" mælti gimsteinasalinn „það þarf að verma hann með hendinni til þess að hinir fögru litir komi í ljós“. * . * * Því er eins varið með marga menn í heiminum og þenn- an stein; það tekur enginn eptir þeim, en ef einhver rjetti þeim hlýja hönd, þá gætu komið í ljós hjá þeim huldir krapt- ar, þá gætu þeir unnið mikið gagn. (Þýtt).

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.