Dagskrá - 11.11.1897, Síða 1
II, 81.
Reykjavík, fimmtudaginn 1 1. nóvember.
1897.
Þingsaga.
Samgöngumálið.
Framh.
Eptir að vjer höfum getið um þau tvö
aðalmál, sem heyrðu undir utanlandspolitik
alþingis, nfl. stjórnarskrármálið og botnvörpu-
málið, liggur beinast við að taka til álita
næst það mál, sem að miklu leyti snertir er-
lenda og innlenda hagsmuni jöfnum höndum,
:sem sje samgöngumálið.
Þetta mál hefur nú um nokkurn tíma,
verið langefst á dagskrá þingsins. — Því
kefur verið skipað í öndvegi þegar ræða
hefur verið um fjárframlög, og þótt menn
kafi að nafninu til gefið öðrum stórmálum
aokkurn gaum á þessum sömuþingum (t. a. m.
stjórnarskrár- hæstarjettar- og æðri mennta-
málum) þá hefur öflugasti meginþorri hins
flokkalausa alþingis lagt meiri rækt við þetta
eina málefni heldur en öll hin til samans.
Þetta er mjög sa'o eptirtektavert. —
Þ>egar þess er gætt að ætlunarverk þeirrar
löggjafar, sem stofnuð var með stjórnarskránni
1874, er svo að segja bunniðs enn sem kom-
ið er, í hverja átt sem menn vilja helst líta,
verður því ekki neitað að það er harla kyn-
legt ástfóstur, sem þingið hefur tekið við allt
sem að samgöngum lýtur, brýr vegi og skipa-
ferðir, langt fram yfir allt annað sem ógjört
er og gjöra hefði átt eptir öllum venjulegum
þjóðhagslegum reglum, áður og freniur, held-
ur en lagt var svo mikið í sölurnar fyrir
samgöngurnar.
Þegar afskipti þingsins af þessu eina
máli eru skoðuð í kjölinn í hlutfalli við það,
sem þingið hefur gjört í öðrum greinum verk-
legrar eða andlegrar menningar landsins, þá
dylst manni ekki að þingið hefur lagt það
sjálft á sig eins og nokkurs konar órjúfanlegt
skylduboð, sem hafið væri yfir öll mót-
mæli og alla ransókn — að »auka samgöng-
urnar«, hvað sem það kostaði, meðan eyrir
væri til í sjóðnum og hvað sem öllu öðru
liði. — Bara samgöngur, ekkert annað. Þá
væri svo að segja allt fengið. Ymsir þing-
menn hafa forðast að tala um það hvort pórf
væri á meiri snmgöngum, þeir hafa álitið
það víst og fast, gengið með það eins og
nokkurs konar æðri fullvissu, umhugsunar-
laust, að samgöngur, tómar samgöngur, væru
alltaf jafn stórnauðsynlegar, því meiri, því
betri, og alarei 7iógu greiðar, hvernig svo
sem liði því sem flytja átti eða fara átti
á brautunum eða í skipslyptingunum. Mik-
ill hluti þingsins hefur með öðrum orðum
mátt heita eins og dáleiddur af samgöngu-
hugmyndinni, verið viljalaust og andmælalaust
atkvæðatól, sem beitt hefur verið hlífðarlaust
af nokkrum forkólfum þessa máls, til þess að
yfirbyggja viðskiptaleiðir íslendinga, langt
um megn og nauðsyn fram, á holum og
tómum grunni vanræktrar framleiðslu og iðn-
aðar.
Þessi emhliða ofdýrkun þingsins á þess-
ari einu hlið hinna verklegu framfara, reis
hæst, og var leidd út í ystu æsar á þinginu
1895 þegar lögin um útgerð eimskips á kostn-
að landssjóðs voru samin. Þessi ráðstöfun
mætti strax öflugri mótspyrnu hjá ýmsum
varkárari og hyggnari mönnum þingsins, — og
hver sem les alþingistíðindin frá þessu ári,
hlytur að komast að raun um, að andmælin
gegn eimskipsútgerðinni voru ekhi hrakin af
þeim sem hjeldu dauðahaldi í þessa dæma-
lausu uppástungu. Meðhaldsmenn hins fyr-
irætlaða landskips tóku ekki neinum röksemdum.
Þeir vildu stofna útgerðina, hvað sem hver
sagði, hvort sem hægt væri að leiða nokkr-
ar líkur að því, að fyrirtækið gœti farið öðru-
vísi en illa, hvað sem ítjórnin sagði, og hvað
sem meginþorri allra skynsamra manna í land-
inu ætlaði um árangurinn af því.
Það er pessi einkennilega aðferð ýmsra
þingmanna 1895 sem þarf að athugast —
og sem þjóðin þarf að fá opinberlega sann-
aða og viðurkennda, til þess að geta dæmt
rjettlátlega um það, hverjir eiga sök á því að
allir þeir tugir á tugi ofan af þúsundnm
króna, sem Vesta hefur sópað út úr lands-
sjóði eru komnir í sjóinn, ekki einasta til
einskis gagns heldur beinlínis og ómótmæl-
anlega til stórtjóns fyrir fjölda manna, —
sem hefðu getað grætt á því að borga fje
fyrir það að öllum þúsundunum hefði verið
fleygt fram af einhverjum bryggjusporðinum
í Reykjavík, í stað þess að leggja þær í
hneykslisútgerðina. (Frh.).
Þeim heiður, sem heiðurinn ber,
Það er orðin góð og algeng tíska hjer,
þessa síðusta viðburðalitlu daga, að varpa
öllu því, sem laust er fyrir af galli og ediki
yfir aumingja »farstjórnina« sem hefur hlotið
það vanþakkláta hlutverk að etja dauðsigl-
urum landssjóðsútgerðarinnar frá höfn til
hafnar.
En Dagskrá vill ekki taka þátt í því að
áfella farstjórnina fyrir það, sem aðrir eiga
ábyrgðina á, með rjettu. — Að sönnu er
víst ekki vandleitað að ýmsum óhappastryk-
um hjá framkvæmdarstjórn þessa »gróðavæn-
lega« fyrirtækis, en þau munu hvorki vera
meiri nje fleiri en búist varð við þegar end-
emisútgerðin var stofnuð. — Og það væri þess
vegna miður rjettlátt að Iáta starfsmenn þá,
er unnið hafa að landsskipastjórninni í vín-
garði samgönguforka vorra, sitja uppi með
alla viðurkenninguna fyrir árangurinn af þeirra
verkum. — Það væri hvorki rjettlátt á móti
starfsmönnunum nje almenningi. Eins og
farstjórnin hefur fulla heimild til þess að láta
skipta þakklætinu sennilega milli sín og laga-
smiðanna, eins á almenningur fulla heimting
á að fá að skoða afreksverk fulltrúa sinna
hlutdrægnislaust, eins og það liggur nú fyrir.
Og nú er kominn sá dagur, að enginn get-
ur lengur gefið ávísun a framtíðir.a til upp-
bótar á því tjóni sem samgöngufíflskan bakaði
landinu með Vestu-lögunum. Svo lengi sem
ekki var hægt að þreifa og þukla á flónsku-
stykkjum lagasmiðanna, svo lengi gátu þeir
slegið um sig með digurmælum um beinan
og óbeinan hagnað af því »gróðavænlega«,
o. s. frv. Því að láta sannfærast af rök-
um, þess varð ekki til ætlast af þeim.
En þegar nú þau ár, sem áður heyrðu fram-
tíðinni til, meðan þeir voru að slá sponsið
úr gulltunnunni, eru orðin að umliðinni tíð,
og seinustu eyðsluaurarnir eru að hrynja nið-
ur í hítina, þá geta Vestumennirnir ekki
annað en þagað, og beygt sig fyrir þeim á-
fellisdómi þjóðarinnar sem þeir verðskulda,
hafi nokkurntíma nokkrir ljettúðugir, heimsk-
ir og skeytingarlausir sólundarar opin-
berrar fjárhirslu átt álas skilið fyrir frammi-
stöðu sína. ■—-
Þessi hliðin á Vestumálinu er hin helsta
og þýðingarmesta, og hana ættu Islendingar
að gagnskoða; hitt hefur miklu minni þýð-
ingu, að vera að bölsótast út af farstjórninni.
— Eins og nú stendur, \ æri meira að segja
ástæða til þess öllu fremur, að halda svörum
uppi fyrir framkvæmdina á þessu ómögulega
siglingafyrirtæki — gegn ýmsum árásum sem
ættu vel heima, væru þær talaðar í garð þing-
klikkunnar er tromfaði Vestu inn á þjóðina,
þvert ofan í ráð stjórnarinnar, og mótmæli
hyggnari manna á alþingi. —
Vjer ætlum því til að byrja með, að lata
nægja að tala nokkuð nánar um upphaf og til-
drög Vestulaganna í þingsögunni, og vísum
til hennar í þessu efni.
Oti og- utan.
Svo er sagt að kaupmaður einn íslensk-
ur hafi fyrir skömmu átt tal við einn
alkunnan fjármálagarp danskan, um þýðingu
hins fyrirhugaða málþráðar til Islands sem
Danir veita nú fje til á fjárlögum sínum 54,000
kr. í 20 ár. Hafi honum þá farist orð á þá
leið »fid nú væri það orðið of seint fyrir
Dani að ætla sjer hagnað af málþræðinum
til gamla íslands. Aður hefði mátt ætla að
fyrirtækið hefðigetað orðiðtilometanlegs gagns
fyrir danska auðmenn er vildu reka fiskiveið-
ar, verslun eða aðra atvinnu á íslandi. —
En nú mundi það sýnast að það yrðu tvær
aðrar þjóðir er mestan hagnað bæru úr být-
um af málþræðinum, en þær tvær þjóðir
væru Englendingar og —■ Islendingar.
Ekkert verður af þingrofum út af á-
skorun »áttæringsins« nje út af bakdyra-
makki Valtýs. — Stjórnin mun, að því er
kunnugir segja, helst forðast sem mest að
láta nú mikið bera á því, að hún hafi stað-
ið í leynisamningum með Valtý. — Það er
og ætlun manna, er oss skrifað frá Khöfn,
að aldrei hefði neinn ráðgjafi fengist til þess
að sinna milligöngu Valtýs, hefði Dani
grunað áður að landar hans mundu hafa svo
»litlar mætur« á Vestmanneyjadoktornum,
sem komið hefur fram síðar á ýmsan hátt.
— Var auðvitað ekki að búast við öðru
eins og til þessa var stofnað að öllu leyti,
enda fjekk dr. V. nokkurs konar forsmekk
upp á forlög sinnar pólitisku krossgöngu þá
er hann hafði gjörtsig „ómögulegan" hjá hinu
fyrra ráðaneyti með því að gefa í skyn að
enginn annar en hann sjálfur mundi vera
»mögulegur« sem fyrirhugaður sjerstakur!!
ráðgjafi fyrir Island. — Vildi honum það til
að skipt var um hið danska ráðaneyti og gat
hann þá byrjað á nýjan leik —■ en svo fór
aptur á sömu leið.
Eimskipið »Merkúr« er nýkomið ti!
Asgeirs kaupmanns Sigurðssonar með vörur
frá Leith. Farþegar: kona og. börn Jóns Ól-
afssonar ritstjóra og Vilhelm nokkur Paulson
agent, sá sami er var hjer í fyrra.
— Með austanpósti frjettist að Kirkjubœr
(prestssetur síra Einars Jónssonar alþm.j. hef-
ur brunnið til ösku; kýr týndust allar í brun-
anum, — en menn komust allir undan.
Slys varð á mánudaginn við grunn-
hleðsluna í Laugarnesi. Voru þrír menn að
hlaða tundurholu í grjótklöpp, eldri son-
ur Balds timburmeistara og tveir verkamenn
reykvískir með honum. Kviknaði í sprengi-
efninu áður en þá varði, og skemmdist Bald
einkum á augum og í annari hendi, en ann-
ar verkamaðurinn, Gunnlaugur Sigurðsson,
fótbrotnaði. Sá þriðji slapp ómeiddur. — Var
það mesta mildi að sprengingin drap þá
ekki alla.