Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 11.11.1897, Qupperneq 2

Dagskrá - 11.11.1897, Qupperneq 2
326 Fiski mærin, Eptir Bjömstjeme Bjömson. (Framh.). Næsta laugardag var prófastur kominn á fætur fyrir kl. 7 eins og hann var vanur; hann gekk til verkamanna sinna, sem voru í nánd við bæinn og kom aptur heim um full- birtu. Þegar hanu kom heim að hliðinu, sá liann skrifbók, er lá þar og var opin, sem að líkindum hafði verið kastað út um glugg- ann á herbergi Petru, þegar kviknaði í því, en ekki fundist aptur sökum þess að hún var samlit snjónum. Hann tók upp bókina og fór með hana inn á skrifstofu. Þegar hann ætlaði að fara að þurka hana, sá hann að það var gömul stýlabók, og höfðu verið skrifuð í hana nokkur erindi. Hann grennsl- aðist ekki eptir hvers efnis þau væru, en ral* sig á það, að orðið »leikmær« var skrifað þvers og endilangs um alla bókina. Það var líka skrifað ofan í erindi. Hann fór að at- huga nánar og las vísur þessar: Jeg hlýt þjer, elskan mín, eitt að skrifa og það er til hvers jeg vil lifa; jeg helst af öllu leikmær verða vildi; þá veröldinni glöggt jeg sýna skyldi, konu sem líður, konu sem hlær, konu sem elskar og grátbeðið fær, konu svo ágæta’ að engin sje jafni og aðra sem vinnur í djöfulsins nafni. O, drottinn styrk mig og styð, já, styð mig á hið þráða svið. Dálítið neðar stóð þetta: Get jeg ekki komist í þjónustu þína? Vilt þú ekki, guð, heyra bæn mína? Og enn fremur: 0, að líkjast álfakyni, álfakyni, í þokkumökk og mánaskini, mána skini, og fljótur mjög á fæti vera, fæti vera, og drepa þá, við hurð sem hlera, hurð sem hlera.-------------- Nei það er synd, lírum, larum, ba! Nokkru neðar stóð enn fremur þessi vísa, en svo var marg skrifað ofan í hana, að hún varð tæpast lesin: Hopp og hó, — hopp og hó! dansa við þá alla, en alltaf sleppa þó! Tral, la, la — — tra, la, la, undrun allra ná, en engan vilja sjá. Því næst kom eptirfylgjandi brjef. Kæri Hinrik. Virðist þjer ekki að okkur takist best af öllum í »leikritinu ?« Við höfum við ým- islegt að stríða, en það gjörir ekkert til. Jeg vonasi til að þú komir með mjer á grímu- ball annaðkveld, því jeg hef aldrei verið þar enn þá, en mig langar mjög til þess að vera á samkomum, þar sem menn skemmta sjer duglega. Hjerna er allt svo dauft og fjör- laust. Hvern skollann ert þú að slóra Hinrik! Jeg sit hjer og bíð. Þín Pernilla. Loksins var eptirfylgjandi erindi marg skrifað stórum stöfum? hún hlaut að hafa fundið það einhversstaðar og lært það utan að : O, mig langar, ó mig langar undra brautir heims að ganga, myndir allar lífs að líta, lesti manna og syndir víta; fjotra Loka, frelsa Baldur, fræði nema öll og galdur. — Hann sem skapti þessa þrá, þar til bið jeg miskunn ljá. Margt var þar fleira ritað, en fleira ias prófasturinn ekki. Eptir þessu aö d:,.:na, var það til þess að verða leikmær, að l'.ún hafði komið til hans og fengið tilsögn hjá dóttur hans; það var vegna } essa leyndarmáls að hún bað þau að lesa upphátt á hverju kveldi og lærði svo allt utan að; hún hafði allt af kastað sandi í augu þeim, jafnvel deginum áður, þegar hún virtist opinbera þeim öll sín leynd- armál, hafði hún þó skilið nokkuð eptir. Þeg- ar hún hló sem innilegast, þá laug hún. Og þetta leynda takmark! þetta sem prófastur- inn hafði svo opt bölvað niður fyrir allar hellur, blessaði hún og lagði þar við nafn drottins og dirfðist að biðja hann að blessa. Hana langaði til að lifa því lífi, sem ekkert er annað en tilgerð, hjegómagirni, öfundsýki, stjórnleysi, leti og dáðleysi, lýgi og óstað- festa; þetta líf var hún svo ósvífinn að biðja guð að blessa og til þess að kóróna það allt, með því að láta hann, sjálfan prófastinn, og dóttir hans, hjálpa sjer til þess að ná þessu takmarki. Þegar Signý kom inn, glaðleg og ljett- fætt eins og vetrarmorgunin til þess að heilsa föður sínum, var skrifstofan full af reyk. Prófasturinn var alltaf vanur, að reykja í ákafa þegar hann var í miklum geðshræringum, og þar sem hann hafði reykt svo mikið svona snemma morguns, sem hann var þó ekki vanur, þá mátti ganga að því vísu, að ekki væri allt með felldu. Hann talaði ekki eitt einasta orð en fjekk henni bókina; hún sá undir eins að það var bók Petru. Sorgarsár- og grun- semdar ý0ust upp í huga hennar frá því daginn áður; hún þorði ekki að lesa það sem skrifað var í bókina. Hjartað barðist svo ótt í brjósti hennar að hún varð að setjast niður; en þá kom hún auga á sam« orðið, sem prófasturinn hafði fyrst tekið eptir, nl., »leikmær«. Hún varð að halda áfram og lesa meira, Hin fyrsta tilfinning, er vaknaði hjá Signýu, þegar hún las áfram, var blygð- un; ekki vegna Petru, heldur sökum þess, að faðir hennar hafði líka sjeð þetta. En brátt hreyfðu sjer í huga hennar þær tilfinningar sem hljóta að vakna hjá hverjum þeim, er verður fyrir blekking af hálfu þeirra er hann hefurelskað. Sá sem blekkt hefur, verður fyrsta augnablikið miklu stærri, miklu hugvits- samarioghyggnariíaugumhinsblekkta, en hann sjálfur; það er eins og hann hafi einhverja leyndardómsfulla eiginlegleika sem ekki er hægt að skilja eða gjörasjer glögga grein fyrir. En innan lítils tíma vaknar gremja og þeim sem fyrir blekkingunni hafa orðið, aukast svo kraptar, að hann finnur sig megnugan til hvers sem vera vill; honum finnst sem hann geti með einu einasta hnefahöggi slegið til jarðar hundrað Goliata. Hann fyrirlítur það sem hann áður elskaði og virti. Petra var inni í dagstofunni og heyrðu þau að hún söng þar vísu þessa: Lýsir af degi, linast sorg, liggur í rústum harmskýjaborg; liðsveitir ljósheima tiggja loggylltar fjallraðir byggja. Barnaröddin hljómi hrein, hefja fuglar söng á grein. von mín sje öllu æðri. Svo spilaði hún eptirfarandi vísu sterkt og drynjandi: Knörrinn er hró en jeg held honum þó út í stórsjóarót, æstum stormöldum mot; og jeg hlýt það að reyna, sem reynt hef jeg ei þó að rænd verði jeg lífi, og brjóti jeg fley. Af stað, ja af stað, þó að stríð kosti það, ekki hræðist jeg hót þó að hrönn verði ljót. Jeg vil halda yfir sæinn og leita uppi lönd, þó að líti jeg aldrei nokkura strönd. Þetta þoldi prófssturinn c-kki lengur, hann reif bókina úr hendi Signýar og rudd- ist út úr dyrnnum. Signý gat ekki haldið honum í skefjum. Hann æddi inn til Petru, kastaði bókinni á hljóðfærið fyrir framan hana, sneri sjer síðan við og gekk þvers yf- ir gólfið; þegar hann sneri sjer við aptur var Petra staðin upp; hún hjelt bókinni á brjósti sjer og leit í kringum sig á allar hliðar; aug- un voru fióttaleg, og henni var auðsjáanlega órótt í huga. Hann staðnæmdist frammi fyr- ir henni og ætlaði að segja henni hvernig á öllu stóð; en sökum þess, hve reiður hann var yfir því að hún skyldi hafa blekkt hann þannig, og einkum yfir því að dóttir hans hafði verið dregin á tálar frá hans sjónar- armiði, að hann kom ekki upp nokkru orði langan tíma. Að þetta aðskotadýr, að þessi ókunni stelpuskratti skyldi leyfa sjer þessa ósvífni. Loksins þegar hann gat komið upp orðum, fann hann þó til þess, að þau voru of svæsin, hann hafði ekki haft vald á til- finningum sínum; hann hafi ekki gætt sómæ síns. Hann gekk enn þá þvers yfir gólfið og til Petru aptur; hann horfði á hanastund- arkorn varð rauður sem blóð og fór út að vörmu spori án þess að mæla fleiri orð. Þeg- ar hann kom inn á skrifstofuna, var Signý komin út þaðan. Allan þenna dag var hver út af fyrir sig. Prófasturinn borðaði einn miðdegisverð; hvorug þeirra, Signý eða Petra kom inn til hans. Petra bjó í nratreiðslustofunni eptir að herbergið hennar brann. Hún hafði leitað að Signýu allsstaðar sem henni datt í hug„ en hún hlaut að hafa farið eitthvaö. Petra fann það að hún hlaut að gjöra eitthvað; hinar leyndustu hugsanir hennar voru orðnar kunnar og það átti að þvinga hana til þess að gjöra þvert á móti vilja hennar. Hún fann það glöggt sjálf, að ef hún yrði að hætta við áform sitt þá var öll henn- ar framtíðarvon úti. Hún hafði getað verið glöð þegar aðrir skemmtu sjer, en það var allt í von um fagra framtíð síðar, þegar hún hefði náð takmarki sínu. — Hún gat ekki opnað hjarta sitt fyrir nokkrum manni í heiminum eptir að það hafði farið svona í fyrsta skipti fyrir henni í Bergen; hún hefði jafnvel ekki getað treyst Ödegaard. Hún varð að ráða ráðum sínum sjálf og alein; hún varð að undirbúa allt í kyrþey og grípa svo tækifærið þegar það byðist — hvenær sem það yrði. Prófasturinn stóð uppmálað- ur fyrir hugskotssjónum hennar, eldrauður og reiðulegur, — hvernig átti hún að fara? Hún leitaði stöðugt að Signýu, en fann hana hvergi; það var komið fram yfir nón. Þv£ lengur sem þeir eru í fjarvist, er vjer þraum„ því gaumgæfilegar leitum vjer að ástæðum fyrir því, og þannig var því varið með Petru. Nú þótti Petru sem hún hefði drýgt stór- synd gagnvart Signýu. Hinn alvitri guð gat þó verið henni vitni þess, að hún hafði ekki gjört það af ásettu ráði, — en hún var stórsyndari í sínum augum, henni fannst sem hún mundi vanmegnast undir byrði synda sinna. Hún hafði vonað að nú væru öll ósköp- in úti, sem dunið höfðu yfir hana heima, en þegar þau komu nú aptur eins og þrumur úr heiðskýru lopti, þá lá henni við að ör- vænta. Henni fannst sem hún nú væri að byrja að leggja út í það framtíðarmyrkur, sem hún sæi hvergi út úr. En eptir því, sem tilfinningarnar drógu upp svartari mynd- ir af sjálfri henni, eptir því varð Signý að- dáanlegri og fegurri fyrir hugskotssjónum hennar og eptir því tók hana það sárar að hafa brotið af sjer vináttu hennar. Hún osk- aði að Signý væri komin til þess að hún gæti kastað sjer fram fyrir fætur hennar og og beðið hana — ekki um fyrirgefning, það fannst henni langt of mikið tilmælst, en biðið hana um að líta einu sinni til sín vin- gjarnlegum augum. Það var komið myrkur. Petra hljóp niður úr herbergi Signýar, en það var harð læst •— þá var hún viss um að Signý var inni. Hjartað barðist ótt og títt i brjósti hennar; hún kom við hurðarhúninn og hvísl- aði inn um skráargatið. »Signý, lofaðu mjer að tala við þig! — Signý! jeg þoli þetta ekki!« — Það var dauða þögn. Petra laut niður og hiustaði ? hún heyrði ekkert, hún

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.