Dagskrá - 24.11.1897, Síða 4
332
of hátt, þó fargjaldið lækkaði seinni árin og
minna sje fyrir börn — þá verður sú upphæð
1,395,0°° kr., sem líklega mest hefur lent
hjá Englendingum við þessar Ameríkufarir
íslendinga. — Þeim gaf sem þurfti!
Þetta fje —fargjaldið— hefur ísland vit-
anlega misst við útflutningana, og svo þar að
auki það, sem vesturfarar hafa haft afgangs
fargjaldi og ferðakostnaði, er ætla má, að ekki
hafi verið minna, því margir vesturfarar hafa
verið vel efnaðir,* þó allur fjöldinn hafi að
líkindum haft lítið handa á nfilli að aflokinni
ferðinni. En með því allur hópurinn, með
örfáum undantekningum, hefur verið alþýðu-
fólk, sem þurfti að hafa handavinnu fyrir lífs-
starf sitt, þá er skaðinn aðallega fólginn í því,
að sá höfuðstóll er horfinn frá því að ávaxt-
ast hjer á landi d : vinnan horfin frá því að
auka framleiðsluna og ljetta undir baggann
með landsmönnum «.
Eptir þetta slær höfundurinn Vesturheims-
íslendingum nokkra gullhamra, þar sem hann
talar um hversu vel þeim liði, en hlýtur samt,
sem von er, að hverfa frá því aptur, og þá
minnist hann á hinar sviknu vonir, hversu
óhyggilegt það sje að rífa sig upp frá átt-
högum sínum o'g fara út í alveg ókunnug
lönd með þeim aðbúnaði og atlæti »eins og
skynlaus skepna væri«. — Þeir varast vel
flestir að geta um það, Ameríku-vinirnir. Enn
fremur tekur höf. fram loptslagið, hinn brenn-
andi hita á surnrin og bítandi kulda á vet-
urna, sem menn enga hugmynd hafa um hjer.
Þá segir hann síðast í þessum kafla:
»Eitt af því, sem líta má á við útflutn-
ingana, er það, að hver meðlimur íslensku
þjóðarinnar á sinn skerf í viðlagasjóði lands-
sjóðsins, sem mun vera nálægt 14 kr. á mann,
á meðan hann á heima í landinu. Þeir, sem
flytja sig til útlanda, missa þetta og setja
sig um leið í sarfis konar sknld, því þegar
þeir verða borgarar í öðru landi, þá taka
þeir upp á sig tiltölulegan skerf við aðra þar
af ríkisskuldunum, sem eru æði gífurlegar
víðast hvar. Og hvað Kanada snertir, þá er
hún þar tvöföld í roðinu, því fyrst og fremst
eru fylkin þar í sjerstökum skuldum (eptir
»Lögbergi« 1898 nr. 32 skuldaði Manitoba
þá 2 millíónir 4 hundruð þúsund kr., sem
talið er um 16 kr. á mann), og svo eru þar
að auki alríkisskuldirnar. Þó einstaklingurinn
eiginlega ekki viti ai þessu, þá kemur þó
vaxtaborgunin óbeinlínis á hvern einn«.
Um þetta hefir »ísafold« náttúrlega var-
ast að geta. Blað þetta lætur sjer nægja að
vefengja orð höfundarins um að landið sje
gott og landbúnaðurinn gróðavegur, ef rjett
sje að farið; segir að hann ýki allt um helm-
ing, sem von er að Ameríkumönnum finnist,
þar sem þeim er lífið um að gera að sem
minnst sje gert úr öllu hjer. Þá mun þeim
ekki lítast á, þar sem höfundurinn telur arð-
inn af jafnstérum, ræktuðum blettum: í Kan-
ada 1x3 kr., í Danmörku 130 kr., en á ís-
landi 147 kr., »sem er 17 krónum meira en
af kornakrinum í Danmörku, og 34 krónum
meira en af hveitiakrinum í Kanada«. — Vjer
vitum annars ekki, hvert gagn Vestur-íslend-
ingar hafa gert okkur, þó að höf. segi á 72.
bls., »að menn þurfi alls ekki að líta á þessa
flutninga vestur um haf með neinum óhug,
því fiokkurinn vestan hafs getur margt gott
látið af sjer leiða heim til gamla landsins,
og er máske búinn að gera nokkuð í því efni«.
— Það skyldi vera í því að koma upp ein-
hverri trúarhreifingu meðal prestanna, sem
annars hefoi allt eins vel getað komið ann-
arsstaðar frá. Annars hefur þetta þvaður um
áhrif Vestur-íslendinga á vora hagi staðið í
*) Ýmsir Ameríkufarar hafa átt hjer jarða-
góss eptir, sem þeir hafa látið selja og senda sjer
andvirðið til Ameríku, og þar með dregið enn
meira fje út úr landinu. (Athugas. höf.).
sumum blöðum hjer, og er náttúrlega tómur
draumur, á borð við »velgjörninga« »hjálp-
ræðishersins« við fátæka, sem ísafold er að
prjedika um.
Fleira getum vjer ekki að sinni tilfært
úr þessari ágætu ritgjörð, sem ætti að verða
öllum kunn og helst prentast sjer, og ætti
hver maður að fá hana gefins, því vjer meg-
um vera þakklátir þegar einhver tekur mál-
stað vorn á móti lúalegum atvinnuræflum,
sem verða fegnir að vera hjer og lifa á okkur,
en rýra og níða land og þjóð bæði ljóst og
leynt, eins og þeir fuglar sem dríta í sitt
eigið hreiður.
T.
Yfirlýsing-.
Jeg undirskrifaður lýsi hjer með yfir því,
í viðurvist tveggja meðundirritaðra vitna, að
öll hin móðgandi og meiðandi ummæli, er
jeg hafði um kaupmann VV. O. Breiðfjörð í
Reykjavík, í sölubúð hans 10. þ. m., skulu
vera dauð og marklaus, og undirgengst jeg
um leið að borga 5 — fimm — krónur til
fátækra í Reykjavík auk áfallins kostnaðar
við sáttaumleitun í tilefni af áðurgreindum
ummælum.
Reykjavík, 21. nóvember 1897.
Tómas Tómasson.
Vitundarvottar:
Stefán Magnússon.
Hallgr. Benediktsson.
Fiskimærin.
Eptir Björnstjerne Björnson.
(Framh.).
Það var hið fegursta haustkveld, himin-
inn heiður og fjölstirndur; snjórinn glitraði
í tunglsljósinu og skuggarnir, sem fjellu á
hann til og frá, gjörðu það að verkuin, að
hann sýndist enn þá bjartari á milli; utan af
götum kváðu við klukknahljómar. Petra vildi
reyna að komast inn til Signýar, hvað sem
það kostaði; hún hugsaði sjer að klifra yfir
múrinn og komast inn hinum megin. Þegar
hún sá út, var eins og henni yxi ásmegin,
tunglskinið og stjörnuljósin og hinn takmarka-
lausi himingeimur veitti henni hug og þrek;
hún hugsaði sjer að hlaupa upp á lista, sem
negldur var á múrinn og skríða svo eptir
honum. Hún framkvæmdi þessa hugsun sína
og hljóp upp á listann; en hún missti jafn-
vægið og datt niður aptur. Þá tók hún
tóma tunnu, sem þar var skammt frá, velti
henni að múrnum, steig upp á hana og af
henni upp á listann. Listinn var svo mjór,
að hún gat ekki skriðið eptir honum; hún
hjelt sjer því -í hann með höndunum, spyrnti
knjánum í vegginn og þokaðist smámsaman
áfram með því að færa til hendurnar, sem
svaraði einu kvartili í senn. Það var hlægi-
legt að sjá stúlku við slíka leikfimi. Hún
var dauðhrædd um að einhver kynni að sjá
hana, því þá hefði verið sjálfsagt að álykta
að þetta væri í sama tilgangi gjört og að
fara niður eptir snærisstiganum. Hún óskaði
nú einskis fremur, en að komast sem fyrst
fyrir hornið á múrnum þangað sem hún sást
ekki af þeim, sem inn komu um hliðið; en
þegar hún kom loksins þangað, mætti henni
ný hætta, því þar blöstu við henni gluggar
tjaldalausir og hún varð að lækka sig svo
mikið sem hún gat í hvert skipti, sem hún
fór fram hjá glugga; og nú var hún orðin
svo þreytt í handleggjum og höndum að hún
bjóst við að sleppa tökum og detta þá og
þegar. Neðan undir voru stikkilsberjarunnar,
sem ekki var hættulaust að detta ofan á, og
þar að auki var hátt ofan frá múrnum og
niður. Hana logsveið í fingurna, og hver
einasta taug í henni titraði. Nú var um að
gjöra að herða sig; hún átti aðeins örfá skref
eptir að glugganum á herbergi Signýar; það
logaði ekki ljós hjá henni og gluggatjöldin
voru ekki dregin niður, Tunglið skein beint
á gluggann, svo hún gat sjeð hvern krók og
kyma inni í húsinu. Hún komst loksins að
gluggalistunum og gat náð fullum tökum, og
hvílt sig dálítið. Þegar hún staðnæmdist
fjekk hún ákafann hjartslátt. Hún fann það
að hjartslátturinn jókst eptir því, sem hún
hjelt lengur kyrru fyrir, hún varð því að
halda áfram; hún klifraði upp að gluggan-
um. Það var rekið upp hljóð inni fyrir;
Signý liafði setið f legubekknum, en þegar
hún varð vör við Petru, þaut hún fram á
gólfið; hún vissi ekki hvað þetta gæti verið,
varð dauðhrædd og flýði. Andlitið á Petru
var viðbjóðslega draugslegt í augum Signýar
þar sem Petra kom að glugganum og tungl-
ið varpaði framan í hana fölum geislum og
þar að auki var það svo mikil frekja og ó-
svífni að klifrast upp í glugga á næturþeli.
Petra sá það nú sjálf í huga sér að þetta
tiltæki sitt hlyti að hafa miður heillavænleg-
ar afleiðingar. Hún bjóst við því að Signý
hefði fengið svo megnan viðbjóð við henni
þegar hún kom auga á hana á glugganum
að hún gæti aldrei litið hana rjettu auga upp
frá því. Hún gætti þess ekki, hvar hún var
stödd, sleppti tökum og datt niður Þegar
Signý fór út, rak hún upp hljóð; allir sem £
nánd vóru, þutu upp til handa og fóta, en
urðu einskis varir; þegar Petra datt, rak hún
upp hljóð, og kom það mönnum til frekari
athugana. Það var leitað, það var hrópað
og kallað, ekkert sást, ekkert fannst. Það
var rjett af hendingu að prófasturinn fór inn
í herbergi Petru og leit út um gluggann, sá
hann þá hvar Petra lá hreifingarlaus fyrir
neðan í runnunum. Allir urðu óttaslegnir;
það var með naumindum að mönnum tókst
að losa Petru og koma henni á fætur. Hún
var borin inn í herbergi Signýar, háttuð þar
og lögð upp í rúm; það var dreypt á hana
vatni og borin smyrsl á hendur hennar og
andlit, því hún var öll hrufluð og rifin og
svo var kveiktur eldur í herherginu til þess
að þar væri heitt og þægilegt. Þegar Petra
raknaði við til fulls og kom til sjálfrar sín,
bað hún um að menn færu út og hún fengi
að vera ein.
Allt það sem inni var, gluggatjöldin
hvítu, dúkarnir á kommóðunni og borðinu,
skrautið á legubekknum og stólunum, minnti
Petru á Signýu- Hún mundi svo vel eptir
alúð hennar og innilegleika, fallega málrómn-
um hennar; hinum næmu tilfinningum henn-
ar fyrir hugsun annara, hinni fölskvalausu
ástúð og þægilega viðmóti. Nú hafði hún
brotið þetta allt saman af sjer! að líkindum
lá nú ekki annað fyrir henni en að verða
rekin út á klakann. Og hvert átti hún þá
að faraf hvar átti hún að leita hælis? það
voru litlar líkur til að menn yrðu til þess £
þriðja skiptið að taka hana upp af götu
sinni; og þótt svo kynni ólíklega að fara, þá
gat hún tæpast þolað það lengur; það var
líka svo sem sjálfsagt að hún mundi brjóta
það af sjer innan skamms. Það var ómögu-
legt að nokkur maður gæti treyst henni;
hvernig svo sem á því stóð, þá fann hún að
því var þannig varið. Hún hafði ekki færst
einu feti nær takmarki sínu og það voru ekki
líkur til að henni nokkru sinni mundi heppn-
ast það; þvf án þess að hafa traust annara,
er allt ómögulegt. Hún bað eins innilega
og hún gat; hún grjet eins og barn og hafði
engan andlegan frið í langan tfma. Loksins
var hún orðin alveg örmagna og sofnaði.
Hana dreymdi um fegurð og skraut, friðsælt
kveld og fjölstirndan himin.