Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.02.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 08.02.1898, Blaðsíða 2
364 Enn um Valtýskuna. Úr brjefi. frá mag. Eiríki Magnússyni. Herra ritstjóri! Rrot það úr brjefi frá mjer sem þjer haf- þegar birt lætur margs ógetið sem geta þarf við frumvarp Dr Valtýs. Eftirfarandi grein held jeg að geri skil fyrir flestu er sagt verður um þýðingu frumvarpsins eins og orð þess hljóða. Það er mikið unnið við það, að fá fasta niðurstöðu í því efni; því að á rjettum skilningi lagastaðar verður útfærsla röksemd- anna um hina viðtækari þýðingu hans enn þá er í hljóðum orðanna liggur, bæði auð- veldari, gleggri og vissari. Á föstum grund- velli er óhætt að byggja. Jeg vil nota þetta færi til að benda á það, að spurningin, hvernig ráða skuli úr hinu ís- lenska ráðgjafamáli virðist mjer engan veginn eins einföld úrlausnar eins og mjer sýnist að sumir landsmanna minna hyggi Að því slepptu, að ráðgjafi verður að vera maður kunnur að háum kostum vitsmuna, rjettlætis, þekkingar og lipurleika í umgengni við menn, þá er þess sjerstaklega að gæta, þá er um Island ræðir: Hvernig verður ráðgjafadæmi þess svo fyrir- komið, að ekki verði klúður úr? Á það land að hafa sjerstakan ráðherra fyrir sjerstök mál' þess og annan, sameiginlegan, fyrir hin sam- eiginlega? ísland eitt að hafa tvo ráðgjafa?! Eða eiga sameiginlegu málin að heyra, eftir eðli og tegund, undir eins marga danska ráðherra og eðli þeirra og tegund til vísa. Eiga þau að fara framhjá ráðgjafa sjerstöku málanna til umboðsvaldsins á Islandi? Eða á ráðherra íslands að vera trúað fyrir bæði sjerstökum og sameiginlegum málum þess? A ríkishjá- lenda að hafa þann einkarjett, sem ekkert skatt- land ríkisins hefir, að eiga sjerstakt atkvæði í ríkisráði? Að mínu viti eru það einmitt þessar og þessum líkar hugrenningar um hið lógiska fyrirkomulag á stöðu íslands í ríkis- heildinni, sem liggja bak við frumvarp Dr. Valtýs; því að það átti að leysa einmitt úr vafa og vandamáli með því, að gera ráðgjafa Islands danskan um aldur og æfi. Voru þá tvær flugur slegnar með einu höggi: dönsk- um manni væri óhætt að afhenda þann einka- rjett íslands að eiga sjerstakt atkvæði í rík- isráði og með því fyrirkomulagi væri pólitisk innlimunlslandsí Danmörku á endanum tryggð. En að láta íslending fara bæði með mál íslands, og með einkarjett þess að hafa at- kvæði í ríkisráði — Hvað?! Ef íslendingar vilja halda á sjálfstjórn, sem þeir eru fullvel vaxnir, ef þeir eru látn- ir einir um sína reiðu, þá virðist enginn veg- ur einfaldari til að leysa úr stjórnarmálsþref- inu enn þessi: Fullkominti aðgreining; svo og svo mikið lagt af landi til konungsborðs, í rjettu hlutfalli við Danmörku, o. s frv. En er það mislestur minn í stjórnfarssögu Islands, að allra bragða sje leitað til að ala á þrefinu um endurskoðunarmál stjórnarskráar- innar íil þess, að draga athygli íslendinga frá fínansmálinu?—- -- Ekkert i þessu þrefi er eins íslendinglega einkennilegt, eins og neyðar-sönglið um „sam- komulagið", um þýðingarleysi þeirrar þver- úðar, að ha!da því framm, sem stjórnin seg- ir hún vilji ekki gegna. * Það er gamla hneixlið, tómlæti mörlandans og þreyjuleysi, sem syng- ur um frelsi, og veit ekki, að frelsi sem nokkura þýðingu hefir, er hlífðarlaust starf, andlegt og líkamlegt í skóla dugnaðarins, frá því að blóðör unglingur leggur gjörfa hönd á lífsins starf, þangað til íshár elli leggur honum magnþrota hendur í skaut. — - - — En það *) Enda þótt nú meigi segja .svo, að Valtýsk- an sje kveðin niður til fulls, höfum vjer viljað taka hjer upp þessar skarphugsuðu ahtugasemdir eptir mag. E. M. — því þær sýna svo skýrt fram á það, hve auðvirðilegaskammsýn og lítilþæg pólitík þeirra þingmanna var, er gátu haft sig til þess að fjdgja Valtý. stendur hvergi í biblíunni: „Það sem guð hefur sundurskilið, það skal danskurinn sam- eina“. í þjóðarrjettinum stendur það heldur hvergi. ___________ Sleipa frumvarpið. Það er góð og gömul regla, að líta vand- lega til áttamarka á sjónbugi, þegar maður þarf að átta sig, og vill vita fyrir víst hvar hann er og hvað hann fer. Önnur ágæt regla er þessi, að hafa ná- kvæma gát á fótakeflinu; með öðrum orð- um, að líta svo niður fyrir fætur sjer, að maður sje viss um að geta varast að velta um það er þar kann að liggja af fótakeflis- tagi. Á þessari nærgát — náttúrlega í and- legum skilningi — ríður engum meir en þeim sem boðið er að ganga að samningi, sem órjúfanlegt lagagildi skal hafa um aldur og æfi; sjerstaklega ef gild ástæða er til þess, að samningsbjóðanda sje ekki meira en svo um það, að bjóða nokkurn samning. Því að ganga má að því vísu, að hann býður hið minnsta sem hann ætlar sjer að standa við. Þegar þannig horfir, ríður þeim er að samn- ingi skal ganga um fram allt á því, að ganga alveg úr skugga um það, að í samningnum standi engin þau orð nje þær málsgreinir, er sá er samninginn býður, skýri á annan hátt en sá skilur þau er að samningnum gengur. Því að þegar svo ber undir að hvor sam- semjanda hefur sinn skilning á gerðum samn- ingi, má ganga að því vísu lang optast að það er sá, sem að samningnum gengur, er þykist fara halloka fyrir hinum; þykir hann hafa leikið á sig, þó sannleikurinn sje, sem tíðast, að það er vangá þess er að samn- ingnum gekk, sem leikið hefur á hann. Allt þetta rann mjer í hug, þá er jeg las „Ávarp til Islendinga", út af frumvarpi því, er stjórnin á gersamlega, óstjórnfarsleg- an (ókonstitutionel) hátt, lagði fyrir síðasta alþing. Blöðin sá jeg full af löngum og skörpum rökleiðslum, fram og aptur, um af- leiðingarnar af því, að frumvarpið yrði sam- þykkt. En það sem mig furðaði var það, að jeg sá ekkert blað taka það fram, hvað pað eiginlega var, sem samnings-frurnvarp þetta bauð. En að hyggja vandlega að þessu var þó hið fyrsta og fremsta nauðsynlega. Hjer skyldi reglunni, að hafa nákvæma gát á fótakeflinu, hafa verið sjerstaklega beitt. Samkvæmt frumvarpinu „skal skipaður sjerstakqr ráðgjafi fyrir ísland, er eigi hafi -önnur stjórnarstörf á hendi, skilji og tali ís- lenska tungu“ — „eða með öðrum orðum", bætir „Ávarp íslendinga" við, „sje íslending- ur“,') eigi sæti á alþingi og beri ábyrgð fyr- ir því á allri stjórnarathöfninni". Skáletruðu orðin eru atriðisorð frumvarpsins; þau eru eiginlega allt frumvarpið. Samkvæmt gildandi lögum og venju get- ur hver þegn Danakonungs, sem par til er hœfur 'hvort sem hann er íslenskur eða dansk- ur fengið hvaða' embætti í ríkinu, er vera skal og því einnig orðið ráðgfafi. En það liggur í hlutarins eðli, að í dönskum stjórn- málum sjeu ráðgjafar danskir, öldungis eins og það virðist vera í eðli sínu, að sjerstak ur ráðgjafi fyrir Island skuli vera Islending- ur, að minnsta kosti þá þegar þess Islend- ings er kostur, sem vaxinn sje embættinu og stöðunni eins vel eins og nokkur danskur maður væri, sá er völ væri á, — En hjer verður að skjóta inn þeirri athugasemd, að úrskurðurinn um þetta atriði hvílir hjá þeim manni sem konungur selur umboð sitt til að skipa mönnum í ráðgjafasæti, fyrsta ráðgjaf anum (Premierminister). Nú, nú þó að það liggi fólgið í eðli hlutarins, að sjerstakur ráð- gjafi fyrir Island sje íslendingur, eins og það *) »Avarp« gerir nú eiginlega annað verra, það bætir þessum orðum við á þann hátt að eigi verður annað sjeð, en að þau sjeu orð frumvarps- ins sjálfs, sbr. »Bjarka« 10 september. er eðlilegt að ráðgjafar í stjórnmálum Dan- merkur sjeu Danir, sökum þess að ættjarð- ar-syninum má treysta til þess, betur en út- lendningnum, að vera kunnugur málum og þörfum ættlands síns og að láta sjer annt um þau, þá er það þó eigi sjálfsagt, að hver fyrsti ráðgjafi, sem konungur felur að skipa ráðaneyti fyrir ríkið telji sjer skylt að gera það að bindandi reglu fyrir íslands hönd,. sem eðli hlutar og þegnlegt jafnrjetti til vísa. Að vænta slíks, væri að gera sjer von um það, sem öll stjórnfarssaga íslands kveður við þvert NEI. En ekki fær slík athöfn haggað í neinu: við gildandi lögum; lög falla ekki úr gildi við það, að þeim er misboðið. Þeim sam- kvæmt hafa íslendingar jafnt rjettar-tilkalPtil ráðgjafasætis fyrir ísland og Danir hafa, þá er skipa skal sjerstakan ráðherra fyrir land- ið; þó með þeim mun, að tilkallsrjettur ís- lendinga til stöðunnar, er að eðli hlutarins og heilbrigðri skynsemi, góðum mun víðtæk- ari en Dana. Nú, en vægast í farið er ó~ hætt að fullyrða, að rjettarleg heimild ís- lendinga sje hjer allt eins góð, eins og Dana. Þetta er nú orsök þess að þetta frumvarp er fram komið, eins og hjer skal sannað. En hvað segir nú frumvarpið til allsþessa? Það segir það, að ráðgjafi fyrir ísland skuli sá vera, »sem skilji og tali íslenska tungu«, »með öðrum orðum sje Islendingur«, segir »Ávarp til Islendinga;« og á sú skýring að þýða það, eins og »Ávarp« ljóslega bermeð' sjer, að frumvarpið veiti Islendingum í raun- inni einkarjett til þess, að vera ráðgjafar fyr- ir ísland. Á hverju »Ávarp« styður þessa skýringu veit jeg ekki. Eg hef hvergi sjeð þess getið, að hún sje lagalepa heimiluð; en sje hún pað eigi, þá er hún alveg heimild- arlaus og að engu hafandi. Eitthvað hlýtur að vera veilt við hana, það getur maður sjeð, þegar einkarjettur þessi er skoðaður eptir rjettum hugsunarreglum í hennar eigin ljósi. Orð frumvarpsins binda hann berlega við þá íslendinga, sem »skilja og tala íslenska tungu“, en þurfa ekki t. d., að kunna að skrifa hana ekki að vera skrifandi\ Þegar vjer nú vit- um, hvaða þekkingu gildandi lög heimta af þeim íslendingum, sem um embætti sækja á Islandi og í Danmörku, þá verður því eigi neitað, að þekking sú sem »Ávarp« tilskilur hjer, að íslendingar skuli vera búnir, þeir er sjerstakir ráðgjafar verði fyrir ísland, er þjóð- hlægilega smávaxin. — — Skýring „Ávarps", að orð frumvarpsins þýði það, að ráðgjafi íslands skuli vera Is- lendingur, er eins og jeg hef áður sannað, allsendis heimildarlaus. Enn nú segir dr. Valtýr í brjefi til mín, 18. nóv. síðastl.: — „Það var ógerlegt að segja það berum orð- um í frumvarpinu, að hann skyldi „vera ís- lendingur". Einmitt það! En þá var það líka ógerlegt, að segja Islendingum í hátíð- legu þjóðarávarpi, að það væri meint með orðum frumvarpsins, sem ógerlegt var, að láta það sjálft segja berum orðum. En því var það ógerlegt, að' láta frumvarpið segja með berum orðum að meining þess væri sú, sem „Ávarp til íslendinga" með berum orðum segir að hún sje? „Af því að það mundi ríða í bága við jafnrjetti Dana og Islendinga til embætta í öllu ríkinu", segir dr. Valtýr í sama brjefi og — hefur rjett að mæla. Orð þessi eru merkiieg, Hinn eiginlegi þ. e. laun-tilgangur frum- varpsins á þá að ríða í bága við jafnrjetti Dana gegn Islendingum til embætta í ríkinu og sjerstaklega það, að hafa af þeim em- bætti ráðgjafans fyrir Island; en það er ó- gerlegt, að frumvarpið segi til þessa með ber- um orðum. Það verður því að ganga frá þessum áhalla á rjett Dana með óberum orð- um, náttúrlega til þess að Danir vari sig ekki

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.