Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.02.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 08.02.1898, Blaðsíða 1
Reykjavík, þriðjudaginn 8. febrúar. n, 88. ! Kaupendur ,Dagskrár‘ cru beðnir að afsaka að dregist hefur útkoma þessa tölublaðs lengur en ætlast var til og hafa valdið því veikindi í prentsmiðjunni. Næsta tölubl. Dagskrár kemur út á laugardaginn, en úr því kemur blaðið út einu sinni í viku alltaf á miðvikudögum. Kaupendur blaðsins fá til uppbótar við þennan árgang ókeypis fylgirit: I. Þ>ingsögu, gagnorða skýrslu um gerðir síðasta alþingis í helstu landsmálum með athugasemdum um tillögur einstakra þingmanna (sem beturþótti henta að gefa þannig út sjerstakiega og verður byrjun hennar í Dagskrá prentuðupp aptur) — og II. Bókmenntii’ ás’sins, skýrsla um ritgerðir og bækur er út hafa komið árið 1897 með ritdómum um þær. Útlendar fréttir. Kmhöfn 14. Jan, 1898. Ur Danaveldi er nú á tímum líkt og endranær fátt og lttið að frjetta. í þinginu fer allt friðsam- lega fram 'og talið ugglaust að fjárlögin nái sam- þykkt enda þó sneitt hafi verið drjúgum af hin- um áætluðum fjárframlögum til hermálanna, í fjárlaganefndinni. Samsöngur var haldinn í sönghöllinni (koncert- palæinu) til ágóða fyrir holdsveikisspítala á Is- landi af lætisveinum prófessors Rósenfelds. Níels Finsen, læknir hjer, af íslenskum ættum hefur verið sæmdur doktorsnafnbót fyrir fundn- ingar sínar. Hann hefur eins og kunnugt erunn- ið lengi að lækningum með ljósgeislum. —, Sjera JúJíus Þórðarson, sem nú mun með fræg- ari íslenskum klerkum, hefur dvalið hjer um nokk- urn tíma að fyrirlagi Norðmanna til þess að kynna sjer lífið hjer í höfuðstað Dana, nótt og nýtan dag, einkanlega dekkri hliðarnar, sem undan ljósi vita.— I dönsku blaði einu „Tidens Krav“, var sjera Júlíusar minnst að því að hann hefði stigið á stokk og strengt þess heit, að hafa Island undan Dan- mörku og „gefa saman" Islendinga og Norðmenn, Þýskt blað var borið fyrir fregninni. Noregur og Svíþjód. 1. febrúar átti rtkjanefnd- ir. að leggja tlllögur sínar fram fyrir þingin, og er almennt álitið, að ekki muni draga til neins sam- komulags í aðalmálunum. England. Stórkostlegt verkfall eitthvert það mikilfengasta, sem sögur fara af meðal vjelavinnu- manna á Englandi. Kröfur verkmanna að vinnu- tíminn verði ákveðinn 8 klukkutímar. — Það eru ekki minna en 80 þúsund verkmanna, sem nú í nærfellt 4 mánuði hafa haldið deilunni áfram ó- slitið, og má nærri geta að stundum hefur allur sá atvinnulausi sægur haft lítið að bíta og brenna, þó samheldni milli vinnenda innbyrðis og örlæti manna bæði heima og heiman hafi gert allt til að styðja kröfur þeirra, sem talin eru mikil lík- indi til, að verkmenn muni fá framgengt. Á meðan þannig er ástatt heima fyrir hjá „Jóni Bola“, hungur og ófriður í atvinnu, erhann að hugsa um, að snara út Kínverjanum 16 mill- jónum „upp á krít“, þó ekki án þess að þar fyr- ir komi sá greiði af hendi Kínverja að þeir láti opið land og sjó fyrir allar þjóðir jafnt til versl- unarviðskipta. — Ófriður Engla á Índíandi norðanverðu í rjen- un sem stendur,— Frakkland. Þar er Dreyfus efstur á blaði. Hann var foringi í her Frakka, en var dæmdur í haust fyrir landráð og vísað í stýju með örgustu illráðamönnum í Cayenne í Suðurameríku. Seinna kom upp sá kvittur að hann væri sýkn^saka, en sá seki væri Esterhazy greifi og var þegar tekin upp rannsókn gegn honum. Óvíst er enn allt um hvernig því máli muni lykta, en vinir Dreyf- us sækja sýknun hans fast, og er fremstur 1 flokki þeirra Scheuer-Kestner. Hinn 10 desember hnöpp- uðu frakkneskir nemendúr sig saman fyrir utan ráðhöllina og hrópuðu óbænir yfir höfuð vina Dreyfuss, af því verður sjeð, að ekki eru allir hans máli fylgjandi. Austurrlki. Þar hefur gengið mikið á út af sambandssáttmálanum milli Austurríkis og Ung- verjalands. Þjóðverjar hafa af öllum mætti blás- ið að eldinum sökum þess, að þeir eru reiðir yfir að Bæheimsmenn hafa náð ýmsum rjettind- um sem Þjóðverjar álita þá illa að komna. — Sáttmálinn hefur þó eptir miklar deilur og stimp- ingar verið endurnýjaður enn um eitt ár. Badeni greifi hefur vikið úr sessi 27. nóv., og í hans stað kom Gautcsh greifi, kirkju- og kennslumála for- maður, fyrverandi. — Spánn. Við viðureign Spánverja og Kúbu- manna eru enn skráð nokkur blöð í viðbót við hryðjuverk og harðýðgi SpánTerja við nýlendur sínar. Forseti Bandaríkjanna hefur ekki að ástæðu- lausu látið í Ijósi þá skoðun sína aó það sje öll ástæða til þess, að Bandaríkin tæki 1 taumana, verði ekki málum eyjarskeggja ráðið til lykta á viðunanlegan hátt sem allra fyrst. Hið nýmynd- aða frjálslynda ráðaneyti í Madrid lætur sjer þó hægt með að verða við óskum hans, og allt virð- ist benda á að Spánverjum verði nauðugur einn kostur að segja Bandaríkj unum stríð á hendur ef þeir eiga ekki að leggja niður einvaldsstjórn sína, missa heiður og Kúbu í kaupbætir. Tyrkir. Honum þykir, Hund-Tyrkjanum sem stórveldin hafi verið óþarflega afskiptasöm um aðfarir sfnar við Armeninga, og þó einkanlega þjóð og stjórn Englendinga sem sendi soldáni og stjórn Tyrkja marga hnútu, og nú er 1 orði hjá þeim að allar þær þjóðir, Múhamedstrúarjátendur sem óháðar eru, Tyrkir, Persar og Afghaningar, snúi bökum saman til þess að vernda rjett sinn og trúabrögð gegn yfirgangi Evrópumanna. — Eptir sigurför sína á hendur Grikkjum kenna Tyrkir styrks í hverjum köggli og finnst sjer ekk- ert ofvaxið. Stórveldin Ktnverjar og Japanar. Fremst í röð þeirra ríkja sem hafa átt mök við Kínverja er Rússland. Það var árið 1689 gerður samning- ingur af hálfu Rússlands við »son himinsins“, rneðal annars um það, að rússneskir kaupmenn sem leiðarbrjef hefðu mættu reka verslun hvar sem væri innan hins víðlenda kínverska ríkis. — Kínverjinn rjetti einn fingur og Rússinn tók alla hendina, því frá þeim degi hefur hann fært sig meira og meira upp á skaptið. Árið 1891 byrjaði Rússland á að leggja Siberíubrautina og að, henni hefur verið unnið með svo mikilli elju að undrun sætir. Braut er nú allögð frá Wladivo- stok til Chabarovsk við Amúrfljót hið neðra, sem stendur í sambandi við Nertchinsk, endastöð gufuskipaferðanna á Amúrfljóti. Frá Baikalvatni til Nertchinsk er enn þá ólögð brautin, en þess verður vart lengi að bíða að hún komist á og þá má eimríða Siberíu. Rússar hafa rekið brautlagningu þessa með svo miklu kappi að það er öllum auðsjeð að þeim er mikið í mun. Eins og gefur að skilja, gefa Englendingar Rússum hornauga og una því illa að þeir nái einir undir sig öllum yfirráðum af verslunararði af hinu auðuga landi Kínverja. — Englendingar hafa til skamms tíma borið mest úr býtum allra þjóða af verslunarviðskiptum við Kínverja, og það er síst eðli Bretans að láta taka af sjer það sem hann einusinni hefur náð í. Bretar hafa þó ekki farið eins kænlega að ráði sínu þar eystra eins og Rússinn. Kínverjar hafa hálft í hvoru haft horn í síðu bretans frá þeim í 898. tímum að opíumsstríðið stóð yfir, og lítt hefur hin djarfmannlega og hispurslausa framkoma hans við Kínverja síðan miðað til þess að deyfa óvild- ina. — Rússinn hefur aptur á móti gengið að því að flá Kínverja til fjár með vinabrosi og blíðlát- um og hefur þannig eins og jafnan á sjer stað í í »henni veröld«, komið ár sinni betur fyrir borð með flærð og fleðuskap heldur en þeir sem ganga hreint að. Það eru fleiri þjóðir en Englendingar og Rússar, sem hafa augun á Kínverjanum, því allar* sjá þær fullvel, að þar er feitan gölt að flá, og á hinn bóginn hafa hinar stórkostlegu framfarir Jap- aninga á síðustu árum vakið þá spurningu í hin- um gamla heimi, hvort ekki mundi Evrópu standa uggur og ótti af hinum gulleitu Austur- álfubúum. Sá ótti virðist þó vera ástæðulaus, að minnsta kosti fyrst.um sinn og það eru flestir stjórnmálamenn á þeirri skoðun, að fremur muni vörn en sókn af hendi Kínverja fyrst um sinn. — Aptur á móti er spurningin þessi: Hver á að reita Kínverjann ? Hinn hættulegasti keppinautur Rússa við þá þýðingarmiklu og arðsömu atvinnu, eru ekki Rússar heldur Japaningar. Menntun og menning Japaninga er ef svo mætti segja hold af holdi og blóð af blóði Kín- verja. Báðar eru þjóðirnar af sama ættstofni komnar, en Japaningar standa Kínverjum langt framar að andlegu atgerfi og einkanlega hafa þeir þann eiginlegleika 1 ríkum mæli fram yfir Kín- verja, sem öllum framfaraþjóðum er svo nauðsyn- legur, að geta vinsað úr það, sem gott er til sálar og líkama sinni þjóð frá öðrum menntaðri þjóð- um, án þess að bera fyrir borð sinn þjóðlega blæ eða sjálfstæða hugsunarhátt. Japaningum er ekki illa við Kínverja, þó þeir hafi átt í ófriði. Þeir finna til þess, að Kín- verjar eru þeim minni starfs- og eljumenn 1 orði og á borði, og bróðurkærleikinn býður þeim að setja Kínverjann á knje sjer og kenna honum hvernig hann eigi að verjast árásum og yfirgangi Evrópumanna. Jafnhliða því að Rússsr teygja fingurna inní Ktna búa Japaningar sig undir að taka þátt í arði og afgangi af verzluninni við Klna með því að auka skipastól sinn, og því er svo spáð, að þeir muni skipta með sjer bróðurlega því, sem af Kínverjum er að hafa. Úr brjefi frá Kaupm.höf7i. ..................................i * * • Báglega tókst Valtý með þingrofin og er það mál manna hjer að Rump hafi nú fyrir fullt og allt snúið við honum bakinu, ogværi engin furða þó hann vandaði ekki doktornum kveðjurnar. Á hinn bóginn ætti Valtý ekki að vera óljúft að sjá í enda allrar þeirrar smánar og pólitisku hrakninga, sem honum hafa risið af Rumpi. Það er bræðrabylta, enduð glíma þar sem upp var staðið. Mjög er doktornum þungt niðri fyrir um þessar mundir sem ekki er furða þar sem hann hefe.r farið aðrar eins dærnalausar hrakfarir fyrir löndum stnum og Dönum, og er mönnum hjer mikil forvitni á að vita hvað hann nú tekur til bragðs, til þess að geta haldið áfram að sjá og heyra nafn sitt nefnt í sambandi við pólitiskt vandræðaflan ............ Enginn veit hvaða axarsköpt hann kann að tegla, en allir vita, að hvað sem það kann að heita verður það laust við Rump............ A aðfangadagskvöld jóla vildi það slys til, að Þorlákur Jónsson stud. mag. frá Gaut- löndum drukknaði í Kalkbrennsluhöfninni svonefndri. Hafði verið þar á gangi einnsam- an seint um kvöld og fannst á jóladags- morgun drukknaður, skaddaður á knje, sem talið er víst, að hafi verið afleiðingar af byltu þeirri er dró hann til bana. — Þorlákur var vel gefinn og hinn besti drengur, Læknishjerað veitt (Vopnafjörður) settum lækni þar, læknaskólakandidat Jóni Jónssyni (frá Hjarðarholti í Dölum).

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.