Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 16.02.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 16.02.1898, Blaðsíða 4
37« Hafishrafl sást nokkuð langt úti'fyrir landi úr Þorgeirsfirði nyrðra, rjett áður en póstur fór suður. Fundur verður haldinn í „Bindind- isfjelagi fslenskra kvenna" miðvikudag 16. febr. Áríðandi að öll þau börn, sem eru í fjelaginu mæti og helst einnig foreldrar þeirra. Hús fyrir ofan læk er til leigu frá 14. maí fyrir mjög lága leigu. Góð íbúð og geymsla*. Tvö herbergi vel sett í bænum, með ljósi, hita og góðum húsbúnaði óskast til leigu strax*. leyft að kaupmenn selji, fæst á þessum stöð- um á 1. kr. 50 aura glasið:’ í Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni —-----------------— Gunn. Einarssyni A ísafirði — - Skagastr. — - Eyjafirði — - Húsavík--------- -Raufarhöfn------- - Seyðisfirði----- - Reyðarfirði------ - Eskifirði-------- Skúla Thoroddsen F. H. Berndsen Gránufjelaginu Sigfúsi Jónssyni Sigv. Þorsteinss. J. A. Jakobssyni Sveini Einarssyni C. Wathne S. Stefánssyni Gránufjelaginu Fr. Wathne Fr. Möller. Til söiu er ágætt ibúðarhús með túni og kál— görðum í verslunarbæ einum á Suð- urlandi. Verð 1500 krónur. — Gef- ur af sjer um 300 krónur á ári netto, fyrir utan íbúð í húsinu. Herbergi með eldhúsi, geymsluhúsi og kjallararúmi (á I. lopti) í miðjum bænum eru til leigu frá 14. maí næstkomandi. Ritstj. vísar á. Reyniö munntóbak og rjól frá W. F. Schrams Eftf. Fæst hjá kaupmönnunum. Þakkarávarp. frá einum af þeim ótal m'órgu, sem Sybillu elixírinn hefur frelsað og gjört unga á ný. Undirskrifaður sem í mörg ár hef haft slœma meltingu og sár á þórmunum og yfir það heila tekið var svo veiklaður, sem nokk- ur maður gat verið, hef reynt mörg meðul árangurslaust, en með því að brúka „Sybill- es Livsvækker",y»»« jeg linun eþtirfáa daga og er nú alveg heilbrigður. Jeg vil þess vegna ekki láta dragast, að tjá ykkur þakkir min- ar, og bið yður að auglýsa þetta á prenti, svo að einnig aðrir geti orðið hjálpar aðnjót- andi af þessum ágæta elixír. Östre Teglgaard veð Viborg. J. Olesen. Menn ættu ætíð að hafa glas af „Syb- illes Livsvækker" við hendina, og mun það vel gefast. „ Sybilles Livsvœkker “, er búin til í „Frederiksberg chemiske Fabr- ikker“ undir umsjón professor Heskiers. »Sybilles Livsvœkkern sem með allrahæstu leyfi 21. máí 1889 er Einkasölu fyrir ísland og Færeyjar, hef- ur stórkaupmaður Jakob Gunnl'ógsson, Cort Adeleregade 4, Kj'óbenhafn K. — Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúffengur og fínn svaladrykkur. »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir Island: F. Hjorth & Co. Hvernig fær maður bragðbestan kaffibolla? Með því að nota Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surrogat sem enginn býr til nema F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn K. Ágæt Harmonika (18 kr.) með heil- og halfnótum, lítið brúkuð, er til sölu með góðum afslætti, sje borgað út í hönd. Ritstj. vísar á. Jeg hef mestu byrgðir af Buch- walds-tauunum góðu og vottorðum um það, að það sjeu þau bestu tau, og ept- ir gæðum þau ódýrustu tau, sem komi til Reykjavíkur. Tauin hef jeg í umboðs- SÖlu og get þessvegna selt þau ódýrari en nokkur annar. Salan á þessum tauum vex árlega um 50°/o. Björn Kristjánsson. Hr. L. Lövenskjöld Fellum — Fellum pr. Skien, lætur kaupmönnum og kaupfjelögum í tje allskon- ar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að reisa hús, t. a, m. kirkjur o. s. frv. — Semja má við umboðsmann hans. Pjetur Bjarnason, ísafirði. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár. 2 3 Eptir því sem von var til á þessum tíma árs mátti heita svo að veðrið væri ágætt; glymjandi hjarn yfir öllu og sól- skin. Vjer drukkum teið í gestasalnum og að því búnu lyptu menn sjer upp úti við, stundarkorn. Jeg reikaði umúti lengur en hinir gestirnir, og þegar jeg loksins kom inn í her- bergin, sem mjer hafði verið vísað til, var jeg orðinn svo naumt fyrir að jeg hafði rjett að eins tíma til að hafa fata- skipti áður en settst var til miðdegisverðar. Silva, þjónninn minn, hafði lagt fötin mín samanbrotin á stól, og beið mín til þess að þjóna mjer, en jeg sagði honum að jeg þyrfti hans ekki við, og svo fór hann. Á meðan jeg var að klæða mig, fór jeg að virða fyrir mjer hin skrautlegu herbergi, sem mjer höfðu verið fengintil afnota. Dyrnar voru ekki færri en þrjár og stóðu allar hurð- irnar í hálfa gátt. Einar lágu út að loptskörinni, aðrar inn í svefnherbergið og baðklefa, sem var áfastur við það, og þriðju inn i sæmilega stóra lesstofu, framúrskarandi vel búna að hús- gögnum. Þar var skrifborð, legubekkur, hægindastólar og bóka- skápur fullur frá lopti til gólfs með bækur eptir alla nafnkennda höfunda. Jeg gekk snöggvast inn í lesstofuna en hafði enga viðdvöl, því jeg hafði ekki tóm til að skoða bækurnar að þessu sinni, fór út aptur og Iokaði öllum hurðum á eptir mier um leið og jeg gekk inn í svefnherbergið. Þegar jeg var þangað kominn, litaðist jeg um og var eins og mjer yrði hálfundarlega bilt við í svipinn. Jeg stóð á miðju gólfi í geymstóru herbergi, hjer um bil 30 fet á lengd; en það sem sjerstaklega vakti athygli mitt, var einhver óviðkunnanlegur tómleiki, sem fjekk undarlega á mig. Þegar jeg fór að gá betur að. sá jeg að þar var naumast nokkurt húsgagn inni að heitið gæti, eitt borð eða svo, sárfáir stólar á víð og dreif, rúmklefi í einu horninu og eldstó í öðru, sem dreifði geislum sínum gegnum eldristina út um gólfið. Það var allt og sumt sem var þar sjáanlegt af húsbúnaði — enginn fataskánur, engin hirsla af neinu tagi. Mjer varð hálfhvumsa við í svipinn ogjeg fór að gefa veggjunum betri gaum. Þeir voru allir skjaldþiljaðir, og þiljurnar málaðar, ýmist alhvítar eða þá svo að ofurlitlum bláma sló á litinn. Við nánari aðgæslu fann jeg á hverjum þilskildi eitthvað í líkingu við fjaðurtöpp. Jeg drap fingri á eina af þessum töppum; í sama vetfangi snerist skjöldurinn ískrandi á hjörunum og stórt hólf eða skápur kom í ljós, fullur með húsbúnað af öllum tegundum. Jeg ljet hjer ekki staðar numið, heldur fór eins að við þá næstu töpp; þar spratt upp fataskápur fullnógur þeirri fataríkustu lafði, síðan þá þriðju; í því hólfi voru skúffur og handraðar af hvaða stærð og með hvaða lagi sem óskað varð; fjórðahólf- ið spratt upp og þar var geymt lítið borð; fimmta, og þar var klæðaskápur af öðruvísi gerð en hinn; í stuttu máli, hver skjöldur í öllu þilinu eins og það Iagði sig, var holur innan og hafði að geyma húsgögn af öllum tegundum og stærðum. Þau voru á þenna kynlega hátt geymd á afviknum stöðum og; þó hendinni nærri hvenær sem grípa þurfti til þeirra. Það kátlegasta af öllu saman var þó, að hinar þrennu dyr, sem jeg hef áður minnst á, að voru á herberginu, voru einn liðurinn í þessum kynjum, svo þeirra sáust engin merki þegar þær voru aptur. Þetta var undarlegt, meira en lítið kátlegt, og mjer fannst, að undir sumum kringumstæðum hlyti þetta að vera. ferlegur bústaður. Jeg gekk fram á mitt gólfið og horfði í kring um mig. Jeg gáði að dyrunum, en sá enga hurð eða nein merki þess að nokkursstaðar yrði lokið upp. Jeg brosti með sjálfum mjer. Rjett í þessu heyrðj jeg hljóminn af matarbjöllunni, sem kallaði menn saman til máltíðar, ogjeg fór að hugsa um að komast út. En það var hægar sagt en gert. Jeg var þó orðinn dálítið kunnugur herberginu og hefði átt að geta. hitt einhverja hurðina, en frá einni töppinni til annarar fór jeg, skoðaði allar vandlega, en þær voru hver annari líkar og hvergi handfang eða hurðarhjara að finna. Eptir langa mæðu fann jeg í öðrum enda herbergisins töpp, sem var ofurlítið líkari hnapp í laginu en hinar, og hana þrýsti jeg á. Hurð-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.