Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 16.02.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 16.02.1898, Blaðsíða 2
List eða list ekki. Þó jeg sje ekki einna þeirra manna, sem geta komist undir flokk »Mæcena listarinnar« hef jeg allt af reynt að fylgja með athygli öllum þeim tilraunum, sem fram hafa komið f áttina til þess að geta heitið „list“ og reynt að mynda mjer sjálfstæða skoðun a því sem jeg hef heyrt og sjeð. En jeg hef aldrei tekið mjer dómsvald í neinum þess konar sökum á prenti, meðíram af því að jeg hef fundið hversu erfitt er að dæma um ó- fullkomnar tilraunir „barna og byrjenda í list- um", án þess að halla rjettu máli á hvoruga hlið. Jeg hef lesið með athygli allt sem skrifað stendur í Reykjavíkurblöðunum um söng og leiklistina í handiðnamannahúsinu í vetur, og jeg verð að játa að mjer finnst þar fáir nagl- ar hittir á hausinn. Aðalspurningin er eptir mínu áliti þessi: Eru leikarar og aðrir svo kallaðir listamenn vorir komnir svo langt á veg að það sje gjörlegt að taka þá alvarlega, þ. e. a. s. skoða verk þeirra öðruvísi en góðfúsar til- raunir til þess að »stytta vor löngu vetrar- kvöld«f Jeg svara þeirri spurningu neitandi, að minnsta kosti hvað sjónleikum við víkur. Eins og allir vita er flest af leikfólki voru meir eða minna ómenntað og hefur al- drei sjeð annað fólk á leiksviði en sig sjálft og ómerkilega skrípaleikendur danska, sem hjer voru á ferð fyrir fáum árum og lítt munu hafa tekið vorum leikendum fram. Þessi vöntun í menntun og andlegum þroska stingur höfðinu alstaðar fram, þó misjafnt sje eptir því hve gott lag viðkom- andi hefur á að „hylja“sinn sanna vanmátt í leiknum fyrir áhorfendunum. Þegar svo þar við bætist að þessir leik- endur eiga að koma fram fyrir menn sem hafa sjeð og fundið fegurð hinnar sönnu listar og sem ef til vill horfa í smáauka á allt sem miður fer, er þá ekki von að lítið verði úr þ>ví góða, sem þessir leikendur hafa að bjóða? Reykjavík er má ske sá staður á öllu landinu þar sem sjónleikir eiga erfiðast upp- dráttar af öllum stöðum þar sem um slíkar skemmtanir getur verið að ræða. Hún er of stór til þess að slíkra skemmt- ana yrði ekki saknað, ef þær fjellu niður, og þó er hún oflítil til þess að geta borið sjónleiki, sem væru vel úr garði gjörðir. Þeir sem hafa flest skilyrðin til þess að uppfylla þær sanngjörnu kröfur, sem gerðar eru til þeirra sem sjálfmenntaðir eru í einhverri list, eru eftir lögmáli sinnar náttúru og hins ríkjanui oddborgarháttar oí „fínir", til þess að taka höndum saman við þá af »fólkinu«, sem eitthvað geta gert á leiksviði. A hinn bóg- inn er bærinn ekki svo stór að fólkið geti framleitt nógu marga nje nógu góða krapta til þess að ekki verði, í hverjum leik sern leik- inn er, að klína til uppfyllingar konum og körlum, sem hefðu helst aldrei, að minnsta kosti ekki nema einusinni, átt að koma inn á leiksvið. Það er ekki sjaldgæft að maður verður að sæta því að þetta fólk limlesti og afbaki hin algengustu orð og stafi á leiksviðinu, og það er í rauninni hlægilegt að vera að tala um „leiklist “ hjá þjóð sem hefur á leiksviði höfuðstaðarins, ár eptir ár, slíka syndaseli seka við sitt eigið móðurmál, og verðum við að gera okkur það að góðu og klappa lof í lófa. Það sanna er, að hjer er engin list til á leiksviði og því mega hvorki áhorfendur nje leikendur gleyma. Þeir sem halda hjer uppi leikjum mega ekki vera allt of drýldnir eða dýrir á því sem þeir gera, og hinir varkárir til lofs og lasts. Borgari. — 376 r Ur póstbrjefum. Skagafirði 20. jan. ....... Fátt er hjer talað um Valtýskuna, enda mun flestum finnast sem er, að það sje að raska ró framliðinna að minnast á hana framar. — Það er óhætt að fullyrða að frá fyrstu byrjun hefur politik hans haft sáralítið fylgi meðal bænda, og þeir munu einnig fúsir á að gera útför henn- ar vel og virðulega n ú þegar hún gengur veg allrar veraldar. —1 Tíðin hefur verið hin ágætasta, og er vonandi að skepnuhöld verði betri í vor komandi en al- mennt gerðist síðastl. vor. 3. þ. m. fauk í ofsaveðri á austan timburhús, er var í smiðum í Bakkakoti í Vesturdal. Eyjafirði 24. jan. ......Það er mín óbifanleg sannfæring, að landbúnaðurinn hljóti að verða sá atvinnnvegur, sem arðsamastur og vissastur verður oss Islend- ingum á komandi tímum. Það væri líka iila far- ið ef jeg, sem er kominn af bændafólki svo langt sem rakið verður og hef sjálfur lifað góðu lífi af landbúnaði í þau 30 ár, sem jeg hef verið sjálf- stæður maður, væri búinn að tapa trúnni á fram- tíð landbúnaðarins á þessu landi. — Oneitanlega eru margir erfiðleikar við að stríða fyrir sveitabændur einmitt nú um þessar mundir og þeir svo stórvaxnir, að það væri eng- in furða þó margir misstu kjarkinn og gæfu upp alla vörn. — Það þarf ekki annað en að líta til þess, hvernig kjötverð og fjárverð var hjer á landi síðastliðið ár, til þess að sjá, að það var munur að lifa hjer á þeim árum þegar 18—20 krónur í beinhörðum peningum fengust fyrir hvern sauð, sem seldur var. Flest framleiðsla vor bænda er á þessu ári svo ljett og lítils metin á vogir kaupmannsins, að það er sannkölluð kross- ganga í hvert sinn, sem vjer þurfum að færa eitt- hvað til torgs dautt eða lifandi. Allt þetta er þó ekki nóg til þess, að sannfæra mig um, að Jand- búnaðurinn sje dauðadæmdur. Vjer eigum að læra að byggja svö land vort, að vjer stöndum ekki nje f 'óllum með gangverði einnar einstakrar eða jafnvel fleiri vörutegunda. Vjer verðum að læra að koma ár vorri svo fyrir borð og laga oss eptir kringumstæðnm heima fyr- ir og á útlenda markaðinum þannig, að vjer höf- um allt af eitthvað á boðstólum, sem verðmæti hefur. — . . . Það eru fleiri húsdýr, sem jeta gras, en sauðkindin, og í raun rjettri þurfum vjer aldrci að örvænta um líf vort af landbúnaðinum meðan gras vex upp úr jörðinni. . . . Það er mikið talað um, að ómögulegt sje að fá vinnukraptinn, og að hann sje svo dýr, að eng- inn reisi rönd við, sfst meðan allar afurðir eru í svo lágu verði. Það er hverju orði sannara, að það er Jítið um vinnukrapt í sveitum landsins, og dýrar eru þær hendur, sem til eru. En þettaætti að kenna oss að vera oss í útvegum um hand- hægari verkfæri til þess að vinna með að bú- störfum vorum, og að nota betur þann ódýra vinnukrapt sem vjer eigum að mestu leyti ónotað- an þar sem hestarnir eru. — Það er hlægilegt, að Borga kaupamanni um sláttinn 2 kr. á dag auk fæðis og húsnæðis, en láta hestana, sem lifa á grasinu af jörðinni og sem gætu unnið fjórfailt á við manninn ganga iðjulausa mestan hluta sum- arsins.......Það er satt að það þarf að gera margt áður en að hægt er að koma hjer við sláttu- og rakstra vjelum, við heyskap, en þar sem ekkert er við að stríða, er heldur engan sigur að fá“. — Úr Þingeysku brjefi 21. jan. ... íllt þykir okkur að heyra því fleygt hjer af einstökum málaskörfum, „að nú sjeu þeir loksins búnir að eyðileggja endurskoðunarmálið" — eins og einn þeirra komst að orði á samkomu einni er haldin var hjer í sýslunni fyrir nokkrum tíma síðan. Sllkt finnst oss ekki neitt til þess að hæla sjer af pó svo væri að þetta hefði tekist, en því lúalegri eru þessi ummæli sem þau eru um leið heimskuleg fram úr öllu hófi. Þeir sem mest og best ganga fram í því að níða þá einu fólitisku stefnu, sem þjóðin hefur fylgt síðan stjórnarskráin kom út, eru næstum án undantekningar utanveltumenn, er hafa orðið við- skila fá flokki sínum, annað hvort sökum þess að þeir hafa verið nógu fákænir til þess að láta leið- ast af hinum pólitisku ringulríðurum, sem allt af hafa verið til alstaðar um heim, til þess að vinna bölvun málum síns eigin lands, eða þá að þeir hafa verið of smásýnir og illa menntaðir til þess að þola að beygja sig undir nokkurn flokksvilja. En slíkir menn eru til allrar hamingju of fá- ir til þess að geta »eyðilagt« nokkurt slíkt mál, sem endurskoðunarmálið. Þeir geta ef til vill taf- ið fyrir því og þeir geta jóðlað og japlað þjóð- legri og hyggnari mönnum til ásteytingar, — en þjóðin gengur sinn gang eins fyrir þeim og vand- ræðabralli því, er þeir kunna að flækjast inn í einn með öðrum af ýmsum ástæðum, er liggja fyrir utan ærlegan tilgang og pólitiskan vilja til þess að gjöra gagn. [eg hygg að hægt sje að treysta því, að allur þorri almennings bæði í Norður- og Suður-Þing- eyjarsýslu muni vera eindregið fylgjandi endur- skoðunarmálinu og þar með einnig fylgjandi þeim eina flokki, sem endurskoðunarmenn geta kallast, en það eru þeir, setn vilja halda fram hinni svokölluðu fullkomnu endurskoðun. Jeg fyrir mitt leyti, hef aldrei skilið hvernig hægt er, að kippa úr endurskoðunarkröfunum neinu ein- asta af þeim meginatriðum, sem í henni eiga að- felast, án þess að allt um leið verði óstjórnlegur hrærigrautur eða rjettarspillir jafnvel á þeim litla sjálfræðisvísi, sem vjer höfum fengið með stjórn- arskránni 1874. Valtýsliðar hafa sýnt hve langt einfeldnin getur komist í þá átt að leggja snörur Danastjórn- ar sjálfviljuglega fyrir fætur vora og hinir ýmsu aðrir utanveltu brallarar, sem stjórnarbarátta vor hefur verið háð við síðan 1886, hafa útvegað sjer svo óræka, sögulega vitnisburði þess, að þeir geti ekki boðið þjóðinni neina boðlega uppástungu til breytinga á hinu gamla endurskoðunarfrum- varpi, að það gengi sannarlega brjálsemi næst, ef þeir ætluðu sjer enn á ný að fara að hampa varn- ingi sínum framan í þjóðina. Miðlunardellan frá 1889 á sjer enga fylgend- ur hjer, sem málsmetandi sjeu, því þó einn eða tveir menn, sem flæktust inn í hana á sínum tíma kynnu að hafa nokkra hvöt af andlegri eigingirni og þrákelkni til þess að halda enn með ágæti þeirrar ranhugsuðu og skaðlegu stefnu, þá mundu þeir ekki þora það vegna almenningsálitsins, sem fyrir löngu hefur kveðið upp fullnaðardóm yfir miðlara humbuginu. Vjer höfum í þessu efni styrka og trygga stoð hjá almenningi i Eyjafjarð- arsýslu, sem nú hefur erít þá stöðu meðal kjör- dæma landsins að halda best og fastast rjettu horfi í stjórnarmáli voru, en áður en glamrarar og kíikkumenn tóku að hafa orð fyrir Þingeying- um fyrir nokkrum árum, munu þessar sýslur hafa álitist almennt eiga þann heiður skilinn. En í öllu falli er mjer óhætt að fullyrða, hvað sem hver segir þar um, að alflir fjöldi Þingey- inga vill hata stjórnarbót, og 1 efjast hennar á löglegan hátt, en ekki með óþinglegu bakdyra- makki nje öðrum ' aðferðum, sem löggjafarvaldi landsins eru ósamboðnar, og sá fámenni flokkur, sem i orði kveðnu þykist ekkert vilja heyra um neina stjórnarbót, mun eigi geta leikið neinn þátt í afdrifum mála hjer, hvorki á þingmálafundum nje kjörfundum. Öll ráðin eru, sem betur fer hjá. þeim, sem vilja gjöra skyldu sína í þessu máii,. þó af veikum mætti sje, með alvarlegu og ein- beittu fylgi við þá einustu stefnu í endurskoðun- armálinu,sem miðar til heilla fyrir land og þjóð.... .4 meðal þeirra eru menn sem hafa sýnt með sinni framkomu í þessu og fleirum málum að þeir eru vel komnir að því trausti sem þjóðin hefur borið til þeitra og mun halda áfram að gera. . . .“ *

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.