Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 09.03.1898, Qupperneq 1

Dagskrá - 09.03.1898, Qupperneq 1
II, 93. Reykjavík, miðvikudaginn 9. mars. 1898. Fundur verður haldinn í „Dýraverndun- arfjelagi Reykjavikur" föstudaginn ii. þ. m. kl. 8 e. m. í leikfimishúsi barnaskólans. Þangað eru allir velkomnir, bæði karlar og konur. Lög fje- lagsins verða lesin upp og ýmisl. fleira. Oskað eptir að sem flestir mæti, hvort sem þeir eru í fjelaginu eða ekki. Form. Breytingar á landbúnaðinum. (NiðurL) Eina breytingu mætti hjer nefna enn, sem jeg hygg að verði óhjákvæmileg afleiðing af lækkun sauðfjárverðsins á markaði, og sú breyting mun vafalaust hafa mikla þýðingu fyrir alla hina inn- lendu verslun með afurðir landbúskaparins. Jeg hygg að það verði ekki langt þangað til að þær sjáf arjarðir, sem best eru fallnar til þess, verða ræktaðar upp í stærri stíl en áður hefur ver- ið með þeim áburði, sem sjórinn ber að landi, og að heyið verði aptur selt til verslunarbæja og ann- ara staða, sem ekki geta framleitt hey, jafnódýrt. Sú grundvallarsetning í landbúnaðarlöggjöf vorri, að bændur megi ekki selja hey af ábúðar- jörðum sínum, getur alls ekki staðist með nein- um skynsamlegum rökum, að því er snertir þær jarðir, sem geta fengið áburð af öðru heldur en áhöfninni sjálfri. Það er auðsætt, að peninga- verðið á heyinu eitt út af fyrir sig verður á slík- um jörðum að segja til, hvort rjett sje að selja heyið eða ekki. Og það er enn fremur auðsjáan- legt, að víða er gras ræktað við verslunarstaði með svo miklum kostnaði, að það mundi borga sig ágætlega fyrir bændur á sumum nærliggjandi jörðum að gera heysölu til bæjanna að atvinnu- vegi sínum. Til dæmis að taka, mun mega fullyrða, að hver dagslátta af túni í og við Reykjavík mun kosta að minnsta kosti helmingi meira heldur en jafnstór ræktaður blettur mundi kosta á nærliggj- andi sveitajörðum, sem liggja að sjó. Flutning- urinn á heyinu til Reykjavlkur er í rauninni sá eini kostnaður, sem þyrfti að leggja ofan á, við samanburð á því, hvar túnasljettan mundi borga sig betur. En aptur leggjast aðrir útgjaldaliðir á Reykjavíkur-túnið, svo sem afgiald til bæjarins, flutningur á áburði o. s. frv. sem munu gera meira •en vega hitt upp. 011 vinna við túnaslætti og hey- hirðing getur auk þess orðið ódýrari í sveitinni, •en það sem mest er um vert er þó það, að land- rýmið fyrir túnasljettun, getur þar kallast ótakmark- að, og víða hægt að velja um feitan hentugan jarð- veg fast fram við sjóinn, í stað grjótholtanna og mýranna, sem jarðabótamennirnir í Reykjavík verða að láta sjer nægja. Það mun vera öllu til skila haldið, að það borgi sig fyrir aðra en eptir- komendurna, að rækta upp tún úr stórgrýti undir svo erfiðum atvikum, eins og Reykvíkingar verða að sæta, og væri grasrækt með þara rekin af afli 1 einhverri sjáfarsveit nálægt bænum, mundi þessi túnskækla-búskapurReykvíkinga brátt leggjast nið- ur, og væri það góð og þörf breyting, einkum fyr- ir bygging bæjarins, sem nú er þanin út yfir öll takmörk, öllum sameiginlegum fyrirtækjum höfuð- staðarins til vanþrifa. Að því sem kunnugt er, mun það svo að segja vera óþekkt hjer á landi að nota þara og þang stöðugt og rjettilega til áburðar, og er það þó of- ur einföld aðferð, sem beita má til þess, að gjöra hvorttveggja að ágætis áburði. Ef menn hefðu tíma til þess að blða eptir því að nauðsynleg efn’abreyting yrði í þaranum og þanginu, þá gætu rnenn borið þarann á jörð- ina alveg eins og tað og mykju og með jafngóð- um árangri. Einnig væri mikið betra að hafa gamlan þara til undirburðar, þó það megi vel tak- ast að nota hann eins og hann er tekinn í fjör- unni. Oskiljanlegt er það, að fjelag skuli ekki þeg- ar fyrir löngu hafa myndast í Reykjavík til þess að rækta upp tún á einhverju af nesjum þeim sem liggja næst. Það fyrirtæki hefði getað verið mjög hagnaðarsamt og stórum álitlegra heldur en margt annað, sem fje hefur verið lagt til. En það sýn- ir eitt meðal annars, hve nauðalítinn áhuga menn hafa á landbúnaðarmálum hjer á landi jafnvel þar, sem peningar eru til og framtakssemi með, þótt hún snúist, því miður, fyr að öllu öðru en því, sem landsmönnum riði mest á að byrjað væri á. Búi. r Olögleg útgerð. Á fundum þeim, sem haldnir hafa verið með- al sjómanna síðustu daga, hafa tvívegis komið fram athugasemdir um ýmislegt, er skorti á lög- legan útbúnað þilskipanna, en einkum hefur hr. Sv. Egilsson bent á tvö atriði, sem virðast vera þess verð, að þeim sje gaumur gefinn. Hr. Sv. E. skýrði frá því, að bátar þeir, sem fylgja skipunum, væru flestir eða allir ónógir til þess að rúma skipshafnirnar, og er slíkt alveg ó- forsvaranlegt og væntanlegt að úr því verði bætt svo fljótt sem unnt er. Mönnum mundi þykja hart, ef svo atvikaðist, að meiri eða minni hluti skipshafnar týndist fyrir svo vítavert skeytingar- leysi, en það er auðsætt, að líf skipverja getur verið undir þvt komið, að þeir geti fleytt sjer frá borði. Hitt atriðið, sem hann tók fram, er það, að þilskip eru hjer ekki látin hafa nein sjerstök ljós- merki,er þau liggja á fiski eðaeru í öðruþví ástandi, aðþeim verði ekki stjórnað tilþess að víkjafyrir öðr- um skipum samkvæmt siglingareglunum. Hin al- gengasta regla um þessi merki er sú, að skip skuli undir slíkum atvikum hafa tvö hvít ljós einhvers- staðar þar á skipinu sem best sjest til þeirra. Skal bilið milli þeirra í hæðinnj vera ekki minna en 6 fet og ekki meira en io. Bil skal einríig vera milli þeirra reiknað eptir kjallínu, ekki minna enn 5 og ekki meira en 10 fet. Lægra ljósið skal vera framar á skipinu, og bæði skulu vera þann- ig gjör, að þau lýsi í allar áttir og sjáist á dimmri nóttu í hreinu veðri ekki minna en 3 enskar míl- ur frá skipinu. Auk þessa er venjulegast að hafa kyndil til taks, til þess að bregða upp á móti skip- um, er kunna að koma aptan að því skipi, sem liggur á fiski eða er ekki undir stjórn, þvt það getur opt staðið svo á að Ijósmerki þess sjáist þá ekki, og seglum er einmitt svo hagað, þegar þilskip liggur undir hand-færi, að þau geta skyggt á, einkum ef skip siglir að í hlje. Bæði samkvæmt hlutarins eðli og almennum ákvæðum hlýtur það að álítast bein skylda þeirra, sem bera ábyrgð á útgerð skipanna, að sjá um að skipshafnirnar gefi bjargað sjer frá skipinu 1 bátum, ef svo ber undir, og hvað hið síðara at- riði snertir, þá eru ljós fyrirmæli um það í hin- um íslensku siglingareglum, að eitt hvítt Ijós skuli hafa uppi, er sjáist fjórðung mílu, þá er þau liggja á fiski, og að þau megi auk þess sýna Ijósblossa við og við, en þessu ákvæði mun ekki vera fylgt, enda virðist það ekki eins fullnægjandi eins og hinar ofanneíndu reglur, er látnar. eru gilda fyrir frönsk og ensk skip, þv! hið sama merki, er einn- ig fyrirskipað þá er skipin liggja við akkeri, en ekki er óhugsanlegt að það geti gert nokkurn mun í þessu efni, hvort skipið liggur við festar eða stendur á fiski. Þegar rnörg þilskip eru saman _á fiskiveiðum, ef til vill á litlu svæði, getur hver maður sjeð, hve mikil hætta mönnum og skipum getur stafað af þvl að vanrækja hin lögskipuðu ljósmerki, og er næstum óskiljanlegt, að slíkt skuli vera látið koma fyrir á þilskipunum, jafnvel eptir að menn hafa kvartað um það við hlutaðeigendur. Sjómanna-samtökin. Þess var minnst fyrir nokkru í Dagskrá, að ósamþykki hefur verið milli útgerðarmanna á eina hlið og þilskipaháseta á hina út af nýrri reglugerð um viðurværi sjómanna. Nefnd sú sem kosin var saman af báðum flokkum til þess að jafna ágrein- inginn, gat ekki orðið á eitt sátt, og hjeldu sjó- menn þvl fund með sjer síðar, þar sem þeir bund- ust loforðum um að halda saman til þess að fá því framgengt, að ýmsum ákvæðum hinnar nýju reglugerðar yrði ekki beitt. Eór svo, að útgerð- armenn allir ljetu eptir kröfum háseta við lög- skráning þeirra á skipin. Þetta er hin fyrsta verulega „skrúfa", er sjó- menn hafa gert hjer, og verður- því ekki neitað, að Jiún sýnir að þeim getur orðið mikið á- gengt með samtökum gagnvart útgerðarmönnum. En vonandi er að slíku verði ekki beitt til þess að gera báðum málsaðilum erfiðleika eða fjár- tjón, heldur að eins til þess að knýja fram rjettlátar kröfur, sem vel geta staðist með hagsmunum sjávarútvegsins, og til þess að tryggja gott samkomulag milli háseta og út- vegsmanna framvegis, þurfa skipaeigendurnir auðvitað ekki stður en hinir, að sýna lipurð og sanngirni í öllum málum, sem ágreiningi mundu geta valdið. Fj. - konan og landbúnaðurinn. Fjk. flytur þá kenningu í síðasta tölubl. að sökum þess að kart'óflur kosti í Danmörku ekki V3 af því sem þær kosti hjer, þá sje auðsætt, að ekki sje tilvinnandi að ala svín hjer á mjólk. Sama málgagn segir einnig að Danir ali svín mjög á undanrenning, en þetta þyki þeim þó ekki svara kostnaði vegna þess að þeir geti selt undanrenn- ingarostinn fyrir 12 aura pundið. Loksins fræðir blaðið menn á því, að mjólk sje dýrari hjer en í Danmörku, og er sú villa blaðsins víst ekki sprott- in a.f því, að ritstjórninni sje ekki kunnugt um verð mjólkur hjer, heldur af hinu, að Fjk. hefur ekki minnstu hugmynd um mjólkurverð hvorki í Danmörku nje annarstaðar erlendis. Allir, sem þekkja nokkuð til landbúnaðar Dana síðustu ár, vita það, að svínarækt þeirra. hef- ur tekið afarmiklum framförum, einna helst síðan þeir tóku að nota mais til svínafóðurs, sem þeir og nota enn þá og þykir borga sig vel. En um þetta er Fjk. ekki kunnugt, og hefði blaðið því ekki átt að vera að meta gildi þessa svínafóðurs fyrir Dani. I einu orði að segja, væri Fjk. ráðlegast að reyna fyrst að gjöra sínar eigin kenningar um landbúnaðinn skiljanlegar og læsilegar áður en hún tekur að sjer að gjöra athugasemdir um það sem aðrir skrifa um þetta mál. Blaðið hefur sýni- lega allt of litla þekkingu á því, til þess að geta sagt þar um nokkurt orð, sem er nokkurs virði til annars heldur en að henda gaman að því. ____________ Búi. Svar til Fj. - konu - mannsins. Þareð jeg hef orðið þess áskynja, að ýmsir bæjarmenn eigna mjer grein þá, er rit- uð var í „Dagskrá" nýlega með undirskript „Fr“. skal jeg leyfa mjer að gefa þær upp- lýsingar, að jeg er ekki höfúndur að einu einasta orði í henni, og hefði mjer aldrei dottið í hug að rita slíka grein, þótt jeg sje höf. hennar öldungis samdóma að sumu leyti. Jeg mundi t. d. aldrei hafa látið mjer koma til hugar að fara þeim orðum um „Thorvald- sensfjelagið", sem þar koma fram, því það fjelag á, frá mínu sjónarmiði, miklar þakkir skildar, þar sem það fyrst og fremst hefur haft ókeypis kennslu fyrir fátæk stúlkubörn og þar að auki veitt mörgum þurfandi mönn- um fæði um langan tíma þegar harðast var og helst var þörf á því, fyrir alls ekkert end- urgjald. Bæjarmenn ættu einmitt að vera því fjelagi þakklátir og væri þess óskandi að það hjeldi áfram störfum sínum framvegis í sömu átt með jafnmiklum mannkærleika og það hefur gjört að undanförnu. Grein þessi eptir hr. Fr. hefur haft þau áhrif, að nokkrir menn hafa fundið hjá sjer köllun til þess að taka penna og þar á með- al skrifar einhver í Fj. - konuna síðast. Hon- um virðist eins og mjer og fleirum að hr. Fr. fari óverðugum orðum um „Thorvaldsens- fjelagið", en hann gjötir sig jafnframt sekan í því að beina nokkrum ósanngjörnum orð- um að tveim öðrum fjelögum þjer í bænum, sem sje „Kvennfjelaginu" og „Hvítabandinu" eða „Bindindisfjelagi íslenskra kvenna". Það er eins og höf. haldi að öll fjelög sjeu stofn- uð í sama tilgangi. Af því að „Thorvaldsens- fjelagið" er líknarfjelag, ímyndar hann sjer að »Kvennfjelagið« hljóti að vera það líka, enda þótt allir, sem lesið hafa lög þess og kunnugir eru tilgangi þess, viti það að slíkt er misskilningur. Jeg skoða »Kvennfjelagið« miklu fremur sem »framfarafjelag« en líknar- fjelag eingöngu. Það er fjelag sem íslenska

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.