Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.03.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 09.03.1898, Blaðsíða 3
389 Kjaptaskúmurinn. Það er enginn sjerlegur vandi að vera kjapta- •skúmur hjer, því hjer er hlegið með maganum. Enginn þarf að vera fyndinn til þess að vera á- litinn það, og að segja gott orð er hjer það sama sem að hafa ófyndið orð illa eptir. Það er ótrúlegt, hve lengi fátæk andagipt ;getur lifað hjer á því að tönglast á illa sagðri, marg-uppsoðinni lygasögu. Menn skyldu halda, að einhver neisti hefði upphaflega þurft að vera í henni til þess að hún gæti frá fyrstu komist á flot og að svo lítil ögn af kryddi þyrfti að fylgja henni frá sögumanni sjálfum, þegar maður heyrði hana, segjum í tíunda sinn. En því er ekki svo varið. Þeim er laumað út frá fyrstubyrjun viðbjóðs- lega óhlægilegum, og 1 hvert skipti sem þær ganga í gegnum hina lítilþægu sögusafnara bætist við ör- lítið korn af andaleysi þess, sem flytur sögnina. Jeg þekkti einu sinni kjaptaskúm, sem skaraði fram úr í því eina, sem eðii hans var skapað til, sem sje í því, að vera enn þá leiðinlegri og óheim- legri heldur en aðrir skúmar af sama tagi.—Hann hitti mig einu sinni á gangi og jeg sá strax á nokkurra faðma færi, að einhverri heimsku hafði verið hellt nýlega inn í hlustirnar á honum. Mað- urinn vat hlaðinn af óbærilegum fögnuði yfir því að hafa eitthvað meðferðis, annað heldur en næst- síðustu þvættituggu, er honum hafði verið lánuð til flutnings meðal manna. Hann iðaði í skinninu -og gatan var ekki nógu breið fyrir hann, svo gleið- -.stígur og fasmikill var hann. Jeg bjóst ekki við neinni skemmtun af hon- um í þetta sinn fremur en endranær og ætlaði að víkja af vegi hans, en þessir þrír faðmar leyfðu ekki að komast fram hjá sagnameistaranum, sem jeg vil ekki láta ógetið, að kominn er í beinan karllegg af Snorra Sturlusyni. „Hefurðu heyrt það“ — svona byrjaði sagan •eins og endra nær og jeg bjó mig til þess eins ■og optar að verða fyrir einhverri velkunnri romsu, sem gæti enst til þess að eitra mjer einar tvær, þrjár mínútur af lffi mínu. Jeg nam staðar, klemmdi hlustirnar saman og horfði á þetta furðu- verk nítjándu aldarinnar. Hann sleppti ekki lot- unni fyr en sagan var búin, og svo stundi hann við eins og maður sem fleygir niður þungri byrði og varpar mæðinni. Sagan var að því leyti ný, að hann var sjálfur mjög við hana riðinn; honum hafði verið stefnt til að mæta og bera vitni um þvætting, sem einhver hafði einhvern tíma heyrt honum fara um munn. Snorrasen var ekki óglað- ur yfir þessu, því það bar ekki opt að höndum, að menn hvettu hann til frásagna að fyrra bragði, en nú heimtaði rjetturinn það, að hann legði af sjer tiltekinn hluta af sínu andlega hafurtaski. Jeg sá að hann ætlaði að fara að búa sig til að koma með eitthvað annað í viðbót, enn þá ógirnilega til fróðleiks og flýtti mjer fram hjá honum áður held- ur en hann var kominn á nýtt skrið til þess að breiða sig yfir alla götuna. Mjer tókst að kom- ast nógu langt til þess að temn áliti mig misstan sem áheyranda í þetta sinn, en þegarjeg leit um öxl nokkur skref þar frá, til þess að sjá hvort hann elti mig, var nýtt Sarinleiksvitni gengið í greipar honum og hann hafði borað sleikifingrinum í gegn- um efsta hnappagatið á treyju hins nýja áhlýð- anda og hjelt honum föstum meðan hann hellti yfir hann lotunni. Jeg hef margsinnis orðið fyrir þessum sístarf- andi frjettapósti, bæði á þann hátt, að hann hef- ur misbrúkað tómstundir mínar til þess að neyða hjegiljum sínum inn í eyru mín, og einnig á þann hátt, að hann hefur ýmist frumsamið eða endur- bætt ýmsar lygasögur um mig, og sagt mjer þær í vin- áttskyni. Og næst því að vera laus við að heyra til þessa manns þótti mjer ágætast að sjá hann ekki heldur fyrir augunum svo jeg sneri mjer í þá átt sem jeg átti að fara og reyndi að bæla niður í huga mínum þær óþægilegu tilfinningar, sem vaknað höfðu hjá mjer við það, að hitta kjaptaskúminn. Jeg heyrði nokkru slðar að hann hefði fljettaðinn í framburð sinn fyrir rjettinum svo' mörg manna- nöfn, að einhver góður borgari bæjarins fann hvöt til þess að fá málsaðilana til þess að hefja sökina, og varð hann fyrir óvild margra forvit- inna áhlýðenda þess vegna, en sagt er að nokkr- ir jafningjar og málkunningjar Snorrasens hafi kunnað borgaranum góðar þakkir fyrir. K. íbúðarhús Til sölu er ágætlega byggt íbúðarhús á góðum stað í bænum. Stór lóð fylgir með og útihús. Húsið er hæfilegt fyrir 3 fam- ilíur. Verð og borgunarskilmálar hvorttveggja mjög vægt. Semja má við ritstj. þessa blaðs. Góð bújörð, einhversstaðar í sveitunum suður með sjó óskast til kaups af norðlenskum bónda, sem vill flytja suður. — Kaupverð borgað strax í peningum. Ritstj. vísar á kaupanda. Sótthreinsunarmeðul. Ef tekin eru í einu 50 ® af klórkalki kostar pundið 17 aura, og ef tekin eru í einu 50 ® af saltsýru kostar pundið 14 aura, og ef sveitarfjelög vildu kaupa þessar vörur í stórkaupum gef jeg ennfremur mikinn af- slátt af þessu verði, eptir því hvað mikið er keypt. Pantanir verða að koma nægilega snemma, því þótt jeg hafi nú mörg hundruð pund af þessum vörum, þá nægir það ekki, ef bændum er nokkur alvara að vilja losna við fjárkláðann. Reykjavíkur Apothek 1. mars 1898. E. Tvede. l»eir sem vllja selja ódvra gamla torfbæi, í Reykjavik geta snúið sjer til Gísla Þorbjarnar- sonar, Skólavörðust. 12. Það mun borga sig. Ný hús. vel vönduð fást nú keypt hjá Gísla Þorbjainarsyni fyrir mjög gott verð, og með á- gætum skilmálum. Jarðir fást einnig hjá sama. „Betra seint en aldrei“. Nú eru menn farnir að sjá, að enginn selur hús og jarðir ódýrar eða með betri kjörumen Gísli Þorbjarnarson búfræðingur í Reykjavík. Lesari! Ef þú í æskunni hefur verið óvarkár í að gæta heilsunnar og ekki hlýðnast sem best náttúrulögmálinu, svo að þig nú vantar lífsaji og þú eldist fljótt, taktu þá daglega inn 30—40 dropa í einu af hinum styrkjandi og uppyngjandi elixír »Sybilles Livsvœkkerv. lífsaflið og vellíðan sú, er þú hafðir áður, mun koma aptur. Þegar higurinn bilar, minnið sljófgast. 16 ■ekki ungur kvennmaður, og þó gat jeg ekki minnst að hafa sjeð nokkra þá stúlku, hversu fríð sýnum sem hún hafði verið sem eins gat hrifið mann, tekið með valdi athygli manns og haldið því í jafnsterkum íjötrum og þessi kona. Var það sál hennar sem tók mann þessum efldu tökum, eða var það ein- hver annar hamramur leyndarkrapturf Jeg rifjaði upp fyrir mjer einu sinni enn heimsókn hennar kveldið áður, og jeg gat alls ekki ráðið neitt af þeirri dul, sem hvíldi yfir þessari konu og háttalagi hennar, sem mjer hafði fundist mjög ein- - kennilegt allan daginn. — Hún leit trauðla við mjer allt kveldið, og gerði þó á hinn bóginn alls enga tilraun til að sneiða sig hjá mjer. Jeg mundi eptir því. að hún um leið og hún stóð upp frá hljóðfæraslættinum sem enn þá kvað við í eyrum mínum, leit á mig sem allra snöggvast. — Þetta eina augnaráð, þó ;stutt væri, var nog til þess að komu blóði mínu í sterka hreyfingu, og vekja hjá mjer einkennilega sterkar geðshrær- ingar. — Jeg stökk á fætur úr sæti mínu og vann þess heit að hugsa ekki framar um fröken Enderby. Jeg var þreyttur og þótti vænt um að geta farið að hátta og sofa. Jafnskjótt og jeg hallaði höfði mínu að koddanum, datt jeg útaf steinsof-- andi, en það fór á sömu leið með svefninn í það skipti eins og farið hafði 24 klukkustundum áður. — Jeg hrökk upp af fasta svefni. Það var niðadimmt í herberginu, og jeg sat uppi í rúminu og^hlustaði vandlega. I því augnabliki að jeg vaknaði vissi jeg ekki vitund hvar jeg var, og mjer flaug ■ekki í hug fröken Enderby, frekar en hlutur sem jeg hafði aldrei sjeð eða heyrt um getið. Allt í einu mundi jeg eptir •öllu sem skeð hafði. — Jeg rifjaði upp fyrir mjer það sem skeð hafði daginn áður, og jeg verð að játa að mjer rann kallt vatn milli skinns og hörunds; það fór hryllingur um mig allan er jeg hugsaði um loforð fröken Enderby, um að koma að heimsækja mig aptur í nótt. — Skyldi hún koma? —'Auð- vitað ekki. Það var hlægileg hugmynd, þar sem hún býr og 13 að komast í húsið, og heimsækja mig um hánótt í herbergj- um mínum. Jeg var svo niðursokkinn í að hugsa um þetta, að jeg gætti trauðla áð svara frú Perowne orði til orðs; hún hafði víst fulla ástæðu til að álíta mig miður kurteisan gest. -— Skömmu eptir morgunverð voru hestar leiddir í hlað og margir af gestunum bjuggust til að lypta sjer upp á hest- baki dálítinn spöl. — Þar á meðal var jeg einn og Constance. Við riðum samsíða og það gladdi mig að sjá hversu lítil merki hið bjarta og glaðlega andlit hennar bar um það sem fram hafði farið deginum áður. Hún ljek á alls oddi af fögn- uði ög ljet í ljósi ánægju sína yfir því, að hún fengi að njóta góðs af minni „góðu samfylgd" eins og hún komst að orði. — Jeg get ekki neitað því, að hennar barnslega hjal fjell mjer mjög vel í geð. „Jeg er hálfleið yfir nokkru sem jeg varð að lofa mömmu í morgun sagði hún. „Hvað var það?“ „Að jeg skyldi aldrei leyfa Louisu að dáleiða mig framar“. »Það gleður mig mjög«, að þjer hafið lofað því; en nú skulum við heldur tala um eitthvað annað*. „Með ánægju. — En hvað blessað veðrið er fagurt. — - Við skulum ríða hjer beint yfir blána þá arna". — Jeg var því samþykkur. — Við slóum í klárana og að lítiili stundu liðinni vorum við komin langt á undan öllum hinum. Þegar okkur þótti nóg riðið fórum við af baki við veginn til að láta hestana kasta mæðinni. „I aðra röndina þykir mjer hálfleiðinlegt að jeg skuli hafa lofað mömmu þessu. — Mig hefur alltaf, frá því fyrsta að jeg man eptir mjer, langað til að láta Louisu dáleiða mig. — Mamma segir að Louisa hafi í æsku verið undarlegt barn, og gjörsamlega ólík öllu sínu ættfólki. Þegar hún var að alast upp var hún látin fara til annara landa til að mennt- ast, og hún kom ekki heim fyr en hún var fullvaxin stúlka

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.