Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.03.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 09.03.1898, Blaðsíða 4
390 sjónin þver og itinn daglegi starji gj'órist erf- iður í stað pess að veita ánœgju, þá gjörið þjer góðverk gagnvart sjálfum yður og ætt- ingjum yðar, með því að brúka þennan í sannleika undursamlega elixír, daglega. Sje meltingin í ólagi þá hafa menn ekki not af matnum, og lík- aminn verður þá blóðlítill, taugaveiklaður og magnlítill. Hversu margir eru það ekki, sem ár eptir ár lifa í slíku sorglegu ástandi, blátt áfram af því þá vantar styrkjandi og lífgandi meltingarmeðal. Lesari, ef þjer er annt um heilsu og líf máttu ekki vera skeytingarlaus um heilsuna og kasta frá þjer öllu, sem veitir ánægju í lífinu. Herra læknir Melchior í Kauptnanna- h'öfn skrifar meðal annars: Það er sjaldgæft, að nokkur samsetning svari til nafns síns eins vel og þessi elixír, því hann er vissitleea lífsvekjari, sem veitir manni matarlyst, lífgar lífsöfl þau, sem eru hægfara og ljettir meltinguna. Hann ætti aldrei að vanta á nokkruheimili". Menn ættu ætið að hafa glas af „Syb- illis Livsvækker“ við hendina, og mun það vel gefast. »Sybilles Livsz’œkkern er búinn til í „Frederiksberg chemiske Fabr- ikker“ undir umsjón professor Heskiers, y>Sybilles Lifsvœkker« sem með allrahæstu leyfi 21. maí 1889 er leyft að kaupmenn selji, fæst á þessum stöð- um á 1. kr. 50 aura glasið: í Reykjavík hjá hr. kaupm. Bimi Kristjánssyni —------------— Gunn. Einarssyni A Isafirði--------- - Skaga-str.-------- - Eyjafirði — - Húsavík--------- - Raufarhöfn------ - Seyðisfirði----- Skúla Thoroddsen F. H. Berndsen Gránufjelaginu Sigfúsi Jónssyni Sigv. Þorsteinss. J. A. Jakobssyni Sveini Einarssyni C. Wathne Á Seyðisfirði hjá hr. kaupm. S. Stefánssyni — — Gránufjelaginu - Reyðarfirði— — — Fr. Wathne - Eskifirði — — — Fr. Möller. Einkasölu fyrir Island og Færeyjar, hef- ur stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson, Cort Adeleregade 4, Kjöbenhafn K. — Lífsábyrgðarfjelagið STAR er hið hagkvæmasta og besta lífsábyrgðar- fjelag, sem hægt er að hugsa sjer, því að fyr- irkomulag þess er þannig, að í raun rjettri er hver ábyrgðareigandi meðeignarmaður í fjelaginu, án þess þó að hafa neina ábyrgð á skuld- bindingum þess, og fær níu tíundu hluta af ágóðanum, sem -er útbýtt fimmta hvert ár meðal þeirra, er ábyrgðir eiga. Uppbót þessa eiga ábyrgðareigendur kost á að taka með þrennu móti: 1. Fá hana borgaða tlt jafnóðum. 2. Leggja hana við höfuðstóiinn. 3. Láta hana minnka iðgjöldin. Eptir því sem eignir fjelagsins aukast °g ágóðinn verður meiri eftir því fer uppbót- in stöðugt vaxandi. Þeir eru kallaðir rcglumenn, sem ekki drekka nema eina hálflösku af öli á dag, en þó eyða þeir fyrir það nálægt 73 kr. — sjötíu og þrem krónum á ári. Fyrir það gæti tvítugur maður tryggt líf sitt fyrir 4000 kr. — fjórum þúsundum króna. Ætli það væri ekki munur fyrir fátæka eptirlifendur lát- inna manna að fá 4000 kr. svo að örbyrgð og kvíði fyrir framtíðinni þyrfti ekki að bæt- ast við sorgina og söknuðinn]? Þetta ættu allir hugsandi menn að íhuga alvarlega. »Star“ er besta fjelag sem menn eiga kost á að tryggja líf sitt í; allar nauðsynlegar upp- lýsingar því viðvíkjandi fást hjá Sig. JÚI JÓ- hannessyni á Skólavörðustíg 11. ki. 12—1 og 5—6 e. m. á hverjum virkum degi. SKOSMIÐUR nýkominn til bæjarins Páll Halldórsson, er settstur að í húsi söðjasntiðs Sigurðar Bjarna- sonar við Laugaveg. Hjá honum getið þjer feng- ið vandaðan skófatnað og allt er að skósmíði lítur ódýrara en hjá öllum öðrum. Komið! sjáið og kaupið, ef þjer viljið versla yður til hagnaðar. Tvö herbergi vel sett í bænum, með Ijósi, hita og góðum húsbúnaði óskast til leigu strax*. Hús fyrir ofan læk er til leigu frá 14. maí fyrir mjög lága leigu. Góð íbúð og geymsla*. Jörð til leigu. Jörðin Úlfarsfell í Mosfellssveit fæst til abúðar frá næstu fardögum. Reykjavík 28. febr. 1898. Éinar Benediktsson. Biðjið ætíð um Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surrogat ódýrasti og besti kaffibætir. F. Hjortli & Co. Kjöbenhavn K. Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúífengur og fínn svaladrykkur. »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum stórstúku Danmerkur af N. I. O, G. T. er bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir ísland: F. Hjorth & Co. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár. 14 — rjett áður en þetta hræðilega slys kom fyrir afa, sem hann aldrei bíður bætur af“. „Hvað var það?“ »Það var dauði föður míns, herra Gilchrist. Hann var einkasonur afa, og ^iptist mjög ungur, að eins 21 árs gam- all, og dó“ — sagði hún með grátstaf í hálsinum, »nokkr- um mánuðum áður en jeg fæddist. Mamma talar ekki opt um hann, en þó einstöku sinnum, við mig. Ef þjer viljið ein- hverntíma láta svo lítið að heimsækja mig í herberginu mínu, skal jeg sýna yður mynd af honum. — Jeg elska þá mynd, og stundum finnst mjer að hann sje í herberginu hjá mjer. — O, elsku pabbil Öllum þótti svo fjarska vænt um hann og hann dó svo hryllilega, sorglegum dauðdaga. Hann drukkn- aði við laxveiði hjer um bil tvær mílur frá Queens Marvel. Mamma varð nær því frávita af harmi, og afi bar sig engu betur. Hann fór einförum frá þeim degi í mörg, mörg ár, og það er ekki langt síðan að það byrjaði ögn að brá af honum. — Hann átti ekki fleiri börn en pabba minn sáluga og Kate föðursystir mína, sem honum einhverra orsaka vegna aldrei hefur þótt neitt frekara vænt um“. „Hver á að erfa Queens Marvel, að honum látnum?* „Jeg, — en jeg vona að þess verði langt að bíða“, svaraði hún og sneri sjer að mjer. „Það er stór arfur handa öðru eins barni og jeg er og jeg segi það satt, að jeg vildi helst vera alveg laus við hann, en það er ekki nærri kom- andi fyrir afa. — Hann segir að jeg verði að búa mig undir að geta staðið í stöðu minni. Hann segist ætla að gera úr mjer stjórnsaman og duglegan kvennmann, sem geti borið með sóma þær byrðar, sem hinum tilvonanda eigandaQueens Marvel, verði á hendur lagðar. En — við eyðum miklum tíma í þetca mas, herra Gilchrist. -— Það er tími til kominn að fara að hugsa til heimferðar". Þegar við komum heim höfðu nokkrir gestir bættst við á meðan við vorum fjarverandi; um kveldið var mikill glaum- ur og gleði í gestasalnum. — Fröken Enderby var í sama i5 svarta floskjólnum með sömu demantsstjörnuna í hinu dökka hári sínu og kveldið áður, og þrátt fyrir sitt hversdaglega andlitog fas, var hún lífið og sálin í öllum gleðskapnum. Henni lá fremur lágt rómur, röddin var djúp og hreimsterk, og eitt- hvað það í málrómi hennar, sem gerði það að verkum, að- þegar hún talaði, sneru allir sjer við til þess að hlýða á hana. Henni sjálfri óafvitandi og án þess að hún gerði sjer neitt far um það, skemmti hún öllum, sem í kringum hana voru með allskonar kýmnissögum, sem hún hafði aðdáanlegt lag á að gera kátlegar og hugþekkar. Þegar samtalið var að deyja út á vörum manna bljes hún nýju lífi í hópinn, og- þegar það var komið á sæmilega hátt stig, með glaðværð og gáska, hjelt hún því innan hinna rjettu takmarka. Eptir ósk minni ljek hún á hljóðfærið í borðstofunni; jeg bað hana einnig um syngja eitthvað oss til skemmtunar, en hún svaraði mjer því, að hún ætti engan tón til í eigu sinni. — Það voru einkennilegir og fallegir tónar, sem hún náði úr hljóðfærinu, mjög líkir henni að vissu leyti, — hrífandi og látlausir. Hún ljek töluvert upp úr sjer, og gestirnir röðuðu sjer hringinn í kringum hana og hlustuðu á hana með mestu athygli. Osjálfrátt færðist jeg alltaf nær og nær henni þar sem hún sat og ýmist þaut með eptirtekt mína á hörðu göngulagi, eða batt hana í alvarleguin hugleiðingum með djúpum og stilltum tónum. Allt 1 einu hætti hún að spila í miðju lagi, festi hin sægrænu augu sín á andliti mínu og stóð upp með óheimlegt bros á vörum. „Meira! — spilið þjer meiral" kölluðu margir af gest- unum. — „Nei, þetta er nóg. Jeg er ekki í essinu mínu í kveld“.. Jeg sá að hún gekk rakleiðis í burtu úr herberginu. Litlu síðar var kominn háttatími. Þegar jeg var kom- inn inn í herbergi mín skaraði jeg að eldinum, fleygði mjer í hægindastól og gaf hugsanir mínar á vald fröken Enderby. Hún var í snöggu bragði á að líta eins og fólk er flest, alls

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.