Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.03.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 24.03.1898, Blaðsíða 1
Reykjavík, fimmtudaginn 24. mars. II, 95. Nýkomið með ,Laura‘ ENSKU VERSLUNINA, AUSTURSTRÆTI 16: Hænsnabygg — Bankabygg — Grjón — Hveiti — Overhead — Baunir — Kaffi — Kandís — Export — Saltað flesk — Saltaður Lax — Sardínur — Hummer — Lax — Kaffibrauð og Kex — Kol góð og ódýr — Kalk — Fernisolía — Blakk-Fernis — Skó- leður — Olíukápur — Oltubuxur — Bandajárn — Dragjárn — Araplankar, svenskir. Allt gOtt og ódýrt mjög. W. G. Spenee Paterson. Or Hafnarbrjefi. — — „Enda þótt margt beri við dag- lega svo að segja, er tíðindum þykir sæta hjer úti í heiminum, svo sem t. a. m. fang- elsisdómur Zola karls og hneykslismál Drey- fusar, þá verður maður við og við að gleyma öllu sem hæst er hrópað með, og snúa hug- anum að hinum ómerkilegu og óskemmti- legu viðburðum, sem varða okkur Islendinga sjerstaklega. Eitt af því, sem þýðingarmest þykir nú af þessu tagi, er ritlingur hr. Boga Th. Mel- steðs um pólitíkina íslensku, þar sem dr. Valtýr að vísu fær sitt vel útilátið eins og víðar, en aðrir, sem ætla hefði mátt að mót- stöðumaður Valtyskunnar hefði hlotið að vera með, einnig verða að sæta þeim kjör- um að vera tekinn í gegn af herra Boga. í einu orði að segja, þykir það kynlegt mjög, að höfundur þessi skuli nú vera orð- inn „miðlari", eða látast vera það, því að hann hefur áður komið fram í ýmsum mál- efnum sem einn hinn langstígasti framtíðar- draumamaður meðal vor og ekki virst vera lítilþægur yfirleitt, þá er ræða hefur verið,um endurbætur eða breytingar á högum íslend- inga. Nú er hann, eins og ritlingurinn ber með sjer, harðánægður með þá hugsun, að binda löglega saman íslands mál og Dana í „hnútinn" alþekkta og þannig ráða til lykta þeirri spurning, sem góðir menn hafa áður viljað halda opinni sem maður segir, og láta framtíðina leysa úr, et unnt væri, eptir ósk og vilja landsmanna, þá er þeir kynnu að verða færir um að krefjast rjettar síns og að taka á móti honum. »Önnur uppgjöf íslendinga, eða hvað?“, heitir ritlingurinn, og mun höf. álíta það ljóst ■og skiljanlegt mál, að þar með sje átt við gamla sáttmála og Valtýsfrumvarpið, en það er hætt við, að almennir lesendur muni öllu fremur snúa fyrirsögn ritgerðarinnar upp á stefnu höf. sjálfs. Hún er önnur uppgjafar- tilraunin til næst á eptir Valtýskunni, sem nú er lögst í valinn. Þessi fyrirsögn er í rauninni einkar vel fallinn til þess, að gefa mönnum hugmynd um alla aðalvilluna hjá hr. B. M., sem er sú, að hann hefur rangt að mæla um sína eigin stjórnarstefnu, en að vísu rjett um þá, sem kennd er við Valtý. Ein af síðustu setningum ritlingsins er t. a m, „þessi: »Skiptir það mestu, að halda máli þessu í rjettu horfi og ekki víkja af rjettri leið“, og munu allir geta verið sam- dóma um, bæði að þetta sje rjett í sjálfu sjer, og eins að dr. Valtýr hafi syndgað á móti þessu pólitíska höfuðboðorði, en það er ekki síður Ijóst, að hr. B. Th. M. gerir einn- ig sjálfur það sama og það svo að segja því greinilegar og óafsakanlegar sem hann, eins og aðrir, var aðnjótandi þeirrar leiðrjettingar á miðlunarvillunni, sem varð að kosta tíma og fje til eptir hrafnaþingið 1889. Höf. er svo vel menntaður maður, að engum mun hafa þótt ofverk hans að skilja, að viður- kenndur ónýtingarrjettur Danastjórnar gagn- vart lögum Islendinga felur í sjer uppgjöf á sjerstöðukröfum vorum og er þegar fyrir þá sök óhæfilegur að bjóða, hversu mjög sem hann kynni að verða sykraður í guðspjöll- um miðlunarmanna — — —“. Úr brjefi úr Rangárvallasýslu. .... Það er sannast að segja, að út- lit hjer er allt annað en glæsilegt, þar sem þorri manna stendur nú uppi næstum bjarg- þrota fyrir skepnur sínar og ýmsir búnir að skera nokkuð af þeim, enda munu frjettir þær af ástandinu hjer eystra, er berast til höfuðstaðarins, vera fremur ófagrar, og það þarf svo sem ekki að spyrja að því, hverju sje kennt um þessi heyþrot bænda þegar farið er að „fimbulfamba" um þau í Reykja- vík. Við sveitabændur höfum svo opt feng- ið að heyra það, að það væri fyrirhyggju- leysi voru að kenna og vitlausum ásetningi á heyin, að vjer getum vel gert oss hug- mynd um, hverjar muni verða taldar orsak- irnar nú, þar sem veturinn mátti heita góður fram yfir jól og fje var lítið gefið til þess tíma. — Jeg skal líka fúslega játa það, að hjer eru ýmsir sem litla eða enga fyrirhyggju hafa með ásetning, en þó held jeg samt að hinir sjeu fleiri, sem setja á hey sín eptir því sem þeir hafa best vit á og ástæður til. — Það er stundum ekki svo þægilegt fyrir oss að reikna það út á haustin hve lengi fram eptir vetrinum vjer þurfum að fóðra þá og þá kindina'; vjer erum ekki gæddir þeirri spádómsgáfu að geta sjeð það fyrir fram hverjar eða hve margar sauðkindurnar bráða- pestin leggur að velli hjá oss. Auk þess reynast heyin misjafnlega vel og búnaðar- skólarnir eða búfræðingarnir hafa ekki enn þá kennt oss að meta fóðurgildi þeirra, því 1898. þó Torfi í Olafsdal eða Jósep Björnsson á Hólum hafi einhvern tíma hjer á árunum sent hey til Kaupmannahafnar til efnafræð- islegra rannsókna, þá gagnar það oss lítið. Vjer erum fyrir löngu komnir að raun um ,það, að fóðurgildi heyjanna er mjög mismun- andi, ekki einungis eptir því hvernig þau verkast, heldur eru einnig mismunandi gæði heyjanna hin einstöku ár þannig að þau reynast ljettari til fóðurs eitt árið en ann- að. Það- er því nokkuð hægra sagt en gjört að setja svo á hjá sjer á haustin, að vissa sje fyrir að fóðrið nægi hvernig sem vetur- inn verður. En eitt ætti að vera hægt, og það er að gera skepnurnar ekkki horaðar, því að optast má fóðra fje á heyjunum án þess að gera það magurt, ef nógu snemma er farið að gefa og heyið eigi sparað. Það er ekki ætíð, að skepnur sjeu best útlítandi hjá þeim, sem mestar hafa heybirgðir eða að minnsta kosti veit jeg dæmi til þess, og er slíkt allt annað en lofsvert. En svo langt erum við þó komnir, að það er orðið fremur sjaldgæft að menn vilj- andi geri skepnur sínar horaðar, og einmitt nú, þegar heyþrot eru hjá almenningi, er það þó mikil bót í máli, að skepnur munu næstum undantekningarlaust vera í besta standi, og ef nú kæmi góður bati, er von- andi að öllum sje borgið, því að nokkrireru svo staddir að geta þá hjálpað, enda munu ýmsir ekki geta haldið lífinu í kúnum nema með hjálp annara. Það eru venjulega ekki vetrarharðindin, sem verst útleika oss bændurna, heldur miklu fremur vorharðindin. Það er t d. annað en gaman að halda ám, sem komnar eru að burði i góðum holdum í annari eins tíð og næstliðið vor. Það dugar ekkert þó nóg sje til að gefa þeim, ef heyið er ekki töðugæft og skepnurnar í góðu standi undan vetrin- um. Annars held jeg að framleiðsla búfjár- ins fari nú ekki að verða mjög arðsöm fyrir oss, þegar engin skepna selst nema með hálfvirði móti því sem verið hefur, og þó halda sumir að vjer getum lagt stórlje f jarðabætur. Það má auðvitað segja það, að embætt- ismenn eða bændur, sem eiga fasteignir geti tekið lán í bankanum til jarðabóta, en með hverju á svo að borga lánið aptur? Lands- bankinn tekur ekki skepnur upp í skuldir og þó að eitthvað megi selja af sauðfje til kaupstaða og sjávarsveita, þá er sá markað- ur ekki einu sinni fullnægjandi til þess að fá peninga upp í öll þau venjulegu peninga- útgjöld, er vjer sveitabændur þurfumað inna af höndum auk heldur meira. — Gamall bóndi.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.