Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.03.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 24.03.1898, Blaðsíða 2
396 Sjómannalíf ,,um borð“. (Útdráttur úr lengri ritgjörd) eptir Sv. Egilson. Framh.)* ' í ' jeg vil nú benda á, hvernig þrifnaður gæti þróast á þilskipunum, jafnvel með auð- veldara móti en menn almennt halda. bað er hjer ekki verið að tala um „stássstofur" eða neitt „fínerí", heldur um- hreysi, sem boðleg væru mönnum til íbúðar, og þar þarf ekki að vera „fínt“ inni, en að þar sje þrifalegt og þokkalegt, er aðalskilyrðið fyrir heilbrigði hásetanna og starfsþoli þeirra. Hjer eru almennt búin til olíuföt handa sjómonnum og þykir heppnast eptir vonum; væri þá óhugsandi að einhverjir af kaup- mönnum vorum vildu að vetrinum einnig láta búa til hálmdýnur (madressur)? Það virðist ekkert því til fyrirstöðu, að þær væru búnar til hjer, því ef ekki væri hægt að fá nógan hálm, mætti eins búa þær til úr marhálrm, sem má fá nógan í Kópavogi og ef til vill víðar. Hálmdýnur þessar ættu annaðhvort þilskipaeigendurnir að iáta fylgja hverju rúmstæði, eða þá að hverjum háseta væri gert að skyldu, að koma með eina slíka hálmdýnu í rúmið handa sjer, þegar hann „mætir um borð„ sem kall- að er. — Kæmist þetta á, væri þar við tvennt unnið með því. I fyrsta lagi mundu menn hvílast betur, verða fjörugri og þolbetri til vinnu, og í öðru lagi gætu rúmin á þenn- an hátt verið miklu þrifalegri en þau eru. Kæmi það t. d. fyrir, sem viljað getur til, að einhver flytti með sjer óþrif um borð, er miklu hægra að útrýma sl/ku úr hálmsængum en lausum hálmi eða heyi. Auk þess er ó- hkt hægra að viðra og þurka hálmsæng- urnar, sem ekki væri heldur vanþörf, þar sem menn fleygja sjer opt blautir og illa til reika upp í rúmin, en þegar laus hálmur er í þeim, verður hann venjulega al- drei viðraður eða breiddur til þerris og má nærri geta, hvort þetta spilli eigi loptinu í hásetaklefunum. —------- I hverri einustu borg í allri Evrópu, þar sem sjómennska er stunduð, má fá keypt rúmföt handa sjómönnum: teppi og hálm- sængur, og eins ætti að vera hjer í Reykja- vík. Jeg geri ráð fyrir að það þætti dýrt, að kaupa þessi sjómanna-rúmföt frá útlönd- um, og væri því mikið betra að þau væru búin til hjer; það gæti líka verið dálítil at- vinna fyrir fátækar stúlkur, sem ekkert hafa að gjöra að vetrinum, að búa til hálmdýnur og tepppi handa þilskipunum. En hvern- ig sem þetta væri haft, þá verda hásetarnir að hafa rúmföt er sjeu í einhverju lagi; þau eru þeim alveg eins nauðsynleg að sínu leyti eins og olíuföt, sem enginn mun efast um að þeim sje full þörf að hafa. Það mun vera algengt á þilskipum hjer, að þegar matreiðslusveinninn er barnað aldri, — sem opt er — þá er honum leyft að sofa og hvíla sig eptir að búið er að drekka kaffið kl. 3 á daginn, en stundum notar drengurinn þennan tíma til að slæpast og slóra uppi á þilfari, fá að reyna að stýra skipinu og þekkja á kompásinn o. s. frv. Að þessu finnur enginn og skipstjóri mun sjaldan bannaþað, en matreiðslusveinum ætti al- drei að vera leyft, hvorki að fara að sofá nje heldur að slæpast uppi á þilfari, fyr en þeir væru búnir að hreirgjöra og þrifa allt til niðri. Það erjafnt skylda matreiðslusveinsins að elda matinn og halda öllu hreinu, eins og það er skylda skipstjóra að kunna sjálfur allt það, er hann heimtar af hverjum háseta. — Jeg hefi nýlega haft dreng fyrir innan fermingu, sem átti að elda handa iomanns, þvo káetuna m. fl. og geta allir ímyndað sjer, hvernig svo ungur piltur hafi leyst þessi störf af hendi. Það liggur svo sem í augum uppi, að það er ekkert vit í að hafa slík börn fyrit matreiðslusveina, en raunar erþað í sjálfu sjer þó engú verra en að láta dugleg- an fiskimann gegna matreiðslustörfum og hafa hann jafnframt sem hálfdrætting, sem er sið- ur Hafnfirðinga. Jeg hef einu sinni orðið fyrir því, að vera með slíkum matsveini, og var síður en svo að mjer fyndist til um það ólag, sem varð á mörgu. —- Hann kom slorugur niður, til að gæta að hvort brynni við pottinn eða syði upp úr og svo rauk hann aptur upp á þilfarið til að draga þann gula, enda var maður þessi þriðji í röðinni að drætti og voru þó góðir fiskimenn á skipinu. Matreiðslusveinar ættu ávallt að vera fulltíða menn eða þá stálpaðir unglingar, og enginn ætti sá að gegna matreiðslustörfum, sem er óþrifinn. Matur á þilskipum er svo einfaldur og óbreyctur, að hver maður getur lært að búa hann til, en það stendur alls ekki á sama hvernig það er gert, hvort óþverra er bland- að saman við matinn eða hann er hreinn, eri svo er að sjá, sem allt þyki jafn boðlegt á þilskipunum, hvernig svo sem það er. Jeg þekki ekki nokkurt heimili á landi, þar sem menn mundu gera sjer að góðu þá meðferð á mat og matreiðslu, sem tíðkast á þilskip- unum hjer. — Hinir og þessir matreiða handa sjer soðningu þegar þeim lítst, allt er eldað í sama pottinum og þótt einhver kynni að matreiða vel og hreinlega, getur sá hinn sami þrátt fyrir það eigi verið óhultur um, að hann jeti ofan í sig einhvern óþverra. Matreiðslusveinar ættu þeir einir. að vera, er gætu tekið að sjer alla eldamennsku og engir aðrir ættu að skipta sjer af henni. — Ekki ættu menn heldur að vera eins ó- varkárir og almennt gerist, í því að eyða „verki“, sem lagt ér til, ef leki kæmi að skipinu, því að til uppkveikju er það eigi ætlað, og skipaeigendunum ætti eigi að vera ofætlun, að leggja til eitthvert annað elds- neyti, til að kveikja upp með. Kostur sá, er lagður er til á þilskipunum er eflaust nógur, en jeg held að menn borði almennt of lítið af salti, enda er það þjóð- arsiður hjer, að hafa það lítið um hönd. Eins og nú hagar til á þilskipum vorum, er það heldur ekki gjörlegt að gera sig þorstlátan að óþörfu, því að venju- lega er vatn það, er skipverjar hafa.eigi boð- legt skepnum auk heldur mönnum. I far- mannalögunum er ákveðið að vatnsílátin eða tunnurnar eigi að brenna innan, og mun þar með eigi vera meint,: að það eigi að gjöna þetta að eins einu sinni, heldur eigi að hreinsa þær árlega og brenna innan þegar þörf er á, og yfir höfuð sjá um að vatnið skemmist eigi af ílátunum, scm það er geyrot í. En hver á að sjá um þetta? — Það á skipstjórinn að gjöra; og hann á ekki að láta sjer nægja að hreinsa tunnurnar þannig, að skola þær innan með i—2 fötum af vatni á haustin, reisa þær svo upp á end- ann og segja að „nú sje það ágætt". (Frh.). Eyðilagt peningavirði, 11. Jeg hef verið búsettur hjer í Reykjavtk um 30 ár og fengið með hverri póstkomu um land og sjó mörg brjef, sem gengið hafa í gegnum póst- stofuna hjer, og margoít hefir meiri hluti þeirra frímerkja, er á brjefin voru límd, verið skemmd af vangá eða hirðuleysi þeirra, er brjefin hafa stimplað. — Til þess að frímerki sje óskemmd verslunarvara er ekki nóg að j að sje heilt og óskaddað, stimpillinn þarf að vera hreinn, svo að það sje auðsætt hverjum manni er frí- merkið sjer, að það hafi verið stimplað á póststöð 1 því landi sem það er frá. — Það er í rauninni til svo lítils mælst, að póstþjónum ætti að vera það sönn ánægja, að verða við óskum manna í þessa átt. Það þarf ékki annað en gæta þess, að halda stimplinum alltaf hreinum, svo letrið geti notið sín þegar hann er settur á, og svo að marg- klessa honum ekki í sama farið. Það ætti sannarlega ekki að vera póstþjónunum annað en kærkomin dægradvöl á rnilli póstferða að stijúka blekleðj- una af, svo stimpillinn gæti verið þrifalegur þegar hans þarf næst við. Mjer er hægt að færa sönnur á mál mitt með því að Sýna frímerki, sem hafa nýlega hafa geng- ið í gegnum hendur póstþjónanna hjer í Reykja- vík, og sem hafa verið eyðilögð svo með stimpl- inum, að ef það væri ekki til þess að geta gripið ið til þeirra, ef þurfa þætti, til þess að sýna þau, þá væri jeg búinn að kasta þeim á glæður fyrir löngu. Þessi frímerki voru fremur fágæt, og jafnskjótt. og jeg sá hvernig þau voru útleikin datt mjer f hug, hvort ómögulegt væri að einhver frímerkja- safnari hefði fjallað' svo ófimlega um þau aí ásettu ráði, til þess að það væri þeim frímerkjunum færra á markaðinum. Þeirri hugsun hratt jeg þó óðara frá mjer, af því að jeg veit, hvað útlönd snertir,. að menn, sem opinberlega gefa sig við frímerkja- sölu, eru ógjarna hafðir á pósthúsum, og hvað pósthúsið hjer snertir, veit jeg að póstmeistarinn er samviskusamur maður, sem ekki myndi láta það viðgangast, að þeir menn hefðu afskipti af póstbrjefum, sem gætu haft persónulegan hagnað af því að skemma þau frímerki, sem gengju í gegnurn greipar þeirra. En hvernig sem því nú er varið, þá eru þess- ar skemmdir, jafntíðar og þær eru, ekki til svo lítils óhagnaðar eins og stendur, og verða það ennþá betur ef skipt yrði um frímerki. Jeg þykist sannfærður um, að enginn þeirra manna, sem hafa stimplan og afgreiðslu póstbrjefa á höndum, vilji vísvitandi skemma, hvorki frímerki nje annað sem þeim er trúað fyrir, og þá vil jeg fyrir mína hönd og allra þeirra, sem hafa hug á að gera sjer peninga úr öllu sem þeiro berst f hendur, þó lítið sje, biðja að gæta þess, að stimpla. frtmerkin með meiri gætni og vandvirkni en hing- að til hefur átt sjer stað. Því er opt þannig var- ið, að það tekur ekki lengri tíma að gera hlut- inn vel, heldur en að gera hann illa. 18. 3. Landinn við fljótið rauða. Eptir 8. P. Thomson. _ (Frh.) Á leiðinni vestur áttum við opt tal saman, svo að ekki voru fleiri viðstaddir en Jón og jeg, tim líf og lífshorfur ókkar þegar við kæmum til Amerfku. Jeg fjekk ekki dulist þess að því lengra. sem mjer fannst að yrði á milli mín og garnla. Fróns, þess hugdeigari varð jeg, og iðraði þess nú sárlega í aðra röndina, að jeg skyldi nokkurn tíma fara að heiman. Mjer fannst allur sá vfði himin af vonum, sem jeg í draumum mfn- um opt hafði sjeð yfir vesturlopti vera lágur og þröngsýnt á allar hliðar, og svo innra hjá mjer einhver tómleiki og leiðindi, eins og gapsandi sár í sálinni. Jeg vissi að þetta var heimþráin. — Jón hló að mjer. — Jeg væri þokkasnáði, hefði látið eins og jeg væri vitlaus að komast á stað til Amerfku. Þá átti hvergi að vera lifandi nema þar, og ekki geta slfkan landsrass í allri víðri veröld eins og Island. Hvert jeg myndi eptir þvf sem jeg hefði Iátið mjer um munn fara á veitinga- húsinu á „Öldunni", kvöldið áður en við fórum á stað. — Það hefðu verið mergjuð orð og það svo, að ef landsins æðstu prestar og hinir skriptlærða hefðu verið þar viðstaddir þá hefði jeg líklega legið heima á Islandi í besta yfirlæti, þ. e. a. s. í spennitreyju með nefið upp í loptið, og sýslumað- urinn yfir mjer með munntóbakslengju sem hann ljeti hanga niður og kitla mig í nefið, við og við, án. þess að jeg nokkurntíma næði til hennar með munn- inum. — I að væri sú grimmúðarlegasta misbrúk-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.