Dagskrá

Issue

Dagskrá - 30.03.1898, Page 1

Dagskrá - 30.03.1898, Page 1
Reykjavík, miðvikudaginn 30. mars. 1898. Miðlunin og Jón próf. Guttormsson. I Austra io. þ, m. er greinarkorn nokkurt ept- ir sjera J. G. í Hjarðarholti um stjórnarskiármál- ið og er þar látið uppi, „að vegurinn til sjálfsfor- ræðis vors sje ekki sá, að ætla sjer að koma ráð- .gjafanum fyrir ísland burt úr ríkisráðinu, heldur ■eigum vjer allir að sameinast um hið svokallaða miðlunarfrumvarp 1889«. Höf. gefur ekki neinar ástæður fyrir þessu, sem hann segir þannig blátt áfram í veður og vind. ■Og yfirlýsingar þær, sem hann kemur með um hitt og þetta, er snertir stjórnarfar eða ríkisskipan- ina, eru einnig algjörlega gripnar úr lausu lopti og styðjast ekki við neinn rjettan skilning á stjórn- arskipulegum hugmyndum. Höf. segir þannig. „að ef íslandsráðgjafi hastti að sitja í ríkisráði Dana, þá hætti hann einnig að vera til sem ráðgjafi". Slík setning er ekki góð að byggja á aðrar eins fortakslausar staðhæfingar af allskonar tagi eins og sr. J. G. flytur í þessari grein. Hvort sem ráðgjafinn situr í ráðinu eða utan þess, getur hann auðvitað fullnægt skilyrðunum fyrir því að geta heitið þessu nafni og borið það með rjettu, ■en danskur getur hann auðvitað ekki verið nema hann eigi sæti í ráðinu. Þetta finnst liggja „opið fyrir heilbrigðri skynsemi", og er því furða hrein, að heyra höf. ákalla dómgreind almennings til við- urkenningar á slíkri dæmafárri vitleysu sem þess- ari. Enn fremur segir höf. að það gjöri ekkert til, hvort ráðgjafi Islands eigi að lögum að sitja 1 ríkisráðinu, því hann hljóti að sitja þar hvort sem sje af »stjórnar-nauðsyn«. Það gerir nú minna til þótt höf. villist hjer á því að halda að hlutar- ins eðli og nauðsyn geti ekki verið lög eða bind- andi rjettur. Hitt varðar meiru, að hann hefur talið sjer trú um, að ríkisráðið hljóti að vera jafnt sett gagnvart Islandi að því er almennu málin snertir, eins og gagnvart hinum öðrum hlutum ríkisins. Því í þessum misskilningi felst kjarni miðlunar-fargansins, og í því atriði á einnig með mestri áherslu að vfsa miðlurunum á rjetta leið. Ríkisráðið danska parf ekki fremur að stjóma neinum málum Islands, hvorki almennum nje sjer- stökum heldur en málum hvers annars lands sem er. Slíkt er einungis komið undir lög- skipun þeirri, sem gjörð er á sambandi ríkisins og Islands. Höf. fullyrðir, að Dana stjórn mundi ekki geta neitað um stjórnarskrárbreyting, er sniði fyr- irkomulag sitt eptir nýlenduskipan Breta. En þetta segir hann alveg út í bláinn, án þess að nefna þiær hindranir gegn þessu, sem leiða af öllu stjórn- arfyrirkomulagi Dana, eða þá slcoðun, sem ríkjandi ■er nú hjá hægri mönnum dönskum um rjettarstöðu Islands, sem einnig mundi koma algjörlega í bága við hið breska nýlendusnið á stjórnarfari lands vors. En þrátt fyrir það, þótt sjera J. G. eða aðrir, hefðu gaman af því að láta sig dreyma um ímyndað samþykki Danastjórnar á miðlunartillög- unum frá 89, þá ættu þeir þó ekki að gleyma því, hversu óaðgengilegt og óheillavænlegt slíkt fyrir- komulag væri fslendingum sjálfum. Með því hefðu Islendingar gefið upp að lögum sjerstöðu landsins í ríkinú samkvæmt hinum eldra rjetti, og með því hefðu þeir lögheimilað þá tilhlutunarsemi hinn- ar fjarlægu og ókunnugu Danastjórnar um málefni vor, sem sú stjórn fremur nú í berhöggi við anda grundvallar-löggjafarinnar og gagnstætt því sem tíðkast meðal Dana sjálfra. Enginn sá, sem þekkir rjett lögskipun og rjett- arsögu Breta, mundi óska þjóð sinni að fá stjórn hennar hið sama formlega vald á hendur sem Bretastjórn hefur, án þess að leggja um leið þau bönd á stjórnina, sem þjóðarvilji og stjórnarvenja leggur í verunni á allt gjörræði eða geðþekkni hinnar bresku stjórnar. Sjómannalíf „um borð“. (Utdráttur úr lengri ritgjörð) eptir Sv. Egilson. (Niðurl.), Jeg vil nú leyfa mjer að fara nokkrum orðum um orsakirnar til agaleysis þess, er á sjer stað á þilskipum vorum. Eins og kunnugt er, eru til prentaðar viðskiptabækur fyrir sjómenn á þilskipum hjer, og í bókum þessum eru reglur, sem á að fylgja. En sá er gallinn á, að í bækur þessar eru allir skrifaðir sem hásetar, er jeg ímynda mjer að eigi að þýða „matroser". Nú eru menn í Danmörku ekki ráðnir sem „matroser" nema þeir hafi verið í sigl- ingum að minnsta kosti 3 ár og kunni öll störf, sem fyrir korna. Sje maðurinn óvanur, þá er hannskráður „Ungmand", en hafi hann verið í siglingum I —2 ár, er hann„ Let- matros". Sama er að segja um Englend- inga og Þjóðverja, að þeir gera greinarmun á því, hvort mennirnir eru vanir eða ekki og meira segja, Þjóðverjar skipta mönnum í 4 flokka. En á hinum íslensku þilskipum er eng- inn greinarmunur gjör á hásetunum. Þeir eru allir ráðnir eins og hafa hinum sömu skyldum að gegna. í þessu liggur að nokkru leyti orsökin til agaleysisins og skal jeg nú skýra frá, hvernig á þessu stendur. Sumir af skipverjum eru alvanir á þil- skipum, og þó þeir sjeu stundum fáir, eru samt vanalega einhverjir af skipverjunum vanir menn. En svo eru opt einhverjir af hásetunum sem aldrei hafa komið á þilskip áður, og þeir vita alls ekki hvernig þeir eiga að standa eða hvert þeir eiga að horfa. Fyrir þessum mönnum gengur því venjulegast alltí eintómu úrræðaleysi og spurningum. Þegar þeim er sagt að gjöra eitthvað, sem gjöra þarf, er svarið, eins og við er að búast optast, þetta: Jeg kann það ekki, og jeg hef ekkert vit á því. Þessir menn verða allt að læra; þeir kunna ekki einu sinni að ganga, hvað h'tið sem skipið ruggar, og fyrstu dagana liggja þeir venjulega sjóveikir, margir hverjir. Með þessum mönnum á svo skipstjóri að koma skipinu áfram, bjarga því í ofviðr- um og — fiska. Oánægja sú,. er á sjer opt stað meðal hásetanna þegar sumir hlífa sjer eða er hlíft er víst alkunn hjer. Jeg segi fyrir mitt leyti, að jeg væri ekki ánægður yfir því, að þurfa að vinna og stofna lífi mínu í hættu fyrir mann, sem hefði fast kaup og segðist ekki geta gjört það sem honum væri sagt að gjöra. Jeg fengi ekki meiri borgun fyrir það og hið eina, sem jeg væri viss um að fá, væri kostnaður. Jeg yrði bæði að slíta kröpt- um mínum og fötum fyrir getuleysi annars og enginn ábyrgðist mjer heila limi. — Hjer ættu skipstjórar og stýrimenn að nota það vald sem þeir hafa. Sje eitthvað það að gjöra á hættulegum stað, sem getur verið mikils varðandi fyrir skipið, ættu duglegustu mennirnir að fara upp, en þó eigi allir, því duglegir menn geta neitað því að fara upp í reíða, ef á þilfarinu eru tómir asnar, sem með því að rjúka í vitlausan enda eða með káfi og handæði geta orðið öðrum að bana eða gjört þá að örkumslamönnum alla sína æfi. Það verður ávallt að halda góðum mönn- um á þilfari, sem bæði má treysta og sem geta litið eptir að þeir sem ekkert þekkja og ekkert kunna, leysi ekki eða festi vitlausan enda, er getur haft tjón í för með sjer. Þegar um ekkert er að tefla nema t. d. leysa segl eða festa, ætti ávallt að senda ó- vana upp í reiða, en þreyta eigi bestu menn- ina með þess konar snúningum, því það eru þeir, sem mest verða að vinna þegar ofviðrin koma og mikið liggur við; þá verður stund- um einn að vinna fyrir tvo. — Þessi regla gildir hvervetna og eins ætti að vera hjer. Margir sjómenn vorir eru bestu mannsefni en vegna æfingarleysis eru þeir langt á eptir öðrum þjóðum. Fengju íslenskir sjómenn sömu æfingu og hefðu sama aga sem út- lendir sjómenn mundu þeir reynast engu síðri. Þeir eru að náttúrufari rólegir og kaldir og sjaldan brestur þá skap eða kjark. Aður en jeg skilst við þetta mál vit jeg minnast lítið eitt á föt sjómanna. Þeir sem ætla sjer að stunda sjómennsku ættu helst að láta búa sjer til sjóföt sín sjálfir, svo að þau gætu farið vei. Undir því, hvernig fötin fara, er haid þeirra komið. Strigaföt þau, sem hjer fást í búðunum, væru hvergi keypt annars staðar, enda er efnið ekki hæfilegt í utanhafnarföt. Kaupmenn og útgerðarmenn ættu að sjá þau þegar þau eru orðin rennandi vot; jeg lmynda mjer að hver maður geti þá sjeð hve þægilegt muni vera að hreifa sig í þeim til vinnu. Allir sjómenn ættu að fá sjer föt úr ensku bláu „Dungaree" og þau ættu að vera sniðin eins og föt en eigi eins og pekar. Því ver sem fötin fara og því stífara efni sem í þeim er, því ver líður manni í þeim °g jeg get vel hugsað, að það sje ekki ávallt slóðaskap eða leti að kenna, hve seinir menn eru í hreifingum sínum; mjer er nær að halda að það geti meðfram komið til af þessutn spennitreyjum, sem þeir eru í. Það virðist ekki heldur eiga neitt vel við, að láta menn vera hvíta sem engla fyrsta daginn á þilskipunum og sjá þá svo skjótta daginn eptir, því næst gráa og seinast svarta. Þó þetta þyki í sjálfu sjer ef til vill lítilsvert, þá er engin ástæða til að hafa sjómennina útlítandi eins og verstu förukarla. Það væri miklu nær að dubba þá upp og reyna að láta þeim líða vel, og það er sómi fyrir hvern útgerðarmann að láta menn sína líta vel út. „Dungaree" föt þau, sem jeg hef hjer bent á, eru hin sterkustu erfiðisföt, sem hægt er að fá og eptir því ódýr. Þau fást hvergi betri en í Hull og þar kosta þau tilbúin, treyja og buxur, 6 kr. 30 aura. Þau eru ávallt mjúk, hlý og ekki saur- ljót, og það má þvo þau eins og ullarföt. Ef kaupmenn hjer vildu kaupa slíkt efni og flytja hingað til landsins, gætu sjómenn átt kost á að fásjerefni í þessi fötoggætusjálfir látið búa þau til. — Jeg þekki einnig stíg- vjelategund, sem mundi vera útgengileg vara hjer. Þau heita „Clumpers" og eru mjög hlý og góð en þó ljett, og kosta í Englandi 4 kr. 50 aura en fást óvíða nema í stórum fiskiplássum. Grimsby olíuföt eru þau bestu, sem til eru. Jeg hef sjálfur reynt þau og álít jeg þau afbragð. Það væri mikill munur fyrir íslenska háseta að hafa þau olíufötin, sem hjer eru búin til og allir kannast við hvernig eru. Jeg skal nú ekki fara fleiri orðum um þetta mál að sinni, en jeg vildi óska að lín- ur þessar gætu orðið til þess, áð vekja á- huga manna á því að breyta einhverju til hins betra á þilskipum íslendinga.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.