Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 30.03.1898, Side 2

Dagskrá - 30.03.1898, Side 2
400 Þorvarður formaður. Jeg er fyllilega samdónia hinum heiðraða »formanni« „leikfjelags Reykjavíkur" um það, að það er annað en gaman fyrir hann, „sem slíkan" að verða fyrir því í blöðunum, að sagt sje um hann af skynberandi mönnum, að hann geti aldrei, hvernig sem hann snúi sjer í húsinu, — því fram sem aptur ætti að vera, að ótöldum ýmiskonar enn þá klunnalegri tilraunum til þess að gera sig hlægilegan, — orðið til annars en þess, að ban- eitra öllum, sem leikhús sækja, tilveruna á meðan þeir neyðast til þess að horfa og hlýða á hann. Jeg hefði vel getað skilið, að hr. Þorvarður þrátt fyrir þá stillingu og gætni, sem honum virð- ist vera lánuð að minnsta kosti þá átundina sem hann er á leiksviðinu, hefði haft gaman af, með nokkrum vel völdum fúkyrðum sem ekkert koma aðalefni málsins við, að sýna fram á, hversu vel hann kynni að taka þeim bendingum, sem gefn- ar væru honum í góðu skyni, sbr. orðin: „sem hreykt hefur sjer í dómara sess“. En honum hef- ur víst fundist að nógsamlega væri búið að sýna fram áafhonum sjálfum, ,nokkrumfjelögum‘ hans og öðrum, að það væru ekki hlutverkin áleiksviðinu sjálfu sem lægju eiginlegavel fyrirhonum. Hanngríp- ur þvl þann kostfegins hendi, að nota ummælitveggja manna' um stjórn hans á »leikfjelagi Reykjavík- ur“ frá fyrstu byrjun, til þess að miðla mjer dá- litlu af þeirri blessun, sem drýpur af vörum hans á hvern þann mann, sem er svo óheppinn að verða milli tannanna á þessum eykna Hstamanni. En hvaða sök er jeg í þvl, þó að honum hafi verið tilkynnt það, að menn væru nú fyrir löngu orðnir leiðir á að »kaupasig inn« á hin ólistarlegu meistarastykki, sem hann hefur gert á leiksviðinu í hinum ýmsu aulagerfum, sem hr. Þ. hefur reynt að hylja með llking sína. Að vísu er jeg samdóma í þvl öðrum, er orðið hafa til þess að nefna hr. Þ. á nafn í sam- bandi við leikendur sem hafa leyst ætlunar verk sín þolanlega af hendi, að allir þeir hamir, sem hr. Þ. hefur sýnt sig í, hafi orðið meistara sínum og skapara of líkir til þess menn hafi treyst sjer til að leggja trúnað á, að þar undir væri annar eða betri maður en Þorvarður p. t. formaður. En jeg hef jafnframt allt af verið á þeirri skoðun, að hr. Þorvarður væri til stór-athlægis á leiksvið- inu, og meira getur hann ekki heimtað af nokkr- um manni en það, að hlegið sje að honum. Og þótt hr. Þorvarður sæi sjerekkifærtað virða þetta svo við mig, að hann gæti sjeð mig 1 friði, þá hefði. hann að minsta kosti átt að gæta þeirrar aðdáunar, sem jeg hef fyrir hinum formennsku- lega ofurkjarki, sem þessi listastjómari hefur til að bera. Jafnskjótt og hann hefur náð landi hrakinn og hrjáður í hverjum leiknum á fætur öðrum, byrjar hann með jafnmiklum sjálfsátrúnaði á „nýjan leik“. I fullutrúnaðartrausti leggur hann út á það stóra djúp, sem hannveit, að staðfest er milli þess sem hann sjálfur og aðrir álíta um leikaragáfu hans, og rennir öruggur önglinum ofan í sína eigin vestisvasa til þess að vita, hvort enginn hafi, síðan hann síðast var á „skoðunar plássinu", látið þar lítinn hlut, sem hann hefur lengi vantað. Epirþvísem lengra líður á þá rollu sem hann 1 þetta sinn, að sjálfsögðu fyrir þrá- beiðni samlistamanna sinna, hefur tekið að sjer að lesa yfir þeim, er ratað hafa í þær raunir, að vera viðstaddir, sjá allir og finna, að hann er hjer kominn í alveg nýja fýluferð. Ys og þys á- horfenda blæs að vanda illum byr og baksegla- vindi í dulur þessa manns, en það bftur síst á Þorvarð formann. Á gleiðlegum gotum, sem hann gefur við og við píslarvættum sínum, má sjá að maðurinn hikar sjer ekki við að gefa góðar von- ir um að geta orðið, á sinn frumlega hátt, til enn meiri aðhláturs næst þegar hann sýnir sig fyrir peninga. Hvaða sök er jeg í, þó hann aldrei geti, hvernig sem hann snýr sjer sjálfum og öllu því sem á honum hangir, fundið möguleika til þess að sýnast annað en hann er? Hr. Þorvarður hefði aldrei átt að gera þessa grein í síðasta tölubl. Islands, því hún er ekki rjett. Hannveitþaðvel.að um þærmundir sem hann varígöngu,aðsínuálititilþessað haldauppi og end- urbætasjónleiki,að mfnuáliti til þess að gjöra allar slíkar tilarunir að óásjálegum asnastykkjum, að jeg var þá ekki formaður fyrir leikfjelagi í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs. Hann, sem var einn lítill og ómerki- legur pinni í því lista-sigurverki, sem „kúlr issusjóður" bæjarinsjátti að vera gangfjöðrin í, vissi að jeg var ekki háðari því leikfjelagi, sem þar hafði leikið, heldur en 2 aðrir menn, sem honum þóttu ekki þess maklegir að hann gengi fram hjá þeim. Hann þurfti því alls ekki að óttest, að leiða mig í óleyfilega freistingu þó hann gerði mjer það ginnandi tilboð, að ganga með sjer og vera með sjer í fjelagsskap sem var svo að viti gerður, að það fyrsta axarskapt, sem þaðan kom fyrir al- menningssjónir, var það, að hr. Þ. var kosinn for- maður. En hann mátti vita að með þeirri kosn- ingu hafði fjelagið varðað leið sína og að það var öllum auðsjeð, að hún lá út á fen og foræði. Það erheldurekki satt, að jeg hafi átt kost á að ganga í þetta fjelag, sem nefnir sig „leikfje- lag Reykjavíkur". Hr. Þorvarður veit, að jeg hef haft tæki- færi bæði nú og pá til þess að kynna mjer hans eina sanna eðli og innræti svo vel, að mjer mundi aldrei koma til hugar að beiðast inntöku í það fjelag sein hefur gert hann að formanni sínum. — Önnur tilslettni hr. Þorvarðar f hinu nýja blekfisksgerfi, er ekki þess verð, að henni sje svarað. Að endingu læt jeg hr. Þorvarð vita, að ieg mun framvegis, hvernig sem honum kann að líka það, halda áfram að taka þann kost heldur, að vera einn á leiksviðinu, en að vera þar við ann- an mann, annan eins mann og hr. Þorvarður Þor- varðarsson er. O. H. B. Um illa meðferð á skepnum. Herra ritstjóri! Hjer með vildi jeg leyfa mjer að biðja yður fyrir meðfylgjandi grein til birtingar í yðar heiðr- aða blaði. I umræðunum um horfelli á skepnum á síð- asta þingi (sjá: Alþt. 1897. B. umræður 1 neðri deild. 10. hefti.) þóknaðist h. 2. þ. m. G.—K. (Jóni Þórarinssyni) að geta nafns mlns í einni þing- ræðu sinni og kveður þar svo kurteislega að orði: „þó það verði honum (nl. mjer) til verðskuldaðr- ar svívirðingar meðan nokkur les Alþt.« Hann er sem sje að færa fram dæmi því máli sínu til sönnunar, að ilL meðferð á skepnum muni enn þá eiga sjer allvíða stað, og er hræddur um að sumir sjeu enn þá of breyskir í þeirri grein, og þar á meðal menn f kjördæmi h. þm. Rangv. (Sighv. Arnas.). En þar eð h. þm. vor Rangv. (S. Á.) mótmælti því, þóttist hann neyddur til að nefna svo einkar heppilegt og viðeigandi dæmi, til þess að hrekja þessi mótmæli. Þingmaðurinn sjálfur segist hafa komið fyrir hrossi hjá mjer, sem hafi komið svo til reika úr fóðrinu um vorið, að full ástæða hefði verið til að láta mig sæta ábyrgð fyrir meðferðina á því. Yegna þess að slík ummæli eru nóg ogmeira en nóg til þess að, sverta mig og gjöra mjer sví- virðingu á augum ókunnugra, þótt kunnugir vitan- lega sjái, hversu það er að öllu leyti óverðskuldað, þá ætla jeg að hrekja þau með lítilli fyrirhöfn: Fyrst og fremst get jeg kvatt til vitnis alla kunnuga menn um það, að fóðurbiigðir hafi á- vallt óvíða verið meiri en einmitt hjá mjer í hlut- falli við skepnufjölda og þar með ekki síður hirð- ing og yfir höfuð öll meðferð á skepnum í góðu lagi. Og meira að segja: Jeg þori óhræddur að skora á alla, sem af sjón og reynslu geta og vilja dæma hlutdrægnislaust um meðferð á öllum þeim skepnum, sem jeg hefi haft undir höndum um búskaparár mfn, hvort sem þær hafa verið mín eigin eða annara eign, — að sanna það, að jeg hefi beitt harðýðgi, samknæmri eða hegningarverðri meðferð við þær á nokkurn hátt — í eitt einasta skipti. Geta sveitungar mínir fært fram slíka sönnun? I sambandi við þetta má líka geta þess, að árið 1890, þegar »fjenaðarsýningin« var hjer í sýslu, þá voru mjer veitt hæðstu verðlaunin fyrir góða meðferð á skepnum. Var það þó ekki að eins ein skepna, sem til skoðunar gat komið á sýningunni, heldur meira en helmingur af ám mfn- um. Þessu leyfi jeg mjer að skjóta til skoðunar- mannanna: sjera Skúla Skúlasonar í Odda og al- þingismannanna Sighv. Árnas. og Þórðar Guðms. í Rangárvallasýslu. Hvað hross það snertir, sem þm. kom fyrir hjá mjer, þá er því að svara, að það var álit margra merkra manna, sem sáu það hjá mjer, að það hefði verið í góðu standi, og miklu betra en búast hefði mátt við, þar sem það var aumkun- arlega magurt um haustið; skein þá alls ekki á því hin góða meðferð, sem þm. sagði að það hefði jafnan verið vant. Hið éina, sem þm. segist hafa farið fram á var það, að vel væri farið með hross- ið. Þessu fullnægði jeg, þar eð jeg „bar í það“ nóg hey og gott (vitaskuld »úthey«, því um ann- að var ekki samið), hýsti það í góðu húsi og hleypti því aldrei út, nema í vatn og til þess að leika sjer. Enda sýndi hrossið það sjálft um vor- ið, að vel hafði verið farið með það og það hefði „tekið fóðri“, þar sem það var sæmilega feitt, fjör- ugt í bragði, sljett og strykið. Þessu til sönnun- ar má nefna, að slíkt var álit hr. Sigurðar bónda Guðmundssonar og hr. Einars hreppsnefndarodd- vita Árnasonar í Austur-Landeyja-hreppi, og eru þeir reiðubúnir að votta það, hvar og hvenær sem er. Loksins skal þess getið, að einmitt sama vet- urinn, sem hross þm. var hjá mjer, hafðijeg hest. til fóðurs frá sýslumanni Gullbringu- og Kjóasr- sýslu; reyndar fóðraði jeg hann ekki sjálfur nema. sfðari hluta vetrarins, en svo mikið er þó óhætt að segja, að jeg hefi lagt smiðshöggið á fóðrið. Og hvernig fór? Eigandi hestsins borgaði mjer 5 kr. meira fyrir fóðrið en hin umsamda meðgjöf var. Þessi hestur hafði þó ekki tekið nærri eins miklum bótum að sínu leyti eins og hross þm. því hann vár ólíkt betur út lítandi um haustið, en þar á móti voru bæði hrossinn mjög lík um vorið. — En þar um ætla jeg að láta þá dæma, sem nokkurt vit hafa á að fóðra skepnur, hve torvellt það er, að selfita þau hross, sem undan sumrinu eru sármögur af of mikilli brúkun. Jeg ætla nú ekki að fjölyrða meira um þetta, því jeg þykist nú langsamlega hafa hrakið hina. ófullkomnu sönnun þm. og hin dónalegu ummæli hans um mig. Það er annars sorglegt að vita til þess, að nokkur þingmaður skuli leyfa sjer að bera fram jafn óviðeigandi, illa valinn og ósönn dæmi f sjálfum þingsalnum og mæla svívirðingarorð f garð einstakra manna að ósekju. Slílkar þing- ræður eru til lítils sóma og væru betur ótalaðar. Jeg vildi óska að jeg þyrfti ekki optar að reka mig á slík horn hjá fleiri þingmönnum. því það eitt kastaði svörtum skugga á þingið. Fagurhóli í febr. 1898. Sigurður Einarsson. ’i’ . ^ * Vottorð : Hjer með vottum við það undirskrifaðir, að hafa séð hross það, sem þm. G. - K. Q. Þ.) kom til fóðurs hjá Sigurði bónda Einarssyni, bæði um haustið og skömmu áður en því var skilað úr fóðr- inu um vorið, og getum vjer því dæmt um með- ferð á því, sem var í alla staði mjög góð, eins og lfka meðferð á öllum skepnum, sem nefndur bóndi hefur haft undir hendi fyr og síðar. Litlu-Hildisey og Miðey í febr. 1898. Sigurðnr Guðmundsson. Einar Arnason. bóndi. oddviti.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.