Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 06.04.1898, Qupperneq 1

Dagskrá - 06.04.1898, Qupperneq 1
II, Reykjavík, míðvikudaginn 6. apríl. 1898. Til B. Gröndals. „Man eg þegar fyrst á fold“, iögur ljóð eg sá og heyrði — sál mín við þann unað eyrði líkt og rót í mjúkri mold. Fann eg þá sem þorstlát hind þráða svölun huga mínum kærst og best í kvæðum þínum »hátt í daggar ljósri lind«. Eða þegar einhvern bar ýmugust að vegi mínum nam eg krapt í kvæðum þínum áttaði mig á öllu þar. Skinu mjer þín logaljóð; loptið sá eg blika og streyma »um ókunnuga unaðsgeima". Rann eg með þjer ragnaslóð. En svo þegar flug þitt fór fram í himins ljósa eysu, ægilega endaleysu þá var eg smár- en þú varst stór. Komstu aptur heim í hlíð hvíldir væng í grænum runni — sendir kvakið upp frá unni til að gleðja land og lýð. Veki oss enn þitt vængjablak »vagga þjer á ljóssins öldum«. og á þessum aldarkvöldum lát oss heyra híð hinnsta kvak. — Láttu enn þá ljóðstaf þinn lypta skörum þoku banda; láttu blæinn enn þá anda: »Hlær við aptur himininn«. y. Þorsteinsson. Enn úr Þingeyjarsýslu. Viljið þjer gjöra svo vel, herra ritstjóri, og ljá eptirfylgjandi línum rúm í yðar heiðraða blaði. A fundi, sem haldinn var í Múla í Að- aldal fyrir nokkru síðan var minnst á »brjef- kafla úr Þingeyjarsýslu« sem stendur í »Dag- skrá“ 15. janúar þ. á. Málsmetandi maður á fundinum hafði getið þess til, að brjefkafli þessi væri ritaður af mjer og þykir mjer trú- legt að sú getgáta sje fyrsta orsök þess, að jeg heyri menn fullyrða, að jeg sje höfundur hans. .Jeg hef ekki ritað þenna brjefkafla og vil þessvegna ekki að menn haldi að jeg hafi gjört það. En úr því jeg minnist ábrjefkafla þenn- an þykir mjer rjett að geta þess, að þar sem brjefritarinn segir að Þingeyingum „þyki ekki mikið koma til hinna ,nýju leiða‘ í stjórnarskrármálinu«, þá hygg jeg að það sje rjett álitið af honum eða að minsta kosti geðjast mönnum hjer almennt ekki að þeim. — Hið gamla endurskoðunarfrumvarp hefur ætíð verið óskabarn Þingeyinga og ber margt til þess, sem þó skal ekki upptalið hjer. — Hin síðustu ár hafa þeir skýrt og ótvíræðlega falið þingmanni sínum að fylgja því og allar líkur eru til að þeir gjöri það ekki síður fyrir næsta þing. Stefna Dr. Valtýs og hans manna í stjórnarskrármálinu hefur ekki náð hylli manna hjer 1 sýslunni og torvelt mu-n að sannfæra Þingeyinga á því að miðlunin frá 1889 sje undir núverandi kringumstæðum vænleg til sigurs eða samkomulags. Þóroddsstað, 11. mars 1898. Lúdvík Knudsen. Frjettir frá útlöndum. Blöð er borist hafa frá Englandi, og ná til 29. f. m. flytja frjettir um horfur til alvarlegs ágreinings milli Frakka og Rússa á eina hlið og Breta á hina. — Efni ágrein- ingsins er Kína, eins og lengi hefur verið fyrirsjáanlegt, en nú fyrst er svo að sjá sem ekki verði öllu lengur beðið með að skipta herfanginu upp á milli »valdanna«, og er ekki annars að vænta heldur en að sá skiptafund- ur verði fremur ófriðsamlegur. Bæði Frakk- ar og Rússar hafa að því er virðist náð góð- um tökum á Kínverjum, og nú fyrir skömmu hefur stjórn hins himneska ríkis veitt Rúss- um ýms mikilsverð rjettindi sem vafalaust gefa þeim enn sterkari yfirburði yfir öðrum keppi- nautum um krásina, heldur en þeir höfðu áður. Þetta geta Bretar auðvitað ekki horft á aðgerðalausir og þótt ekki hafi enn dregið til fulls fjandskapar út af þessu eru öll veð- urmerki þess nú, að þessa muni skammt að bíða. — Port Arthur hefur lengi verið keppikefli það sem Rússar hafa einkum lagt stund á að fá umráð yfir og nú hafa Kínverjar 23 f. m. »leigt« þeim þennan stað um 25 ára tíma sem meginstöð og athvarf fyrir skipaflota Rússa austur þar. Um leið var þeim einnig leigður hafnarstaðurinn Ta — lien — wau, endastöð járnbrautar þeirrar er Rússar hafa lagt gegnum Manchure, og fylgir þar með rjettur til þess að víggirða staðinn. „Loks hefur Kínastjórn, einnig veitt þeim heimild til þess að leggja járnbraut fra Petuna til Ta — lien —- wan og Port Arthum. Frakkar hafa fyrir sitt leyti farið fram á ýms hlunnyndi af líku tagi, og enginn getur dul- ist að þessi tvö ríki starfa nú opinberlegar en nokkru sinni fyr að því að efla hags- muni sína beggja saman í bróðerni og fjel- agsskap á kostnað annara Evrópuríkja, — Rússar í Norður-Kína, en Frakkar að sunnan — Skeyti frá Pjetursborg segir að ákveðið sje að senda 50. þús. manna til Austur Asíu, og fjármálaráðgjafinn hefur veitt 180 milj. rúblur til útbúnings á flotanum. Ensk blöð skora fastlega á stjórnina að draga það nú ekki lengur að láta hina finna að Bretar muni hvað sem það kostar gæta hagsmuna sinna í Kínaveldi, þannig að önnur ríki fái þar ekki meira í sinn hlut heldur en þeim beri með rjettu hlutfallslega. Bretar halda flota sínum albúnum, og Frakkar knýja Kínastjórn nú sem óðast, bæði með hótunum og fögrum fortölum til þess að láta eptir kröfum sínum þar eystra. —• Glaðstone gamli er hættulega veikur og talinn af í síðustu frjettum. — Salisbury lávarður hefur einnig verið sjúkur til skamms tíma, og er sagt að ráðgjafaskipti sjeu vænt- anleg þá og þegar hjá Englendingum. Stormur feiknamikill geysaði yfir Norð- ursjóinn síðustu dagana í mars og fórst fjöldi skipa og manna í því óveðri. — Spánverjar biðja nú Bandafylkin um »gott veður« og lofa að gjöra nýjar upp- ástungur um endurbætur á stjórnarfari Kúpu- manna, en lýst hafa Spánv. því yfir að þeir muni aldrei sleppa yfirráðunum yfir eynni, — hvað sem í boði sje. Menn vænta þess að Kúpa verði nú tekin frá Spáni og sett undir ameríska vernd innan örskamms tíma. 1200 manns deyja nú á Kúba daglega að jafnaði, af hungri pest og vígaferlum. Menn munu minnast þess er getið hefur verið um áður í blöðunum að amerískt her- skip eilt „Marine" sprakk í lopt upp í Hav- annahöfn 15. febr. og ætluðu þá margir að Spánverjar mundu vera valdir að því, og að atburður þessi mundi draga til ófriðar milli þeirra og Bandaríkjanna. En nú hefur mál þetta verið rannsakað, og hvílir nú engin grunsemd á herstjórninni spönsku á Kúpa fyrir það að eiga neinn þátt í eyðilegging skipsins. Samt sem áður er það víst að lögð hefur verið sprengivjel undir „Marine" á höfninni. Forseti Bandaríkjanna hefur í stað lýst því yfir opinberlega að hann áliti það mann- úðarskyldu" að hjálpa Kúpeyjingum, og vex æsingin dag frá degi hjá almenningi íFylkj- unum út af þvi að eyjan skuli ekki vera hrifin úr morðgreipum Spánverja nú þegar. I þing- inu hafa verið haldnar ákafar ádeiluræður gegn þessu aðgerðaleysi og lítur svo út ept- ir ræðum þingmanna sem drátturinn geti nú ekki orðið öllu lengri, vegna almennings álitisins. Ráð-deildarforseti sagði þaunig 27. f. m. að ef stjórnin ekki gerði neitt eptir að tveggja daga frestur sá, er Spánverjar höfðu beðið um væri liðinn, þá mundi naum- ast mögulegt að hindra sjálfstæða íhlutun um málið frá hálfu þingsins". Allrá síðustu skeyti segja, að aðfarir hins breska flota í Hong-Kong og víðar í Kína sýnir nú að Englandsstjórn treysti sjer ekki lengur til þess að halda þeirri stefnn að »varðveita Kínaveldi heilt og óskipt« sem hingað til hefur verið mark og mið utanrík- ismálagarpanna ensku. Bretastjórn mnni nú sjá, að annað hlýtir ekki ef duga skal heldur en að ná sjálfur sínum, hluta á móts við Rússa og Þjóðverja, sem þegar hafa hlotið mikils- verð rjettindi á Sínlandi. „Times“ segir meðal annars: »Ef til vill er hin mesta hætta vor fólgin í því, áð vjér hötum ekki látið oss skiljast enn til fulls, hve hættulega vjer erum staddir. Vjer játum allir, að frið- urinn á að vera vort æsta markmið, og þa kunnum vjer vel að meta hin mjúku svór sem stjórnir annara ríkja veita fyrirspurnum vorum um þau atriði er snerta hagsmuni vora, allt þangað til vjer stöndum augliti til auglitis við orðinn hlut. — Vjer höfum mörgu að sinna víðar en í Asíu og höf- um ærið nóg að hugsa um, en ef keppi- nautar vorir eða fjandmenu ætla að treysta því, að þróttur vor sje farinn að bila og sókn vor að linast, þá mætti vel vera, að þeir væru sjálfir staddir í hættulegri villu«.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.