Dagskrá - 27.04.1898, Blaðsíða 1
II, 100.
Reykjavík, miðvikudaginn 27. apríl.
1898.
Valtýr og ,ísafold‘.
Hið svirðulega málgagn« Isaf. er þessa
dagana að prenta með alfeitu »Corpus« —
allar vitleysurnar eptir mossjö »C. J.«, sem
hefur nú um tíma haldið sjer í skefjum,
mönnum til ánægju og vaxandi vona um
að þessi litli tyro með stóra nafnið væri
þagnaður til fulls og alls.
Blaðið hefði helst átt að forðast aðend-
urtaka kórvillur hr. Corpusar, því þær voru
nú orðnar hálfgleymdar og hefðu með tím-
anum horfið algerlega í sama sjóinn eins og
annað beruskuhjal blaðsins um pólitík og
stjórnarfar, — sem menn virðast svo hneigð-
ir til að fyrirgefa þessu máltóli, sjálfsagt
vegna þess hve tornæmt og skilningsdauft
það hefur jafnan virst vera í þessum grein-
um. En úr því að »ísaf.« áleit sig á annað
borð knúða, nauðuga, viljuga til þess, að fara
að ryfja upp fyrir lesendum sínum þær enda-
leysur, sem hún hefur svo hraparlega neglst
á fyrir tilstilli þessa einkennilega fróðleiks-
manns »Corpusar«, þá hefði hún átt að láta
bera á þeim sem minnst í blaðinu. »ísaf."
má vera þess fullviss, að því feitara »Corp-
us« sem hún leggur til í þessi öfugmæli,
því magrari finnst ríkisrjettarspekin hjá „hr.
Corpusi".
Og hvað sem því nú líður, hvort ísaf.
má álítast knúð til þess af fortíðarflani sínu
og einfeldni, aðsjóða upp hamsana af kenn-
ingum „C. J.“,eðaþetta má reiknast alkunnri
þefnæmi blaðsins á það, að flónska sig af
eigin hvöt, þá er það víst, að það vckur
eptirtekt jafnvel í Isaf., að sjá hyrningar-
steininn undir öllum feitleturs-klausum blaðs-
ins. Það, sem blaðið byggir allt á, er sú
meinleysislega tilgáta, að dr. Valtýr meini
það hreinskilnislega, sem hann hafi trúað rit-
stjórn þess fyrir um rjettarstöðu ráðgjafans
íslenska í ríkisráðinu. Þessu einlæga og
hjartahreina málgagni kemur ekkert vjelráð í
hug, en andvarpar að eins svo hljóðandi:
„Oss getur ei dulist hver áhrif yfirlýsing dr.
Valtýs hlýtur að hafa svo framarlega sem
það hefur eingóngu verið talað af einlœgni!!
og falslausri eptirleitun sannleikans!! Og
fyrir öðru er ekki ráð gerandi." Hm.
»Dagskrá« vill nú, »ísafold« til rjettlátr-
ar leiðbeiningar, með samskonar letri eins og
hún prenta hjer upp skýlaus ummæli sjálfs
ráðgjafans yfir Islandi, sem vesalings ísafold
er að reyna að telja sjer trú um, að hafi
löggilt vitleysur Corpusar juris fyrir munn
hins sætttalandi og undirhyggjufulla Vest-
mannaeyja-doktors. Vjer gerum þetta eigi
til að sannfæra aðra menn um það, sem þeir
vita þegar áður og sem Dagskrá hefur fyrir
nokkru rækilega skýrt og sannað með ó-
hrekjandi rökum. En vjer gerum það til
þess, að láta Isafold finna, að vjer vökum
yfir henni í þessu efni og ætlum vjer í hvert
skipti, sem aðferð hennar gefur tilefni til
þess, að benda henni á rjettan veg, svo að
fáfræði hennar verði ekki um kennt, ef hún
heldur áfram skurðgoðadýrkun sinni á þeim
fjelögum Valtý og Corpusi.
Fyrsta greinin í feitmeti ísafoldar 20.
þ. m. hljóðar svo: »Engin atkvæða-
greiðsla getur nokkurn tíma farið fram í rík-
isráðinu«, og ber ísafold fyrverandi og nú-
verandi ráðgjafa fyrir því, að hafa tjáð þetta
Valtý dr. Guðmundssyni. En í ástæðum þessa
sama núverandi ráðgjafa með konungsboð-
skapnum síðast stendur meðal annars.
„ Það þarf varla að fœra rók að því,
að ráðaneytið eigi muni eeta ráðið til slíkr-
ar breytingar á hinum gildandi ákvœðum, er
hefði það í fór með sjer, að hin sjerstöku
löggjáfarmálefni og stj'órnarmálefni íslands
yrðu eptirleiðis lögð undip atkvæði
rikispáðsins eða borin upp í
þvi, heldur borin fyrir konung af ráð-
gjafa eimim« 0. s. frv.
Vjer getum ímyndað oss, að »Corpusi«
skiljist þetta ekki og að Valtýr vilji ekki
skilja það, en hver skynberandi maður í
landinu vill verða til þess, að neita rjettum
skilningi á þessum ótvíræðu ummælum ráð-
gjafans, sem sýna svo ljóst sem verða má,
að íslensk mál eru nú háð atkvæði allra ráð-
gjafanna í ríkisráðinu?
Önnur feitleturs-klausa „Isaf.« segir, að
ráðgjafi íslands hafi viðurkennda sjerstöðu í
ríkisráðinu, og hefur blaðið þetta enn eptir
hinum núverandi ráðgjafa, en sami ráðgjafi
segir í hinu samaopinbera erindi „að stjórn-
arstörf þau, sem ráðgjafa íslands sje trúað
jyrir, verði að fpamkvæmast eptip
sömu peglum oy sampáði eins
og stjópnapstöpf hinna ann-
ara páðgjafa konungs“.
Ólíklegt er að „ísaf.“ takist að uppræta
svo skyn og skilning lesenda sinna, að þeir
sjái ekki einnig í þessu atriði hversu ófyrir-
leitna vitleysu blaðið ber á borð.
Loks lætur hið virðulega málgagn uppi
í þriðja lagi, enn sem fyr cptir falsausri
sögusögn Valtýs, að alíslensk mál láti dönsku
ráðgjafarnir hlutlaus.
Að þetta atriði einnig sje jafnherfilegur
misskilningur af „ísaf.c eins og þau, sem
áður hafa verið nefnd, sjest á því, sem þeg-
ar hefur verið tilgreint úr ráðgjafabrjefinu,
og má bæta því við, að ráðaneytið segir
meðal annars, að það væri ósamrýmanlegt
hinni gildandi stjórnarskipun ríkisins, ef ráð-
gjafinn hefði sömu stöðu að því er snertir
alíslensk mál sem allir ráðgjafarnir til samans
í ríkisráðinu að því er til annara mála kemur.
Af þessu sjest það, að allir hinir aðrir
ráðgjafar hafa sömu stöðu gagnvart íslands-
málum eins og öðrum málum, er koma fyr-
ir í ríkisráðinu, með öðrum orðum: f 8—
landsmál heyra undir verk-
svið ráðaneytisins í heild
sinni samkvæmt gpund-
vallarlögunum.
Hinar síðustu setningar blaðsins eða
fjórða og fimrnta klausan fela ekki í sjer
neinar þýðingar á gildandi rjetti, heldur lúta
að framkvæmd eða venju, sem gildi um
gjörðir ráðgjafans í ríkisráðinu. ísaf. segir
þannig, að íslenskum málum hafi aldrei ver-
ið ráðið öðruvísi til lykta í ríkisráðinu held-
ur en ráðgjafi íslands hafi lagt til. Þetta
veit blaðið að vísu ekki hið allra minnsta
um, en það er meinlaust þó því sje lofað
að lifa í þeirri ímyndum, að það þekki fund-
argjörðir ríkisráðsins, sem, eins og allir vita,
eru stranglega leynilegar. Þó þessi stað-
hæfing ísaf, væri rjett, sem engin ástæða er
til að ætla, þá snertir það ekki neitt þrætu-
efnið sjálft, sem sje rjettarstöðu ráðgjafans;
hún er sú sama eptir sem áður, og meiri
hluti ráðaneytisins getur hjer eptir sem fyr
gjört ályktun um að leggja það til, sem
henta þykir í hvert skipti. En það ræður
að líkindum, að meðan ráðgjafi Islands er
blátt áfram aldanskur meðlimur hinnar al-
dönsku stjórnarstofnunar ríkisráðsins, þá muni
hann í flestum tilfellum vera í samræmi við
meðráðgjafa sína einnig að því er snertir Is-
lands-mál.
Hið sama er að segja um hina síðustu
trúarsetningu „ísaf.“ sem sje, að ráðgjafi
víki frá ef hann leggi annað til en konung-
ur vill fallast á. í því er hann eðlilega eins
settur eins og allir liinir aðrir ráðgjafar og
sannar það ekkert þessu máli viðkomandi.
Konungur fellst jafnaðarlegast á það, sem
meiri hluti ráðsins vill láta vera og það er
fágætt, að einstakir rággjafar setji sig upp
á móti vilja meiri hlutans. Það venjulega er
auðvitað að hver ráðgjafi leggur það eitt til
um mál þau, er undir hann heyra, sem er
samrýmanlegt við pólitík hins ríkjandi ráða-
neytis í heild sinni. En það sannar ekkert
um-rjett ráðgjafans gagnvart ríkisráðinu. ■—-
Stjórnarvenjan getur verið allt önnur að því
er snertir íslensk mál, og það eina, sem
tryggir til fulls eru bindandi laga-ákvæði-----
Synjanir stjórnarinnar gegn lögum alþingis
sýna best, hvort venja ríkisráðsins, að því
er snertir dönsk mál, sje látin gilda. En það
kemur nær aldrei fyrir að lögum ríkisdagsins
sje synjað staðfestingar.
Allt þetta ætti „ísaf.“ vel að athuga
áður en hún skrifar um stjórnarmál næst.
Örlæti Reykjavíkur-stjórnarinnar.
Hjer er engin almenn stofnun til, seiri
stofnun getur heitið, ekki svo mikið sem
bekkur til að setjast á, enginn lestrarsalur
fyrir almenning, sem talinn verði, enginn
plantaður opinber garður, ekkert matarhús,
sem verðskuldi það nafn, ekki eitt einasta
listaverk, engin skemmtun, í einu orði að
segja: ekki nokkur skapaður hlutur, sem lýsi
eiginlegri menning bæjarfjelags, ekkert nema
nágrannakritur og blindur þrældómur bláfátækra
fjelagsskaparlausra einstaklinga, sem berjast
fyrir tilverunni, í skorti allrar þeirrar ánægju
og þæginda, sem góð stjórn og sameining
kraptanna getur veitt mönnum í siðuðu landi.
Menn skyldu því ætla, að hjer væri haldið í
allt, sem efni getur heitið, bænum til hags-
muna og eflingar, að engu væri sólundað til
ónýtis af stjórn bæjarins meðan okkur vantar
svo að segja hin allra fyrstu lífsskilyrði fyrir
því, að geta þrifist hjer sem menn. Menn
skyldu ætla meir að segja, að ekkert aug-
ljóst tækifæri væri látið ónotað, til þess að
afla nýrra möguleika í þá átt, að gjöra mönn-
um lífið bærilegt hjer í bænum.
En þessu er ekki svo varið.
Sem „ekta“ íslensk eða hálfdönsk óstjórn
hlýtur hin jarðneska forsjón Reykjavíkur að
sýna sig al-óhæfa til þess að afla nokkurs,
en framúrskarandi hæfileikum gædda til þess
að ónýta það lítið, sem fyrir er.
Svefn og værðarmók hvílir yfir vorum vitru
feðrum þegar ræða er um gagnleg fyrirtæki,
en það er eins og fjör og Iíf færist í hina
dofnu stjórnar-limi þegar ræða er um, að
fleygja út fje til einkis gagns nje gleðifyrir
neinn.
Orlæti Reykjavíkur-stjórnarinnar lýsir
sjer ef til vill allra best í því gengdarlausa