Dagskrá - 27.04.1898, Blaðsíða 3
417
C. C. DREWSEN,
Elektopletverksmiðja
34 Östergade 34 Kjöbenhavn K,
frambýður borðbúnað í lögun eins og danskur
silfurborðbúnaður venjulega er, úr besta nýsilfri
með fádæma traustri silfurhúð og með þessu af-
ar lága verði:
Hlutirnir eru sendir strax og borgunin er
komin. Menn geta einnig snúið sjer til herra
stórkaupmanns Jakobs Gunnlögssonar, Cort Adel-
ersgade 4 Kjöbenhavn K, sem hefur sölu-umbod
vort fyrir ísland. — Verðlisti með myndum fæst
ókeypis hjá ritstjóra þessa blaðs oghjá herrakaup-
manni Birni Kristjánssyni í Reykjavlk.
Bindindismannadrykkurinn
,Chika‘,
er ljúffengur og fínn svaladrykkur.
er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum
stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er
bannað að drekka.
Martin Jensen, Kjöbenhavn. ^
Umboðsmaður fyrir ísland: F. Hjorth & Co.
Voltakross professor Heskiers.
sem hefur fengið einkarjettindi í flestum löndum,
fæst nú einnig í verzlununum á íslandi.
Sönnun fyrir hinum heillaríku áhrifum sem
Voltakrossinn hefur haft á þúsundum heimila, eru
hin ótal þakkarávörp og vottorð frá peim, sem
hann hefur læknað, sem alltaf streyma inn, og eru
tvö þeirra prentuð hjer neðanvið.
Voltakrossinn geta allir notað, hin læknandi
áhrif hans eru ótrúleg; með því að nota hann ein-
ungis stuttan tíma geta menn komið í veg fyrir
sárustu þjáningar, og fengið góða heilsu í stað
sárra veikinda.
Frú Clara Bereim, dóttir hins fræga læknis
prófessors, Dr. med. Voeck skrifar meðal annars:
„I nokkur ár þjáðist jeg af tauga- og gigtar-
verkjum einkum í höndum og handleggjum, einn-
ig suðu og hljómi fyrir eyrunum og í 6 mánuði
af fótabólgu er af gigtinni leiddi. I 5 vikur bar
jeg hina góðu uppfundningu yðar — Voltakross-
Chika« inn — og finn nú þess vegna [.ekki til neinna
verkja. Bólgan í fótunum, sem opt var nærri
búin að gjöra út af við sálarkrapta mína, er nú
að fullu læknuð.
Hafið þvf mitt innilegasta þakklæti".
Velborni herra!
Jeg hef lesið og heyrt svo margt gott um
Voltakross yðar, að jeg flý og festi von mína á
þetta meðal, og bið yður senda mjer og konu
minni 2 krossa, sem borgist við afhendingu á
staðnum (pr. Epterkrav).
Craiova (Rúmenía).
Undirgefnast.
Professor A. Toepfer.
Á öskjunum utan um hinn ekta Volta-
kross á að vera stimplað: xKejserlig kongel.
Patent«, og hið skrásetta vörumerki: gull-
kross á bláum feldi, annars er það ónýt ept-
irlíking.
Voltakross projessor Herskiers
kostar x kr. 50 aur. hver og fæst á eptir-
fylgjandi stöðum:
í Reykjavík hjá hr.
Á ísafirði —- —
- Skagastr. ■— —
- Eyjafirði — —
Húsavík -
■ Raufarhöfn -
Seyðisfirði -
Reyðarfirði -
Eskifirði
kaupm. Birni Kristjánssyni
— Gunn. Einarssyni
—- Skúla Thoroddsen
— F. H. Berndsen
—- Gránufjelaginu
— Sigfúsi Jónssyni
— Sigv. Þorsteinss.
— J. A. Jakobssyni
— Sveini Einarssyni
— C. Wathne
—- S. Stefánssyni
Gránufjelaginu
— Fr. Wathne
— Fr. Möller.
Einkaútsölu fyrir ísland og Færeyjar
hefur stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson, Cort
Adelersgade 4 Kjöbenhavn K. —
Nýkomið með ,LAURA4.
Allskonar varningur í verslun
mína. — Prentuðum verðlista verður útbýtt
ókeypis næstu daga.
Reykjavík, 26. apríl 1898.
Björn Kristjánsson.
44
heldur en hann „tjell saman“ og mjer hefur verið sagt, að
sjái hann gullpening síðan, þá ærist hann um leið.
Mjer þyki þessi leikur, án samjafnaðar, miklu betri en
veðreiðar, já, meira að segja betri heldur en kappleikur milli
hnefleikamanna. Mjer hefur verið sagt, að jeg hafi yndi af
að sjá mann þreyta allra síðustu krapta sína til þess ýtrasta
rjett áður heldur en hann gefst upp og ef til vill er þetta
satt; þjer getið hugsað betur um þetta Williams minn, en
einu megið þjer Ireysta og það er það, að þjer hafið góða
peninga í aðra hönd.
Þjer þekkið nú skilmálana og allt það, sem þjer þurfið
að gæta að, og skipti jeg mjer nokkuð af yður eða hindri
yður á nokkurn hátt, þá skulu peningarnir vera yðar eign
án þess að þjer þurfið að halda áfram frekar. Þjer getið
bent á hvern sem vill, til þess að vera dómara, af þeim
sem hjer eru inni, skyldi nokkur þræta rísa á milli okkar, og
úrskurður hans skal vera bindandi fyrir okkur báða“. Þann-
ig talaði Silas K. Trotter.
»Jeg skal láta yður vita innan stundar, hvort jeg vil
gefa mig út í þetta eða ekki, og ef jeg gjöri það, vildi jeg
helst láta Simpson og Parkes hjálpa mjer ef, þeir vilja gjöra
svo vel. Og setjum svo, að jeg hafi þá með mjer, þá vil
jeg velja Duncan sem dómara, en Hawkins og Robertson geta
fyrir yðar hönd gætt þess, að jeg fari rjett að öllu«.
Þetta samþykktu allir.
Þegar við athuguðum húsrúm þetta, er við vorum
komnir í, sáum við að allir veggir vóru klæddir járni, sem
var smelt með drifhvítum lit. Það var skínandi uppljómað
af 64 „acetylyne“ljósum og bjarminn af þeim var í góðu
samræmi við lit veggjanna. í viðbót við baðherbergið sáum
við svolítið svefnherbergi með ágætlega fallegum húsgögnum,
fast við. Gosbrunnar og pálmaviðir, flosbekkir og mjúkir
hægindastólar „ríkmannlegaútbúnir" komu undarlega fyrir sjónir
undir þessu þaki, þar sem treyst var hin mcsta aflraun allra
tíma. Hnettina mátti hækká og lækka eptir vild.
41
rjómagulu flosi, voru þar inni á víð og dreif, limarík pálma-
viðar-trje og 4 gosbrunnar, sem þeyttu vatninu í lopt upp
með stuttu millibili.
í norðaustur og suðvestur hornum hússins voru hvít
silkitjöld dregin fyrir sjerstök herbergi eða klefa, sem þar
voru.
Við ljetum á okkur heyra, að okkur þætti mikið til
koma um allann þenna viðbúnað. Trotter drap fingri á töpp
í þilinu, skammt þaðan er hann stóð og jafnskjótt drógust
tjöldin til hliðar, og sáum við þá, að í báðum þessum horn-
klefum var umbúið á hinn sama hátt. í hvoru fyrir sig stóð
á þriggja feta háum járnfæti sporöskjulagað hylki ofið úr
stálteinum; það var á að giska fjögur fet að þvermáli. Niður
í gólf og upp í rjáfur gengu fjórar járnstengur, sem áttu að
styðja og halda þessu stálbákni á rjettum kili.
Á hliðinni, sem niður vissi, var einhver umbúnaður,
sem líktist mjög krana í víntunnu og hjekk þar á peli eða
mál, 6—7 þuml. á dýpt og 2 þuml. að þvermáli. Þetta
hylki var -galtómt, en Trotter bað okkur að líta á það, sem
væri í hinum klefanum því það væri töluvert öðruvísi ástatt
með það. Þegar þangað kom fengum við sönnur á sögu
hans, því í þessu hylki var eins mikið og hægt var að raða
í það af 18 króna gullpeningum. Ut á milli stálteinanna
lagði á móti okkur glampa af logandi gulli, sem lukt var
inni í þessum stálhnetti.
Það er ómögulegt að lýsa með orðum því, sem okkur
bjó í brjósti, er við höfðum sjeð þessi fádæmi, og þó óx undr-
un okkar um allan helming, er við heyrðum orð þau, er
Trotter mælti til Villiams: „Þessi hnöttur, sem þjes hjer
sjáið, hefur að geyma eina miljón enskra 18 kr. gullpeninga
sem þjer megið eiga, ef þjer viljið taka að yður, að flytja
þá úr þessum hnetti og yfir í hnöttinn, sem stendur í hinu
herbergmn Það er alls ekkert vandaverk, að koma gullpen-
ingunú-m ófan í þann hnött, honum verður hagrætt eptir því
sem þjer segið fyrir, þannig, að hann verður lækkaður og