Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.06.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 08.06.1898, Blaðsíða 1
r Reykjavík, miðvikudaginn 8. júní. 1898. II, 105. Næsta blað, laugardaginn 11. þ. m. Smápistlar frá Noregi. Stend-búnaðarskóla 2°/4 '98. Veðurátta hefur verið hjer mild í vetur eins og vanalega. Snjóföl var hjer nokkra daga fyrir jól, svo vorþlðviðri fram í febrúarmán- uð; enn þá gerði nokkurn snjó sem lá í hálf- an mánuð. Þetta þótti mönnum mjög vænt um. Færið var notað til að aka áburði á tún og akur. ís sem lagði á ár og vötn, var sagaður upp, ekið heim til íshúsanna eða hlaðið upp í stóra hlaða, og hulinn með mold. A þessum stöðum er hann svo geymd- ur, þar til hann í sumar verður notaður til að kæla mjólkina og ölið eða fluttur til út- landa og seldur þar með góðum ábata. Síðan í mars hefur ekki fest snjó en veðr- átta þó heldur kaldari en venja er til og opt frost um nætur. í staðinn fyrir snjó og hríðar eru hjer sífeldar rigningar, og er úrkoma hjer langtum meiri, en nokkursstaðar á íslandi. Þótt veðráttan sje hjer mild kemur vor- ið tiltölulegaseint, jörðin er lík því sem jurtir og trje sjeu í efa um hvenær þau eigi að byrja sumarstarf sitt. Nú um þessar mundir er jörðin að byrja að grænka. Aburður hefur verið borinn á túnin og mulinn niður. Túnhreinsun er byrj- uð á sumum stöðum. Það er verið að plægja og herfa akrana, til þess að búa þá undir að sá í þá korni, kartöflum, gulrófum, eða turnips. Verið að stinga upp garða og byrjað að flytja til og gróðursetja ung skógartrje. En í vermireit hefur verið sáð til þeirra jurta sem þarfnast lengri vaxtartíma í byrjun mars- mánaðar. Mjer sýnist veðráttan vera allt of mild og vorið koma of snemma hjer, þegar jeg hugsa heim til íslands. Jeg hef því af- ráðið að leita lengra norður eptir, ef vera kynni að veðrátta og annað líktist meira því sem er á íslandi. P. t. Hovden 24/4 '98. Nú er jeg þá staddur 20 mílur fyrir norðan Bergen, og er þar hjá hinum norska fjarræktarmanni Johan Schumann. Það gæti ef til vill verið gaman fyrir íslenska bændur að heyra lítið eitt um mann þennan. Johan Schumann er fæddur í Berg- en 1832. Faðirinn var kaupmaður en haíði jörð eina skammt frá Bergen. J. S. var ætl- að að ganga menntaveginn, og aflauk námi við Bergens latínuskóla, en löngun hans var öll til búnaðar. — 18 ára gamall varð hann sjúkur um nokkurn tíma. Þetta leiddi ttl þess að hann fjekk að fylgja vilja sínum og verða bóndi. Hann var þá sendur til Dan- merkur og stundaði hann þar búnaðarnám í tvö ár. En þar fann hann ekki það sem hann leitaði eptir, fór hann því til Skotlands og dvaldi þar í tvö ár, hjá fjárræktarmanni einum sem hafði 10,000 kindur. J. Schumann kom svo til Noregs 1859. A þeim tíma hafði þar verið lítið gjört til framfara fjárræktinni. J. S. sá að hjer var mikið að gjöra til — umbóta; að þessu hefur hann unnið með stökum dugnaði síðan. Hann keypti sauðfje frá Skotlandi og til þessa tjekk hann 2000 kr. lán af ríkissjóði rentulaust í 10 ár. Það yrði hjer oflangt að skýra frá öllu starfi J. S. viðvíkjandi fjárræktinni. En það má með sanni segja að hann hefur um qjörg ár stundað hana með einstakri alúð og dugnaði. Hjá honumer samfara vís- indaleg þekking og verkleg hagsýni íþví efni. J. S. hefur skrifað margar bækur um fjárrækt og undirstöðuatriði hennar. Allar eru þær ljóst og greinilega skrifaðar. Þeir íslendingar sem hafa áhuga á fjárrækt munu í bókum J. S. finna mörg og góð ráð sem að gagni gætu komið á Islandi. Allar bækur hans er nú verið að prenta í annað sinn, endurskoðaðar og umbættar af honum sjálf- um eptir þeirri reynslu sem hann hefur fengið á sínum langa starfstíma. Hinn núverandi bústaðuf J. S. er eyjan Hovden þar hefur hann verið í 18 ár. Eyj- an er grýtt og hrjóstrug en all góður sauð- fjárhagar þar. J. S. hefur látið byggja girðingar yfir eyna og þannig skipt henni í þrjá hluta Þá beitir hann svo á víxl og þannig verður grasvöxturinn meiri og fjeð hefur betra næði. J. S. hefur látið bygja nýtt fjárhús mjög vandað. Það fullnægir flestum þeim kröfum sem hægt er að gjöra til þesskonar bygg- inga. Nú stendur á sauðburðinum og J. S. er því dag og nótt hjá ám sínum. Hann hefur flutt rúm sitt út í fjárhúsið; það stend- ur við kró þá þar sem hann hefur ærnar sem eru komnar að burði. Heyhlaðan er uppi á loptinu og í einu horni hennar er klefi þar sem hann hefur skriffæri og bækur sínar. Hjer skrifar hann fjárræktar-bækur sínar. Sauðfjárkyn J. S. er flest af hinum enska »Cheviot race« sem þrífst hjer vel. Hann selur fjárbótarkindur um land allt. Margt mætti hjer fleira segja um J. S. og búskap hans en eg læt þetta nægja. Á morgun verð eg að kveðja þennan ágæt- ismann og fyrirmynd komandi búvísinda- mann á Fróni og halda ferðinni áfram lengra norður eptir. — P. T. Aalesund 26/4—98. Hjer hef jcg dvalið að eins nokkra tíma. En það vekur eptirtekt mína að sjá hvað mikið hefur verið gjört hjer á hinum síðari árum, og umhugsun um, hvort skilyrðin fyrir að gera hið sama sjeu fyrir hendi á mörgum stöðum á Islandi. Álasund er fiskiveiðabær sem er byggð- ur á berum klettum. Fyrir 50 árum voru hjer að eins nokk- ur hús og engir ríkir kaupmenn. Nú eru hjer 10 þús. manna og reisulega byggður bær. Hvernig hafa svo þessi umskipti orðið? Jeg skal stuttlega skýra frá aðalatriðunum. Fyrir 50 árum síðan komu hjer nokkur fiski- skip frá Svíþjóð til að reyna fiskiveiðarhjer. Þau öfluðu vel og Svíar sendu næsta ár fleiri skip. íbúar bæjarins höfðu þá engin skip, en þeir rjeðu sig á skip Svía og lærðu af þeim veiðiaðferðina. Fyrst svo þegar þeir höíðu fengið næga æfingu í henni keyptu þeir skip og byrjuðu sjálfir að stunda fiski- veiðar. Af því að aflinn hjer var góður tjölguðu skip Svía árlega, en þegar norðmenn höfðu lært veiðiaðferðina fjölguðu þeirra skip einn- ig. Svíum varð útgerðin kostnaðarmeiri og að síðustu máttu þeir hætta samkeppninni við Norðmenn hjer. Þetta var byrjunin, en síðan hafa margar breytingar verið gjörðar til framfara fiskveiðunum, meðal annars eru menn nú á síðari árum farnir að brúka gufil- skip við þær. Jeg er ekki sjómaður og gefc því eigi skýrt frá hinum ýmsu veiðiaðferðunr sem hjer eru notaðar, en jeg er í engum vafa um, að íslenskir sjómenn gætu haft hjer mik- ið að nema. Því íbúar Alasunds eru taldir meðal hinna bestu sjómanna Norðmanna að því er snertir fiskiveiðar og verkun á fiski. Pt. Niðurárósi, 3“/4—98. Jeg er nú kominn á þann stað sem vor- ir fornu feður sóttu svo margir að, til að heimsækja Noregskonunga og stórhöfð- ingja. Á þeim tímum var hjer opt fjölmennt af íslendingum. — En nú eru aðrir tímar. Engir íslendingar sjást hjer og mönnum sem vita hvaðan jeg er, þykir það nýlunda að einn íslendingur skuli koma hingað. Von mín um að veðráttan hjer líkist meira því sem er á íslandi hefur rættst. Hjer um kring eru snjóar miklir í fjöllum ogfannir liggja víða niður að sjó. Vorvinn,a er hvergi byrjuð. Sigurður Sigurðsson. Frá ófriðnum. Með „Laura" hafa borist fregnir frá útlöndum til 2. þ. m. og skal hjer sagt hið helsta sem gjörst hefur með Spánverjum og Bandamönnum síðan að síðustu frjettir bár- ust er náðu til 20. maí. Það var í kríng um 12. f. m. að menn fyrst fengu vissu fyrir því, að aðalflotinn spænski var kominn fram (við Martinique) og hafa blöðin síðan naumast flutt annað en tilgátur meira og minna sennilegar, um það hvað gjört mundi verða af hálfu þess eða hins, þangað til nú hina síðustu daga, er á- reiðanlegar fregnir hafa borist um atburði er hljóta að ráða úrslitum viðureignarinnar milli beggja flotanna. Þegar spænski flotinn var kominn fram í Vestur-Indíum bjuggust flestir við því að sú flotadeild Aineríkumanna, er hjelt sig í vegi fyrir Spánverjum mundi fara á móti þeim og reyna að koma þeim til orustu — og síðan þá er þeir væru yfirunnir gjöra landgang á Kúba og hrífa eyna algerlega úr höndum Spánv. — í peim tilgangi hefur ófriðurinn verið byrjaður af hendi Bandam. og um þessa ey hlýtur taflið aðallega að snúast. En tilgátur manna um þessa fyrir- ætlun Ameríkumanna brugðust. í stað þess að halda austur á bóginn á móti spænska flotanum stefndi Sampson (foringi hinnar amerisku flotadeildar) vestur til eyjarinnar Haiti frá Puerto-Rico þar sem hann lá áður, eins og skýrt hefur verið frá í þessu blaði. Um þessar mundir tóku að berastfregn- ir um það frá New-York að Bandam. ætluðu sjer að kvía flota Spánv. og uppræta hann algerlega, eða neyða hann til þess að gefast upp, og heíði Sampson því haldið vesturept- ir til þess að sameina sig annari fiotadeild (undir stjórn Schleys toringja) — sem haldið var til taks hvenær sem á þyrfti að halda, þar vestra í nánd við eyjarnar. — Síð- an er það nú orðið víst og áreiðanlegt að Bandam. hafa síðustu vikurnar tvær teflt upp á það að lykja flota Spánv. inni í stað þess að leggja til orustu við hann í rúmsjó. Spánv. voru látnir fara til Kúbu óhindraðir en ameríski flotinn (Sampson og Schley) skipt sér nú í þrjár deildir er hjeldu sig á víð og dréif í kringum Spánarflotann. Höfðu Bandam. þar sextán skip, en Spánverjar aðeins sex að

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.