Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.06.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 08.06.1898, Blaðsíða 4
433 (Framh. af bls, 432.). leysis sem opinberast í meginfjöldanum af ráðstöfunum hinnar dansk-ísleusku stjórnar á síðustu árum, og sem eru í svo nánu sam- ræmi við alla Bakkabræðrabruggerð samgöngu- skarfanna á alþingi, — mannanna sem ætla að bjarga búnaði landsins með því að taka bitann frá munni landbóndans og fleygja honum í botnlausa hít danska miljónafjelagsins sem farið er að halda skipasýningar hjer fyrir ströndunum. Sú hugmynd er nú einu sinni orðin rótgróin og staðföst í huga þessara manna, að framleiðslan í landinu hljóti að aukast að sama skapi sem samgöngurnar aukast — að ekki þurfi annað en að senda skipið svo komi farmurinn af sjálfu sjer. — Þeir hugsa lítið sem ekkert um að styrkja framleiðsluna beinlínis með lagaákvæðum eða fjárframlögum, ekkert um það að hvetja eða hjálpa til beinna endurbóta á búnaðarlagi bænda, ekkert um neitt annað heldur en að- eins annan liðinn af tveimur — þann síðari og síðri, þann, sem lífið sjálft byrjar ekki með, þann, sem er ekki í sjálfu sjer lífsnauð- synlegur, og kemur að engu gagni einn út af fyrir sig — en alls ekki um þann helsta og fyrsta, þann sem maður og þjóð verða að byrja á í viðureign sinni við náttúruna, þann sem ekki verður lifað án, og sem getur í sjálfu sjer fullnægt lífsþörfum manna á frum- legu menningarstigi. — Með öðrum orðum, þeir hugsa aðeins um viðskiptavegina — en ekkert um viðskiptaefnin. Og ekki nóg með þetta. — Þeir hugsa aðeins um viðskipti eins einstaklings við ann- an, en ekkert um viðskipti þjóðarinnar við útlönd. — Allt það sem safnar viðskiptaarði á fáar hendur innanlands, þó sá arður sje hrifinn úr höndum útlendinga, er samgöngu- skörfum vorum og verslunarmálaspekingum fjandsamlegt (sbr. hina alkunna jafnaðarvillu sumra fjárlöggjafanna á síðustu þingum) og allt það sem eykur auðmagn iandsmanna á einum eða færri stöðum, þó það sje beinlínis gjört á kostnað hinnar blóðsjúgandi nýlendu- verslunar útlendinga, það hata þessir áður- nefndu spekingar eins og valskan hatar dags- birtuna (sbr. politik samgöngumannanna gegn hagsmunum Reykjavíkur). — Er ekki allt þetta hvað sem annað, þó ferðaáætlanir kola- og peningahítanna dönsku sjeu rammvitlausari, heldur en þó þeim væri otað út á sjóinn og um hann í blindni og af hendingu tómri? — Löggjafinn sem vill að Pjetur tapi tíu krónum til þess að hann geti verið „jafn“ Páli sem á ekki neitt, sem vill að höfuðbær landsins haldi áfram að vera selstöð erlendra prangara aðeins til þess að hann geti verið „jafn“ hinum öðrum útsognu smákauptúnum útium land, —sá löggjafi er svo gersneyddur því sem kalla má almenn hygg- indi, að það sýnist hæfa vel að skipunum sem hann lætur sigla tóm í kringum sig — og landið sem heimska hans er að eyðileggja, sje áætlað að þvælast hvort fram hjá öðru á víxl og og mis svo að sem minnst gagn verði af þeim. Smávegis kraptaverk, Frá Laven er skrifað í Silkiborgardag- blaði. Hinn gamli búhöldur Andrjes Rasmus- sen í Laven, sem í 3 ár hefur verið alveg heyrnarlaus hefir nú fengið heyrnina aptur á merkilegan hátt. Konan hafði heyrt að Voltakrossinn gæti kanske hjálpað við heyrnar- leysi keypti einn og eptir að maðurinn hafði haft hann í 24 tíma fór hann að heyra ein stöku hluti. Eptir j daga geiur hann nú heyrt allt sem talað er í kringum hann bara að talað sje nokkurnveginn hátt. Andrjes er náttúrlega framúrskarandi glaður yfir að hafa fengið heyrnina aptur og gleði konu hans og barna er engu minni þar sem þau í 3 ár hafa ekki getað skipst orðum á við- hann. Frú Clara Bereim dóttir hins nafnkunna æknis Prófessor Dr. med. Voeck skrifar meðal annars: I tvö ár þjáðist jeg af. gigt og taugakenndum sárindum einkum í hand- leggjunum og höndunum, ennfremur eyrnasuðu og í 6 mánuði var annar fóturinn á mjer bólginn af gigt. í fimm vikur bar jeg upp- fundning yðar og er við það orðin laus við öll þessi sárindi,— sömuleiðis er fóturinn á mjer, sem jeg opt var nærri örvæntingar- full yfir, alveg heilbrigður. Ber jeg yður því mínar hjartanlegustu þakkir. Af guðsnáð hef jeg loks fengið blessun- arríkt meðal. Það er Voltakrossinn sem ept- ir nokkra tíma fyllti mig innilegri gleði. Jeg var frelsuð hugguð og heilbrigð. Jeg hef verið dauðans angistarfull út af hinnm þrá- látu þjáningum sem jeg hef haft og finn það skyldu mína að tjá yður innilegustu þakkir mínar. Seeget 16. ágúst 1897 Frú Therese Kretzchmar. þvaglát. Jeg keypti Voltakrossinn handa dótur minni sem hafði þennan leiða kvilla og það- an hún fór að bera hann hefir ekki borið á þessu og nú er hún alveg heilbrigð. Bredvad Mölle pr. Horsens. J. V. Jensen. Hver ekta kross á að vera stimplaður á öskjunum. Kejserlig kgl. Patént ella ónýt eptirlíking. Voltakross projessor Heskiers kostar I kr. 50 au. hver og fæst á eptir- fylgjandi stöðum; í Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni: - —-------------— Gunn. EinarssynL Á Dýrafirði — — — Á ísafirði hjá hr. kaupm. Skagastr. N. Chr. Gram. Skúla Thoroddsen. F. H. Berndsen Gránufjelaginu Sigfúsi Jónssyni Sigv. Þorsteinss. J. A. Jakobssyni Sveini Einarssynr C. Wathne S. Stefánssyni — — Gránufjelaginu -Reyðarfirði------— Fr. Wathne - Eskifirði — — — Fr. Möller. Einkaútsölu fyrir Island og Færeyjar hefur stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson, Cort Adelersgade 4 Kjöbenhavn K. — - Eyjafirði — — — - Húsavík--------- - Raufarhöfn----- - Seyðisfirði -— — Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár. 58 hægt og hægt og Trotter fór að verða ókyr og órólegur á svipinn. Jeg bauð honum að hætta nú upp á hálfa miijón- ina. En hann þakkaði fyrir, »jeg ímynda mjer« sagði hann „að það sje allt eða ekkert um að tefla í þetta skiptið og það væri úti um allt gamanið fyrir mjer ef jeg tæki því boði. Jeg vil heldur veðja við yður tíu þúsund dollurum að hann endist ekki tvo tíma hjer eptir". Jeg sagðist ekki vilja veðja því jeg væri aðeins kominn hjer til þess að aðstoða og horfa á. — En meðan við vorum að tala saman hrasaði Williams — og fjórar gullmyntir ultu út úr skálinni. Þær fóru hver í sína áttina út um gólfábreið- una — og hjartað var uppi í hálsi á okkur meðan hann var að tína peningana saman, hella þeim úr skálinni og komast aptur að hnettinum í rjettan tíma. Lesarinn mun minnast pess að það var ,gjört að skil- yrði að hver peningur væri kominn í tóma hnöttinn áður en skálin fyllist aptur. Williams var nokkra stund að finna peningana á gólfábreiðunni, en samt sem áður var hann kom- inn að hinum hnettinum nógu snemma til þess að koma skálinni undir en ekki mátti muna einni sekúndu að hann yrði ekki of seinn. Við þetta lifnaði hann aptur upp dálitla stund og svo baðaði hann sig í köldu vatni úr einum af gosbrunnunum bæði um andlit og hendur. Nú var aðeins hálfur sjöundi tími eptir. Við höfðum Cognac og sodavatn við hendina, kampavín, heitt te og kaifi og svo pipar^ og neftóbak að grípa til ef hitt skyldi ekki duga. Það var átakanlegt að sjá hve uppgefinn hann var en viljafesta hans að halda áfram þó hann væri að detta út- af var óbifanleg. — Já þið megið segja hvað þið viljið piltar — en jeg fullyrði að það sje hinn meðfæddi kærleikur til líkamlegs þrautgæðissem öld eptir öld hefur innrættst Bretum, er hefur gjört eyjuna okkar að drottning heimsins. Eða haldið þið að það sje aðeins auðvirðiieg löngun til að græða fje sem 59 gat komið Williams til þess að leggja sig í þessa óvinnandi þraut. Það var alls ekki aðalhvötin. Aðalhvötin var sú að skara fram úr, og gjöra það ómögulega mögulegt; þjermun- uð sanna að svo var áður en líkur sögu minni. Williams hjelt áfram verki sínu, en það var hryllileg sjón að sjá hversu hann var þrotinn að kröptum. Simpson og jeg gengum sitt við hvora hlið hans, ópuðum og orguðum í eyru honum til' þess að halda honum vakandi, en við höfðum ekki leyfi til að snerta við honum. Hann drógst fram og aptur yfir gólfið magnlaus og meðvitundarlítill og þrisvar sinnum á næsta hálfum klukkutíma mátti það engu muna að hann yrði of seinn að krananum. Varir hans voru skrælnaðar af þorsta og þó gat hann engu komið ofaní sig að drekka, — hjer voru góð ráð dýr. Loksins gátum við fengið hann til þess að taka í nefið. Neftóbakið kitlaði hann svo að hann hnerraði afskaplega og var eins og hann raknaði dálítið við það. Hann hvolfdi í sig tveimur stórum glösum af kampavíni, og hresstist svo mikið að hann drakk þriðja giasið. Við fórum að verða vongóðir um að allt fengi farsælan enda því nú gat hann komið ofaní sig nokkrum vínberum og einni peru. Hann ráfaði um gólfið, gangur gat það ekki kallast, en það leyndi sjer þó ekki að það var ólíkur styrkur nú í hreifingum hans hjá því sem áður var. Tíminn leið; kl. 6 kom Trotter til mín ogsagði: „Látið þjer Villiams hætta nú, og jeg skal sletta í hann hálfri millj- óny. „Þakk yður fyrir, nei“, svaraði jeg. Eins og þjer hafið að orði komist, er hjer annáðhvort allt að vinna, eða öllu að tapa. Þjer hafið skemmt yður svo vel þegar, að jeg sje ekki eptir því þó að þjer fáið að borga þá skemmtun«. Þessara orða átti jeg að iðrast fyrir kl. 10 þetta sama kvöld. Klukkan sló 7,—8,—9, og nú vantaði aðeins herslumun- inn það var lítið meira en hálffylli eptir af gullinu. Að 64

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.