Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 24.08.1898, Side 2

Dagskrá - 24.08.1898, Side 2
26 T:,n samí sem aður —- þó þetta skilyrði sje cf'allkomlega uppfyllt hjá flestum hjer á landi er til ovenjulega mikið af ólgandi, á- gætum menningakröptum í upplagi íslend- inga. Það er ekki víst að nokkur smáþjóð he'insios h;in sýnt jafn seiga, þrautgóða hæfi- •eika að öllu samantöldu, eins og íslend- ingar. Þesr eru ágætlega og heppilega bland- aðir af tveim bestu kynþáttum Norðurálfunn- ar hinum bresku Keltum og úrvalsfólki frá Noregi. Þessi uppruni þeirra er enn augljós og hefur varðveitt einkenni sín gegn- um fiölda alda og sje saga íslands riett lesin má vel sjá að þessi ættarmerki koma fram a öllum tímum með misjöfnum, breyti- legum búningi — og að þau setja svip sinn a alla æfisögu eyjar vorrar. Svo er að sjá, eptir því sem erlendir vísindamenn hafa sagt, að reiknings- eða hugvitsgáfan sje einna fullkomnust, tiltölulega, hjá íslendingum — að ímyndunarafl þeirra sje mjög ríkt og heili þeirra vel hæfur til djúpra hugsana — en að aptur á móti sje viljaaf; þeirra ekki að sama skapi jafnstyrkt alniennt, og ir.á það víst mest kenna lang- varandi kúgun og örbyrgð þeirri, sem þjóðin hefur um svo mörg hundruð ár búið við í kringum luambúðir Dana og undir gersarn- legu framtaksleysi hinnar erlendu stjórnar um að bæía hag og kjör landsmanna með nokkurri einustu viturlegri ráðstöfun. En þegar Islendingar koma út í heiminn þar sem þeir geta notið sín munu þeir sjálfsagt fjölda margir sýna góða ávexti af þeim hæfilelkum sem þeir hafa og hvað er þá eðlilegra heWur en að þeir leiti út til þessa — - aðeins ef þeir láta þá einnig ætt- land sitt njóta góðs af gæfu sinni og gengi. Það væri gleðilegt ef sá siður yröi al- mennur að íslendingar færu utan í þeim tilgangi sem að framan er sagt. Það mundi fljótí bera á þeim og þeir mundu smátt og smátt einn aptir annan ryðja veg í þessa átt fyrir öðrum er koma skyldu á eptir. — Ogsannarlegfurðaerþað að allur sá fjöldi íslendingn sem leitar út af landinu um styttri tíma til þess að sjá heiminn, skuli lenda í Kaupmar,. ahöfn! einum ómerkilegasta höfuð- stað Evrópu, sem lítið annað er markvert við, en styttusafn, sem íslendingur hefur gef- ið bænum — eitt eða tvö bókasöfn með góðum íslcnskum ritum og svo veitingahús og skemmtistaðir. Væri ekkinær að dreifa sjer — einn hjer og annar þar? — Nóg er af stórborgum í heiminum þar sem íslenskir hugvitsmenn, listamenn o. s. frv. gætu betur komið fram. — íslendingar erlendis ættu að vera „utan- fararmenn" með heimfýsi og góðri rækt til landsins en ekki „útflytjendur" sem hafa misst hvorttveggja og þar með einnig vonina um að geta látið þau öfl knýja sig áfram. G. Landbúnaðurinn. Eptir „Nærsveitamann". I. Eins og jeggat um síðaster jeg ritaði í „Dagskrá" hef jeg ætlað mjer að senda yðar heiðraða blr.ði pistla við og við um þetta heitasta einkamál okkar allra bændanna. — Jeg hef þegar áður látið í Ijósi að jeg álít stórkostlega fjárupphæð, sem dreift sje út meðal bænda af hinu opinbera, lífsnauðsýn- legt skilyrði fyrir því, að grunnurinn undir allri þjóðarbygging vorri haggist nú ekki. — Jeg skal í þetta sinn sjerstaklega taka fram einn alviðurkenndan sannleik, sem jeg hygg sýna betur enn flest annað, að þessi skoðun er á rjettum rökum byggð. Ef þjer spyrjið okkur nærsveitamenn hvort það sje satt sem ýmsir heyrast fleygja að „landbúnaðurinn borgi sig ekki“ — þá munum við flestir svara strax og hiklaust: „Jú, landbúnaðurinn borgar sig þegar maður einusinni hefur komið sjer fyrir með bætur á jörðunni en á meðan bóndinn verð- ur að berjast á óræktaðri, illa byggðri jörð borgar búskapurinn sig ekki". En í raun rjettri er þetta svar ekki annað en blátt áfram „já" upp á spurning- una. Því jarðabætur og byggingar eru arður ef rjett er á litið, enda þóttsá sem vinn- ur þær hafi ekki tóm til þess að bíða epfir árangrinum eða leggja út kostnaðinn. — Allur sá atvinnuvegur, sem borgar sig eptir að kostað hefur verið til hans, hann borgar sig strax, sje rjett reiknaðir báðir lið- ir eða dálkar reikningsins. En setning sú sem hjer er nefnd að framan sýnir að hið opinbera hefur þörf á að hjálpa. Hið opinbera verður að leggja út fje eða rjettara sagt að opna mönnum aðgang að fje sem geri bændum mögulegt að „koma sjer fyrir". „Búskapurinn borgar sig hjá okkkur þegar við erum búnir að koma okkur fyrir". Þetta þýðir í raun rjettri að búskapurinn sje ofvaxinn kröptum þeim, sem eru lagðir í hann. En hvaðan fá einstaklingarnir þennan krapt sem ekki er til hjá sjálfum þeim? Auðvitað frá öðrum — þeim sem er hagur að því að rjetta hjálparhönd og sá rjetti aðili þess máls er hið opinbera. Við skulum ekki þreytast að minna menn á það og endurtaka það að hið opin- bera verður að taka hjer til sinna ráða — á þann hátt að opna veg til láns upp á húsa- og jarðabœtur. — Það sem síðasta þing gjörði, er í áttina, en það er allt of lítið, ekki nema aðeins til smekks. — Við þurfum að fá meira ef duga skal. Allt það fje væri ekki of mikið að leggja aðeins í eina einustu jörð ef duga ætti; — Island er stærra en svo að tvö, þrjú þil- skipsverð sjeu næg til þess að bjóða land- bændum til hjálpar. Úlfaldi úr mýflugu. Æði kynleg þótti mjer grein í 4. tölubl. Dagskrár, þar sem talað er um hrakferð hinna 5 Odd-fellowa á leiðinni frá Geysi til Kalmannstungu og leyfi jeg mjer hjer með að leiðrjetta þann mikla misskilning. Hinn 31. f. m. lagði jeg ai stað með þeim fjelög- um frá Geysi í fögru veðri og gekk ferðin greiðlega upp á Hlöðuvelli, (sem er allstórt grasfleti fyrir sunnan Hlöðufell) og áðum við þar nálægt kl.-tíma, eptir að hafa áður borðað morgunverð nálægt svo n. Hellisskarði. Þegar við hjeldum á stað frá Hlöðuvöllum tók að rigna og fór regnið sívaxandi og fylgdi því stormur mikill; sagði jeg þá við dr. Beyer að mjer þætti ráðlegra að halda beinu striki upp á Kaldadal og halda af til. Kalmanns- tungu um nóttina, heldur en að liggja í Brunnum í slíku veðri og þótti honum og þeim öðrum fjelögum þetta þjóðráð. Kl. 10V2 e. h. spurði jeg þá fjelaga hvort þeir vildu eigi fá sjer bita og sögðu sumir að þeir væru ekki svangir, aptur aðrir að þeir vildu þiggja það, og sagði jeg þeim þá að við skildum allir án undantekningar fá okkur næringu, því „uden Mad og Drikke duer Helten ikke". Fjellust þeir á það, og mötuðumst við því allir, (fengum okkur whisky) og urðum glaðir. Lestin var með okkur allan daginn, en þegar við áttum hálfan tíma eptir að ná á Kaldadalsveginn, varð mjer litið til baka og sá jeg þá ekki lestina; skeytti jeg því lítt en hjelt mínu beina striki og náði veginum ná- kvæmiega þar sem jeg hafði ætlað mjer, nefnil. hjá Kerlingu á Kaldadal; þegar þangað kom var þurrt veður, og var rigningarlaust alla leið til Kalmannstungu. Jeg reið eins hart og jeg hjelt að hestarnir mundu þola og vor- um við að eins 4 kl.-tíma þangað frá Kerl- ingu. Dr. Beyer var kallt á fótum því hann var votur í fætur, (og enda mjög fótkaldur, því hann kvartaði um fótakulda alla leið hjeðan til Húsavíkur, jafnvel þó gott veður væri) en þó ekki svo að hann skylfi; allir voru þeir eins og hverjum heilvita manni gefur að skilja meir eða minna þreyttir eptir 17 tíma rei J, en þó ekki þreyttari en svo að þeir voru allir eptir 5 tíma svefn hinir hressustu og ljeku við hvern sinn fingur og hjeldum við áfram þann dag okkar fyrirhug- uðu leið. Lestin kom 2 tímum á eptir okk- ur til Kalmannstungu, en ástæðan fyrir því að hún fylgdi okkur ekki á veginn var sú, að við áttum að sækja hliðhalian vind upp á Kaldadal, en fylgdarmennirnir gátu ekki feng- ið hestana, er þeir ráku, til að ganga þann- ig í ofsaveðrinu og rigningunni og urðu að lofa þeim að slaka lítið eitt til undan vindi; komu þeir þannig hálfstímareið sunnar á veg- inn en jeg. Jeg skal játa það, að jeg beið óþreyjufuliur í Kalmannstungu eptir lestinni, og ávítaði fylgdarmennina fyrir að hafa ekki fylgt mjer eptir eins og þeir höfðu gjört all- ann daginn, því þá vissi jeg ekki með vissu hvernig á því stóð að þeir yfirgáfu mig, jafnvel þó mig grunaði það. — Þess skal getið, að ungur maður einn, ónefndur, af flokki Odd-tellowa, kvartaði yfir því, að hann hefði ekki fengið mat í 14 tíma, cn meðþví hefur hann meint að hann hafi ekki fengið neina aðal-máltíð jafnlangan tíma. Fyrir þessa umkvörtun og aðrar þvílíkar, fjekk þessi ungi maður þungar átölur hjá þeim fjelögum sín- um daginn eptir. Sannleikurinn er sá, að við vorum mat- arlausir í 4V2 kl.-tíma en ekki í 14. Þetta kalla jeg að gjöra „Ulfalda úr mýflugu". Þessir góðu gestir okkar, Odd-fellowarn- ir, voru mjög ánægðir yfir ferðinni og þökk- uðu mjer að skilnaði með mjög hlýjum orð- um allt er jeg hafði gjört fyrir þá. Reykjavík, 22. ágúst 1898. Þorgr. Guðmundsen. Gjöf hinna kaþólsku. Grein sú, er hier fer á eptir er þýdd úr danska blaðinu »Katholiken" og skýlir hún allvel afstöðu kaþólskra gefenda til holdsveikraspítalans, — sem svo mikið hefur verið rætt um. íslenskir lesendur kunna margir að vilja kynna sjer ástæður þess máls og jafnvel þeir sem glaðastir eru yfir gjöf Odd-fjelaganna eða rjettara sagt yfir gjöf al- mennings í Danmörku hljóta þó að vilja unna hinum fyrstu frumkvöðlum þessa mann- úðarfyrirtækis þess sannmælis sem þeim ber —að það var aðeins trú þeirra sem þeir voru látnir gjalda, en að hugur þeirra hefur ver- ið jafngóður að minnsta kosti eins og hvers annars sem lagt hefur skerf sinn til þessa. Því verður ekki neitað að mann hryllir hálfgert við þeirri iagaklausu slíkra mann- vina sem Odd-feilowar eru að engin kaþólsk sjúkrakona megi nokkurntíma rjetta líknar- hönd aumingjunum í Lauganesi. — Við er- um þó komnir svo langt fram úr myrkri hins blinda trúarhaturs að við viðurkenn- um fullkomið jafnrjetti kaþólskra manna með okkur í öllum borgaralegum stjettum og stöðum — og hver einasti menntaður niaður á Islandi, er óhætt að fullyrða, dæmir nú kaþólskan mann að engu lakari en lúthersk- an, sje mannkostir beggja að öðru leyti jafnir. En að öðru leyti skal hjer ekkert farið frekar út í pessa hliðina á spítalastofnun þessari og skulum vjer nú láta hið danska blað hafa orðið : ODD-FELLO WREGLAN og peir holdsveiku á tslandi. »Með dýrð og mikillæti kunngjörði nýlega hjer í bænum formaður heimulegs íjelags eins, hvílíkt miskunnarverk hann og bræður hans hefðu unnið á hinum holdsveiku á hinni dönsku ey(!) Islandi með því að láta byggja þeim sjúkra- hús. — En þrátt fyrir það þótt Petrus stórsír hafi drjúgum jlátið þeyta básúnumar fyrir sig við þetta tækifæri þá skulum vjer alls ekki neita þýðingu þeirrar gjafar er hann og tjelagar hans þannig hafa gefið Danmörku(i)1 Það er að eins tvennt sem oss virðist athugavert við allt þetta fyrirtæki og skulum vjer skýra hjer frá því stuttlega. Er það nú fyrst og fremst heppilegt að heimulegt fjelag sem vinnur eptir ókunnum reglum og hefur erlenda aðalstjóm skuli á þenn- an hátt komast í svo náið samband við hina dönsku — eða sjerstaklega hina íslensku stjórn, og veitast tæikfæri til þess að láta stjórnina þiggja mikla gjöf af sjer. Eptir því sem oss er kunnugt um frá vissum stað hefur Beyer »stórsír« fengið alþingi Islendinga til þess að veita Odd- Fellowreglunni einkaleyfi til þess að annast hina holdsveiku og sjerstaklega hefur stórsírinn sett það skilorð upp að kaþólskir skuli ekki komast að þeim sjúku ekki einu sinni til þess að hjúkra þeim. Vjer skulum nú ekki fara að endurtaka hjer neitt úr blaðagreinum þeim er stflaðar hafa verið á móti sfra Jóni Sveinssyni — af þeim fjelögum — í því skyni að fá hann til þess að afhenda Odd-Fellowreglunni fje það sem hann hafði með atorku og dugnaði safnað með- al kaþólskra manna til holdsveikraspítala á Is- landi. Sfra Jón hafði þá fengið hinn alkunna frakkneska rithöfund ogblaðamann Charles Mo- rice til þess að skrifa grein nokkra í hið belgiska dagblað L’independance belge þar sem mælt var með þessum samskotum. Um leið auglýsti hr. Morice nöfn þeirra sem þegar höfðu gefið fyrir tilstilli síra Jóns Sveinssonar — en með undarlegri heimtufrekju lýsti nú Odd-fjelagaregl- an fyrir munn málgagns síns hjer í Höfn að 1.) Höf. álítur eðlilega ísland og Danmörk eitt og hið sama í þessu efni — enda mun dr. Petrus ekki hafa dregið úr því við samskotasafn- ið að Island væri „dönsk" ey. þetta fje bæri reglunni með rjettu, þar eð það væri komið inn fyrir tilmæli hins frjáislynda belgiska blaðs. Þessi staðhæfing Odd-fellowa var nú reyndar röng — eins og hver maður getur sjeð — en þó svo hefði verið að Odd-fell- owar heíðu átt fjeð var ekki þar með sagt að hinir frjálslyndu Belgir tækju þó ekki kaþólskan spítala fram yfir sjúkrahús stórsírsins. En að þetta margnefnda útlenda leynifjelag skyldi svo mjög skáka í því valdi að það væri þjóðlegt og gagnstætthinum »útlendu» kaþólsku mönnum er því kynlegra sem síra Jón er dansk- ur þegn, innfæddur íslendingur og valinkunn- ur meðal landa sinna. Þar á móti vitum vjer ekki til þess að vagga »stórsírsins« hafi nokkumtíma staðið nálægt Geysi eða Öræfajökli. Og 1 öllu falli virðist það kynlegt að heimu- leg regla af þessu tagi skuli geta komist að því að stíla skilyrði fyrir alþingi íslendinga og að fá þau viðurkennd. — Og þannig komumst vjer þá að hinu öðru atriði: Hver trygging er fyrir því að Odd- Fellowreglan sje fær um að útvega hinum holdsveiku hæfilega góða og umhyggju- sama hjúkrun? »Stórsírinn« vill láta setja á spítala sinn eina aðalhjúkrunarkonu og tvaeraðrar konur auk hennar til þess að gæta þeirra sjúku, og sjeu þær laun- aðar með 200 og 150 kr. árslaunum auk fæðis og húsnæðis. Með þeim fjölda sem nú er af atvinnulausu kvennfólki kemur fjöldi úmsókna um þessar stöður. En hver ábyrgist að rjett verði valið meðal þeirra sem sækja og þeim sem falið verður að hjúkra hinum sjúku reynist ekki hið hættnlega og geigvænlega starf þeirra ofvaxið? Menn verða sem sje að minnast þess hve hræðilegur sá sjúkdómur er sem hjer er um að ræða. Af Ijósmyndum dr. Ehlers geta menn fengið hugmynd um hve hryllileg störf sjúkra- konum þessum verða lögð á herðar. Hjer er ekki nóg að koma með venjulegri skyldurækni og góðum vilja til þess að vinna fyrir launum. sínum heldur þarf hjer hetjuhug sjálfsafneitunar og sjálfsoffrunar. Án þeirra skilyrða er ekki til neins að ætla sjer að gjörast hjúkrari holds- veikra. — Og vjer vildum nú mega minnast nokkurs sem skeði hjer í Kmhöfn. í september í fyrra. Úti í Nýju-Búðum2 3) lá sjúklíngur sem, bók- staflega talað, rotnaði upp lifandi. Krankleiki þessa manns varð seinast svo hræðilegur að all- ir flýðu frá honum — enginn gat þolað að dvelja nálægt honum og þvl síður að hjálpa nje hjúkra honum. -— Jafnvel diakonissa ein sem gjörði tilraun til þess að gæta hans, og ein systir hins »rauða kross«3), og karlmaður sem kom til hans í sama tilgangi — allir fiýðu óttaslegnir eptir eina nótt, þangað til nunna ein frá St. Jósepsspítala kom. Hún var sótt tíu dögum áður en maðurinu dó, og hún var hjá honum til þess síðasta. Það var þvl með rjettu að eitt blað hjer gjörði þá fyrirspurn hvernig fara rnundi þegar diakonissur eða systur hins rauða kross ættu að fara að hjúkra þeim holdsveiku: »Hinir holds- veiku eru einnig hlaðnir hræðilegum kaunum, limir þeirra detta einnig af og af þeim leggur sömuleiðis hryllilegan ódaun. Hefur samskota- nefndin nokkra hjúkrunarkrapta sem geta tekið að sjer að »llkna, og hjálpa hinum þjáðu hold- sjúklingum á Islandi?« Þetta er einmitt aðalspumingin. Heíur Beyer stórsír nokkra slíka liðsmenn á reiðum höndum? Því án þeirra dugar spltalinn hans ekki. Og hinar kaþólsku systur sem geta veitt hjálp og aðstoð þegar allir aðrir flýja, — þeim hefur alþingið skuldbundið sig til þess að neita aðgöngu. Vjer spyrjum aðeins hvort þetta muni vera hyggilegt. En skeð er nú skeð — og rjer verðum nú allir að byggja vonir vorar á Odd-fjelögunum. Ef til vill kemur fram úr þeim flelagsskap hóp- ur af miskunsömum systrum, sem hafa hug til þess að offra sjer fyrir þá holdsveiku. Því ella — ella mætti svo fara að hinn nýi spltali reyndist dýrkeyptur og að menn iðruðust áður en langt urn liði þess samnings er gjörður var við stórsírinn hr. Beyer og hina kaþólskuhatandi ofstækismenn hans«. 2. ) Gamalt bæjarhverfi í Höín. 3. ) Alþekkt hjúkrunartjelag.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.